Morgunblaðið - 04.11.2013, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013
Jólablað
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 mánudaginn 18. nóvember.
❆
❆
❆
❆
❆
❆
Morgunblaðið
gefur út
stórglæsilegt
jólablað
laugardaginn
23. nóvember
Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks
og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa
SÉRBLAÐ
Staksteinar Morg-
unblaðsins telja að
með andmælum við til-
lögur mennta-
málaráðherra um að
rýmka heimildir RÚV
á auglýsingamarkaði
sé ég að andmæla eig-
in umsögn frá því fyrir
ári síðan, þar sem ég
hafi ekki talið að
skerðing á auglýsinga-
mínútum RÚV á
hverri klukkustund, úr 12 mínútum
í 8, ylli RÚV þeirri tekjuskerðingu
sem stofnunin héldi fram. Óttast
Staksteinahöfundur að Ragnar Rey-
kás sé farinn að hafa of mikil áhrif
innan 365 miðla.
Hverjar eru tillögurnar?
Staksteinahöfundur telur greini-
lega alveg skýrt að mennta-
málaráðherra muni takmarka
breytingar á auglýsingareglum við
fjölda mínútna á klukkustund. Sami
skilningur kemur fram hjá forstjóra
Skjás Eins í viðtali við Morg-
unblaðið.
Allt annar skilningur kemur hins
vegar fram hjá útvarpsstjóra í við-
tali við blaðið. Hann sagði um fyr-
irhugaða rýmkun, að samkvæmt
gildandi lögum skilaði útvarpsgjald
3,9 milljörðum, en þar af færu 500
milljónir ekki til RÚV: „Ef þessi
skerðing sem fyrirhuguð er á kost-
unar- og auglýsingatekjum Rík-
isútvarpsins verður öll
tekin til baka, þá vant-
ar enn 100 milljónir
upp á að bætt sé sú
ákvörðun að skila RÚV
ekki útvarpsgjaldinu
að fullu. Það er þó auð-
vitað betra en ekkert.“
Sjálfur hefur
menntamálaráðherra
ekki verið alveg skýr
um þetta. Hann kynnti
væntanlega breytingu
sem mótvægi við skert
ríkisframlag til RÚV
og talar um að hann eigi eftir að út-
færa breytinguna, en geri sér grein
fyrir að samkeppnisaðilar RÚV
verði ekki ánægðir með þetta. Hvað
þarf að útfæra ef breytingin er eins
einföld og Staksteinar og Skjár
Einn telja og hvað ættu samkeppn-
isaðilar RÚV að verða óánægðir
með? Það er ábyrgðarhluti af
menntamálaráðherra að skapa
óvissu um rekstrarumhverfi fjöl-
miðlafyrirtækja í nánustu framtíð
og mikilvægt að þeirri óvissu verði
eytt sem fyrst.
Áralöng barátta
Það verður að hafa í huga að ára-
löng barátta hefur verið háð fyrir
þeim litlu breytingum í jákvæða átt
sem fólust í takmörkunum RÚV á
auglýsingamarkaði, sem að mestu
eiga að koma til framkvæmda um
næstu áramót. Erindi Norðurljósa,
forvera 365 miðla, var til meðferðar
hjá Eftirlitsstofnun EFTA í 11 ár,
en á endanum voru það kröfur það-
an sem ýttu við íslenskum stjórn-
völdum. Breytingarnar tóku til fleiri
þátta en auglýsingamínútna. Mik-
ilvægastar voru þær breytingar að
banna RÚV sölu kostana nema í
undantekningartilvikum, og krafa
um að RÚV ætti að vinna eftir op-
inberri gjaldskrá. Þessar breytingar
gefa einhverjar vonir um að hægt
verði að stemma stigu við skaðlegri
framgöngu RÚV á markaðnum, sem
Samkeppniseftirlitið lýsti ágætlega í
skýrslu árið 2008.
Það er rétt að ég taldi takmörkun
á fjölda mínútna ekki valda neinum
straumhvörfum í tekjum RÚV og er
enn sama sinnis. Ég vona að Stak-
steinar hafi rétt fyrir sér um um-
fang væntanlegra tillagna mennta-
málaráðherra. Þá verðum við
Ragnar Reykás örugglega báðir til
að óska honum til hamingju með
það.
Tillögur Illuga um
auglýsingar á RÚV
Eftir Ara Edwald » Það er ábyrgðarhluti
af menntamálaráð-
herra að skapa óvissu
um rekstrarumhverfi
fjölmiðlafyrirtækja í
nánustu framtíð og mik-
ilvægt að þeirri óvissu
verði eytt sem fyrst.
Ari Edwald
Höfundur er forstjóri 365 miðla.
Sem betur fer líða
að jafnaði 50 til 100
ár á milli alvarlegra
fjármálakreppna í
heiminum en þegar
og þar sem þær
skella á dregst þjóð-
arframleiðsla saman,
eignaverð lækkar og
ef myntin er sjálf-
stæð, þá veikist gengi
gjaldmiðilsins veru-
lega. Öll einkennin þekkjum við á
Íslandi frá árinu 2008. En það
myndast líka botn og síðan við-
spyrna því með gengislækkun
gjaldmiðilsins bætast samkeppn-
isskilyrði útflutningsgreina og
næstum óháð aðgerðum stjórnvalda
vex framleiðslan aftur og hagur al-
mennings batnar.
Þetta er allt vel þekkt í fjármála-
fræðunum. En hversu hraður bat-
inn er ræðst af samkeppnisþáttum
og aðgerðum stjórnvalda. Staða út-
flutningsgreina er mjög sterk og
fyrir land með ónógan gjaldeyri er
lykilatriði að stuðla að aukinni
verðmætasköpun með fjárfest-
ingum í atvinnugreinum sem skapa
gjaldeyri eða atvinnugreinum sem
draga úr þörf fyrir innflutning.
En þetta hefur gengið alltof
hægt og mælt á föstu verðlagi er
landsframleiðsla ennþá um 6%
lægri en hún var fyrir fjár-
málahrun og andstætt brýnni þörf
er fjárfestingarstigið ennþá mjög
lágt á Íslandi. Fyrir auknar fjár-
festingar þarf bæði innlent og er-
lent fjármagn en ein meginástæðan
fyrir skorti á fjárfest-
ingum erlendra aðila
eru gjaldeyrishöftin og
framkvæmd þeirra.
Seðlabanki Íslands
kynnti í lok árs 2011
fjárfestingarleið sem
skref í losun gjaldeyr-
ishafta. Meginmark-
miðið var að laða að
erlenda fjárfesta og
auka möguleika
aflandskrónueigenda.
Þetta hljómar vel fyrir
fjárfestingar og aukna
verðmætasköpun en reglurnar
þjóna varla þeim tilgangi. Þannig
er fullkomin óvissa um binditíma
þegar fjárfest er í félögum, tíminn
er að lágmarki fimm ár, en engin
trygging er gefin fyrir því að bindi-
tímanum verði ekki breytt. Fyrir
flesta erlenda aðila er sú áhætta of
mikil í samanburði við væntan
ávinning.
Regluverkið virkar að einhverju
leyti vel fyrir Íslendinga sem eiga
fjármagn erlendis og vilja kaupa
fasteignir eða ríkisskuldabréf á Ís-
landi. Og þótt það sé ánægjulegt
þeirra vegna að þeir fái umfram-
ávöxtun við að flytja fjármagn til
Íslands skekkir það eignaverð á
markaði og bætir hag almennings
afskaplega lítið.
Það er lykilatriði fyrir bættan
hag almennings að fjárfestingar og
verðmætasköpun aukist á Íslandi.
Markviss leið til þess væri að end-
urskoða fjárfestingaleiðina þannig
að hún virki sem raunverulegur
hvati til fjárfestinga í gjaldeyr-
isskapandi greinum fremur en fyrir
fasteignakaup og fjármögnun rík-
isins.
Fyrir hverja er
fjárfestingaleiðin?
Eftir Karl
Þorsteins
Karl Þorsteins
» Þannig er fullkomin
óvissa um binditíma
þegar fjárfest er í fé-
lögum, tíminn er að lág-
marki fimm ár
Höfundur er stjórnarformaður
Quantum og hefur víðtæka reynslu á
fjármálamarkaði.
Undanfarið hefur
heyrst mikið um það
hversu íslenskur hús-
næðismarkaður sé illa
staddur og þá sér-
staklega leigumark-
aðurinn. Málið er
samt að þessi staða á
húsnæðismarkaði,
hvort sem er á leigu-
eða fasteignamarkaði,
er ekki nýtilkomin,
heldur er þetta vandamál sem hef-
ur verið til staðar í áratugi.
Í raun hefur aldrei verið farið í
það að byggja upp neinn markað
hér með langtímamarkmið að leið-
arljósi, hvernig tekist hefur verið
á við húsnæðismarkaðinn sýnir
kannski einna best að íslenskir
stjórnmálamenn hafa eytt mestum
tíma sínum í að bregðast við að-
stæðum í staðinn fyrir að fyr-
irbyggja þær.
Það er hægt að ganga svo langt
að segja að eina lausnin sem kom-
ið hefur inn á húsnæðismarkað Ís-
lands, sem var ekki byggð á við-
brögðum við aðstæðum, heldur
ósk um að gera eitthvað raunhæft,
var gamla verkamannaíbúðakerfið
sem varð til við byggingu 70 íbúða
við Hringbraut árið 1931. Þetta
kerfi gerði fólki með lágar og
millitekjur mögulegt að kaupa
húsnæði. Þetta kerfi var ekki full-
komið, enda eru fá kerfi fullkomin
frá byrjun, en virkaði samt á þann
máta að stór hluti fólks sem hafði
áður búið inni á foreldrum eða
leigt á vægast sagt óstöðugum
leigumarkaði, gat komið sér upp
þaki yfir höfuðið.
Það sem gerðist við það að
verkamannaíbúðakerfið fæddist
var að það svæfði hvatann til að
halda áfram að þróa húsnæð-
ismarkaðinn, nema þá ef vera
skyldi innan félagslega kerfisins.
Flestir gátu keypt þarna og það
var hægt að skipta
upp í stærri íbúðir
innan kerfisins ef fólk
þurfti á því að halda.
Annar fylgifiskur
þessa kerfis var svo
að þarna fæddist lág-
launastefnan að
nokkru leyti. Ódýrt
húsnæði gerði það að
verkum að ekki þurfti
að ýta eins harkalega
á kjarabætur og ann-
ars hefði þurft. Það
má því segja að þegar
verkamannaíbúðirnar, sem áður
mátti bara selja innan kerfis og
voru um 2/3 af íbúðum á markaði,
flutu út á fasteignamarkaðinn árið
2002 hafi fyrsta fasteignabólan á
Íslandi fæðst. Það versta er að
stjórnmálamenn voru ekki með
neitt plan B um það hvernig ætti
að byggja upp leigumarkað og
raunhæfan fasteignamarkað eftir
að þessar íbúðir fóru út á frjálsan
markað, enga markmiðasetningu
sem hefði meiri fjölbreytileika í
för með sér fyrir íslenskan al-
menning á húsnæðismarkaði. Þeg-
ar lánabóla bankanna bættist svo
við 2004 var ekki við góðu að bú-
ast í framhaldinu.
Það sem við sitjum uppi með í
dag í samfélaginu eru tætlur af
hinum og þessum plástrum á hús-
næðismarkaði. Við eigum Búseta
sem eina kostinn við leigukerfi,
það ríkir nánast óeirðaástand á
leigumarkaðinum sjálfum þar sem
fólk slæst um íbúðir og yfirbýður
hvert annað í leigu. Tryggingafé
er orðið himinhátt og óraunhæft
með öllu. Eigendur íbúða, sem
hafa orðið fyrir forsendubresti á
lánum sínum geta ekki lækkað
leiguna nema fara að borga með
eign sinni. Þeir sem eru að reyna
að kaupa komast varla í gegnum
greiðslumat vegna hárra fram-
færsluviðmiða bankanna og þeir
sem hafa verið svo óheppnir að
missa húsnæði sitt eftir hrun og
eru gjaldþrota fá ekki fyr-
irgreiðslu í bönkum vegna trygg-
ingafjár. Að endingu sitja bankar
og ÍLS uppi með íbúðir og hús
sem standa tóm í stað þess að fara
í leigu.
Málið hér er samt það að hús-
næðismarkaður og stefna í þeim
málum á Íslandi hefur oft verið
„gæluverkefni“ félagsmálaráð-
herra hverju sinni. Það hefur ver-
ið undir ráðherra komið hve mikil
orka fer í þetta málefni og hvernig
þeirri vinnu er háttað. Eftir að
verkamannaíbúðirnar hurfu af
sjónarsviðinu er eins og enginn
hafi haft rænu á því að setjast nið-
ur og draga upp nokkra möguleika
á húsnæðiskerfum, það þarf meira
að segja ekki að finna upp hjólið
þeim málun, heldur má líta á hús-
næðismarkaði í löndunum í kring-
um okkur og hvernig þeir eru
byggðir upp og nýta sér reynslu
annarra í þeim málum.
Með samtilltu átaki á að vera
hægt að byggja upp viðunandi
húsnæðismarkað á landinu með
framtíðina í huga. Markað sem
gerir fólki kleift að velja sér bú-
setuform þar sem það neyðist ekki
til að leigja ef það vill það ekki
eða kaupa ef það vill það ekki.
Smæð samfélagsins okkar gerir
það að verkum að breytingar á
kerfum þurfa ekki að taka langan
tíma og það getur verið mikill
kostur. Förum að nýta kostina, til
þess eru þeir.
Húsnæðismarkaður
til framtíðar
Eftir Ástu
Hafberg S. » Í raun hefur aldrei
verið farið í það að
byggja upp neinn mark-
að hér með langtíma-
markmið að leiðarljósi
Ásta Hafberg S
Höfundur er viðskiptafræðingur.
- með morgunkaffinu