Morgunblaðið - 04.11.2013, Síða 11

Morgunblaðið - 04.11.2013, Síða 11
Ljósmynd/ Baldur Árnason Eitt sinn skáti ávallt skáti Haukur Haraldsson og Gunnar Eyjólfsson hafa um nóg að spjalla. Það er ekki svo að maður þurfi að byrja kornungur í skátunum til að geta orðið fullorðinn skáti á ein- hverjum tímapunkti. Fjöldi fólks byrjar í skátastarfi á fullorðinsárum og oft, segir Ólafur, er það uppeldis- hlutverk hreyfingarinnar sem kveik- ir áhugann. „Margir hafa ranga mynd af skátastarfi og átta sig kannski ekki á því að skátastarf snú- ist um eitthvað annað en að hafa of- an af fyrir börnum í frítímanum. Skátastarf er fyrst og fremst mjög markviss uppeldishreyfing með mjög útfært uppeldiskerfi. Þetta gengur út á það að kenna börnum og ungmennum að mennta sig eða ala sig upp sjálf. Og þetta er nú ekkert sem hverfur þegar við verðum full- orðin. Við þurfum og erum kannski að læra fram á grafarbakkann ef vel gengur og um það snýst þetta í raun.“ Í rauninni má segja að kjarni skátastarfsins felist í þremur grund- vallarhugtökum: Að verða sjálf- stæðir, virkir og ábyrgir þjóðfélags- þegnar. „Ég held að þessi hugtök séu býsna glúrin og úthugsuð,“ segir Ólafur sem er kominn á eftirlaun og enn að læra. Það á vonandi við um okkur öll að við getum stöðugt bætt við okkur þekkingu og orðið betri manneskjur í samfélaginu. Gleði Skátastarfið er fjölbreytt og býður upp á marga möguleika. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 Lárus Þórhallsson er þrítugur nem- andi á þriðja ári í sagnfræði við Há- skóla Íslands. Hann hefur skrifað fimm bækur á ensku, þar af þrjár um Biblíuna út frá sjónarmiði siðferðis. Bækur Lárusar er allar að finna á vefsíðu hans www.moralessence- .com. Fjórða bókin er um siðagildi og sú fimmta hefur að geyma dæmisög- ur um dýr. Tilgangurinn með skrifunum segir Lárus vera að koma á umbótum með kristinni trú og siðferði meðal manna. Hann tekur þó fram að inni- haldið eigi að ná til allra óháð trúar- brögðum. Hann segist ekki fylgjandi þeirri hugmynd að lífsstíll fólks þurfi að vera fullkominn til að það geti ritað slíkar bækur. Sjálfur segist Lárus ekki eiga þessar bækur sem hann hefur skrif- að heldur vilji hann ánafna þær því sammannlega sem tengir alla sam- an, burt séð frá því hverrar trúar það er. Það sé ástæða þess að allir geti hlaðið þeim niður í eigin tölvu og lesið í góðu tómi í stað þess að freista þess að fá þær gefnar út. Efni bókanna segir hann geta staðið fyrir sínu án þess að persóna hans sé tengd við þær. Áhugasamir geta litið á verk Lárusar Þórhallssonar á vef- síðunni. Siðferðileg sjónarmið og Biblían Siðferði Biblían gefur fjölmörg tilefni til siðferðilegra vangaveltna. Deilir bókum sínum á vefnum Það fylgir því töluverð spenna ogtilhlökkun að hefja nýtt námeða byrja í nýjum skóla. Ein- staklingurinn er búinn að velja og sjá fyrir sér ákveðinn farveg í sínu lífi. Fólk hefur yfirleitt einhverja hug- mynd um hvernig námsmaður það er. Það þekkir styrkleika sína, veikleika og getu og oftast velur það skóla og námsleiðir út frá þeirri hugmynd. Svo hefst námið. Nýtt umhverfi, nýir skólafélagar, nýir kennarar og nýjar kröfur. Það tekur tíma fyrir alla að að- lagast svona breytingum og því fylgir oftast einhver streita. Margir komast klakklaust í gegnum þetta tímabil og ná að aðlagast. Einhverjir lenda þó í vandræðum og ná ekki að fóta sig nógu vel. Streitan magnast og kvíðinn tekur yfir. Ef einstaklingur hefur áður í sínu námi glímt við náms- og eða prófkvíða eru meiri líkur á því að sá kvíði taki sig aftur upp. Hvert nýtt verkefni og hvert próf fer að valda kvíða. Þeir sem þjást af prófkvíða upplifa skerta einbeitingu í prófi, erfiðleika við að skilja og fara eftir einföldum leiðbeiningum og vandkvæði við að muna mikilvæga hluti sem varða efni prófsins. Þeir standa sig því oft verr á prófum. Þegar einstaklingur lendir ítrekað í því að standa sig verr en hann telur sig hafa getu til er stutt í sjálfs- gagnrýnina og niðurrifið. Hugsanir eins og „ég á að geta þetta“, „það er eitthvað að mér“ og „er ég kannski svona vitlaus“ eru mjög algengar. Oftast er lítið um svör eða þá að svör- in verða einnig á neikvæðum nótum. Hætt er við að einstaklingurinn upp- lifi sig smám saman sem ekki nógu góðan námsmann og hann getur farið að upplifa úrræðaleysi og vanmátt. Þá er oft stutt í uppgjöf. Ef viðkom- andi gefst upp og hættir námi kyndir það enn frekar undir þeirri upplifun að vera misheppnaður og hugmyndir um eigin getu hafa breyst umtalsvert. Stór hluti af því sem viðheldur nei- kvæðum vítahring kvíðans er túlkun og mat einstaklingsins á aðstæðunum og hvernig hann bregst við þeim. Ef mikið er í húfi í huga einstaklingsins, t.d. framtíðardraumur eða sýn hans á lífið og hvernig það geti orðið, eru auknar líkur á meiri kvíða. Ef einstaklingurinn finnur ekki sjálfur leiðina út úr vítahring kvíðans og nær ekki að aðlagast nýjum og breyttum aðstæðum skiptir mjög miklu máli að fá aðstoð. Þegar kvíði er aðalorsakavaldurinn að versnandi námsárangri er mikilvægt að vinna með þann vanda og leysa kvíðahnút- inn, það leysir ekki vandann að læra bara meira. Prófkvíði Þeir sem þjást af prófkvíða upplifa m.a. skerta einbeitingu í prófi. Erfiðleikar í námi vegna kvíða  Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjafarþjón- usta, Skeifunni 11a, 108 Reykjavík www.heilsustodin.is Heilsupistill Bryndís Einarsdóttir sálfræðingur Fullorðnum sjálfboðaliðum í skátahreyfingunni stendur til boða að taka þátt í Gilwell-leiðtogaþjálfun sem er æðsta leiðtogaþjálfun skáta. Hún miðar að því að þátttakendur læri að marka sér stefnu og setja sér mark- mið til þroska, átaka og sigra, bæði í skátastarfi og í lífinu almennt. Öll þjálfun innan skátahreyfingarinnar miðar að því að bæta samfélagið. Námskeiðin eru ókeypis. Fjölbreytt starf er unnið á meðal fullorðinna skáta og eru allir sem áhuga hafa hvattir til að kynna sér það. Vefsíða Bandalags íslenskra skáta er www.skatar.is. Að marka sér stefnu í lífinu ÞROSKANDI NÁM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.