Morgunblaðið - 04.11.2013, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 04.11.2013, Qupperneq 40
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 308. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Íslendingar í forréttindastöðu 2. Gekk með myndavélina í gildru … 3. Fór hágrátandi í leigubílinn 4. Kona gripin við þjófnað í Kringlunni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Miðar seldust upp á sjö mínútum á jólatónleika Stefáns Hilmarssonar sem verða í Salnum í Kópavogi föstu- dagskvöldið 20. desember. Var því ákveðið að bæta við öðrum tónleikum á sama stað daginn eftir og hefst miðasala kl. 12.00 í dag. Aukatónleikar hjá Stefáni Hilmarssyni  Allskonar ást er yfirskrift hádeg- istónleika í Hafnarborg á morgun. Kolbeinn J. Ketilsson tenór kemur fram ásamt Antoníu Hevesi píanó- leikara og flytur ís- lensk, þýsk og ítölsk ljóð og óperuaríur. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og eru öllum opnir meðan hús- rúm leyfir, en húsið verður opnað kl. 11.30. Allskonar ást á tón- leikum í Hafnarborg  Sena sýnir í samstarfi við The Royal Opera House óperu Ver- dis, Les Vepres Si- ciliennes, í beinni útsendingu í Há- skólabíói í dag og hefst hún klukkan 17.45. Um glænýja uppsetningu er að ræða og er þetta frumraun leikstjór- ans Stefans Herheims. Miðasala á eMiði.is og aðeins er um þessa einu sýningu að ræða. Ópera eftir Verdi í beinni útsendingu Á þriðjudag Norðaustan 8-15 m/s, en 15-20 m/s syðst. Rigning, slydda eða jafnvel snjókoma með köflum sunnan- og suðaust- anlands, él með norður- og austurströndinni. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðaustanátt N- og A-til, annars suð- austan 8-15 og 15-20 við suðurströndina. Dálítil rigning, slydda eða snjókoma á köflum um landið sunnanvert, einkum síðdegis. VEÐUR „Maður þarf að hafa breitt bak og mikla reynslu til að komast í gegnum þetta. Ég myndi ekki ráðleggja nein- um að hefja atvinnuferilinn hérna í Tyrklandi. En ég vildi fá smá ævintýri áður en ég myndi flytja heim og það hefur orðið raunin. Ætli maður komi ekki til með að eiga margar sögur frá Tyrk- landi fyrir barnabörnin,“ segir Gunnar Heiðar Þor- valdsson. »1 Þarf breitt bak og mikla reynslu Bryndís Guðmundsdóttir segir að gott gengi körfuboltaliðs Keflvíkinga í vetur komi sér ekkert á óvart en því var spáð fimmta sæti fyrir mótið. „Þetta var alltaf markmiðið hjá okkur þó við höfum misst mikilvægan hlekk frá því í fyrra,“ segir Bryndís en Keflavík vann Snæfell í Stykkishólmi í gær og er með fullt hús stiga á toppi úrvals- deildarinnar. »4 Þetta var alltaf mark- miðið hjá okkur Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, segir að staða íslenska landsliðsins fyrir EM í Dan- mörku sé nokkuð alvarleg vegna meiðsla lykilmanna. „Það má alveg segja að það séu hrukkur á enni lands- liðsþjálfarans en auðvitað vinnur mað- ur með þá sem við höfum hverju sinni,“ segir Aron en Ísland tapaði fyr- ir Austurríki í fyrrakvöld. »8 Hrukkur á enni landsliðsþjálfarans ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hlaupaskórnir eru alltaf í töskunni. Í löngum ferðalögum finnur maður fyrir flugþreytu, tímamismun, streitu og að matarvenjur breytast. Þetta hefur áhrif á líkama og sál. Því finnst mér nauðsynlegt að finna lausa stund einhvern tíma á deginum og skokka góðan hring. Og svo er auðvitað líka gaman að bæta nýjum borgum inn á hlaupakortið sitt,“ seg- ir Marta Ernstsdóttir hlaupakona. Marta var á dögunum í hópferð Íslendinga um Indland og Nepal og á hverjum morgni tóku þau Sveinn bróðir hennar, sem einnig var í hópnum, á rás. Legg kennileitin á minnið Fyrir Vesturlandabúa virkar umferðin í frumstæðum Austur- löndum sem ringulreið; bílarnir smjúga hver milli annarra í tveimur til þremur röðum á frumstæðum brautum, þar sem heilagar kýr, vatnsburðarkonur og hjólreiðafólk er á vegkanti. „Á hlaupum nemur maður staðina með skemmtilegum hætti og sogast inn í umhverfið. Ég gæti þess þar sem ég kem að fara fyrst aðeins skemmri leiðir og leggja kennileitin á minnið. Þannig lærir maður hvernig leiðirnar liggja og færir sig svo á nýjar slóðir og út fyr- ir aðalgöturnar,“ segir Marta sem var tvær vikur í Austurlöndum fjær. Í 30 stiga hita „Við Íslendingar erum ekki vanir þrjátíu stiga hita eins og var í Indlandi. Við Sveinn létum okkur því duga að taka létt skokk í um það bil hálftíma á morgnana. Þetta gaf okk- ur kraft inn í daginn,“ segir Marta en þau systkinin hlupu í borgunum Nýju-Delí, Jaipur, Agra og Var- anasi. Þegar kom svo til Nepal létu þau duga að hlaupa á brettum enda góð líkamsræktaraðstaða á Rad- isson-hótelinu í Katmandu. „Ryk á malargötum í borginni var slíkt að við lögðum ekki í að hlaupa þar,“ segir Marta sem hefur ekki tölu á hlaupaborgum sínum. „Við Jón Oddsson, maðurinn minn, vorum í Róm fyrir nokkrum árum og það var gaman að hlaupa þar. Fylgdum korti og fórum víða um borgina. Þar var gaman að taka skokka t.d. milli Pét- urskirkjunnar og Colosseum.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hlauparar Marta og Sveinn Ernstsbörn í stuttbuxum og íþróttaskóm, tilbú- in að taka sprettinn. Mynd tekin í indversku borginni Varanasi í sl. viku. Marta Ernstsdóttir var í Austurlöndum og hljóp í fjórum indverskum borgum Ég sogast inn í umhverfið Martha Ernstsdóttir á að baki frækilegan feril sem hún hóf í kringum 1985 og var á fullu fram undir aldamót. Hefur keppt víða, s.s. á mörgum fjölþjóðlegum mót- um. Á Íslandsmet kvenna í 1.000 m og 5.000 metra hlaupum, hálf- maraþoni og maraþoni. Þá keppti hún fyrst Íslendinga í maraþoni á ÓL í Sydney í Ástralíu árið 2000. Í dag starfar Martha, sem er sjúkraþjálfari að mennt, við þjálfun, hómópatíu og sinnir höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð. Síðustu ár hefur hún búið á Ísafirði og hefur þar m.a. staðið fyrir Heilsuhelgum að Holti í Önundarfirði fyrir fólk sem vill taka sér tak og bæta heilsu sína og líðan. Sveinn bróðir hennar, sem er for- ritari, á sömuleiðis langan feril að baki, og hefur með ágætum árangri tekið þátt í ýmsum mótum í hlaup- um, bæði heima og heiman. Maraþon og heilsuhelgar FRÆKILEGUR FERILL ÍÞRÓTTAKONUNNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.