Morgunblaðið - 07.11.2013, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013
Allir velkomnir
14/11/2013
Skráning á imark.is
Hittumst áHilton Reykjavík Nordica
fimmtudaginn 14. nóvember klukkan 12
Hver verðurmeistari
markaðsmálanna?
H
ví
ta
hú
si
ð
/S
ÍA
–
13
-2
73
4
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Akureyrskir skíðamenn hófu æfing-
ar í brekkunum á þriðjudaginn og
glöddust mjög. Töluvert hafði snjóað
í fjallinu og snjóbyssurnar að auki
bætt miklu við. Gott samstarf guðs og
manna …
Göngubrautin í Hlíðarfjalli hef-
ur verið opin í töluverðan tíma þannig
að göngumenn hafa æft við góðar að-
stæður undanfarið. Skíðasvæðið
verður opnað almenningi í síðasta
lagi um næstu mánaðamót, en von-
andi fyrr.
Sala vetrarkorta á skíðasvæðið er
hafin á Akureyri Backpackers í mið-
bænum. Í vetur verður hægt að nota
kortið tvisvar á hverju hinna skíða-
svæðanna á Norðurlandi og eins oft
og hver vill í vinabæ Akureyrar, Den-
ver í Colorado-ríki í Vesturheimi!
Tólf skemmtiferðaskip koma
væntanlega við í Grímsey næsta sum-
ar, en farþegum fjögurra gafst kostur
á að fara í land í eynni í fyrrasumar.
Staldrað er við í nokkra klukkutíma
og eflaust margir sem hafa áhuga á
að taka mynd af sér við heimskauts-
bauginn.
Í innsta hluta sveitarfélagsins,
Akureyri, koma þúsundir ferðalanga
með skipum að vanda í sumar; alls
tæplega 83 þúsund manns um borð í
43 skipum. Sum þeirra kom oftar en
einu sinni og heimsóknirnar alls 79.
Auk farþega verða um 30 þúsund
starfsmenn um borð.
Ástæða er til að vekja athygli á
fallegri sýningu myndlistarmann-
anna Rannveigar Helgadóttur og
Guðbjargar Ringsted sem opnuð var í
Ketilhúsinu um síðustu helgi. Sýn-
ingin stendur til 8. desember.
Elvý G. Hreinsdóttir söngkona og
Eyþór Ingi Jónsson organisti halda
forvitnilega samkomu í Hofi kl. 20.30
í kvöld; Kvæðin um fuglana, þar sem
þau flytja hugljúfa tónlist sem fjallar
á einn eða annan hátt um þau fallegu
dýr, segja frá fuglum og sýna fjölda
ljósmynda sem þau hafa tekið af
norðlenskum fuglum.
Komin er út ævisaga Helenu M.
Eyjólfsdóttur söngkonu á Akureyri,
Gullin ský, skráð af Óskari Þór Hall-
dórssyni blaðamanni. Hólar gefa út.
Í tilefni af útkomu bókarinnar
hélt Helena tvenna vel heppnaða tón-
leika á Græna hattinum fyrir
skömmu og á laugardaginn blæs hún
til tónleika í Súlnasal Hótel Sögu í
Reykjavík ásamt ýmsum gömlum
samherjum í bransanum. Kannski
þau Helena taki Hoppsa bomm sem
stundum er kallað Á skíðum skemmti
ég mér, í tilefni snjókomunnar í Hlíð-
arfjalli …
Að loknum tónleikunum á Sögu
verður slegið upp balli þar sem stefnt
er að því að galdra fram gömlu, góðu
Sjallastemninguna.
Hestamannafélagið Léttir á
Akureyri hélt um síðustu helgi upp á
85 ára afmælið með veislum í reiðhöll
félagsins og myndasýningu. Þá sýndi
sigursælasti Léttismaðurinn, Baldvin
Ari Guðlaugsson, verðlaunagripasafn
sitt. Hann hefur keppt í 30 ár, á hátt í
400 bikara og verðlaunapeningarnir
eru óteljandi.
Rokkað verður á Græna hattinum
um helgina. Tónleikar til heiðurs
Black Sabbath verða annað kvöld en
á laugardag troða Dúndurfréttir upp
og flytja lög með m.a. Pink Floyd,
Deep Purple, Led Zeppelin og Uriah
Heep.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Afmæli Sigfús Ólafur Helgason, formaður afmælisnefndar Léttis, knapinn knái Baldvin Ari Guðlaugsson, sem sýndi
verðlaunagripasafn sitt á afmælishátíðinni, og Andrea Margrét Þorvaldsdóttir, formaður Léttis.
Á skíðum skemmti ég mér
Ljósmynd/Karl Frímannsson
Gleðistund! Alpagreinamenn á fyrstu æfingunni í Hlíðarfjalli á þriðjudag.
Atkvæðagreiðsla um fegursta orð
tungumálsins stendur nú sem
hæst á vefnum fegurstaordid.hi.is
og verður hægt að kjósa til 11.
nóvember. Almenningur getur val-
ið á milli 30 orða.
Í tilkynningu frá Háskóla Ís-
lands kemur fram að við leit hug-
vísindasviðs að fegursta orðinu
hafi borist 8.500 tillögur um feg-
ursta orðið. Starfshópur hefur til-
nefnt 30 orð og byggir valið í senn
á orðunum sjálfum og þeim ástæð-
um sem gefnar voru fyrir valinu.
Þátttakendum er skipt í þrjá
aldurshópa: þá sem fæddir eru
eftir ársbyrjun 1998, þá sem
fæddir eru á árabilinu 1988 til
1997 og þá sem verða 26 ára eða
eldri á árinu 2013. Hægt verður
að kjósa eitt orð í hverjum aldurs-
flokki.
Niðurstaða kosningarinnar
verður kynnt 12. nóvember. Veitt-
ar verða viðurkenningar fyrir þær
tillögur sem njóta mestra vin-
sælda almennings, segir í tilkynn-
ingu.
Geta valið á milli
30 fallegra orða