Morgunblaðið - 07.11.2013, Síða 15

Morgunblaðið - 07.11.2013, Síða 15
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við þurfum að koma á vefþjón- ustu á milli WorldFengs og hinna opinberu miðlægu gagnagrunna sem aðildarríki Evrópusambands- ins þurfa að koma sér upp vegna breytinga á reglum um skyldumerkingar á hrossum og hestavegabréf. Þetta er komið í Danmörku og þar er World- Fengur sá mið- lægi grunnur eða ættbók fyrir íslenska hesta sem þarlend yf- irvöld viðurkenna,“ segir Jón Baldur Lorange, sviðsstjóri tölvu- deildar Bændasamtaka Íslands og verkefnisstjóri WorldFengs sem íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt sem hina opinberu upprunaættbók íslenska hestsins. Skrásetjarar WorldFengs frá tólf Evrópulöndum sem eru aðilar að FEIF, alþjóðasamtökum um íslenska hestinn, komu á fjórðu alþjóðaráð- stefnu WorldFengs í Malmö í Svíþjóð á dögunum. Jón Baldur segir að tilgang- urinn hafi ver- ið að sam- ræma vinnubrögð skrásetjara ættbóka og fara yfir reglur Evr- ópusambandsins um skráningu ættbóka og útfærslu þeirra í aðild- arríkjum sambandsins. Þá sé verkefnið að tryggja að World- Fengur uppfylli sameiginlegar reglur um rekjanleika og færslu ættbóka. ESB er að herða reglur sínar, meðal annars vegna hrossakjöts- hneykslisins þar sem hrossakjöt rataði inn í ýmsa óskylda kjötrétti. ESB gerir nú kröfur um að hvert að- ildarríki komi sér upp miðlægum gagnagrunni um öll hross þannig að hægt sé að rekja feril hvers hests frá fæðingu til sláturhúss – eða graf- ar. Mismunandi kröfur Jón Baldur bendir á að þessi skráning fyrir íslensk hross fari fram í WorldFeng og hann þjóni stjórnvöldum í þeim löndum sem vilja nýta hann. Hægt sé að tengja hann við heilsukort hestsins þar sem fram koma sjúdómar og lyfja- gjöf og gefa út samræmt ESB- hestavegabréf í WorldFeng sem uppfyllir kröfur ESB. Það sé gert hér á landi í samvinnu við Mat- vælastofnun og viðurkennt af stjórnvöldum annarra ríkja. Nú sé verið að bæta gagnateng- ingar við opinbera gagnagrunna í öðrum löndum og tryggja að út- gáfa opinberra hestavegabréfa sé í samræmi við hertar reglur. Nefnir Jón Baldur í þessu sambandi að sjálfstæðar ættbækur með ólíkum eiginleikum séu í sambandslöndum Þýskalands og það geri verkefnið flóknara. Samstarf sé við ætt- bækur nokkurra sambandslanda, til dæmis Bæjaralands, en nokkuð sé í land með að öll íslensk hross séu skráð í upprunaættbókina í Þýskalandi. Þangað komast aðeins hreinræktuð hross sem hægt er að rekja til Íslands. Staðan er mun betri í öðrum löndum, svo sem í Danmörku, Sví- þjóð, Noregi, Sviss, Bretlandi, Hollandi og Frakklandi en þar eiga öll lifandi íslensk hross að vera skráð í upprunaættbókina. Morgunblaðið/Eggert Gagnagrunnur allra hrossa  Unnið að aðlögun WorldFengs að nýjum reglum ESB um skyldumerkingar hrossa og hestavega- bréf  Upprunaættbók íslenska hestsins vill fá alla hreinræktaða íslenska hesta skráða á vefinn Upprunaættbók » Nú eru 261.018 lifandi hross skráð í WorldFeng. 42% þeirra eru á Íslandi, 15% í Þýskalandi, 14% í Danmörku og 11% í Sví- þjóð. Hlutur Þjóðverja hefur aukist á kostnað Íslendinga síðustu ár enda átak verið gert í Þýskalandi til að skrá hross. » Notendum WorldFengs sem eru félagar í Íslandshesta- félögum í Evrópu og hesta- mannafélögum á Íslandi hefur fjölgað ört. Þeir eru nú tæp- lega 16 þúsund, 3 þúsundum fleiri en fyrir ári. » Í fyrsta skipti nota fleiri Þjóðverjar WorldFeng en Ís- lendingar. 3.872 Þjóðverjar eru virkir notendur, 3.639 Íslend- ingar, 2.855 Svíar og 2.250 Danir. Jón Baldur Lorange Stóðréttir Enn vantar töluvert á að öll hreinræktuð íslensk hross í Þýskalandi séu skráð í upp- runaættbók en þeim fjölgar hægt og bítandi. Norðurlandaþjóðirnar skrá öll sín hross í WorldFeng. FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is Ryðfrítt vinnsluborð og bandsagarblað• Vinnsluhæð 240 mm• Vinnslubreidd 250 mm• Færanlegt vinnsluborð 470x600 mm• Hakkavél• Mótor 550 wött• Hæð 1470 mm• Þyngd 58 kg.• Tilboðsverð kr. 79.000.- Þessi frábæra kjötsög með hakkavél frá Dinamix er komin aftur Velkomin á í hjarta Reykjavíkur STÓRGLÆSILEGT JÓLAHLAÐBORÐ Kr. 8.900 Einstaklega glæsilegt og býður upp á „allt sem hugurinn girnist“! kemur þér í jólaskapið EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON Borðapantanir í 551 7759 Missið ekki af einstakri upplifun og pantið borð í tíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.