Morgunblaðið - 04.11.2013, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013
Skeifan 2 • Sími 530 5900 • www.poulsen.is
Bílalakk
Blöndum alla bílaliti
og setjum á spreybrúsa
Bjóðum uppá
heildarlausnir
í bílamálun
frá DuPont og
getum blandað
liti fyrir allar
gerðir farartækja
Á Spáni er tíma-
skekkja. Henni var
komið á fyrir þremur
aldarfjórðungum,
þegar Spánverjar
voru orðnir banda-
menn Þjóðverja.
Spánverjar flýttu
klukkunni um eina
stund og klukkan
varð eins í Madrid og
Berlín. Nú kemur til
greina að hafa klukkuna á Spáni
betur í samræmi við sólargang.
SÍBS-blaðið í febrúar á þessu
ári var allt helgað því,að klukkan
hér á landi yrði höfð í samræmi
við sólargang að vetrinum. Á for-
síðu blaðsins stendur Skammdeg-
isþunglyndi með mynd af þung-
búnum manni. Blaðið hefst svo á
grein framkvæmdastjóra SÍBS,
Guðmundar Löve. Hann heldur
því fram að með því að slaka á
togstreitu líkamsklukkunnar og ís-
lensku klukkunnar að vetrinum
mundi líðan þjóðarinnar batna og
útgjöld sparast til heilbrigðismála.
Þegar þessi heimatilbúna áþján
sækir enn að nú í vetrarbyrjun
leyfi ég mér að rifja upp úr mál-
flutningi blaðsins.
Þórgunnur Ársælsdóttir geð-
læknir segir frá rannsókn hér á
landi sem leiddi í ljós að 11,3%
þjóðarinnar ættu við
skammdegisþunglyndi
eða skammdeg-
isdrunga að búa með
öðrum orðum tugir
þúsunda landsmanna.
Björg Þorleifsdóttir,
lífeðlisfræðingur á
Landspítalanum, seg-
ir frá lífsklukkunni,
innri móðurklukku
líkamans, sem er af-
markaður klasi af
taugafrumum í und-
irstúku heilans. Ef
gangur lífsklukkunnar hliðrast,
þegar misræmi verður milli henn-
ar og ytri klukku (staðartíma),
seinkar eða flýtir það líkams-
ferlum, sem eru háðir lífsklukk-
unni og meginvirknin lendir á
röngum tíma sólarhringsins. Hún
nefnir seinkaðar dægursveiflur,
fólk fer seinna að sofa, og það
leiðir af sér svefnskort, sem leiðir
til dagsyfju með skertum afköst-
um, lengri viðbragðstíma og minni
einbeitingu, árvekni og athygli.
Erla Björnsdóttir sálfræðingur
bendir á að með því að stilla
klukkuna eins og nú er sé raun-
verulegt hádegi klukkan hálftvö
og því fara flestir í raun og veru á
fætur um miðja nótt til þess að
mæta í vinnu eða skóla. Þannig
þröngvi ytri aðstæður innri lík-
amsklukkunni í rangan takt, og
það sé ekki gott. Andrés Magn-
ússon geðlæknir segir það töluvert
álag á líkamsklukkuna að hafa
klukku sem er einni og hálfri
stund of fljót eins og er hér við
Faxaflóa.
Þá er viðtal við manninn á for-
síðunni, Sigurð Ragnarsson veð-
urfræðing, um skammdegisþung-
lyndi hans. Þar lýsir hann því
hvernig slíkt þunglyndi bitnar á
öðrum, „þegar maður byrjar að
pirrast út í allt og alla. Það byrjar
vægt og bitnar fyrst á heimilinu,
maður fer að sussa óþarflega mik-
ið á krakkana og tuða við konuna.
Á vinnustaðnum er maður svo að
láta smávægilega hluti fara í taug-
arnar á sér sem gerðu það ekki
áður. Þarna er skammdeg-
isþunglyndið ekki aðeins farið að
hafa áhrif á mann sjálfan heldur
manns nánasta umhverfi, fólkið
sem manni þykir vænst um“.
Lýsing Sigurðar bendir til þess
að fjöldi þeirra, sem búa við þetta
skammdegisböl, sé nokkrum sinn-
um áðurnefndir tugir þúsunda.
Það er merkilegt að rækilegur
málflutningur, eins og birtist í
SÍBS-blaðinu í fyrravetur, skuli
ekki hafa hreyft við mönnum til að
lina böl þessa fjölda, sem þar að
auki hvílir fjárhagslega á heil-
brigðiskerfinu, með þeirri einföldu
aðgerð að færa staðartíma nær
sólargangi. Spánverjar komust í
takt við Þjóðverja með því að
skekkja tíma sinn. Íslenskt at-
vinnulíf þarf að vera í takt við at-
vinnulíf í öðrum löndum, vestan
hafs og austan. Guðmundur Löve
tekur það upp í lok forystugreinar
sinnar í SÍBS-blaðinu, að tölvu-
póstur hafi „tekið yfir bróðurpart-
inn af öllum viðskiptasamböndum
við útlönd og óþarfi að hafa
áhyggjur af slíkum sjónarmiðum,
sem eitt sinn voru uppi“.
Eftir Björn S.
Stefánsson »Rækilegur málflutn-
ingur SÍBS-blaðsins
í fyrravetur hefur ekki
hreyft við mönnum.
Björn S. Stefánsson
Höfundur er dr. scient.
Tímaskekkja
Engin ástæða er til
að taka einhverjar
skyndiákvarðanir um
gjaldtöku af ferða-
mönnum til að fjár-
magna viðhald vin-
sælla áfangastaða.
Orðið náttúrupassi,
eins fallegt og það nú
hljómar, má ekki
blinda sýn á viðfangs-
efnið.
Til að byrja með liggur ekkert
fyrir um hversu mikla fjármuni
þarf til að vernda vinsæla ferða-
mannastaði. Í skýrslu Umhverf-
isstofnunar um ástand friðlýstra
svæða, sem kom út á þessu ári, seg-
ir að sex svæði séu í verulegri
hættu að tapa verndargildi sínu eða
hafi tapað því að hluta til. Umhverf-
isstofnun telur mikilvægt að hafa
landverði á þessum svæðum eða
fjölga þeim. Stofnunin leggur einn-
ig til að verndaráætlun sé gerð,
merkingar og aðstæður bættar og
hugað að takmörkun á fjölda
ferðamanna.
Hvað kostar einn landvörður?
Áður en öll ferðaþjónustan verð-
ur sett í uppnám vegna fyrirætlana
um að mjólka ferðamenn til að ráð-
ast í þessar umbætur væri ágætt að
fá kostnaðinn á hreint. Hvað kostar
að hafa landverði að störfum á
eftirsóttustu svæðunum yfir sum-
artímann? Hvað kostar að bæta
merkingar og aðstöðu? Eru þetta
slíkar upphæðir að setja þurfi á
sérstakan skatt til að bera kostn-
aðinn?
Ferðaþjónustan skilar
nú þegar miklu
En umfram allt þarf að svara því
hvort yfirleitt sé ástæða til að setja
upp dýrt innheimtu- og eftirlitskerfi
fyrir náttúrupassa í þessum til-
gangi. Efnahagsleg áhrif ferðaþjón-
ustunnar voru 324 milljarðar króna
á síðasta ári samkvæmt skýrslu
Gekon um virðisauka greinarinnar.
Gjaldeyristekjur námu 178 millj-
örðum króna og beinar tekjur rík-
isins af ferðaþjónustunni voru 30
milljarðar króna. Er ofrausn að lít-
ill hluti af þessum tekjum fari til
viðhalds og verndar á þeim náttúru-
perlum sem helst draga
ferðamenn til landsins?
Varnaðarorð Alta
Ekki er minni ástæða
til að benda á varnaðar-
orð í afar vandaðri
skýrslu sem ráðgjafa-
fyrirtækið Alta setti
saman fyrir Ferða-
málastofu um fjár-
mögnun uppbyggingar
og viðhalds ferða-
mannastaða. Alta bend-
ir á að miðað við önnur
lönd ráðstafi tiltölulega margir er-
lendir ferðamenn, sem hingað
koma, fé í einu lagi fyrir allt
þrennt: langt flug, gistingu til frem-
ur langs tíma og fyrir önnur útgjöld
meðan á ferðinni stendur. Af því
leiðir meiri víxláhrif verðteygni
milli ólíkra þjónustuþátta. Hækkun
á verði á einum stað hafi áhrif á eft-
irspurn eftir þáttunum öllum, jafn-
vel álíka mikil.
Tekjurnar gætu lækkað
Með öðrum orðum, það skiptir
ekki máli hvar eða hvernig hækkun
á útgjöldum ferðamannsins verður,
með greiðslu fyrir náttúrupassa eða
eitthvað annað, hún hefur alltaf
áhrif á ákvörðun hans um að koma
hingað til lands. Innheimta nátt-
úruskatts gæti því leitt til fækk-
unar ferðamanna. Tekjur ríkissjóðs
lækka um 600 milljónir króna ef
ferðamönnum fækkar um 2% frá
því sem nú er.
Bitnar á landsbyggðinni
En ef yfirleitt á að taka upp nýj-
an skatt á ferðamenn, þá verður
hann að gilda fyrir alla ferðamenn,
ekki bara þá sem ætla út fyrir höf-
uðborgina til að skoða nátt-
úruperlur. Annars er hætta á að
landsbyggðin verði af heimsóknum
ferðamanna sem vilja spara sér
þessa skattgreiðslu.
Eftir Þóri
Garðarsson
Þórir Garðarsson
»Eru þetta slíkar upp-
hæðir að setja þurfi
á sérstakan skatt til að
bera kostnaðinn?
Höfundur er sölu- og markaðsstjóri
Iceland Excursions Allrahanda ehf.
Rólegan æsing