Morgunblaðið - 04.11.2013, Side 25

Morgunblaðið - 04.11.2013, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 ✝ SvanhildurGuðmunds- dóttir fæddist í Reykjavik 4. nóv- ember 1928. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 25. október 2013. Hún var dóttir hjónanna Mörtu Þorleifsdóttur hús- móður, sem lést ár- ið 1987, og Guð- mundar Guðmundssonar múrara, er lést árið 1966. Svan- hildur ólst upp á Baldursgötu 27 og var ein af 13 systkina hópi: 1) Ásgeir Hilmar, d. 1976. 2) Hall- dóra, d. 1975. 3) Helga, d. 2007. Guðmundsson, bóndi á Dröng- um, d. 1976. Pétur og Svanhild- ur eignuðust þrjú börn. 1) Marta, f. 29.3. 1953. Dóttir hennar er: Svanhildur Díana Hrólfsdóttir, f. 1974. Hún er gift Kára Sigurfinnssyni, þau eiga þrjú börn. 2) Ragnheiður Kar- ítas, f. 4.6. 1958, hún giftist Guð- mundi Hjaltasyni, þau skildu. Dætur þeirra: a) Svanhildur, f. 1977. Hún er gift Viðari Jóns- syni, þau eiga tvær dætur. b) Anna Stella, f. 1984. Sambýlis- maður hennar er Noa Stranne. 3) Pétur Hörður, f. 1964. Hann er kvæntur Unni Leu Páls- dóttur, f. 1966. Dætur þeirra eru: Sara Rós, f. 1994, og Rósa Björk, f. 1997. Með húsmóðurstörfum starf- aði Svanhildur lengst af í Efna- lauginni Björg. Útför Svanhildar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 4. nóv- ember 2013, kl. 15. 4) Dómhildur, d. 2011. 5) Guð- mundur Valdimar, d. 1936. 6) Hjördís. 7) Svanhildur. 8) Haraldur, d. 1991. 9) Þorleifur. 10) Sigurbjörg, d. 2009. 11) Guðrún. 12) Guðmundur, d. 2008. 13) Hrafn- hildur. Árið 1952 giftist Svanhildur Pétri Eiríkssyni járnsmíðameistara frá Dröng- um í Strandasýslu. Foreldrar hans voru Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, húsmóðir á Dröngum, d. 1989, og Eiríkur Löng leið með eiginkonu minni er á enda. Svanhildur var trygg eiginkona, dugleg, góð húsmóðir og einstaklega góð móðir, amma og langamma. Ég kom auga á þessa fallegu konu á dansleik í Reykjavík fyrir rúm- um 60 árum. Eftir það hefur hún verið mér við hlið. Búið mér og börnum okkar fallegt og gott heimili. Heimilið og trjárækt í sumarbústaðnum á Laugarvatni var líf hennar og yndi. Þegar barnabörnin fóru að koma var hún glöðust þegar þau gátu kom- ið með í bústaðinn, komu og gistu heima, eða bara ráku inn nefið. Hjá henni Svanhildi minni var alltaf pláss fyrir börn og snatt í kringum þau taldi hún ekki eftir sér. Það gaf heimilislíf- inu gleði og líf. Síðustu mánuði fór heilsu hennar að hraka og þjáðist hún oft undir það síðasta. Nú er þján- ingum hennar lokið og ég er þakklátur fyrir það, en söknuður er mikill og tómarúmið stórt. Ég er þakklátur fyrir samfylgd á ævivegi og bið Guð að við megum hittast á ný. Bið Guð að leiða mig á fund fallegu, góðu og virðulegu eiginkonu minnar í hinu sólfagra Guðs landi. Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá – það verður dásamleg dýrð handa mér. (Þýð. Lárus Halldórsson) Pétur Eiríksson. Hún var svo góð kona, hún mamma þín, sagði Lilja mág- kona hennar mömmu skömmu eftir lát hennar. Þessi orð komu upp í hug minn þegar ég settist niður til að skrifa minningarorð um þessa stóru konu. Stór kona segi ég um hana sem var ávallt svo nett og smávaxin. En hún var svo sannarlega stór sál með stórt hjarta. Réttsýn og mátti ekkert aumt sjá. Hjá henni áttu þeir skjól sem áttu bágt. Hjá henni áttu í raun allir skjól og eins og svo oft er um slíkar gef- andi manneskjur bjó hún yfir sterkri sjálfsmynd og ríkri sjálf- virðingu. Hún var æðrulaus og trygglynd, ræktarleg við þá sem mættu henni á lífsins vegi og neitaði aldrei neinum um hjálp. Að alast upp við slíkar aðstæð- ur er mikill fjársjóður. Þeirra verðmæta fengu einnig barna- börnin hennar að njóta og þegar langömmubörnin fóru að auðga líf hennar fengu þau að njóta um- hyggju hennar og ástúðar, þrátt fyrir að heilsu langömmu þeirra væri farið að hraka. Vágesturinn alzheimer bankaði upp á árið 2004 og þekkti hún alla sína allt til hins síðasta. Í næstum níu ár. Mig langar að trúa því að við höf- um fengið að hafa hana þannig allan þennan tíma vegna þess hversu sterk kona hún mamma var. Já, hún var vissulega sterk, en einnig þrjósk og afar stolt. Það er komið að kveðjustund og það er vont. Dauðinn kemur ætíð sem óvinur og óvænt. Ann- að væri óeðlilegt. Lífið sem Guð gaf okkur er of dýrmætt til að við séum sátt við að kveðja. Með Guðs hjálp lærum við þó að lifa með þessum nýju aðstæðum. Huggun í harmi er sú vissa að hún mamma mín er nú í gleði og ljósi guðsríkis, að Guð hefur tek- ið í hönd hennar og leitt hana á fund ættingja og vina sem á und- an eru gengin. Minningar um góða móður, ömmu og langömmu lifa og verma um ókomna tíð. Minning- ar, ekki bara um móður, heldur mína bestu vinkonu. Minningar um góða konu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Ragnheiður Karítas Pétursdóttir. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíldu í friði, amma mín. Svanhildur (Svana). Langt úr fjarlægð, elsku amma mín, ómar hinzta kveðja nú til þín. En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál. Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín þá lýsa mér hin góðu áhrif þín. Mér örlát gafst af elskuríkri lund, og aldrei brást þín tryggð að hinztu stund. Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. Þín blessuð minning býr mér ætíð hjá, ég björtum geislum strái veg minn á. (Höf. ók.) Elsku amma mín, takk fyrir samveruna og allt góðu stundirn- ar sem við höfum átt saman. Það var alltaf gott að leita til þín og mínar dýrmætustu stundir voru að fá að alast upp í sama hverfi og þú. Ég gat alltaf komið til þín eftir skóla og fengið ristað brauð og kakó. Þú varst snillingur í að baka kleinur og laufabrauð og voru strákarnir að tala um það um daginn hvað þú varst lang- best af öllum í fjölskyldunni að skera út laufabrauð. Þú varst yndisleg amma og langamma og hringdir oft til að fá grallarasög- ur af strákunum og svo hlóstu í símann og sagðir afa hvað þeir voru að bralla. Afi hefur misst mikið en ég lofa þér því að við hugsum vel um hann. Hvíldu í friði elsku amma mín. Þín Díana. Ég veit, á hvern ég trúi. Á þessum orðum enda versin í sálmi eftir Helga Hálfdánarson sem var skrautritaður í ferming- arbiblíunni minni. Það er gott að trúa því að Jesús hafi tekið hana fallegu ömmu mína til sín. Ég var svo heppin að vera miðju- barnabarnið, 7 árum yngri en systir mín og 10 árum eldri en litla frænka mín. Ég var því lengi eina litla barnið í fjölskyldunni og var umvafin elsku og kær- leika af öllum. Ég bjó lengi rétt hjá ömmu og afa og var mikið í pössun þar, fór með þeim í bú- staðinn og í ferðalög til útlanda. Það þurfti ekki mikið til að okkur liði vel saman. Stundum átum við bara saman suðusúkkulaði eða fórum í eplakappát á náttfötun- um. Það var nóg til að hafa það kósí. Þegar amma og afi fóru að eldast og ég fékk bílpróf varð það uppáhaldið okkar að fara í Rúmfatalagerinn og kannski Hagkaup og í slíkar ferðir fórum við oft. Þau fylgdust vel með mér eftir að ég flutti til útlanda og sérstaklega þótti þeim gaman að fá myndir og fréttir af dýrunum mínum í Gautaborg og póstkort frá Svalbarða. Síðasta kortið mitt til þeirra kom einmitt tveim dögum eftir að amma fór. Amma mín var ein- staklega góð við okkur börnin og þess vegna vil ég tileinka henni þessi orð. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson) Anna Stella Guðmundsdóttir. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. óþekktur) Eyþór, Bjarki, María, Anna og Karen Dís. Svanhildur Guðmundsdóttir ✝ Sigurjón Reyn-ir Kjartansson fæddist í Mið- hvammi í Aðaldal 25. nóvember 1923. Hann lést á Dval- arheimilinu Selja- hlíð 25. október 2013. Hann var sonur hjónanna Rósu Emelíu Berg- vinsdóttur frá Brekku í Aðaldal, f. 22. júlí 1891, d. 1973, og Kjartans Sig- urjónssonar bónda frá Nípá, f. 20. des. 1895, d. 1953. Sigurjón Reynir ólst upp í Miðhvammi í Aðaldal. Systkini hans voru Bára, f. 1919, d. 2004, Steinunn, f. 1922, d. 1996, Kristín Hrund, f. 1927, og Arinbjörn, f. 1931, d. 2003. 18. mars 1950 kvæntist Reyn- ir Þórhöllu Jónsdóttur frá Kald- bak, d. 1997. Hún var dóttir grímsdóttir. Þau eru ferðaþjónustubændur í Vogum, Mývatnssveit. Þau eiga fjögur börn: Halldóru Eydísi, Þórhöllu Bergeyju sem á soninn Jón Dag, Arnþrúði Önnu og Skarphéðin Reyni. Áður átti Jón Reynir með Svönu Kristinsdóttur soninn Kristin Reyni, f. 2. nóvember 1973, d. 28. apríl 1987. 3) Snjó- laug Guðrún, f. 9. júlí 1961, kennari, búsett í Reykjavík. Hún á tvær dætur: Eik, faðir Elfar Daði Dagbjartsson, og Sunnefu, faðir Gerhard Zeller. 4) Kjartan, f. 22. maí 1965, raf- eindavirki, búsettur í Reykja- vík. Maki Sigríður Jóakims- dóttir, þau eiga einn son, Árna Þór. Þórhalla og Sigurjón Reynir bjuggu á Reynisstað í Aðaldal til 1968 en þá fluttu þau til Reykja- víkur og bjuggu þar til dauða- dags. Sigurjón Reynir starfaði sem bóndi og mjólkurbílsstjóri til ársins 1968 og frá árinu 1970 til 1993 sem leigubílsstjóri í Reykjavík, lengst af á BSR. Útför Sigurjóns fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 4. nóv- ember 2013, og hefst athöfnin kl. 13. hjónanna Jóns Jónssonar kennara og organista frá Brekknakoti og Snjólaugar Guð- rúnar Egilsdóttur frá Laxamýri. Þór- halla og Sigurjón Reynir bjuggu á Reynisstað í Að- aldal til 1968 en þá fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu þar til dauðadags. Reynir og Þórhalla eignuðust fjögur börn: 1) Rósa Emelía, f. 4. maí 1950, maki Valgeir Guð- mundsson. Þau eru bændur í Vindbelg í Mývatnssveit, þau eiga tvær dætur: Þórhöllu sem á tvö börn: Sylvíu Ósk og Hjört Smára. Sylvía Ósk á dótturina Emelíu Rós og Guðrúnu Krist- ínu sem á soninn Gabríel Alex- ander. 2) Jón Reynir, f. 5. júlí 1954, maki Ólöf Þórelfur Hall- Elsku afi okkar systra var mjög skemmtilegur og litríkur karakter. Átti vini og kunn- ingja alls staðar, enda þótti honum mikið gaman að tala við fólk og segja sögur. Og oftar en ekki voru sögurnar mjög skrautlegar og vel sagðar hjá honum. Afi okkar var flottur kall, aldrei lognmolla í kringum hann. Hann var mikill íþrótta- maður á yngri árum og gat hann sagt margar skemmtileg- ar sögur frá þeim árum. Hann hafði gaman af lífinu. Afi var alltaf mjög stoltur af sínum börnum og barnabörn- um, og þegar barnabarnabörn- in fóru að koma þá varð hann rogginn með ungana sína. Man að hann sýndi okkur vinum sín- um og kunningjum, alltaf jafn stoltur. Áður en hann kvaddi okkur var hann kominn með þann flotta titil að vera langalangafi. Þegar við vorum litlar þá var það alltaf mesta ævintýrið að fara með mömmu og pabba til Reykjavíkur í heimsókn til afa og ömmu í Leirubakkanum. Við hittum þau svo sjaldan. Hann var leigubílstjóri og átti alltaf flotta bíla. Afi var alltaf tilbú- inn að keyra okkur út um allt og sýna okkur Reykjavíkina, stórborgina. Hann naut þess að keyra okkur landsbyggðarfólk- ið um borgina og sýna okkur hluti og staði sem voru ekki til staðar úti á landi. Oftar en ekki höfum við systur fengið að heyra söguna þegar afi fór með pabba okkar á Hótel Esju til að sýna honum lyftuna sem þar var. Man ekki hvaða ár það var, en við vorum bara lítil spons þá. Minningarnar ylja okkur. Hann átti góða langa ævi og var tilbúinn fyrir framhaldið. Við söknum hans. Afi sýndi mér margt og svo mikið, mér fannst hann örlítið klókari en ég. Það allt mér kenndi og því fyrir vikið þá er ég andskoti skemmtileg. (Snæbjörn Ragnarsson) Hvíldu í friði, elsku afi og takk fyrir allar sögurnar og stundirnar sem þú gafst okkur Þórhalla Valgeirsdóttir, Guðrún K. Valgeirsdóttir og fjölskyldur. Elsku Reynir afi. Þá ertu farinn frá okkur eftir langa og góða samveru. Minn- ingarnar sem koma upp í hug- ann eru fjölmargar og frá mis- munandi tímum. Þær munu ylja okkur um ókomna daga og kveikja upp hjá okkur bros og hlátur. Enda eru margar þeirra skondnar og skemmtilegar því húmornum hélstu fram á síð- asta dag. Auk þess varstu ansi óútreiknanlegur og það var alltaf spennandi að sjá upp á hverju þú tækir næst. Aðallega eru þetta minning- ar úr fjölmörgum heimsóknum til þín og um samverustundir í Aðaldalnum okkar. Eik bjó hjá ykkur ömmu ásamt mömmu og Kjartani þar til hún var 6 ára og kom eftir það oft í heimsókn um helgar. Þá var ljúft að skríða upp í afa holu á morgn- ana því aldrei brást það að afi var löngu farinn út að keyra. Þú komst síðan heim í hádeg- ismat og þá var nú spennandi að heyra allar sögurnar úr leigubílaakstri morgunsins. Eftir að þú fluttir í Seljahlíð var ekki síður gaman að koma til þín, jafnvel með prjónana eins og Sunnefa gerði oft, og hlusta á allar þær sögur sem þú hafðir að segja. Sögur um skíðaferðir, bílferðir og hin ýmsu ævintýri þinnar löngu ævi, þú hafðir alltaf frá nógu að segja. En einnig vildir þú ólm- ur fá fréttir af ættingjum og vinum. Í Seljahlíð leið þér vel og þú talaðir um að þú byggir í svítu á 5 stjörnu hóteli með lob- bíi og öllu tilheyrandi. Á meðan amma var á lífi vor- um við alltaf hjá ykkur um jólin en eftir að hún dó komst þú til okkar að síðustu jólum und- anskildum, þá komum við og færðum þér gamaldags jólatré upp í Seljahlíð og áttum með þér notalega stund hluta að- fangadagskvölds. Mikið verður skrítið að halda jól án afa þetta árið. Árin þín urðu ekki alveg 90, upp á það vantaði nákvæmlega mánuð en það er öruggt að haldið verður upp á afmælis- daginn á þinn hátt, með því að fara í bakaríið. Þó að þú sért farinn frá okkur vitum við að þú ert á góðum stað, laus við alla verki og fylgist með okkur. Glottir út í annað með derhúf- una á höfðinu og gantast með öllum ættingjunum og félögun- um sem eru þar. Ljóðið „Ég lifi“ sem Dagi afi samdi kvöldið áður en þú kvaddir á því vel við: Þó látinn mig teljið ég lifi samt enn en lokið hef jarðvist að sinni. Ei flutti ég langt en í fögnuði senn hér fagna nú heimkomu minni. Ég löngum á jörðinni lifði í sátt við lífið og tilveru mína. Á leið minni reyndi að leika ei grátt en leikbræðrum kærleik að sýna. Ég gengið hef hljóðlega götuna heim þar gafst ekki alltaf sú slétta. Það villast svo margir á veginum þeim og virðast ei finna þann rétta. Ég heim er nú kominn í hamingju sól og hér mun ég una að sinni. Því bjartara er nú um bú mitt og ból og birta í sálinni minni. (Dagbjartur Sigursteinsson.) Elsku afi, takk fyrir allar góðu minningarnar sem þú skil- ur eftir, allar sögurnar, símtöl- in og samverustundirnar. Og mundu það sem við ræddum einu sinni, á Reynisstað ertu alltaf velkominn, lífs eða liðinn. Eik og Sunnefa. Sigurjón Reynir Kjartansson Morgunblaðið birtir minn-ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á for- síðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skila- frest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einn- ig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir grein- unum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.