Morgunblaðið - 04.11.2013, Síða 9

Morgunblaðið - 04.11.2013, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 Viðhaldsfríar hurðir Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 29 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Hydrovane loftpressur eru lágværar, fyrirferðarlitlar, öflugar og henta alls staðar þar sem þörf er á þrýstilofti. Mikið úrval af hágæðaloftpressum, lögnum og síum. Bjóðum lausnir í þrýstilofti fyrir allar aðstæður. IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is Allt annað líf - með hljóðlátri loftpressu Kynntu þér úrvalið á idnvelar.is www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnurgegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt aðminnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hraunið á Snæfellsnesi varð mér innblástur. Hugmynd kviknaði og þróaðist. Þegar ég settist niður með prjónana í haust varð peysan með öllum sínum mynstrum fyrir- hafnarlítið til,“ segir Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir. Óblíð veðrátta var þemað í keppni sem Ístex og Landssamtök sauð- fjárbænda stóðu að um fallegar lopapeysur, en þátttakendur áttu að hanna óveðurspeysu. Áhuginn var mikill. Alls bárust 140 peysur og valdi dómnefnd þá sem fallegust þótti. Og það var peysa Aðalheiðar Láru sem ber heitið Kafla og er nefnd eftir á í eigu foreldra hennar sem búa í Ytri-Knarrartungu í Breiðuvík á Snæfellsnesi. Tölurnar úr klaufbeinum Grænn, svartur, hvítur og blár eru litirnir í Köflu Aðalheiðar Láru, peysu sem er hneppt og tölurnar unnar úr klaufbeinum kinda. „Einhverju sinni í vor þegar ég var á vakt í sauðburðinum og að bera tuggu úr rúllu inn í fjárhús horfði ég á grænan mosann, dökkt hraunið og bláan himininn. Mér fannst þetta fallegt og heillandi og tilvalið, í orðsins fyllstu merkingu, að prjóna út frá þessu. Nei, það hef- ur ekkert verið rætt hvort peysan fer eitthvað í frekari framleiðslu. Að minnsta kosti er engin teikning eða uppskrift að mynstrum til. Þetta er bara í höfðinu á mér en peysan sjálf gæti auðvitað verið fyrirmynd,“ segir Aðalheiður Lára. Hún býr í Grundarfirði en er með annan fót- inn heima í Ytri-Knarrartungu; Hamingjulandinu sem hún kallar svo. Tæplega fjörutíu frásagnir Talið er að um 10 þúsund fjár hafi orðið úti í óveðrinu á síðasta ári. Sem kunnugt er var í kjölfar hamfaranna efnt til söfnunarinnar Gengið til fjár – og náðust þannig í hús peningar sem nýttust bændum vel. Til að safna heimildum um fjár- skaðann var efnt til samkeppni um frásagnir ýmiss konar og bárust alls 39 ritgerðir, sögur og ljóð. Vakti at- hygli að fæst þessa var eftir börn og unglinga. Sigurvegari keppninnar var Jón Hólmsteinsson á Akureyri. Vinningur Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir ásamt ungri fyrirsætu í peys- unni sem hún hannaði út frá innblæstri sem hún fékk úr litum landsins. Kafla kom úr hrauni  Sigraði í samkeppni um óveðurspeysuna  Grænn mosi, dökkt hraun og blár himinninn Prjónaði út frá hugmynd Ljósmynd/Friðrik Örn Hjaltested Ull Margar peysanna eru bráðfallegar og vöktu athygli á sauðfjárhátíð sem var á Skólavörðustígnum í Reykjavík um næstsíðustu helgi. Bráðasvið Landspítalans tók á síð- asta ári 16.606 sinnum á móti fólki sem slasast hafði í heimahúsum eða við frístundir. Miðað við mann- fjölda hafa slys af þessu tagi aldrei verið fleiri, en þau teljast til 44% allra slysa hér á landi. Kemur þetta fram í Slysaskrá Íslands. Í nýjasta tölublaði Talnabrunns, fréttabréfi landlæknis um heil- brigðisupplýsingar, kemur m.a. fram að heima- og frítímaslysum hefur fjölgað úr 38 slysum í 44 á hverja 1.000 íbúa á árunum 2003 til 2012. Þá hefur nánari skoðun leitt í ljós að slysaaukningin er mest hjá yngstu og elstu Íslendingunum. Meðal þeirra yngstu er hættan á heima- og frítímaslysum mest hjá börnum yngri en fimm ára og hef- ur slysum fjölgað einna mest í þeim aldurshópi, eða úr 67 í 83 slys á hverja 1.000 íbúa. Slysum drengja á þessum aldri hefur fjölg- að úr 72 í 92 síðastliðinn áratug og hjá stúlkum úr 62 slysum í 74. Slysatíðni aldraðra hefur að sama skapi aukist verulega síðasta áratug en þar er kynjadreifingin þó önnur en í yngsta aldurshópnum því aldraðar konur eru líklegri til að verða fyrir heima- og frí- tímaslysum en karlar. Hefur tíðni slysa meðal kvenna 80 ára og eldri aukist úr 62 í 80 á hverja 1.000 íbúa árið 2012. Heima- og frítíma- slys aldrei fleiri  Teljast til 44% allra slysa hér á landi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.