Morgunblaðið - 07.11.2013, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt Wojciech Marcin Sadowski í
fimm ára fangelsi fyrir frelsissvipt-
ingu, nauðgun og sérstaklega hættu-
lega líkamsárás gegn ástralskri konu
í Reykjavík í apríl síðastliðnum. Sa-
dowski, sem er pólskur ríkisborgari,
var jafnframt gert að greiða konunni
3,2 milljónir króna í skaða- og miska-
bætur.
Ríkissaksóknari ákærði manninn
2. júlí síðastliðinn fyrir frelsisvipt-
ingu fyrir að hafa haldið konunni
nauðugri í verslunarhúsnæði að Lág-
múla í Reykjavík í 30-40 mínútur. Í
ákærunni segir að hann hafi veist
með ofbeldi að konunni, krafið hana
um kynlíf, ítrekað slegið og sparkað í
höfuð hennar og líkama, þröngvað
henni til munnmaka og haldið árás
sinni áfram eftir það.
Konan hlaut talsverða áverka í
árásinni. Fram kemur í dóminum að
Sadowski hafi neitað sök en dómur-
inn kemst að þeirri niðurstöðu að
framburður konunnar hafi verið trú-
verðugur. Konan sagðist hafa verið
að skemmta sér með vinum sínum í
miðborginni en að hún myndi ekki
eftir sér eftir klukkan tvö um nóttina
fyrr en hún er stödd á stað sem líkist
vöruskemmu og áttar sig á að það er
kominn morgunn. Hún hafi átt bókað
flug úr landi og reynt að komast út
úr húsnæðinu en dyrnar hafi verið
læstar.
Maðurinn hafi reynt að fá hana til
kynferðismaka, beitt hana ofbeldi og
þvingað hana til munnmaka og kýlt í
hana og sparkað þegar hún beit í
getnaðarlim hans.
Í dómnum segir að atlaga ákærða
að stúlkunni hafi verið harkaleg og
sú aðferð hans að slá og sparka ítrek-
að í höfuð hennar hafi verið sérstak-
lega hættuleg.
Harkaleg og hættuleg árás
Wojciech Marcin Sadowski dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir frelsissviptingu,
nauðgun og hættulega líkamsárás Sló og sparkaði ítrekað í höfuð konunnar
Morgunblaðið/Golli
Árás Maðurinn þröngvaði konunni til munnmaka og beitti hana ofbeldi.
Það sem af er störfum Alþingis, sem
kom saman í byrjun október, hafa
verið lagðar fram ríflega 90 fyrir-
spurnir frá þingmönnum. Flestar
eru beiðnir um skrifleg svör frá ráð-
herra, eða um 50 talsins, í 13 málum
hefur verið beðið um munnleg svör
ráðherra og óundirbúnar fyrir-
spurnir eru alls 30 það sem af er.
Algengt er að þingmenn stjórn-
arandstöðunnar leggi fram fyr-
irspurnir til ráðherra ríkisstjórn-
arinnar, enda eru flestar fyrir-
spurnir nú frá þingmönnum VG (32)
og Samfylkingarinnar (27). En at-
hygli vekur hve fyrirspurnir eru
margar frá þingmönnum og vara-
þingmönnum Framsóknarflokksins,
eða 21, á meðan fjórar eru skráðar á
þingmenn og varaþingmenn Sjálf-
stæðisflokksins.
Helgi Bernódusson, skrif-
stofustjóri Alþingis, segir heild-
arfjölda fyrirspurna minni en venju-
lega á þessum tímapunkti þing-
starfa. „Fyrirspurnir eru fleiri þar
sem beðið er um skriflegt svar, en
hins vegar hefur hinum hefðbundnu
fyrirspurnum, sem lagðar eru fram á
skjölum og koma svo til svara á
mánudegi á eftir, fækkað frá því sem
áður var. Það er eins og þingmenn
átti sig ekki alveg á þessu formi, ég
hef tekið eftir að nýir þingmenn eru
ókunnugir þessu formi. Að einhverju
leyti má segja að hinar óundirbúnu
fyrirspurnir hafi komið í staðinn,“
segir Helgi.
Hann bendir á að mun fleiri óskir
um óundirbúnar fyrirspurnir berist
heldur en hægt er að verða við, að-
eins fimm slíkar fyrirspurnir komast
að hverju sinni. „Fyrst og fremst
hefur verið litið á þetta sem tækifæri
stjórnarandstöðunnar til þess að
halda uppi gagnrýni og eftirliti,“ seg-
ir Helgi en svipuð þróun hefur verið í
nágrannaríkjunum. bjb@mbl.is
Yfir 90
fyrir-
spurnir
Morgunblaðið/Golli
Alþingi Þingmenn eru duglegir að
spyrja ráðherra ríkisstjórnarinnar.
Framsóknarmenn
með 21 fyrirspurn
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Snjókoma og hiti nálægt frostmarki. Þannig hljóða
spár norsku veðurstofunnar fyrir síðdegið föstudaginn
15. nóvember, en þann dag mætir Ísland liði Króatíu í
landsleik í knattspyrnu á Laugardalsvelli. Samkvæmt
fyrstu spám er ekki gert ráð fyrir miklum vindi og
stytt gæti upp áður en leikurinn hefst.
Eitt í dag og annað á morgun
Starfsmenn vallarins fylgjast vel með spánum, en
gera sér grein fyrir að þeir geta ekki haft nein áhrif á
veðrið. „Veðurspáin segir eitt í dag og annað á morg-
un. Við reynum bara að undirbúa okkur sem best og
vera við öllu búnir,“ segir Jóhann Kristinsson, vall-
arstjóri í Laugardal. Í gær unnu starfsmenn vallarins
við að slá grasið á litlitlum vellinum og í dag verður
hann merktur. Að auki verður járnblöndu úðað á gras-
flötina og verður hún væntanlega fagugræn fram á að-
ventu.
Yfirbreiðsla til að hlífa vellinum og halda honum
frostfríum kom til landsins í gámi fyrir nokkrum dög-
um. Knattspyrnusambandið leigði hana af ensku fyrir-
tæki og síðdegis í dag eru fjórir starfsmenn þess
væntanlegir til landsins.
Funda með veðurfræðingum
Þeir funda með starfsmönnum vallarins og veður-
fræðingum í fyrramálið. Síðan verður, ef aðstæður
leyfa, hafist handa við að breiða dúkinn yfir völlinn.
Hita verður dælt undir hann fram að leikdegi og
er markmiðið að grasflötin verði laus við frost á leik-
degi. Samkvæmt spá norsku veðurstofunnar er útlit fyr-
ir talsvert frost í Reykjavík alla næstu viku.
Akkeri meðfram vellinum
Ætlunin er að setja akkeri eða festingar niður með-
fram vellinum og reiknar Jóhann með að teinar verði
boraðir í grasið við völlinn. Að auki verða settir stórir
vegsteinar á horn vallarins og aðrir minni eftir þörfum
meðfram honum og við endana.
Laugardalsvöllur fagur-
grænn fram á aðventu
Úðaður járnblöndu sem gefur grænan lit Hiti við frost-
mark þegar leikið verður gegn Króötum eftir rúma viku
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nóvember Kristinn Jóhannsson var kappklæddur við slátt á Laugardalsvellinum í gær. Mörg handtök verða unnin
þar fram að landsleiknum við Króata eftir rúma viku og í mörg horn að líta hjá starfsmönnum.
Forsætisráð-
herra skipaði í
gær nýja stjórn-
arskrárnefnd í
samræmi við
samkomulag allra
þingflokka.
Í nefndinni
sitja fulltrúar til-
nefndir af stjórn-
málaflokkunum
sem sæti eiga á Alþingi. Fjórir
fulltrúar eru tilnefndir af rík-
isstjórnarflokkunum og fjórir af
stjórnarandstöðunni. Formaður er
skipaður af forsætisráðherra án til-
nefningar. Stjórnarskrárnefndina
skipa:
Sigurður Líndal, prófessor em-
eritus, formaður, skipaður án til-
nefningar. Aðalheiður Ámundadótt-
ir lögfræðingur, tilnefnd af Pírötum.
Birgir Ármannsson alþingismaður,
tilnefndur af Sjálfstæðisflokki.
Freyja Haraldsdóttir, fram-
kvæmdastýra og varaþingmaður, til-
nefnd af Bjartri framtíð. Jón Krist-
jánsson, fyrrverandi ráðherra,
tilnefndur af Framsóknarflokki.
Katrín Jakobsdóttir alþingismaður,
tilnefnd af Vinstrihreyfingunni –
grænu framboði. Skúli Magnússon
héraðsdómari, tilnefndur af Fram-
sóknarflokki. Valgerður Bjarnadótt-
ir alþingismaður, tilnefnd af Sam-
fylkingu, og Valgerður Gunnars-
dóttir alþingismaður, tilnefnd af
Sjálfstæðisflokki.
Stefnt er að því að vinnu nefnd-
arinnar ljúki það tímanlega að hægt
verði að samþykkja frumvarp til
breytinga á stjórnarskránni á þessu
kjörtímabili. gudni@mbl.is
Ný stjórn-
arskrár-
nefnd skipuð
Sigurður Líndal
Nýrri skáldsögu Andra Snæs
Magnasonar, Tímakistan, var
fagnað í gærkvöldi með útgáfu-
hófi á Stóra sviði Borgarleikhúss-
ins. Í lok athafnarinnar var til-
kynnt að unnið væri að
uppsetningu stórsýningar sem
byggðist á sögunni en stefnt er að
frumsýningu á Stóra sviðinu 2015.
Fram kom að undirbúningur að
sýningunni hefði staðið um nokk-
urt skeið en á næstunni yrði unnið
að því að ljúka handritsgerð.
Leikhússtjóri segir verkið
efnivið í spennandi sýningu
Andri Snær er höfundur fjölda
skáldsagna, ljóðasafna og leikrita
en Tímakistan er fyrsta skáldsaga
hans frá því að Draumalandið kom
út 2006. Barnaleikrit Andra, Blái
hnötturinn, hefur verið settur upp
í leikhúsum víða um heim, segir í
tilkynningu frá Borgarleikhúsinu.
„Það er okkur í Borgarleikhús-
inu mikil ánægja að fara í sam-
starf við Andra Snæ. Tímakistan
er magnað verk sem við höfum
fylgst með í gegnum skrif hennar
í nokkur misseri. Verkið er marg-
laga og virkar á mörgum ólíkum
plönum. Við erum sannfærð um að
þarna er efniviður í spennandi,
magnaða og skemmtilega leiksýn-
ingu,“ segir Magnús Geir Þórð-
arson, leikhússtjóri Borgarleik-
hússins.
Leikhús Andri Snær er höfundur
Draumalandsins og Bláa hnattarins.
Tímakistan
á Stóra sviði
Á tíma sem venjulega er sá róleg-
asti í Laugardalnum undirbúa
starfsmenn völlinn af kostgæfni
og er í mörg horn að líta.
Jóhann Kristinsson vallarstjóri
segir að þeir eigi góða að og nefn-
ir starfsmenn golfvalla og ann-
arra knattspyrnuvalla. „Það eru
margir tilbúnir að hjálpa okkur og
upplifa þetta ævintýri,“ segir Jó-
hann.
Tilbúnir að hjálpa
og upplifa ævintýrið
VENJULEGA RÓLEGASTI TÍMINN
Jóhann Kristinsson