Morgunblaðið - 04.11.2013, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013
H
a
u
ku
r
5
.1
3
Finnur Árnason
rekstrarhagfræðingur
finnur@kontakt.is
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hrl.
sigurdur@kontakt.is
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
Stórt innflutningsfyrirtæki með góð umboð í tæknivörum fyrir sjávarútveg.•
Ársvelta 800 mkr. EBITDA 70 mkr. Auðvelt fyrir góða rekstrarmenn með
þekkingu á þessu sviði að gera mun betur.
Nýr hótelrekstur með 100 herbergi á Reykjavíkursvæðinu til leigu fyrir•
kraftmikinn aðila. Hótelinu verður skilað fullbúnu fyrir sumarvertíðina og
viðkomandi leigutaki getur haft áhrif á frágang hótelsins.
Rótgróin heildverslun með vinsælar vörur fyrir konur, sem seldar eru í•
verslunum um land allt. Ársvelta 250 mkr. EBITDA 50 mkr.
Þekkt glerfyrirtæki sem selur einnig aðrar vörur fyrir nýbyggingar. Stöðug•
velta og góð EBITDA frá hruni, en umsvifin eru nú að aukast gífurlega og
fyrirliggjandi pantanir nema nú meira en ársveltu síðasta árs.
Áratuga gömul og vel þekkt sérverslun, sú stærsta og þekktasta á sínu•
sviði. Hentar vel fyrir hjón eða konur. Ársvelta 150 mkr. EBITDA 25 mkr.
Tveir Subway staðir á Benidorm. Velta 100 mkr. og góður hagnaður.•
Miklir möguleikar fyrir duglega aðila að opna fleiri staði á svæðinu.
Stálsmiðja sem framleiðir staðlaðar vörur fyrir sjávarútveg. Stöðug velta•
og vel tækjum búin. Hægt að flytja hvert á land sem er og hentar vel
sem viðbót við starfandi vélsmiðju.
Heildverslun með sérhæfðar byggingavörur. Rótgróið fjölskyldufyrirtæki,•
en eigandi vill fara að draga sig í hlé sökum aldurs. Stöðug velta síðustu
árin um 300 mkr. og góð framlegð.
Stórt og rótgróið iðnfyrirtæki sem byggir mest á útflutningi. Ársvelta 700•
mkr. EBITDA 70 mkr. Litlar sem engar skuldir.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Maðurinn sem hóf skothríð með hálf-
sjálfvirkum riffli á alþjóðaflugvellin-
um í Los Angeles (LAX) síðastliðinn
föstudag hefur verið ákærður fyrir
morð.
AFP-fréttaveitan hefur eftir
saksóknara að byssumaðurinn, hinn
23 ára gamli Anthony Ciancia, hafi
gengið upp að óvopnuðum öryggis-
verði sem stóð við öryggishlið í flug-
stöð 3, dregið upp riffil og hleypt af
nokkrum skotum af mjög stuttu
færi. Skotin hæfðu öryggisvörðinn
með þeim afleiðingum að hann féll
særður í gólfið og mun Ciancia þá
hafa gengið upp að manninum og
skotið hann aftur. Hinn látni hét
Gerardo Hernandez og var hann 39
ára gamall.
Því næst ruddi Ciancia sér leið
inn í flugstöðvarbygginguna þar sem
hann hóf skothríð á nýjan leik og
hæfði fjóra til viðbótar, þar af tvo ör-
yggisverði. Lögreglu- og öryggis-
sveitum tókst að lokum að yfirbuga
ódæðismanninn og var Ciancia flutt-
ur alvarlega særður á sjúkrahús.
Dráp og ótti markmið
Við leit í bakpoka sem byssu-
maðurinn hafði í fórum sínum fundu
lögreglumenn handskrifaðan miða
en að sögn bandarísku alríkislög-
reglunnar (FBI) var þar m.a. að
finna yfirlýsingu um að Ciancia hefði
tekið meðvitaða ákvörðun um að
drepa eins marga öryggisverði á
LAX-flugvellinum og hann mögu-
lega gæti. Á einum stað í bréfinu
beinir Anthony Ciancia orðum sínum
sérstaklega til öryggisvarða flugvall-
arins og segist vilja „vekja ótta í
svikulum hugum þeirra“. Auk þess
að vera vel vopnum búinn klæddist
Ciancia svörtum fatnaði og skot-
heldu vesti þegar hann ruddi sér leið
inn í flugstöðvarbyggingu LAX-flug-
vallar en í fórum sínum hafði hann
einnig mikið magn skotfæra að sögn
AFP-fréttaveitunnar.
Vegna skotárásarinnar þurfti
að loka alþjóðaflugvellinum í Los
Angeles um tíma og hafði sú lokun
áhrif á yfir 1.500 flugferðir auk þess
sem rýma þurfti flugstöðvarbygg-
inguna í tengslum við rannsókn lög-
reglu á málinu.
AFP
LAX Markmið ódæðismannsins var
að myrða sem flesta öryggisverði.
Vildi myrða sem
flesta öryggisverði
Byssumaðurinn á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles
ákærður fyrir morð Fórnarlambið skotið af stuttu færi
Minnst sex eru látnir eftir að ferja,
sem flutti erlenda ferðamenn, sökk
skammt frá Pettaya-ströndinni í
austurhluta Taílands í gær. AFP-
fréttaveitan greinir frá því að þrír
hinna látnu séu með ríkisfang í Taí-
landi en hinir eru sagðir hafa erlent
ríkisfang.
Fréttamiðlar í Rússlandi greindu
frá því í gær að þrír Rússar, þar af
einn ungur drengur, hefðu verið flutt-
ir undir læknishendur. Litlar upplýs-
ingar liggja fyrir um líðan fólksins en
samkvæmt AFP-fréttaveittunni er
það talið vera alvarlega slasað.
Tölur um fjölda farþega eru nokk-
uð á reiki en samkvæmt upplýsingum
frá lögregluyfirvöldum í Taílandi
voru um eitt hundrað manns í ferj-
unni þegar hún sökk. Að svo stöddu
er ekki ljóst hvað olli slysinu en vitni
segja ferjuna hafa lent í vélavand-
ræðum skömmu áður en hún tók að
sökkva og grunur leikur á að of marg-
ir farþegar hafi verið um borð þegar
slysið átti sér stað.
Ferja sökk eftir
vélavandræði
Minnst sex týndu lífi í ferjuslysinu
AFP
Slys Fjölmennt lið björgunarmanna
var sent á vettvang.
Fjölmargir íbúar í ríkjum Afríku, Bandaríkjanna og
Evrópu áttu þess kost í gær að bera sólmyrkva augum,
en sólmyrkvar verða þegar tunglið gengur milli jarðar
og sólar og skyggir á sólina frá jörðu séð, annaðhvort
að hluta eða öllu leyti. Til þess að njóta himnasýning-
arinnar sem best settu meðlimir Rendille-ættbálksins í
Afríku upp traust hlífðargleraugu en sólmyrkvinn er
sagður hafa sést best í vesturhluta heimsálfunnar.
AFP
Jarðarbúar horfa heillaðir til himins
John Kerry, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, kom í gær til Kaíró,
höfuðborgar Egyptalands, en þetta
mun vera í fyrsta skipti sem ráð-
herrann sækir landið heim frá því að
Mohamed Morsi forseta var steypt
af stóli fyrr á þessu ári.
Í ávarpi sem Kerry flutti hvatti
hann til friðar í landinu og að unnið
yrði að aukinni lýðræðislegri þróun.
„Sagan hefur sýnt okkur að lýðræð-
isríki eru mun stöðugri, lífvænlegri
og búa við meiri velmegun en önn-
ur,“ sagði Kerry og bætti við að
stöðugleiki væri landinu mikilvægur
því hann leiðir m.a. til erlendra fjár-
festinga og eykur fjölda ferða-
manna.
Leynileg heimsókn til Kaíró
Ekki var opinberlega upplýst um
fyrirhugaða heimsókn Kerrys til
Egyptalands fyrr en flugvél utanrík-
isráðherrans hafði lent á flugvell-
inum í Kaíró. Er þetta í fyrsta skipti
sem heimsókn utanríkisráðherra
Bandaríkjanna til Egyptalands er
haldið leyndri af öryggisástæðum.
Algengara er að bandarískir ráða-
menn ferðist með leynd til ríkja á
borð við Afganistan og Írak. Leynd-
in yfir ferðinni þykir því vera til
marks um áhyggjur ráðamanna
vestanhafs af þeim óstöðugleika sem
ríkir í Egyptalandi. khj@mbl.is
„Lýðræðisríki
eru mun stöðugri“
AFP
Mættur John Kerry utanríkis-
ráðherra við komuna til Kaíró.
Hvetur til friðar og lýðræðisþróunar
Hillary Clinton,
fyrrverandi utan-
ríkisráðherra
Bandaríkjanna,
gaf sterklega til
kynna á fundi í
vikunni að hún
muni bjóða sig
fram til forseta-
efnis Demókrata-
flokksins fyrir
bandarísku forsetakosningarnar ár-
ið 2016.
„Stærsta verkefnið sem heim-
urinn á enn eftir að leysa er að láta
konur brjóta glerþakið,“ sagði Clin-
ton á fjölmennri ráðstefnu sem hald-
in var fyrir konur í Pennsylvaníu. Þá
sagði hún enn vera töluvert í land
þangað til konur geti tekið þátt á öll-
um sviðum samfélagsins. Um 7.000
konur voru á ráðstefnunni og mátti
greina miklar væntingar til hugs-
anlegs framboðs.
Clinton naut
mikillar hylli
Hillary Clinton
Bandaríkin