Morgunblaðið - 09.10.2013, Page 41

Morgunblaðið - 09.10.2013, Page 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 „Þetta verður heljarinnar ævintýri. Það er viðbúið að þetta verði gam- an og gefandi, en jafnframt heil- mikið ferðalag milli tónleikastaða,“ segir flautuleikarinn Guðrún Birg- isdóttir sem ásamt flautuleik- aranum Martial Nardeau og píanó- leikaranum Selmu Guðmunds- dóttur píanóleikara heldur í langferð til Kína dagana 14.-29. október. Að sögn Guðrúnar hefur hópnum verið boðið að leika í borg- unum Beijing, Shanghai, Nanjing, Changcha, Hefei, Zhuiji og Huzhou og Chongquin, sem er stærsta borg í heimi með 32 milljónir íbúa. Alls verða tónleikar hópsins tólf. Meðlimir tríósins hafa allir lagt leið sína til Kína áður. Selma hefur farið í nokkrar tónleikaferðir, en Guðrún og Martial kenndu nám- skeið með masterklass-sniði við Shanghai Conservatory í Shanghai í fyrra. Að sögn Guðrúnar eru tón- leikar hópsins í Shanghai á vegum Vináttusamtaka Shanghai og er- lendra ríka (SPAFFC) og Shanghai Normal University, en aðrir tón- leikar eru skipulagðir af menning- arskrifstofunni Victory í Beijing. Spurð um efnisskrána segir hún að tríóið muni leika sígilda tónlist og einnig flytja og kynna íslensk tónverk. Þremenningarnir leika brot af efnisskrá ferðarinnar á há- degistónleikum í Salnum í dag kl. 12.15. Þar munu hljóma verk eftir Snorra Birgisson, Áskel Másson, Þorkel Sigurbjörnsson, Emil Thor- oddsen, Atla Heimi Sveinsson, Zah- anhao He og Gang Chen. „Tónleik- arnir eru jafnframt þeir fyrstu í tónleikaröðinni „Líttu inn í Salinn“ sem hleypt var af stokkunum fyrir ári við góðar viðtökur,“ segir Guð- rún, sem er listrænn stjórnandi tón- leikaraðarinnar. Á næstu sex mán- uðum verður boðið upp á sjö hádegistónleika í Salnum. silja@mbl.is Tríó Selma Guðmundsdóttir, Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau. Kammertríó í tón- leikaferð til Kína  „Líttu inn í Salinn“ hefst á ný í dag „Brjálað stuðlag“, annað lagið af væntanlegri plötu Dr. Gunna og vina hans, Alheimurinn!, berst nú á öldum ljósvakans. Fyrra lagið, „Glaðasti hundur í heimi“ hefur notið mikilla vinsælda undanfarnar vikur en í því syngur Friðrik Dór. Dr. Gunni segir sögu „Brjálaðs stuðlags“ frekar furðulega. Dr. Gunni segir söguna hefjast á því að hann hafi mætt Gylfa Ægissyni í móttöku RÚV í vor. Hann hafi vantað eitt gott lag á plötuna og það að sjá Gylfa hafi kveikt ærlega upp í „lagahöfundar-ofninum“. Í lag- inu hitti Gylfi Fýlustrákinn sem kom við sögu á plötu Dr. Gunna og vina hans, Abbababb. Nú hafi verið komið að Gylfa að hressa Fýlustrákinn við og mætti Gylfi í Geimstein og söng með stráknum. „Skömmu síðar upp- götvaði Gylfi Ægisson internetið og fór í „hommastríð“. Er óhætt að segja að útgáfa Brjálaðs stuðlags sem næsta lag í spilun á eftir Glaðasta hundinum hafi komist í talsvert upp- nám og staðan orðið verri og verri með hverjum bardaga Gylfa í „hommastríðinu“. Textinn var jú „Ég heiti Gylfi Ægisson, ég er í stuði lon og don“ og gúddvill þjóðfélagsins í garð Gylfa í lágmarki. Mér finnst Gylfa reyndar frábær sama hvað hver segir (fyrir utan „hommastríðið“ sem ég játa að ég skil bara ekkert í), en svona stríðsmaður er bara einum of vafasamt dæmi til að hægt sé að bera það á borð fyrir æsku landsins,“ segir Dr. Gunni. Lausnin hafi falist í því, með fullu samþykki Gylfa, að fá Sólmund Hólm, eftirhermu og ævi- sagnaritara Gylfa, til að syngja þann hluta lagsins sem Gylfi hafði þegar sungið. „Allt var eins nema að við- lagið var nú orðið: „Ég heiti Villi Stuðmundsson, ég er í stuði lon og don...“,“ segir Dr. Gunni um lagið. Morgunblaðið/Golli Stuðmundsson Sólmundur Hólm bregður sér í hlutverk Villa Stuð- mundssonar í „Brjáluðu stuðlagi“. „Brjálað stuðlag“ með Sólmundi Málþing um ljóðaþýðingar í sam- starfi við pólsk-íslenska ljóðlist- arverkefnið ORT, Bókmenntaborg- ina Reykjavík og Þýðingasetur Háskóla Íslands verður haldið í Norræna húsinu í dag kl. 10-12. Þar verða flutt fimm stutt erindi um ljóðaþýðingar, þýðingar í vinnslu og einnig alþjóðleg ljóðaverkefni sem tengjast ljóðum og sérstaklega ljóðum í borg. Erindin verða flutt á ensku og eru flytjendur Jerzy Jarniewicz, Gauti Kristmannsson, Magnús Sig- urðsson, Sigurbjörg Þrastardóttir og Kristín Svava Tómasdóttir. Gauti er prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands, þýðandi og bókmenntagagnrýnandi; Jerzy Jar- niewicz er prófessor í bókmennta- fræði við háskólana í ŁódŸ og Varsjá, ljóðskáld, þýðandi og bók- menntagagnrýnandi; Kristín Svava og Sigurbjörg eru skáld og Magnús ljóðskáld og þýðandi. Málþing um ljóða- þýðingar haldið í Norræna húsinu Ljóðskáld Kristín Svava Tómasdóttir. Morgunblaðið/Golli KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA PRISONERS2 KL.6-8-9-10:10 PRISONERSVIP KL.6-9 TÚRBÓ ÍSLTAL3D KL.5:50 TÚRBÓ ÍSLTAL2D KL.5:50 DONJON KL.5:50-8-10:10 WELCOMETOTHEPUNCH KL.82 RIDDICK KL.10:20 AULINNÉG ÍSLTAL3D KL.5:50 WE’RETHEMILLERS KL.8 KRINGLUNNI EUGENEONEGIN ÓPERA KL. 6 PRISONERS KL. 8 - 10:30 WELCOME TO THE PUNCH KL. 10:40 THEBUTLER 2 KL. 5 - 8 CITY OFBONES KL. 5:30 PRISONERS KL. 5 - 8 - 10:10 TÚRBÓ ÍSLTAL2D KL. 5:50 DON JON KL. 8 - 11 RIDDICK 2 KL. 8 - 10:30 AULINN ÉG ÍSLTAL2D KL. 5:50 NÚMERUÐ SÆTI AKUREYRI PRISONERS KL. 8:30 - 10:10 DON JON KL. 8 THEBUTLER KL. 5:50 FLUGVÉLAR ÍSLTAL3D KL. 5:50 KEFLAVÍK PRISONERS KL.8 ABOUTTIME KL.8 DONJON KL.11 RUNNERRUNNER KL.10:30 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á  JOBLO.COM T.V. - BÍÓVEFURINN/S&H “EINSÚSVALASTA ÍÁR.” A.O.S NEW YORK TIMES BOSTON GLOBE   Á TOPPNUM Í USA 3 VIKUR Í RÖÐ EMPIRE  FRÁ FRAM LEIÐANDANUM RIDLEY SCOTT BÍÓVEFURINN  FERSKASTA MYND ÁRSINS ÖGRANDI KOMÍDÍA EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR “DREPFYNDINOG HÆTTULEGAHREINSKILIN. SJÁÐUÞESSA!” THE HOLLYWOOD REPORTER  JOBLO.COM  NEW YORK OBSERVER  ENTERTAINMENT WEEKLY  VARIETY  LOS ANGELES TIMES  HUGH JACKMAN - JAKE GYLLENHAAL Í EINNI BESTU MYND ÁRSINS MAGNAÐUR ÞRILLER FRÁ HÖFUNDUM SHREK OG MADAGASCAR HIN FRÁBÆRA TÓNLIST ÍMYNDINI ER EFTIR JÓHANN JÓHANNSSON Morgunblaðið gefur út sérblaðið Jólahlaðborð föstudaginn 25. október Jólahlaðborð –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 föstudaginn 18. október. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um jólahlaðborð, tónleika og uppákomur í nóvember og desember. Fjöldinn allur af veitingahúsum bjóða upp á jólahlaðborð og sérrétti á aðventunni og mikið úrval í boði fyrir þá sem vilja gera sér glaðan dag á þessum skemmtilega tíma ársins. f f f f f f SÉRBLAÐ 10 16 12 12 T.V. - Bíóvefurinn/S&H FRÁ RICHARD CURTIS, HANDRITSHÖFUNDI LOVE ACTUALLY, NOTTING HILL & FOUR WEDDINGS -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L L ABOUT TIME Sýnd kl. 6 - 9 TÚRBÓ 3D Sýnd kl. 5:50 RUNNER, RUNNER Sýnd kl. 8 - 10 AULINN ÉG 2 2D Sýnd kl. 5:50 DIANA Sýnd kl. 8 MALAVITA Sýnd kl. 10:30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.