Morgunblaðið - 07.11.2013, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013
Burstað, lakkað, olíuborið, handheflað, reykt,
fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket?
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Dalvegi 10-14 • Kópavogi
Plankaparket
í miklu úrvali
SGEG að 100. nýja borholan eftir
heitu vatni var boruð í Hebei-
héraði. Alls er SGEG nú með 100
nýjar hitaveituholur á fullum af-
köstum, sem kemur sér vel fyrir
komandi vetrarkulda í Kína.
Samanlagt er félagið nú með 81
hitaveitu starfandi í Kína en ný-
verið bættust við 17 slíkar í He-
bei- og Shandong-héraði sem hita
alls 5 milljónir fermetra íbúðar-
húsnæðis. Samanlagt hita veit-
urnar upp 15 milljónir fermetra af
húsnæði. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Orka Energy eru
áform um að auka umfangið í
30 milljónir fermetra árið 2015
og 100 milljónir árið 2020.
Dótturfélag Orka Energy á
nú í viðræðum við kínversk
stjórnvöld um að hitaveitu-
væða fleiri borgir í
Kína, þar sem
byggt er á
nýrri tækni
við að nýta
jarðvarmann. Undirskrift samn-
inga er fyrirhuguð hér á landi,
eins og kom fram í máli sendi-
herra Kína á Íslandi í Morg-
unblaðinu nýverið, í tengslum við
heimsókn varaforsætisráðherra
Kína til landsins.
Um 320 manns starfa hjá SGEG
í Kína, þar af nokkrir íslenskir
verkfræðingar, og að sögn Eiríks
gæti þurfti að fjölga fólki miðað
við verkefnin framundan.
Heitt vatn í stað kola
Áhugi kínverskra stjórnvalda á
nýtingu jarðvarmans hefur aukist
verulega á seinni árum en gríð-
arleg mengun frá kolaorkuverum
hefur verið mikið vandamál. Unnið
er markvisst að lokun slíkra orku-
vera samfara hitaveituvæðingu og
hefur tekist að minnka útblástur
mengandi efna. Miklar hitasveiflur
eru á milli árstíða í þessum hér-
uðum í Kína og veturnir mun
kaldari en t.d. Íslendingar eiga að
venjast. Af þeim sökum hefur
hitaveitu frá umhverfisvænni, end-
urnýjanlegri orku verið tekið
fagnandi. Að auki er kaupmáttur
fólks að aukast í Kína, sem gerir
landið að spennandi markaði í
orkugeiranum og á öðrum sviðum
viðskipta.
Íslensk orkuvæðing í Asíu
Orka Energy eykur verkefni sín í Kína og á Filippseyjum Fleiri kínverskar borgir hitaveitu-
væddar Boranir í gangi vegna 50 MW jarðvarmavirkjunar Skapar fjölda starfa fyrir Íslendinga
Filipseyjar Starfsmenn Jarðborana og Orku Energy við boranir á eyjunni Biliran á Filippseyjum. Unnið er á vökt-
um allan sólarhringinn. Framkvæmdir hófust fyrr á þessu ári vegna 50 MW jarðvarmavirkjunar á eyjunni.
Kína Stjórnstöð nýrrar hitaveitu í Shaanxi-héraði í Kína. Dótturfélag Orka
Energy, Sinopec Green Energy Geothermal, rekur yfir 80 hitaveitur í Kína.
Orka Energy er íslenskt félag
með skrifstofur í Peking, Singa-
pore og Manila á Filippseyjum,
auk Reykjavíkur. Stjórn-
arformaður er Haukur Harð-
arson. Starfsmenn unnu margir
hverjir áður hjá Orkuveitu
Reykjavíkur og búa því yfir mik-
illi reynslu og þekkingu við nýt-
ingu jarðhita. Þannig starfaði
Eiríkur Bragason, forstjóri fyr-
irtækisins, áður hjá Orkuveit-
unni sem staðarverk-
fræðingur og
verkefnisstjóri Hellis-
heiðarvirkjunar. Sam-
starfsfyrirtæki Orka
Energy í Kína eru ÍSOR
og Verkís en Mannvit
og Reykjavik Geother-
mal hafa verið til að-
stoðar á Filipps-
eyjum, auk
Jarðborana.
Margir áður
hjá OR
ORKA ENERGY
Eiríkur Bragason
Jarðvarmavirkjun
á Filippseyjum
FILIPPSEYJAR
Malasía Kort: Google
Caibiran, Biliran
FILIPPSEYJAR
Manila
Hitaveituvæðing
í Kína
KÍNA
Kort: Google
Xianyang
Peking
Shaanxi-
hérað
Baoding
Shandong-
hérað
Hebei-hérað
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Íslenska orkufyrirtækið Orka
Energy hefur nýlega gengið frá
samningum um áframhaldandi
verkefni við jarðvarmavirkjun á
Filippseyjum og lagningu hita-
veitu í Kína. Um stór verkefni er
að ræða sem skapa fjölda starfa
fyrir íslenska verkfræðinga og
jarðfræðinga á næstu árum.
Unnið er að byggingu 50 MW
jarðvarmavirkjunar á eyjunni Bil-
iran á Filippseyjum. Undirbún-
ingsframkvæmdir hófust þar í jan-
úar á þessu ári, eins og jarðvinna,
gerð vinnusvæðis, brúar- og vega-
gerð, hafnarframkvæmdir og
bygging dælustöðva. Boranir hóf-
ust af fullum krafti í október en
starfsmenn Jarðborana sjá um
þær. Þeir komu sér fyrir á svæð-
inu í ágúst sl. og núna er unnið á
sólarhringsvöktum.
Orka Energy á jafnframt í við-
ræðum við yfirvöld á Biliran um
byggingu stöðvarhúss virkjunar-
innar, sem ætlað er að taka í
gagnið í ársbyrjun 2016. Fyr-
irtækið hefur að auki styrkt ýmis
samfélagsverkefni á eyjunni, eins
og vatnsbrunna og fleira.
Um 200 manns starfa á Filipps-
eyjum á vegum Orka Energy og
hér á landi vinna hátt í 30 verk-
fræðingar og jarðfræðingar við
verkefnið.
Eiríkur Bragason, forstjóri
Orka Energy, segir Filippseyjar
vera eitt mesta jarðhitasvæði í
heimi og þar séu miklir mögu-
leikar ónýttir í beislun jarðhitans.
Eyjan Biliran er á mjög virku
svæði en á næstu eyju eru virkj-
anir sem framleiða alls um 700
MW. Eiríkur segir verkefnið á
Filippseyjum ganga mjög vel og
samkvæmt áætlunum.
Með kínverskum orkurisa
Orka Energy rekur hitaveitu í
héruðunum Hebei, Shandong og
Shaanxi í Kína. Upphaflega var
verkefnið leitt af Orkuveitu
Reykjavíkur, síðan af félaginu
Enex Kína en Orka Energy keypti
það árið 2011. Á fyrirtækið nú
helmingshlut í félaginu Sinopec
Green Energy Geothermal Deve-
lopment, SGEG, á móti kínverska
orkurisanum Sinopec, sem er
fjórða stærsta fyrirtæki heims.
Nýlega urðu þau tímamót hjá
Hæstiréttur hefur staðfest áfram-
haldandi gæsluvarðhald yfir Davíð
Frey Magnússyni sem ásamt fleir-
um hefur verið ákærður fyrir frels-
issviptingu og stórfelldar líkams-
árásir. Meðal annars var
fórnarlambið afklætt, sett í svartan
ruslapoka, keflað og bundið við
staur í kjallara húss. Að svo búnu
yfirgáfu árásarmenn það. Málið á
hendur Davíð, Stefáni Loga Sívars-
syni, Stefáni Blackburn, Hinriki
Geir Helgasyni og Gísla Þór Gunn-
arssyni var þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur 15. október og neituðu
allir sök. Fyrirtaka er í málinu í
dag. Í niðurstöðu héraðsdóms seg-
ir: „Ákærði er undir sterkum grun
um að hafa framið þau brot sem
honum eru gefin að sök og geta þau
varðað meira en 10 ára fangelsi. Er
því fullnægt skilyrði 2. mgr. 95. gr.
laga nr. 88/2008 um alvarleika
brots. Að auki eru brotin þess eðlis
að fallast verður á það með ríkis-
saksóknara að það kunni að særa
réttarvitund almennings fái ákærði
að vera frjáls ferða sinna.“
Fórnarlambið af-
klætt og sett í poka