Morgunblaðið - 04.11.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.11.2013, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Morg-unblaðiðhefur lýst þeirri skoðun sinni að farsælast væri ef þeir sem véla um starfskjör launa- fólks sættust á að semja til lengri tíma í þetta sinn. Slíkir samningar væru mikilvæg skilaboð um heil- brigð viðhorf í þjóðfélagi sem er að ná vopnum sínum á ný. Þeir myndu undirstrika að einbeittur vilji stæði til þess að leggja traustan grunn fyrir launagreið- endur og launþega, til að vinna úr sínum málum. Slíkir samningar gæfu þeim fast land undir fætur; væru merki um að gagnkvæmt traust færi vaxandi og á slíku trausti mætti byggja þegar ákvarðanir væru teknar sem vörðuðu alla miklu. Auðvitað er líklegt að aðilar á vinnumarkaði séu illa brenndir efir samskiptin við ríkisstjórn þeirra Steingríms og Jóhönnu. Þau voru þeirrar gerðar að gera lítt með loforð sín og heitstreng- ingar. Sagt var það sem sæmilega hljómaði og því lofað sem dugði fyrir undirskriftir dagsins og nægði til að veifa framan í gagn- rýnislitla fréttamenn. Það máttu svo sem allir vita hvers var von. Þannig var umgengni þeirra við kosningaloforð alkunn. Slík lof- orð komast svo sem seint í úrvals- flokk loforða en áttu þó ekki skil- ið svo snautlega meðferð. En slík loforð fóru þó ekki ein í ruslafötuna. Jafnvel grjótharðar handsalaðar yfirlýsingar, sem ljóst var að helstu samningar á al- mennum markaði hvíldu að veru- legu leyti á, voru óðara sviknar án sjáanlegs samviskubits. Slík framganga ríkisstjórnar við heildarsamtök á vinnumarkaði voru auðvitað óþekkt. Vegna kosningaúrslita munu önnur stjórnvöld hafa ríkisvaldsaðkomu að lokahnykk samningagerðar núna. En engu að síður virðast forystumenn atvinnulífs, beggja vegna borðs, varir um sig núna. Það mátti lesa út úr orðum Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, að loknum fundi með lyk- ilmönnum samtaka hans. Við- brögð Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra SA, voru í góðu samræmi við áherslur odd- vita viðsemjendanna. Gylfi Arn- björnsson sagði að sér hugnaðist best að semja að þessu sinni til sex eða 12 mánaða. Hann nefnir slíkan skammtímasamning „vopnahlé til að tryggja stöð- ugleika“. Virðist forseti ASÍ einnig horfa þannig til slíkrar samningagerðar að verðstöðvunarsjónarmið væru að nokkru höfð til hliðsjónar. Helsta tilefni þess virðist hafa verið fréttir sem borist hafa af fyrirhuguðum gjaldskrárhækk- unum Reykjavíkurborgar sem gengur mun lengra í slíku en að bregðast við verðlagsþróun og mun því þrengja verulega að þeim sem búa við tæpust laun. Í samtali við Ríkisútvarpið sagði Gylfi Arnbjörnsson: „Við höfum verið að ræða það að skapa hér forsendur fyrir því að fara svokallaða aðfararleið eða vopnahlé. Að gera skammtíma- samning við atvinnurekendur og nota veturinn til að undirbyggja breiða sátt í samfélaginu og ná þá tökum á gengi, verðbólgu og vöxtum. Það er alveg klárt að það er mikill áhugi og vilji fyrir því í verkalýðshreyfingunni, inn- an Alþýðusambandsins. En að sama skapi segja menn að allir verði að vera með. Atvinnurek- endur með sínum ákvörðunum um verðhækkanir, stjórnvöld, ríki og sveitarfélög hvað þau eru að gera í álögum á almenning. Og það er það sem við erum ekki að fá skýr svör með.“ Og Gylfi Arnbjörnsson sagði í tilefni af fyrirhuguðum gjald- skrárhækkunum borgarinnar: „Mér finnst það vera algerlega galin aðgerð að hér verði einhver friður á vinnumarkaði og borgin ætli að hækka leikskólagjöld á einstæða foreldra og öryrkja og barnafjölskyldur, í upphæðum, sem væntanlega myndi ekki duga sú launahækkun sem þeir hafa verið að leggja til að við ættum að samþykkja. Mér finnst þetta vera einmitt dæmi um það sem ég nefni (að) það verða allir að fara leiðina.“ Gylfi Arnbjörnsson gerir sér grein fyrir þeim kauptaxtavænt- ingum, sem glittir í víða, og ýms- ir hópar telja að einmitt í þeim kjarasamningum, sem senn bresta á, sé komið að þeim. Allir vita þó að slíkar væntingar skila iðulega fremur verðbólgu en verðmætum í veskið. Það er sennilega ástæða þess að Gylfi Arnbjörnsson, „reynslubolti“ á vinnumarkaði, telur að ekki sé útilokað að „affarasælast gæti verið að auka stöðugleika, létta vaxtabyrði og breyta skatt- heimtunni“. Undir slík sjónarmið er auð- velt að taka og enginn gerir það ákafar en reynslan og sagan. Og það er auðvitað sanngjörn krafa hjá forseta ASÍ að komið verði í veg fyrir að stórir aðilar, sem hafa mikil áhrif á kjör almenn- ings á útgjaldahliðinni, sleppi fram af sér beislinu. Það er svo sannarlega ekki hlutverk höf- uðborgar landsins að hleypa illu blóði í kjarasamninga á byrj- unarstigi. En hitt er jafn aug- ljóst að verði aðalsamningagerð ekki nema til 6 mánaða eða litlu lengur eru ekki efni til mikilla afskipta ríkisvalds af slíkri samningagerð. Það er rétt hjá for- seta ASÍ að enginn er stikkfrí ef ná á samningum sem skila því sem um semst} Ráðast allsherjarsamn- ingar á fyrstu dögum? U ppistandarinn efnilegi, Ari Eld- járn, hefur stundum tekið fyrir auglýsingaslagorð fyrirtækja og gert grín að þeim. Út úr einu slagorði Bylgjunnar, „Allir eru að hlusta,“ snýr Ari svo að þau hljóma eins og versti vænisjúklingur sé þarna á ferðinni, sem sé uggandi yfir því að stanslaust sé verið að hlusta á hans einkamál. Nema hvað, nú hefur allt í einu komið í ljós að allir, það er að segja allir í Þjóðaröryggis- stofnun Bandaríkjanna, voru að hlusta á sam- tölin hennar Angelu Merkel. Og allir, bæði Bandaríkjamenn og Svíar, voru að hlusta á Jens Stoltenberg. 33 aðrir þjóðarleiðtogar geta sagt það sama. Enginn virðist hafa hlust- að á okkur samt. Við ættum í raun og veru að vera sármóðguð yfir því, fyrst Norðmenn fengu sérmeðferðina, svona næstum því jafnmóðguð og við hefðum orðið ef einhver hefði verið að hlusta á okkur. Og allir þessir þjóðarleiðtogar taka það ansi óstinnt upp að meintir bandamenn þeirra í Bandaríkjunum hafi verið að hlusta á sig. Á sama tíma reiða þeir flestir sig á hleranir Bandaríkjamanna gagnvart öðrum ríkjum og einstaklingum til þess að vernda öryggi sitt. Sum ríkin taka meira að segja virkan þátt í upplýsingaöfluninni og afhenda gögnin svo Bandaríkjunum til úrvinnslu. Allir eru bókstaflega að hlusta … á alla aðra. Og eiga svo um sárt að binda þegar þeir sjálfir verða fyrir hlustunarpíp- unum. Spjótin beinast að lokum að manninum sem situr með heyrnartólin og hlustar á alla hina, Barack Obama. Hann maldar í móinn, en enginn er einfaldlega eftir til þess að hlusta á hann lengur. Þar leggjast á eitt upp- ljóstranir Snowdens, óhöndugleg meðhöndl- un forsetans á utanríkismálum og þráteflið sem ríkir í innanríkispólitík Bandaríkjanna, þar sem spiluð er rússnesk rúlletta um smá- peninga í fjármálum ríkisins en enginn hugar að því að á meðan safnar það skuldum eins og berserkur. Umræðan í fjölmiðlunum fjallaði ekki einu sinni um þá staðreynd heldur datt í sama sandkassaleikinn um það hver hefði byrjað. Í nýlegri grein í breska tímaritinu Economist var þessari deilu repúblikana og demókrata líkt við blóðhefndir úr Íslendingasögum, þar sem allir voru búnir að gleyma því hvaða ódæði hefði valdið öllum illindunum. Bandamenn og aðrir vinir Bandaríkjanna geta lítið annað gert en að horfa á aðfar- irnar í helsta lýðræðisríki heimsins með óbragð í munni, milli þess sem þeir hneykslast á hlerununum. Öll þessi umræða leiðir svo að þeirri staðreynd að ímynd Bandaríkjanna situr eftir í tætlum. Í dag eru liðin fimm ár upp á dag frá kosningunum þar sem Barack Obama komst til valda. Allir voru að hlusta þegar hann flutti hina mögnuðu sigurræðu sína. Hvern hefði grunað þá að hann ætti eftir að skilja við á verri hátt en fyrir- rennarinn? sgs@mbl.is Stefán Gunnar Sveinsson Pistill Allir eru að hlusta STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is F yrirtækið Íslenskt elds- neyti framleiðir lífræna jortaolíu til íblöndunar í dísilolíu. Fyrirtækið hóf rekstur fyrir einu og hálfu ári og að sögn Sigurðar Eiríks- sonar, framkvæmdastjóra fyrirtæk- isins, stendur reksturinn undir sér og hefur það nú afkastagetu til þess að sinna öllum þungaflutningafyrir- tækjum landsins. Um er að ræða blöndu metanóls og repjuolíu sem blandað er saman við dísilolíu en í vor voru sett lög að tilskipan ESB, þar sem þess er krafist að 3,5% elds- neytis til samgangna verði endurnýj- anleg á næsta ári. Hlutfallið verði svo 5% árið 2015 og 10% árið 2020. Í því felst að etanóli er blandað í bensín en jurtaolíu saman við dísilolíu. Taka þarf stökkið Glúmur Jón Björnsson, fram- kvæmdastjóri efnarannsóknarstöðv- arinnar Fjölvers, gagnrýndi laga- setninguna í grein í Morgunblaðinu á fimmtudag. Sagði hann orkuinnihald eldsneytis sem búið er að blanda með endurnýjanlegum orkugjöfum lægra en óblandaðs eldsneytis. Af þeim sökum fari fólk oftar á bensínstöðvar og því misskilið að umhverfið njóti góðs af. Þá bendir hann á að kostn- aðurinn við það að flytja íblöndunar- efni til landsins sé mikill og þá þurfi að flytja gjaldeyri úr landi til þessara kaupa. Sigurður andmælir málflutningi Glúms ekki en bendir á að miklar tækniframfarir hafi leitt til þess að endurnýjanlegir orkugjafar nýti orkuna betur. Auk þess sem þeir eru framtíðin þar sem jarðeldsneyti sé ekki óendanleg auðlind. Á ein- hverjum tímapunkti þurfi að taka stökkið yfir í sjálfbæra orkugjafa. „Hjá sumum bíltegundum, sem hannaðar eru með endurnýjanlega orku í huga, eykst eyðslan ekki. Hjá öðrum bíltegundum eykst eyðslan um 5-6%,“ segir Sigurður. Hann seg- ir að reynsla þeirra fyrirtækja sem kaupi eldsneytið af þeim sýni um 3% afföll. Framleiðslugeta fyrirtækisins nægi til þess að standa undir öllum þungaflutningum á Íslandi. „Olían í jörðinni er ekki óþrjótandi auðlind og því verður að horfa til þess þegar verið að þróa nýja orkugjafa. Svo ekki sé minnst á það að svona orku- gjafar gefa ekki frá sér mengun,“ segir Sigurður. Þörungarækt á næsta ári Að sögn Sigurðar er stefnt að því á næsta ári að hefja þörungarækt til olíuframleiðslu í þartilgerðum tjörnum. Er hugmyndin sú að þör- ungaræktin muni alfarið taka við af innfluttri repjuolíu. Að sögn Sig- urðar þarf gnótt koltvísýrings við framleiðsluna og eru staðir eins og Reykjanesvirkjun, Hellisheiðar- virkjun og Grundartangavirkjun til skoðunar sem hentugir kostir. „Þetta er verið að gera í Banda- ríkjunum, í Þýskalandi, Kanada og víðar. Úr þessu fáum við sömu ol- íu og fæst úr repjunni. Vonandi verður hægt að hætta við kaup á innfluttri repjuolíu innan þriggja ára,“ segir Sigurður. Þörung- arnir myndu verða ræktaðir í þartilgerðum tjörnum og að sögn hans mun tilrauna- framleiðsla hefjast á næsta ári. Spurður segir Sigurður að verið sé að skipta um eig- endur á fyrirtækinu. Að svo stöddu getur hann ekki látið í ljós hverjir þessir nýju eig- endur verða, en lætur þó uppi að félagið verði að helmingi í eigu Íslendinga og að helmingi í eigu útlendinga. Framleiðslan innlend innan þriggja ára Morgunblaðið/Rósa Braga Íslenskt eldsneyti Sigurður Eiríksson, sem er til hægri á myndinni, segir að stefnt sé að því að hefja þörungarækt til olíuframleiðslu á næsta ári. Metan er sá endurnýjanlegi orkugjafi sem mest er notaður sem bifreiðaeldsneyti á Íslandi. „Það er engin samkeppni á markaði endurnýjanlegra orku- gjafa á Íslandi. Það mætti í raun vera meiri samvinna á milli þeirra sem gera metan, sem keppir við bensínið, og þeirra sem gera jurtaolíu, sem keppir við dísilolíu. Ég skil ekki alveg af hverju olíufélög- in eru að vasast í því að standa að sölu metans í stað þess að reyna að finna sem ódýrast jarð- eldsneyti. Af hverju láta þeir ekki aðra í að selja endurnýjanlega orkugjafa? Svo er ann- að í þessu. Ríkið styrkir ekki þróun endurnýj- anlegra orkugjafa og þú færð ekki einu sinni lán í banka fyrir þessu, því þetta er eitthvað nýtt,“ segir Sigurður. Engin samkeppni ERFITT AÐ FÁ BANKALÁN Olía Framleiðsla olíunnar er í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.