Morgunblaðið - 07.11.2013, Side 17

Morgunblaðið - 07.11.2013, Side 17
SCHEPPACH FÖNDURVÉLARNAR FÁST Í BRYNJU Slípivél osm 100 Kr. 42.500 Slípivél bts 800 Kr. 38.600 Tifsög deco-flex Kr. 43.600 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 Eric hefur lengi starfað við fjármálaráðgjöf. Hann útskrifaðist sem endurskoðandi 1975 og starfaði sem slíkur áður en hann varð borg- arfulltrúi í Winnipeg og síðar ráðherra. Sem fjár- málaráðherra á tíunda áratugnum varð hann fyrstur fjármálaráðherra í Manitoba í yfir 20 ár til að skila hagnaði í rekstri fylkisins og gerði það fimm ár í röð. SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kristjan Stefanson, hæstaréttardómari í Winni- peg í Kanada, verður heiðraður fyrir mikilvægt starf í þágu vestur-íslenska samfélagsins og sam- skipti þess við Ísland á sérstökum hátíð- arkvöldverði á Gimli í Manitoba laugardaginn 15. febrúar 2014. Félag löggiltra endurskoðenda í Manitoba stendur hins vegar fyrir heið- urskvölverðarboði í Winnipeg í kvöld og afhendir þá Eric, bróður Kristjans og fyrrver- andi ráðherra, heiðurverðlaun félagsins fyrir árið 2013 fyrir störf hans á vettvangi op- inberra fjármála. Stjórn Íslendingadagsnefnd- arinnar á Gimli ákvað nýlega að heiðra þann ein- stakling, sem hefði unnið hvað best í því að við- halda íslenskri menningararfleifð í Vesturheimi og tengslunum við Ísland. Janice Arnason, for- maður nefndarinnar, segir að athugun í vestur- íslenska samfélaginu hafi leitt í ljós að Kristjan Stefanson væri mikilvægasti hlekkurinn í þessu sambandi og verður hann verðlaunaður í sérstöku kvöldverðarboði sem haldið verður honum til heiðurs. Kristjan hefur meðal annars séð um sér- staka gesti á hátíðinni á Gimli í meira en ald- arfjórðung. Þar hafa íslenskir ráðamenn verið í miklum meirihluta. Auk þess hefur hann, ásamt Eric, bróður sínum, unnið markvisst að því að efla tengslin við Ísland og hefur í því sambandi komið um 50 sinnum til landsins og nær alltaf með Eric. Bræður heiðraðir í Vesturheimi  Kristjan Stefanson og Eric Stefanson verðlaunaðir í Manitoba í Kanada  Eric heiðraður fyrir ævistarfið og Kristjan fyrir eflingu tengsla við Ísland Morgunblaðið/Árni Sæberg Samskipti Kristjan Stefanson hefur komið um 50 sinnum til Íslands, meðal annars með yngri frænd- um sínum, sem hafa tekið hér þátt í alþjóðlegu íshokkímóti í október undanfarin þrjú ár. Eric Stefanson Græðikremið og tinktúran Rauðsmári og gulmaðra hafa gefist afar vel við sóríasis, exemi og þurrki í húð Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Sóríasis og exem Græðikremið frá Önnu Rósu hefurvirkað mjög vel á sóríasis hjá mér. Éghef líka tekið inn tinktúruna rauðsmára og gulmöðru í fjóra mánuði og er orðinn mjög góður í húðinni þrátt fyrir töluverða streitu og vinnuálag. – Kristleifur Daðason www.annarosa.is Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ákveðið var í atvinnuveganefnd Al- þingis að flýta innleiðingu Evróputil- skipunar um endurnýjanlega orku- gjafa til næstu áramóta í stað þess að til hennar kæmi árið 2015. Lög sem sett voru í vor með vísan í tilskipun ESB frá árinu 2009 segja til um að 3,5% eldsneyt- is til samgangna verði endurnýj- anleg á næsta ári. Hlutfallið verði svo 5% árið 2015 og 10% árið 2020. Samkvæmt upplýsingum úr at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- inu stóð upphaflega til að olíufélög sem aðrir myndu fá tvö ár til þess innleiða breytingarnar. „Eftir að at- vinnuveganefnd Alþingis hafði tekið málið til meðferðar og rætt við alla hagsmunaaðila var það ákveðið að flýta innleiðingunni um ár,“ segir Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi hjá atvinnuvega og nýsköpunarráðu- neytinu. Hann segir ástæðu þess að ákveðið var að flýta innleiðingunni hafa verið þá að ekki hafi þótt neitt að vanbúnaði að hefja breytingarn- ar. Tillögur um að flýta innleiðing- unni hafi notið stuðnings allra flokka í nefndinni. Samkvæmt tilskipuninni er markmiðið að hlutdeild endurnýj- anlegrar orku á meðal ESB þjóða verði almennt 20%. Að sögn Þóris hafi hins vegar falist í tilskipuninni að hver þjóð þyrfti að leggja sitt af mörkum svo markmiðið næðist. Þannig hafi Íslendingar þurft að uppfylla skilyrði um 72% endurnýj- anlegrar orku en hlutur Íslands nú er 75%. Ísland þarf síðan að uppfylla síðara markmiðið um 10% hlut end- urnýjanlegrar orku til samgangna fyrir árið 2020, en þar er Ísland með um 0,8% á meðan Evrópuríki eru að meðaltali með um 5%. Að sögn Þóris hafa farið fram fundir á milli fulltrúa ónefnds olíufé- lags og ráðherra þar sem fyrirtækið lagði til að innleiðingu tilskipunar- innar myndi verða frestað um eitt ár. Segir hann málið til skoðunar og að ljóst sé að ákvörðunin þurfi að liggja fyrir innan skamms tíma. Alþingismenn flýttu innleiðingu  Olíufélag bað um frest hjá ráðherra Bensín Eldsneyti verður blandað með endurnýjanlegum orkugjöfum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú yfirheyrt um 70 manns sem grunaðir eru um að hafa keypt vændi af tæplega fertugri lettn- eskri konu í sumar. Talið er að hún hafi haft um 80 til 90 við- skiptavini og á lögregla því eftir að ræða við nokkra. Ekki er talið að ákæra í málinu verði gefin út fyrr en á næsta ári. Konan og íslenskur karlmaður sem grunaður er um að hafa haft tekjur af vændi hennar voru hand- tekin í lok ágúst. Grunur leikur á að konan hafi komið hingað til lands um 30 sinn- um síðastliðin fimm ár til að stunda vændi. Lögregla hafði fylgst með henni um skeið, meðal annars vegna gruns um að hún stæði að flutningi ungra kvenna til landsins vegna vændisstarfsemi. Að sögn lögreglu á Suðurnesjum hefur þó ekkert komið upp við rannsókn málsins sem bendir til að um mansal hafi verið að ræða. Búist við ákærum á næsta ári  70 yfirheyrðir vegna vændismáls

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.