Morgunblaðið - 07.11.2013, Síða 21

Morgunblaðið - 07.11.2013, Síða 21
Eyrarbakki er hluti sveitarfélagsins Árborgar og þar hefur verið verslunarstaður frá fornu fari. Þarna var lengst af verslunarstaður og útgerðarstöð, en á síðari árum hefur atvinna þorpsbúa aðallega tengst þjónustu og iðnaði. Þarna búa um 530 manns. Húsið á Eyrarbakka er eitt elsta hús landsins Að því verkefni unnu bræðurnir á árunum 1993 til 1995. Húsið, sem kom tilhöggvið til landsins árið 1765, var íbúðarhús dönsku kaup- mannanna á staðnum en var síðar íbúðarhús um árabil. „Húsið er staðarprýði. Í starfi okkar njótum við líka nábýlisins við byggðasafnið. Getum leitað til safnstjórans, Lýðs Pálssonar, en í ranni hans eru til þúsundir mynda af gömlum húsum. Þær eru mik- ilvægar heimildir því við end- urbyggingu er markmiðið alltaf að færa hlutina að nýju í upprunalegt horf,“ segir Gísli. Viðhalda gömlu þorpsmyndinni Eyrarbakki og mannlífið þar hefur breyst mikið á undanförnum árum. Áður var þorpið verslunar- og útgerðarstaður en nú hefur sú starfsemi að mestu lagst af. Í dag er ferðaþjónusta snar þáttur í at- vinnulífi staðarins og í gömlum húsum eru veitingastaðir, gisting og fleira slíkt. „Við Eyrbekkingar höfum borið gæfu til að viðhalda gömlu þorpsmyndinni hér. Hér í þorpinu er heilleg götumynd, lík því sem var í byrjun 20. aldarinnar. Þetta skapar staðnum sérstöðu og að- dráttarafl og það er segin saga að þegar gömul hús bjóðast eru þau seld innan skamms og yfirleitt er hafist handa um endurbætur strax í kjölfarið,“ segir Gísli Ragnar Kristjánsson, smiður á Eyr- arbakka, að síðustu. Húsið Hér er Byggðasafn Árnesinga í húsi frá 1765. Bráðræði Húsið er við Túngötu og var byggt árið 1909. Ísaksbær Hrörlegt hús sem stendur til að gera upp. Suðurgata Aldargamalt hús þar sem er gistiþjónusta. Hallandi Húsið er í Skúmsstaðahverfinu, vestast í þorpinu á Eyrarbakka. Það var endurgert um 1990 og þar býr Guðmundur Kristjánsson í dag. sem heitir kallabækur,“ segir Rannveig Anna. Safnkosturinn kemur víða að, flest hefur fengist gefins úr einkasöfnum og frá bókaútgef- endum og telur safnið nú yfir 1.400 bækur, auk fjölmargra blaða og tímarita. Á safninu kennir ýmissa grasa; þar eru ljóðabækur, skáldsögur, barna- bækur, ýmsar handbækur og fræðibækur. Er munur á skrifum karla og kvenna? „Já, ég verð að segja það. Kannski sérstaklega hérna áður fyrr. T.d. er allt annað að lesa bækurnar eftir Guðrúnu frá Lundi heldur en bækur karlanna sem voru að skrifa á sama tíma. Í þessu sambandi þarf að hafa í huga að konur höfðu al- mennt ekki sama svigrúm til að helga sig ritstörfum og karlar, þær voru t.d. mikið að skrifa á nóttunni, sem var kannski eini tíminn sem þær höfðu til þess. Nema reyndar Torfhildur Hólm, hún er fyrsta íslenska konan sem vitað er til að hafi haft ritstörf að ævistarfi.“ Ekkert safn skáldkonu Rannveig Anna segir skjóta skökku við að ekkert safn á Ís- landi sé tileinkað skáldkonu, en þó nokkur fjöldi safna sé um karlkyns rithöfunda. Safn um hvaða skáldkonu myndir þú helst vilja sjá? „Þessu get ég ekki svarað, ég gæti aldrei gert upp á milli þeirra.“ Rannveig Anna segir að á safnið hafi komið nokkuð af er- lendum ferðamönnum sem sæki Eyrarbakka heim eftir að hafa lesið bækur Kristínar Marju Baldursdóttur um listakonuna Karítas. „Þetta er algerlega óplægður akur í móttöku ferðamanna og ekki gengur þetta á nátt- úruperlur landsins.“ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 Fyrir skemmstu kom út bókin Saga bátanna – Vélbátar smíð- aðir eða gerðir út frá Eyr- arbakka. Bókin er eftir Vigfús Markússon skipstjóra sem þar birtir upplýsingar og myndir um hvern einasta vélbát sem gerður var út frá Eyrarbakka, en þar var stunduð vél- bátaútgerð frá því um 1920 fram undir 1970. „Lengi var sjávarútvegur það sem allt snérist um hér. Nú eru breyttir tímar, segir Vigfús sem er fæddur og uppalinn á Eyr- arbakka en býr nú í Hafn- arfirði. Grunnurinn í bókinni góðu er punktar frá Vigfúsi heitnum Jónssyni, sem var oddviti á Eyr- arbakka. Hann var í áratugi forystumaður byggðarlagsins. „Grunnurinn var til staðar, en með því að fara í gamlar skrár, sjómannaalmanakið, leita á vefnum og tala við fólk sem þekkir til var hægt að fylla inn í eyðurnar. Alls eru bátarnir í bókinni um 100. Blómatíminn var um 1970, þá voru Bakkabát- arnir alls ellefu og ársaflinn 4.800 tonn. Meðan á eldgosinu í Vestmannaejum stóð lögðu raunar fjölmargir bátar þaðan hér upp afla sinn og líklega voru umsvifin aldrei meiri en þá,“ segir Vigfús, sem er í áhöfn Grindarvíkurbátsins Tóm- asar Þorvaldssonar GK. Notaði Vigfús gjarnan frívaktina á sjónum til skrifta og heim- ildaöflunar og útkoman er bók- in sem fengið hefur góðar við- tökur og dóma lesenda, jafnt til sjós og lands. sbs@mbl.is Vigfús Markússon sendir frá sér bók Hver einasti bátur frá Bakkanum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjómaður Málverk af Bakkavík ÁR sem fórst við Eyrarbakka 1983 og með honum tveir bræður Vigfúsar Markússonar, sem einn bjargaðist. „Eyrarbakki nýtur vinsælda og gömul hús þar sem ég fæ til sölu eru yfirleitt farin eftir fáeinar vikur. Kaup- endahópurinn er tvískiptur. Annars vegar fólk sem stefn- ir á tvöfalda búsetu, það er að vera í bænum og eiga síð- an afdrep úti á landi og geta stundað vinnu sína þaðan að einhverju leyti. Í annan stað eru þess svo dæmi að fólk kaupir Eyrarbakkahús sem sumardvalarstað,“ segir Þor- steinn Magnússon, lögg. fasteignasali hjá Árborgum á Selfossi. Í dag eru tvö gömul hús á Eyrarbakka á söluskrá. Annað er kjallari, hæð og ris, 125 fermetrar og er verðlagt á 15,9 millj. kr. Hitt er í sama stílnum, er tæplega 200 fermetrar að flatamáli og kostar 24,9 millj. kr. „Hús með sjáv- arlóð eru eftirsóttust, en eru sjaldfengin, en byggingar ofar í þorpinu freista samt sem áður margra. Kominn er tími á viðhald eða endurgerð margra þessara húsa. Fólk þarf því að eiga talsverða peninga í handrað- anum og vera þokkalega laghent þegar keypt er gamalt hús á Bakkanum.“ Sjávarlóðir eftirsóttar ÓDÝR HÚS EN ÞARFNAST VIÐGERÐA  Næst kemur röðin að Stokkseyri á 100 daga hring- ferð Morgunblaðsins. Á morgun Ljósmynd/Vigfús Markússon Myndasmiður Hvert sem siglt er um sjóinn er Vigfús með myndavél- ina í brúnni. Hér er horft til Surtseyjar, sem er 50 ára þessa dagana. Lifandi samfélag í alfaraleið Selfoss Eyrarbakki Stokkseyri www.arborg.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.