Morgunblaðið - 04.11.2013, Síða 1

Morgunblaðið - 04.11.2013, Síða 1
M Á N U D A G U R 4. N Ó V E M B E R 2 0 1 3  256. tölublað  101. árgangur  ÍSLENDINGAR OG KRÓATAR JAFNIR UM HELGINA SÚKKULAÐI- MEISTARI Í REYKHOLTI SKÁTASTARF FRÁBÆRT FYRIR FULLORÐNA 100 DAGA HRINGFERÐ 14 LEIÐTOGAR 10ÍÞRÓTTIR ÁRA STOFNAÐ 1913 Kæling Sjó dælt á flutningaskipið Fern- öndu utan við Faxaflóa um helgina.  Fulltrúi frá tryggingafélagi út- gerðar flutningaskipsins Fernöndu var hér á landi um helgina til að afla upplýsinga um ástand hennar. Að sögn Ásgríms Ásgrímssonar, framkvæmdastjóra aðgerða hjá Landhelgisgæslunni, verður vænt- anlega haft samband við trygginga- félagið þegar fram líða stundir um kostnaðinn við björgunarstarfið sem hefur verið umfangsmikið. Talið er að eldurinn um borð sé kulnaður en taka átti ákvörðun um næstu skref á samráðsfundi nokk- urra aðila nú í morgun. Beðið er eftir að menn komist um borð til að meta ástandið. Takmarkið er að koma skipinu á öruggan stað þar sem hægt er að dæla olíu úr því. »6 Ræða kostnaðinn við björgunina þeg- ar fram líða stundir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Félagsmenn starfsmanna ríkisstofn- ana óttast uppsagnir með haustinu. Hagræðing er víða í undirbúningi og má nefna að Vinnumálastofnun hef- ur fækkað um 25 í starfsliði sínu. „Starfsmenn voru 160 í byrjun árs en eru nú 135. Þeir voru til saman- burðar um hundrað fyrir efnahags- hrunið. Við höfum lagað reksturinn að minna atvinnuleysi og búið okkur undir fækkun fólks í nokkurn tíma,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Sjö starfsmönnum Vinnumála- stofnunar var sagt upp um mánaða- mótin. Þá voru sjö tímabundnar ráðningar ekki framlengdar og ekki var ráðið í störf 11 starfsmanna sem létu af störfum í ár. Alls hefur því verið fækkað um 25 stöðugildi. Gissur segir stofnunina ekki hafa fengið tilkynningar um hópuppsagn- ir hjá ríkinu um mánaðamótin. Uppsagnir víða í skoðun Árni Stefán Jónsson, formaður SFR – stéttarfélags í almannaþágu, segir félagsmenn óttast uppsagnir. „Þetta er eitthvað sem vofir yfir. Maður heyrir að margar stofnanir velta þessu fyrir sér í ljósi fjárlaga. Mér er ekki kunnugt um að ákvörð- un um uppsagnir hafi verið tekin, ef undan er skilin Vinnumálastofnun. Við erum afar áhyggjufull. Við höfum í aðdraganda fjárlaga og eftir að þau komu fram bent á að við höfum miklar áhyggjur af starfs- öryggi okkar félagsmanna. Ég tala nú ekki um hagræðingarnefndina. Við eigum eftir að sjá hvað hún legg- ur fram til lengri tíma litið. Þegar maður hélt að það versta væri yfir- staðið og að landið yrði farið að rísa er staðan þvert á móti sú árið 2013 að uppsagnir vofa yfir. Það veldur mikl- um vonbrigðum,“ segir Árni Stefán. Búið að skera fituna af Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir stofnanir hafa lítið sem ekkert svigrúm til hagræðingar. Hún óttist að hagræðing bitni á störfum. Fitan í rekstrinum sé farin, enda hafi verið skorið inn að beini. Vigdís Hauksdóttir á sæti í hag- ræðingarhópi ríkisstjórnarinnar. Hún segir hagræðingu kalla á upp- sagnir ríkisstarfsmanna. MRíkisstarfsmönnum fækki »6 Segja uppsagnir vofa yfir  Formenn félaga ríkisstofnana áhyggjufullir  Vinnumálastofnun fækkar fólki  Þingmaður í hagræðingarhópi segir nauðsynlegt að fækka ríkisstarfsmönnum Ljósmynd/Alexander Matukhno Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni lauk með tónleikum og þrívídd- arsýningu þýsku rafhljómsveit- arinnar Kraftwerk í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. „Hátíðin hefur gengið alveg frá- bærlega. Það voru margir flottir viðburðir, frá þeim smæstu til hinna stærstu. Það er örugglega mat hvers og eins hvað var markverðast en það var gaman að upplifa Ólaf Arnalds og Sinfóníuna í Hörpu og Kraftwerk,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Um 4.500 útlendingar hafi komið hingað til lands vegna hátíðarinnar. Grímur segir að það sé íslensk tón- list sem kveiki áhugann hjá útlend- ingum að koma á hátíðina enda séu 156 af rúmlega 200 hljómsveitum sem komu fram íslenskar. „Það voru margir að fylgjast með nýstirnunum sem vinna Músíktil- raunir því það hafa komið út úr þeim bönd sem hafa verið öflug, eins og Of Monsters and Men,“ seg- ir hann. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir úr hljómsveitinni FM Belfast sem spil- aði í Silfurbergi á laugardagskvöld segir að hátíðin í ár hafi verið sú best skipulagða frá bæjardyrum hljómsveitanna séð. „Það eru allir ánægðir og ótrúlega vel að þessu staðið,“ segir hún en þetta var í sjö- unda skipti sem hljómsveitin kemur fram á hátíðinni. Hljómleikar henn- ar á laugardagskvöld tókust vel en á tímabili dúaði gólfið í Hörpu þeg- ar tónleikagestir hoppuðu í takt við tónana. »34-35 Einstök upplifun í Eldborg  Iceland Airwaves-hátíðin sú best skipulagða hingað til  Gólfið í Hörpu dúaði Rafpopp Þjóðverjarnir í Kraftwerk spiluðu í rúma tvo tíma en á tjald á bak við þá var varpað þrívíddarsýningu sem gerði tónleikana að einstakri upplifun.  Upplýsingar á síðunni verða aldrei persónu- greinanlegar, segir Páll Matt- híasson, forstjóri Landspítalans. Stjórnendur sjúkrahússins hafa ákveðið að opna fésbókar- síðu í þeim til- gangi að auka upplýsingar og bæta samskipti við almenning. Á spjall- rás verður hægt að fá almennar upplýsingar um heilbrigðisþjónustu auk þess sem miðlað verður frétt- um úr fjölbreyttri starfsemi sjúkra- hússins, stærsta vinnustaðar lands- ins. »6 Ekkert verður per- sónugreinanlegt Páll Matthíasson Framkvæmdastjóri Íslensks elds- neytis, Sigurður Eiríksson, segir fyrirtækið búa yfir afkastagetu til þess að sinna öllum þungaflutn- ingafyrirtækjum landsins en Ís- lenskt eldsneyti framleiðir lífræna jurtaolíu til íblöndunar í dísilolíu. Á næsta ári er svo stefnt að því að hefja þörungarækt til olíu- framleiðslu í þartilgerðum tjörn- um, en að sögn Sigurðar er hug- myndin sú að ræktunin taki alfarið við af innfluttri repjuolíu. „Vonandi verður hægt að hætta við kaup á innfluttri repjuolíu innan þriggja ára,“ segir Sigurður. »18 Þörungarækt í stað innfluttrar repjuolíu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.