Morgunblaðið - 04.11.2013, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.11.2013, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 HVERNIG FJALLA FJÖLMIÐLAR UM REGLUVÆÐINGU FJÁRMÁLAMARKAÐA? MARK SCHOEFF JR. HELDUR FYRIRLESTUR Í HÁTÍÐASAL HÁSKÓLA ÍSLANDS MÁNUDAGINN 4. NÓV. KL. 12-13.30 Mark Schoeff Jr. er blaðamaður hjá Investment News í Washington sem er viðskiptatímarit, gefið út af Crain Communications. Schoeff Jr. skrifar um löggjöf og reglugerðir tengdar verðbréfaviðskiptum og fjármálamörkuðum og hefur sérstaklega fjallað um innleiðingu Dodd-Frank laganna. Hann fjallar einnig um bandaríska þingið, verðbréfaeftirlitið (SEC), atvinnuvegaráðuneytið, auk fleiri eftirlitsaðila. Mark Schoeff Jr. er með meistaragráðu í Alþjóðaviðskiptum og stjórnsýslu frá George Mason háskóla í Fairfax, Virginia. Hann lauk BA gráðu í stjórnun og ensku frá Purdue háskóla. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir! Ísland skreytir nú fimmtán lestarvagna sem fara um lestarkerfi New York-borgar. Um auglýs- ingaherferð flugfélagsins Icelandair er að ræða en það hóf nýlega flug til Newark-flugvallar í New Jersey og flýgur nú þangað og til JFK- flugvallarins í New York. Michael Raucheisen, markaðs- og upplýsinga- fulltrúi Icelandair í Bandaríkjunum, segir að vagnarnir séu veggfóðraðir frá hólfi til gólfs með auglýsingu. En í lestarvögnunum má sjá íslensku norðurljósin og sætin eru með ljósmyndum af jöklum og fjöllum. Lestirnar með „íslensku“ vögnunum fara á milli New Jersey og New York. Auglýsingaherferðin hófst í september og stend- ur út nóvember, hún hefur fengið góðar viðtökur að sögn Raucheisen. „Viðbrögðin hafa verið hreint ótrúleg. Það má meðal annars sjá á sam- félagsmiðlum eins og Twitter en þar er fólk að birta myndir sem það tekur í vögnunum og lýsa hrifningu sinni. Svona auglýsing nær til fjöl- breytts hóps af fólki sem sest niður í lestinni og hefur ekkert betra að gera en að horfa í kringum sig. Það er öðruvísi að vera í svona vagni, eins og að vera í öðrum heimi.“ Icelandair er fyrsta fyrirtækið til að kaupa allt auglýsingapláss í heilum vögnum og innrétta þá á þennan hátt. „Þetta hefur aldrei verið gert áður hér, flestir kaupa bara pláss fyrir plaköt. En það að hertaka heilan vagn hefur miklu meiri áhrif, það höfum við orðið vör við,“ segir Raucheisen. ingveldur@mbl.is Veggfóðraðir lestarvagnar Lestarvagn Sætin eru húðuð með mynd af íslenskum fjöllum.  Icelandair fer óhefðbundnar leiðir í New York  Keypti allt auglýsingapláss í fimmtán lestarvögnum undir Ísland Litríkt Fimmtán lestarvagnar í New York eru „íslenskir“. Landssamtök íslenskra stúdenta voru stofnuð á Akureyri í gær. Á stofnfundinum eignuðust samtökin sinn fyrsta formann, Önnu Marsibil Clausen, bókmenntafræðinema við Háskóla Íslands. Þá var fram- kvæmdastjórn LÍS skipuð. „Hlutverk samtakanna verður að vinna að samræmi gæðastarfs milli háskóla á Íslandi og standa vörð um sameiginlega hagsmuni stúdenta hérlendis sem og á alþjóðavettvangi. LÍS hefur þegar tekið við setu í Sambandi evrópskra stúdenta (ESU) sem og setu á samráðsvett- vangi norrænna stúdentafélaga (NOM) fyrir hönd íslenskra stúd- enta en SHÍ er stofnaðili að ESU og hefur sinnt al- þjóðastarfi ís- lenskra stúdenta allt frá fyrrihluta síðustu aldar. LÍS mun formlega sameina raddir íslenskra stúdenta í fyrsta sinn og standa að samstilltum aðgerðum,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Sameinar raddir íslenskra stúdenta Anna Marsibil Clausen Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is Börnum í Djúpavogsskóla hefur fjölgað ört á seinustu árum. Í kjölfar þess hefur þurft að bæta við starfs- mönnum og fjármagni í rekstur skól- ans. Upprunalega fjárhagsáætlun fyrir 2013 gerði ráð fyrir 33,7 millj- óna króna launakostnaði vegna leik- skólans en útlit er fyrir að sú upp- hæð muni nema 45,7 milljónum króna í lok árs. Aukinn kostnaður skýrist að miklu leyti af fjölgun leikskólabarna í Djúpavogsskóla, sem er bæði leik-, grunn- og tónskóli. Leikskólabörn eru nú orðin 50, en voru 35 fyrir þremur árum. Yngstu börnin í hótelið „Við þurftum að grípa til þess ráðs að setja yngstu börnin í annað hús- næði því það er ekki nóg pláss fyrir þau í leikskólanum. Samt er þetta nýleg bygging sem var tekin í notk- un 2005,“ segir Halldóra Dröfn Haf- þórsdóttir, skólastýra Djúpavogs- skóla. Skólinn leigir nú húsnæði af Hótel Framtíð á Djúpavogi. Þar að auki hefur skólinn þurft að bæta við rúmum tveimur stöðugildum vegna fjölgunar barna, m.a. til þess að sinna börnunum í nýja húsnæðinu, barns með sérþarfir og í matseld. Fyrir fjórum árum voru 40 nem- endur í Djúpavogsskóla en nú eru þeir 63. Halldóra telur að fjölgun skólabarna sé að hluta til vegna fjölda fólks sem hefur flutt aftur til Djúpavogs að loknu námi. Fjárhagsáætlun Djúpavogs- hrepps fyrir 2014 liggur ekki enn fyrir. Sóley Dögg Birgisdóttir, for- maður fræðslu- og jafnréttisnefndar, og Halldóra búast báðar við því að ekki muni þurfa að leigja aukahús- næði fyrir leikskólabörn á næsta ári þar sem stór árgangur mun færast yfir í grunnskólann. „Miðað við að við komum öllum börnunum aftur inn í leikskólann býst ég við að kostnaðurinn lækki,“ segir Sóley en bætir við að enn sé verið að vinna að tillögum um fjárhagsáætlun næsta árs. Halldóra, skólastjóri skólans, seg- ir að búast megi við að leikskólabörn verði orðin 80 eftir þrjú ár miðað við þróunina undanfarin ár. Hún segir einnig að útlit sé fyrir að grunnskól- inn þurfi líka að flytja í nýtt húsnæði á næstu árum. Rætt hefur verið um að byggja við núverandi byggingu en sú umræða er enn á frumstigi milli skólans, sveitarstjórnar og sveitarstjóra að sögn Halldóru. Í haust kom einnig „sprengja“ í tónskólann en 52 nemendur, 48 úr grunnskólanum og 5 úr leikskólan- um, stunda þar tónlistarnám. Þar hefur einnig þurft að bæta við starfs- krafti en tveir tónlistarkennarar sinna nú 2,7 stöðugildum til þess að kenna öllum nemendunum. „Við höf- um rætt að það þurfi kannski að stjórna fjölda nemenda í tónskólan- um en það er ekki búið að gera slíkt ennþá,“ segir Halldóra. Leikskóli, grunnskóli og tónskóli Djúpavogs voru sameinaðir haustið 2011 til þess að styrkja faglegt starf og til þess að spara, segir Halldóra. Hvort sparnaður hefur náðst er enn óljóst vegna hraðrar fjölgunar nem- enda. Morgunblaðið/Golli Djúpivogur Fjölgun skólabarna er að hluta til vegna fjölda fólks sem hefur flutt aftur til Djúpavogs að loknu námi. „Sprenging“ í skóla- sókn á Djúpavogi  Börnum í leikskólanum fjölgað um 15 á síðustu þremur árum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.