Morgunblaðið - 04.11.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.11.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 Dr. Daniel Mitchell, aðalskattasérfræðingur Cato-stofnunarinnar í Washington-borg, ræðir um varnarbaráttu skattgreiðenda gegn sívaxandi ríkisbákni. Dr. Mitchell mun víkja að auknum ríkisút- gjöldum um allan heim í kjölfar fjármálakreppunnar alþjóðlegu. Hann mun einnig lýsa Laffer-boganum svonefnda, sem talsvert hefur verið deilt um á Íslandi, en samkvæmt honum munu skatt- tekjur að lokum minnka með aukinni skattheimtu, því að skatt- stofninn mun þá minnka. Fundarstjóri verður Erla Ósk Ásgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Askja, náttúrufræðihús Háskóla Íslands, stofa N-131, mánudaginn 4. nóvember kl. 12–13 Samtök skattgreiðenda í samstarfi við RNH og AECR Hættum að fóðra tröllið Lánshæfismat Kópavogsbæjar er B+ með stöðugum horfum, að mati íslenska lánshæfismatsfyrirtækisins Reitunar ehf. og er því óbreytt frá því í júní þegar einkunnin var hækk- uð úr B í B+. „Vel hefur gengið að greiða niður skuldir og hafa áætl- anir staðist,“ segir m.a. mati Reit- unar. „Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar hefur haldið áfram að batna á und- anförnum misserum. Ekkert bendir til annars en að jákvæð þróun í rekstri sveitarfélagsins haldi áfram. Áætlanir hafa gengið sem skyldi og eru skuldir viðráðanlegar og veltufé frá rekstri sterkt,“ segir orðrétt í mati Reitunar. Þar kemur jafnframt fram að skuldahlutfall, þ.e. skuldir og skuld- bindingar á móti tekjum, er nú 207% en var 217% í lok árs 2012. Hlutfallið hafi lækkað ennfrekar það sem af er síðari hluta ársins þar sem lokið hafi verið við að greiða síðustu greiðsluna af stóru erlendu láni (Dexialáninu) í ágústmánuði. Eftir standi eitt erlent lán að fjárhæð 644 m.kr. (4 m.EUR) sem sé tæpt 1,5% af heildarskuldum og skuldbinding- um í lok júní. Gengisáhætta sveitar- félagsins sé því hverfandi. Morgunblaðið/ÞÖK Kópavogur Bæjarfélagið er með óbreytt lánshæfismat, B+. Gengisáhætta hverfandi Fjárfestingaveldi Warr- ens Buffet, Berkshire Hathaway, birti rekstr- artölur síðasta fjórðungs á föstudag. Hagnaðurinn var töluvert umfram væntingar markaðarins eða 5,05 milljarðar dala, sem jafngildir 3,074 döl- um á hlut. Könnun meðal markaðsgreinenda sem framkvæmd var af Thomson Reuters sýndi væntingar upp á um 2,402 dala hagnað á hlut. Hagnaðurinn á fjórð- unginum er 29% hærri en á sama tímabili í fyrra þegar fyrirtækið skilaði 3,92 milljarða ábata. Markaðsvefur Wall Street Journal, MarketWatch segir tekjur hafa auk- ist um 13% og numið 46,54 milljörðum dala. Hagnaðurinn er að stærstum hluta skrifaður á sölutekjur og fjárfestingatekjur auk tekna af afleiðum. ai@mbl.is Berkshire Hathaway skilar góðum hagnaði Snjall Buffett kann að fjárfesta. Stjórnandi Berkshire Hathaway á fyrirlestri fyrr í vetur. AFP Kínverska innkaupastjóravísitalan í geirum öðrum en framleiðslu, CPMINMAN, styrktist milli mán- aða og fór úr 55,4 stigum í sept- ember upp í 56,3 stig í október. Þeg- ar vísitalan sýnir gildi fyrir 50 jafngildir það vexti. Fréttaveita Bloomberg segir styrkingu vísitölunnar á sunnudag góð tíðindi fyrir kínversk stjórnvöld og til marks um að efnahagsbati landsins hafi ekki misst skriðþunga. Ráðamenn í Peking hafa á und- anförnum vikum lýst yfir að frekari umbóta sé að vænta í kínverska efnahagskerfinu með það að mark- miði að viðhalda hagvexti. Styrking CPMINMAN-vísitölunnar gefur til kynna að bæði sé neysla að aukast og eins störfum að fjölga. Á föstudag birtu HSBC og Markit Economics innkaupastjóravísitölur í fram- leiðslugeira og voru báðar mæling- arnar umfram væntingar. Könnun sem Bloomberg gerði meðal hagfræðinga spáir 7,6% aukn- ingu í landsframleiðslu Kína á árinu sem er 0,1 prósentustigum minni hagvöxtur en á síðasta ári. Sama könnun spáir að hægt geti á hag- vexti niður í allt að 7,4% á næsta ári. ai@mbl.is AFP Vöxtur Hagkerfi Kína virðist ágætlega burðugt. Fjármálahverfið í Sjanghæ. Vísitala þjónustu- geira styrkist í Kína Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá er útlit fyrir að upphaf hinnar hefðbundnu jólavertíðar vestanhafs verði seinna á ferðinni en venjulega þar sem þakkagjörð- arhátíðin er haldin óvenjuseint í nóvembermánuði. Hefur sú hefð skapast að verslanir byrja jóla- verslunina með látum daginn eftir þakkargjörðarhátíð með tilboðum en með þakkargjörðarhátíðina seint á ferð hafa verslunareig- endur haft áhyggjur enda „vertíð- in“ sex dögum styttri en á síðasta ári. Verslanakeðjan Wal-Mart virð- ist nú hafa gripið til þess að hundsa allar hefðir og byrja jóla- söluna mun fyrr en áður og löngu fyrir hrekkjavöku. Hóf Wal-Mart að bjóða upp á jólaafslætti á föstu- dag, um mánuði fyrr en venjulega. Afslættirnir eru í boði í netverslun Wal-Mart og bætir verslanakeðjan um betur frá síðasta ári með því að bjóða ókeypis heimsendingu á velflestum vörum ef verslað er fyrir ákveðna lágmarksupphæð. Fréttaveita Reuters hefur eftir markaðsgreinendum að afslátt- artilboðin verði með rausnarleg- asta móti í jólaversluninni vest- anhafs í ár þar sem seljendur sjá sig knúna til að bjóða betur nú þegar neytendur eru margir að skera niður í heimilisútgjöldunum. Greiningarfyrirtækið ShopperT- rak hefur spáð að árlegur vöxtur í jólasölu verði sá minnsti síðan árið 2009 og mælingar í október sýndu að bjartsýni neytenda fer þverr- andi. ai@mbl.is Wal-Mart þjófstartar jólavertíðinni AFP Gjafir Wal-Mart hóf að bjóða jólatilboð í netverslun sinni á föstudag. Bæði S&P 500 vísitalan og Dow Jones vísitalan enduðu síðustu viku ögn hærri. S&P 500 hækkaði um 0,3% á föstudag og endaði í 1.761,64 stigum sem er 0,1% hækkun frá byrjun vikunnar. Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,5% á föstudag og hafnaði í 15.615,55 stigum og nam styrkingin yfir vik- una 0,3%. Báðar vísitölurnar hafa því hækkað samfleytt milli vikna í fjórar vikur. Síðasta vika var ögn slakari hjá Nasdaq sem lækkaði um 0,1% á föstudag, m.a. vegna 0,5% lækk- unar á hlutabréfum í Apple, og endaði tæknivísitalan 0,5% lægri yfir vikuna. Vikulækkunin kemur í kjölfarið á tveimur hækkunar- vikum. Bæði S&P 5000 og Dow Jones náðu methæðum á þriðjudag, að sögn MarketWatch, þegar fyrr- nefnda vísitalan var 1.771,95 stig við lokun markaða og sú síðar- nefnda stóð í 15.680,35 stigum. ai@mbl.is Markaðir vestanhafs sterkir fjórðu vikuna í röð AFP Grænt S&P 500 og Dow Jones náðu methæðum í liðinni viku. ● Bandaríska fasteignalánafyrirtækið Fannie Mae sakar níu alþjóðlega banka um að hafa valdið fyrirtækinu 800 millj- óna dala tjóni með því að hafa með óeðli- legum hætti áhrif á Libor- milli- bankavexti. Fannie Mae, sem er í eigu bandaríska ríkisins, höfðaði mál á hendur bönkunum á föstudag fyrir dómstóli í Manhatta. Nær málið m.a. til Bank of America, JPMorgan Chase og Citigroup. Bloomberg greinir frá þessu. Lánafyrirtækið Freddie Mac, sem einnig er í eigu bandaríska ríkisins, höfð- aði sams konar mál á hendur fjölda banka í mars á þessu ári. Á heimsvísu er áætlað að vaxtagreiðslur af um 300 billj- óna (e. trillion) dala virði af lánum og fjármálaafurðum af ýmsum toga taki mið af Libor-vöxtum. Hefur endurskoð- andi bandarísku húsnæðislánastofn- unarinnar, FHFA, áætlað að Fannie Mae og Freddie Mac hafi mögulega tapað allt að 3 milljörðum dala vegna Libor- svindlsins svokallaða. ai@mbl.is Fannie Mae höfðar mál á hendur bönkum vegna Libor-svindls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.