Morgunblaðið - 04.11.2013, Síða 34

Morgunblaðið - 04.11.2013, Síða 34
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is Skrúfupressur Lofthreinsibúnaður - loftkútar loftsíur - lofttengibúnaður loftþurrkarar Ýmsar stærðir Hafið samband við sölumann 34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 AF AIRWAVES Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Þriðji dagur Airwaves rann upp löngu áð-ur en ég fór á tónleika. Á ferð minni umborgina þennan föstudag mætti ég hin- um erkitýpíska Airwaves-gesti – manni á miðjum þrítugsaldri með alltof snyrt yfirvar- arskegg sem krullaðist upp að hætti aust- urrískra keisara og í svo þröngum gallabuxum að þær myndu rifna ef hann hugsaði um að beygja sig. Tónleikar kvöldsins voru heppilega allir í Hörpu. Á leiðinni þangað frá heimili mínu í gamla Vesturbænum tók ég stuttan göngutúr um miðborgina. Stemningin var ekki ólík því og ef útlendingar hefðu ákveðið að halda Þorláks- messukvöld í nóvember. Hver einasti veitinga- staður var fullur út úr dyrum, og það heyrði til undantekninga að maður heyrði móðurmálið. „Dásamlegt,“ hugsaði ég og brosti. „Reykjavík er stórborg eina langa helgi á ári.“ Samt var sorglegt að rölta framhjá raðalausum NASA, besta tónleikastað borgarinnar. Harpa hefur þann kost umfram aðra tónleikastaði í borginni að veðrið er aukaatriði. Flestum er enn í minni hipsterafjúkið í fyrra, þegar harkaleg haust- lægð gekk yfir landið um Airwaves-leytið. Raðirnar, biðin og kuldinn eru að vísu stór hluti af skemmtuninni af því að vera á Airwaves, en ágætt að losna við það svona eitt kvöld. Fyrstu tónleikar kvöldsins voru mjög innan þægindahringsins. Valdi- mar og félagar stóðu sig með prýði, þó svo að það hafi strokið mér örlít- ið öfugt þegar Valdimar talaði við áhorfendur á ensku milli laga. „Kannski á hún bara að vera smá- borg,“ sagði ég við sjálfan mig og glotti. Lögin af nýjustu plötu hljóm- sveitarinnar „Um stund“ hljóma mjög vel í lifandi flutningi og standa Láta-laginu óendanlega miklu framar. Hljómsveitin flutti meðal annars nýtt lag, hennar fyrsta á ensku og fyrsta á öðru tungumáli en íslensku. Næstur á dagskrá var John Grant, maðurinn sem tók ástfóstri við Ísland eft- ir að hann spilaði á Airwaves 2011. Grant var ólíkt fyrirferðarmeiri en fyrir tveim- ur árum, sennilega vegna þess að nýja efnið hans er öllu rafmagnaðra og kraft- meira en það sem hann hafði úr að moða á þeim tíma. Blandan var samt góð hjá honum, og hann bað áhorfendur afsökunar, á íslensku, á að hann talaði íslensku ekki nógu vel, þó svo að hún hafi verið hnökralaus en með smáhreim. Veikleiki í raðafyrirkomulagi hátíðarinnar kom sterklega í ljós á tónleikunum sem voru í Silfurbergi og Norðurljósum. Hliðverðir hleyptu inn í báða salina í einu við stigann upp á aðra hæð, en þegar upp var komið gilti hnefarétturinn um hver komst inn í salina. Þegar tónleikar í Norðurljósum kláruðust ætluðu allir yfir í Silfurberg með þeim af- leiðingum að það mynduðust raðir fyrir innan raðirnar. Fyrir þetta fá skipuleggj- endur hátíðarinnar eitt mínusstig. Það sleppur alveg, því tónleikar Souleymans, og síðustu tónleikar mínir þetta kvöldið, voru einhver allsherjar miðausturlensk mjúkteknó diskósturl- un. „Aldrei hefur einn maður gert jafnlítið á sviði til að trylla heilan sal“ sagði tónleikagestur, og annar hafði á orði að á sínum sjö Airwaves- hátíðum stæðu þessir tónleikar al- gjörlega upp úr. Souleyman, sem hefur verið gerður útlægur frá heimalandi sínu, raulaði texta laga sinna, á arabísku, og lét af- skaplega lítið fara fyrir sér á svið- inu. Þrátt fyrir það lék Silfurberg á reiðiskjálfi því hver lifandi mað- ur í salnum sté trylltan dans við tónlistina. Miðausturlensk Airwaves-sturlun Grímugeitur Sænska hljómsveitin Goat var grímuklædd á sviði. Fucked Up Tónleikar Fucked Up þóttu allsvakalegir. Listasafnið Savages léku fyrir troðfullu húsi á laugardaginn. Rafmagnaður John Grant var rafmagnaðri en á Airwaves 2011. Souleyman Áhorfendur dönsuðu við taktfasta arabíutónlist. Læti Valdimar og hljómsveit stóðu sig með stakri prýði. Morgunblaðið/Styrmir Kári Borist með fjöldanum Algeng sjón á tónleikum Fucled Up. Omar Souleyman

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.