Morgunblaðið - 04.11.2013, Síða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Tímakistan nefnist ný bók fyrir les-
endur á öllum aldri eftir Andra
Snæ Magnason sem út kemur hjá
Forlaginu fyrir jólin. Bókin segir
„margslungna ævintýrasögu af
gráðuga konunginum Dímon og til-
raunum hans til að sigra bæði heim-
inn og tímann. Einhvern veginn
tengjast örlög hans og dóttur hans
ástandi heimsins í samtímanum þar
sem mannkynið húkir allt inni í
draugalegum kössum og bíður
betri tíma. Sumir tala um bölvun
prinsessunnar af Pangeu og gátuna
um hana þarf að leysa til að heim-
urinn losni úr álögum“.
Fleiri ævintýrasögur verða á
boðstólum hjá Forlaginu í haust.
Kjartan Yngvi Björnsson og Snæ-
björn Brynjarsson halda áfram
Þriggja heima sögu sinni með bók-
inni Draumsverð. „Fyrsta bindi
sagnaflokksins, Hrafnsauga, hlaut
frábærar viðtökur í fyrra og hamp-
aði bæði Íslensku barnabókaverð-
laununum og titlinum Unglingabók
ársins hjá bóksölum.“
Sif Sigmarsdóttir sendir frá sér
Múrinn. Þar er um að ræða „fyrstu
bókina í Freyju sögu, spennu-
þrungnum sagnaflokki fyrir ung-
linga. Sagan gerist í borg sem er
umlukin múr og grimmur einvaldur
stýrir. Freyja veit ekki betur en
hún sé ósköp venjulegur borgarbúi
en fljótlega kemur í ljós að ýmislegt
er dularfullt við tilveru hennar“.
Prakkarabók ársins
Rangstæður í Reykjavík nefnist
þriðja unglingabókin eftir Gunnar
Helgason þar sem Þróttarinn Jón
Jónsson og vinir hans eru í aðal-
hlutverki. Bókin er sjálfstætt fram-
hald af Víti í Vestmannaeyjum og
Aukaspyrnu á Akureyri. „Sögusvið-
ið er að þessu sinni Laugardalurinn
í Reykjavík þar sem fer fram æsi-
spennandi fótboltamót en jafnframt
vindur áfram sögu Ívars, vinar Jóns
frá Vestmannaeyjum, sem á í erf-
iðleikum heima fyrir.“
Í Lífsspeki Ólafíu Arndísar eftir
Kristjönu Friðbjörnsdóttur er sögu-
sviðið á Hekluslóðum og víðar um
Suðurland „þar sem Ólafía lendir í
lífsháska og kynnist bæði erlendum
kvikmyndastjörnum og ýmsum
furðufuglum sem lifa eftir ólíkum
lífsreglum“.
Mói hrekkjusvín – Kúrekar í Ar-
isóna eftir Krist-
ínu Helgu Gunn-
arsdóttur er „án
efa prakkarabók
ársins. Sögurnar
um þennan
óheppna snilling
hafa komið út áð-
ur en eru nú
gefnar út með
fjölda nýrra
mynda eftir
Lindu Ólafsdóttur og stóru og að-
gengilegu letri“.
Fjöldi ævintýrabóka
Meðal þýddra ævintýrabóka sem
út koma hjá Forlaginu á næstu vik-
um er Órar eftir Lauren Oliver,
sem er fyrsta bókin í nýjum bóka-
flokki. „Sagan gerist í óræðri fram-
tíð þegar búið er að uppgötva að
sjúkdómurinn ást skýrir flesta
hættulega og órökrétta hegðun
manna. Þess vegna fara allir í að-
gerð átján ára gamlir til að forðast
smit. Lena hlakkar til að fara í að-
gerðina en vikurnar áður en það
stendur til verða henni örlagarík-
ar.“
Eiðrofinn er ný bók í goðsagna-
kennda bókaflokknum um ævintýri
gullgerðarmannsins Nicolas Flam-
els eftir Michael Scott. Annáll elds-
ins eftir John Stephens nefnist önn-
ur bókin í flokknum Bókum
upphafsins. Tíunda bókin um Kaf-
tein ofurbrók eftir Dav Pilkey ber
titilinn Kafteinn Ofurbrók og hefnd
geislavirku róbótabrókanna.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Verðlaunahöfundar Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson
hlutu Íslensku barnabókaverðlaunin í fyrra fyrir skáldsögu sínu Hrafnauga.
Andri Snær með
Tímakistuna
Rangstæður í Reykjavík meðal
barna- og unglingabóka Forlagsins
Kristjana
Friðbjörnsdóttir
Andri Snær
Magnason
Kristín Helga
Gunnarsdóttir
Gunnar
Helgason
Sif
Sigmarsdóttir
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Bandarísk gamanmynd, Land Ho!,
var tekin upp hér á landi í haust og
kemur íslenskt fyrirtæki, Vintage
Pictures, að framleiðslu hennar.
Einn af framleiðendum mynd-
arinnar er leikstjórinn David Gord-
on Green sem hefur gert það gott í
Hollywood og endurgerði m.a. ís-
lensku gam-
anmyndina Á
annan veg. Annar
framleiðandi
myndarinnar,
Sara Murphy, er
yfir þróun verk-
efna hjá leik-
aranum Philip
Seymore Hoff-
man. Vintage
Pictures er kvik-
myndafram-
leiðslufyrirtæki með bækistöðvar á
Íslandi, rekið af Hlín Jóhann-
esdóttur og Birgittu Björnsdóttur.
Leikstjórar og handritshöfundar
myndarinnar eru Martha Stephens
og Aaron Katz og segir Hlín að þau
hafi langað að taka upp kvikmynd
hér á landi. Handritið var skrifað
með Ísland í huga. Martha hafði þá
komið hingað áður en Aaron kom í
fyrsta sinn til Íslands þegar tökur
hófust. Allir sem að myndinni komu
yfirgáfu svo landið afar sáttir eftir
krefjandi tökur, að sögn Hlínar. En
hvernig kom Vintage Pictures að
framleiðslu myndarinnar?
„Ég er að vinna með leikstjóra
sem heitir Ása Helga Hjörleifsdóttir
og hún nam við Columbia-háskólann
í New York. Aaron Katz hafði sam-
band við hana og hún kom þeim í
samband við okkur,“ segir Hlín.
„Þetta var í sumar og mjög stutt í
tökur þegar þau komust í samband
við okkur. Við ákváðum bara að láta
slag standa, settum allt í gang og á
innan við tveimur mánuðum náðum
við að gera allt klárt fyrir tökurnar
og tökuliðið.“
Fyrsti tökudagur myndarinnar
var 17. september og sá síðasti 10.
október, að sögn Hlínar. „Þau byrj-
uðu úti á landi, á Skógum, Jökuls-
árlóni og Landmannalaugum, og svo
tóku þau upp í Reykjavík og ná-
grenni í u.þ.b. tvær vikur,“ segir
Hlín.
Ævintýri og sjálfskoðun
Kvikmyndin fjallar um tvo karla
sem komnir eru af léttasta skeiði,
skurðlækninn Mitch sem sestur er í
helgan stein og fyrrverandi mág
hans, Colin. Mitch telur Colin á að
fara með sér í frí til Íslands, skoða
náttúruna og sletta úr klaufunum.
Mitch og Colin lenda í ýmsum æv-
intýrum og fara í óumflýjanlega
sjálfskoðun samhliða þeim.
Með hlutverk félaganna fara Earl
Lynn Nelson og Paul Eenhoorn.
Nelson er augnlæknir að mennt,
orðinn aldraður og lék í sinni fyrstu
kvikmynd, Passenger Pigeons í leik-
stjórn frænku sinnar, Mörthu
Stephens, árið 2010. Hann hefur
einnig leikið í gamanþáttunum
Eastbound & Down. Eenhorn er
öllu reyndari í leiklistinni, hefur
leikið í sjónvarpsþáttum og kvik-
myndum frá táningsaldri, m.a. kvik-
myndinni This is Martin Bonner
sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni
Sundance í byrjun árs og hlaut þar
góðar undirtektir.
Leikstjórar á uppleið
Katz og Stephens, handritshöf-
undar og leikstjórar myndarinnar,
hafa átt góðu gengi að fagna í sjálf-
stæðri kvikmyndagerð í Bandaríkj-
unum. Fyrsta kvikmynd Katz,
Dance Party USA, var valin á kvik-
myndahátíðina South by South
West (SXSW) árið 2006 líkt og tvær
næstu myndir hans. „Það er eitt
flottasta festivalið vestanhafs,
myndirnar hans fá mjög góða dóma
þannig að hann er búinn að skapa
sér nafn og þær líka,“ segir Hlín.
Passenger Pigeons hafi verið frum-
sýnd á SXSW og hlotið þar verð-
laun. Önnur kvikmynd hennar, Pil-
grim Song, hafi einnig verið sýnd á
hátíðinni og á Fantaspoa-kvik-
myndahátíðinni í Brasilíu þar sem
Stephens hafi hlotið leikstjórn-
arverðlaun. „Þau hafa sannað sig og
eru á uppleið,“ segir Hlín um leik-
stjórana. „Þótt þetta sé afar ódýr
mynd og þau hafi komið hingað og
gert þetta þannig að enginn tók eftir
er þetta samt fólk sem er fram-
arlega í geiranum og verður gaman
að fylgjast með,“ segir Hlín að lok-
um.
Ævintýraleg Íslandsför
Bandarísk gamanmynd, Land Ho!, var tekin upp hér á
landi í haust Íslenskt fyrirtæki kemur að framleiðslunni
Strokkur Stilla úr Land Ho! sem segir af tveimur körlum sem kynna sér
náttúru Íslands, goshveri og önnur undur og næturlíf Reykjavíkur.
Hlín
Jóhannesdóttir
Martha
Stephens
Aaron
Katz