Morgunblaðið - 07.11.2013, Síða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA Fífa salernispappírinn er einstaklega mjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega
hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífa í næstu verslun.
WWW.PAPCO.IS
FIÐURMJÚK FÍFA
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þéri i
Alvöru blandarar
fyrir veitingastaðinn
kaffihúsið, ísbúðina
& booztbarinn
Ýmsir ánægðir viðskiptavinir
• World Class & flestir líkamsræktarstaðir íslands
• Kaffi Tár & Te & Kaffi
• Heilsuhúsið & Lifandi Markaður
• Ýmsir veitingastaðir s.s. Vox, Perlan, Ruby Tuesday ofl.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Rússneskri geimflaug með þrem
geimförum verður skotið á loft í
dag og í henni er einnig ólympíu-
kyndill sem á að flytja í Alþjóðlegu
geimstöðina. Kyndillinn verður síð-
an fluttur aftur til jarðar með geim-
flauginni á mánudaginn kemur.
Áður hafði ólympíukyndillinn
meðal annars verið fluttur á
norðurpólinn þar sem hlaupið var
með hann í tilefni af vetrarólympíu-
leikunum í Sochi í Rússlandi á
næsta ári. Kyndillinn verður síðan
notaður til að kveikja ólympíu-
eldinn í Sochi þegar leikarnir verða
settir föstudaginn 7. febrúar.
Tveir rússneskir geimfarar, sem
eru núna í Alþjóðlegu geimstöðinni,
eiga að fara í geimgöngu með
kyndilinn klukkan hálf þrjú eftir
hádegi á laugardaginn kemur. Ann-
ar þeirra, Sergei Rjazanskí, á að
vera með myndavélar til að taka
myndir af hinum geimfaranum,
Oleg Kotov, sem á að halda á kyndl-
inum í geimgöngunni. „Við eigum
síðan að skipta um hlutverk – ef
Oleg leyfir mér að halda á kyndl-
inum,“ hefur fréttaveitan AFP eftir
Rjazanskí.
Þetta er í þriðja skipti sem ól-
ympíukyndill er sendur í geiminn.
Dmitrí Tsjernyshenko, formaður
skipulagsnefndar vetrarólympíu-
leikanna, segir að þetta sé þó í
fyrsta skipti sem farið sé í geim-
göngu með ólympíukyndil. „Geim-
ganga tveggja rússneskra geimfara
með kyndilinn verður merkur at-
burður í sögu ólympíukyndilsins,“
hefur vefurinn space.com eftir
Tsjernyshenko.
Heimildir: Roskosmos, NASA
Kyndillinn verður fluttur í Alþjóðlegu geimstöðina og
farið verður með hann í geimgöngu áður en hann
kemur aftur til jarðar fyrir Vetrarólympíuleikana í Sochi
Ólympíukyndillinn í geiminn
Alþjóðlega
geimstöðin
Soyuz
Baikonur-
geimferðamiðstöðin
Til jarðar: 11. nóv.
Geimfararnir Oleg Kotov
og Sergei Riazanski fara
með kyndilinn í geimgöngu
Kostnaður: Jafnvirði 790 milljóna króna
Kyndillinn fer
65.000 km
og það er lengsta
ferð í sögu hans
Af öryggisástæðum verður eldurinn
skilinn eftir á jörðinni og geymdur
í sérstöku hylki
Geimskot: 7. nóv.
Ólympíukyndillinn
Setningar-
athöfn
leikanna
MOSKVA
7. okt. 2013
UPPHAF
SOCHI
ENDIR
7. febr. 2014
Gerður úr áli
Hæð: 95 cm
Þyngd: 1,8 kg
Norðurpóllinn
19. október
KASAKSTAN
RÚSSLAND
Rússneska fyrirtækið
Kramash hefur smíðað
16.000 kyndla
Ætla að fara í fyrstu geim-
gönguna með ólympíukyndil
Gestir ganga inn í hús sem er á
hvolfi í bænum Trassenheide á
Eystrasaltseyjunni Usedem við
norðausturströnd Þýskalands. Hús-
ið var reist árið 2008 til að laða að
ferðafólk. Pólskir arkitektar,
Klaudiusz Golos og Sebastian Miki-
ciuk, hönnuðu húsið. Það er hluti af
verkefni sem nefnist „Heimurinn á
hvolfi“ og á að gera gestum kleift
að sjá ýmsa hversdagslega hluti frá
óvenjulegum sjónarhornum. Allir
innanstokksmunir í húsinu eru
einnig á hvolfi.
AFP
Ferðafólkinu boðið að
skoða heiminn á hvolfi