Morgunblaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mundu eftirfimmtanóv- ember er við- kvæðið hjá Bret- um, sem hafa haft þann sið að halda upp á að þann dag mistókst Guy Fawkes ásamt fleirum að sprengja upp breska þing- húsið við setningu þingsins 1605 og myrða þannig Jakob fyrsta Englandskonung. Faw- kes og félagar hans voru kaþ- ólikkar sem vildu leggja sitt af mörkum í þeim hörðu trúar- bragðadeilum sem þá skóku Bretland. Fögnuður Bretanna hefur einkum verið fólginn í því að halda flugeldasýningar, brennur og sprengja púð- urkerlingar, nánast eins og til heiðurs þeim ólánsherra- manni Fawkes, sem í dag yrði líklega kallaður hryðjuverka- maður. Tíminn getur víst læknað flest sár, og jafnvel breytt ímynd manna líka. Sprengju- vargurinn er nú flestum gleymdur, en gríma með ásjónu hans hefur nú rutt morðingjanum Che úr vegi sem táknmynd andkapítalism- ans. Er fyrirmyndin sótt í myndasöguna, síðar kvik- mynd, V for Vendetta, sem fjallar um baráttu grímu- manns gegn grimmu yfirvaldi kúgunar, hlerana og misbeit- ingar ríkisvaldsins. Gríman af Guy Fawkes, sem ekki var til fyrr en í myndasögunni, hefur nú verið notuð í mótmælum gegn vísindakirkjunni, sem og í Occupy-mót- mælaöldunni og í óeirðum í Brasilíu og arabaheim- inum. Allsérstakt er því að vita til þess að líkt og með bolina af Che eru þessar tákn- myndir andspyrnu gegn kap- ítalisma, höfundarrétti og hnattvæðingu fjöldafram- leiddar í verksmiðjum vítt og breitt um heiminn, og höfund- arréttarlaun greidd af hverju stykki. Nú fyrir skemmstu var boð- að til „milljón manna grímu- göngu“, sem myndi eiga sér stað fimmta nóvember víðs- vegar um heiminn. Þó að mót- mælt hafi verið í ýmsum stór- borgum verður ekki sagt að mótmælin hafi verið ýkja fjöl- menn, eða vakið athygli heimspressunar svo nokkru nemi, ef frá er talið Guardian. Baráttumaðurinn gegn fá- tækt, Russell Brand millj- arðamæringur, sýndi sig hins vegar. Hann fór mikinn í við- tali um daginn og kallaði eftir algjörri byltingu. Þær lausnir sem hann hafði fram að færa fyrir heiminn eftir byltingu voru þó alls ekki nýjar af nál- inni, heldur af sama meiði og þær sem voru reyndar aust- antjalds með ömurlegum af- leiðingum mestalla 20. öld. Þau samfélög sem þar voru sköpuð, eru raunar þau sam- félög nútímans sem mest svip- ar til söguheimsins sem grím- umaðurinn barðist gegn í myndasögunni. Sprengjuvargar geta líka orðið að táknmyndum, þótt síðar verði} Bolunum varpað fyrir grímur Þjóðverjar eru heimsmeistarar í útflutningi. Und- anfarin sex ár hef- ur viðskipta- afgangur í Þýskalandi verið yfir þeim mörkum, sem Evrópusam- bandið setur aðildarríkjum. Þar er miðað við að viðskipta- afgangur megi ekki fara yfir sex af hundraði landsfram- leiðslu. Á undanförnum dög- um hafa Þjóðverjar mátt hlusta á gagnrýni Evrópu- sambandsins, bandaríska fjármálaráðuneytisins og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, sem segja að Þýskaland sé drag- bítur á bata á evrusvæðinu, ef ekki í efnahagslífi heimsins. Þjóðverjar láta sér fátt um þessa gagnrýni finnast. Þeir geti ekki gert að því að þeir framleiði svo góða vöru að all- ir vilji kaupa hana. Staðan er hins vegar ekki svo ein- föld. Á meðan evr- an er eins og steypuklumpur, sem heldur ríkjum Suður-Evrópu á botninum og kemur í veg fyrir að þau eigi sér viðreisnar von, hagnast Þjóðverjar á sameiginlegu myntinni. Gengi evrunnar er allt of hátt fyrir hin að- þrengdu jaðarríki myntsvæð- isins. Það er hins vegar allt of lágt fyrir Þýskaland og munar þar jafnvel tugum prósenta. Skellinum af efnhagshremm- ingum evrusvæðisins hefur verið skellt á almenning í kreppulöndunum Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal. Þar er samdráttur viðvarandi. Þjóðverjar geta ekki látið eins og það sé þýsku efnahagslífi óviðkomandi. Evran fjötrar Suður- Evrópu en lyftir Þjóðverjum} Deilt á Þjóðverja S tefán Jón Hafstein kom nýlega fram með tillögu um sameiginlegt framboð vinstri flokkanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Guðmundur Stein- grímsson, formaður Bjartrar framtíðar, var skiljanlega fljótur að slá hugmyndina út af borðinu. Björt framtíð þarf ekki á Samfylk- ingunni að halda. Samfylkingin þarf hins veg- ar mjög á liðsmönnum Bjartrar framtíðar að halda. Margir innanbúðar hjá Bjartri framtíð eru einmitt einstaklingar sem lögðu á flótta frá Samfylkingunni, eins og reyndar stór hluti þjóðarinnar. Draumur Samfylkingarinnar um að bera ægishjálm yfir aðra stjórnmálaflokka landsins mun ekki rætast. Helsta von Samfylkingar er því að fara í samkrull með minni flokkum og ná þannig að komast í valdasæti. Skiljanlega er lítill áhugi hjá Bjartri framtíð á því að leiða Samfylkinguna til önd- vegis. Það verður þó ekki horft framhjá því að nær enginn munur er á Samfylkingunni og Bjartri framtíð. Það eina sem skilur að er að liðsmenn Bjartrar framtíðar hafa íklæðst helgislepju og segjast aldrei tala illa um annað fólk. Þeir vilja gefa þá ímynd af sér að þeir séu betri en aðrir stjórnmálamenn. Björt framtíð hyggst bjóða fram í borginni, en enginn veit fyrir hvað sá flokkur mun standa eða hverjir verða þar í forystu. Helst sýnist manni að flokkurinn ætli sér að sigla seglum þöndum á vinsældum Jóns Gnarr. En það verður aldrei til annar Jón Gnarr. Björt framtíð virðist einungis eiga einn for- ystumann og sá er formaður flokksins, Guð- mundur Steingrímsson. Honum hefur hins vegar ekki tekist að skapa sér sérstöðu sem stjórnmálamaður – nema þá helst fyrir um- fangsmikið flokkaflakk. Er einhver sem sér verulegan mun á Guðmundi Steingrímssyni og Degi B. Eggertssyni? Stundum er eins og þeir renni saman í einn mann. Björt framtíð þarf því að finna sér leiðtoga í borginni sem hefur sérstöðu. Sá verður ekki auðfundinn. Hugmynd Stefáns Jóns Hafstein um sam- einingu vinstri flokka lyktar af valdapólitík. En hún er líka örþrifaráð flokks – Samfylking- arinnar – sem er að missa atkvæði yfir til lítilla flokka sem hafa á sér nýjabrum og virka ekki jafn stofnanalegir og gömlu flokkarnir. Tillagan um sameiginlegt framboð vinstri flokkanna felur í sér að þeir flokkar verði að sameinast um að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Er sérstök þörf á því? Ólíkt til dæmis Vinstri grænum er Sjálfstæðisflokkurinn fremur hófsamur flokkur, þægilega borgaralegur og and- vígur rétttrúnaði og pólitískri rétthugsun sem herjað hafa of lengi á vinstri menn. Það er þörf á slíkum flokki og ansi er það furðulegt ef það á að vera forgangsmál hjá Sam- fylkingunni að vinna ekki með hófsömum borgaralegum flokki. En sjálfsagt eru Vinstri grænir fyrir löngu búnir að heilaþvo Samfylkinguna. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Sameining til hvers? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Viðbragðstími lögreglunnar á Vest- fjörðum getur verið allt að einn og hálfur tími í góðri færð en miklu lengri yfir vetrartímann. Svipaða sögu er að segja í flestum lögreglu- embættum á landsbyggðinni, leiðin frá starfsstöð lögreglunnar í um- dæminu og á fjærsta útkallsstað er sjaldan minni en klukkutími í akstri, oftast meira en tvöfalt lengri en það. Á Vestfjörðum eru þrjár starfsstöðvar, á Ísafirði, Hólmavík og Patreksfirði og sinna þær svæði sem er 9.356 ferkílómetrar að stærð. Frá Ísafirði eru 220 km til Hólmavíkur og rúmir 170 til Pat- reksfjarðar, nema þegar ófært er, þá eru hátt í 500 km þar á milli. „Ef senda þyrfti lögregluna í Árneshrepp færi vakthafandi lög- reglumaður á Hólmavík á staðinn og yfir sumartíminn yrðu þeir um einn klukkutíma á leiðinni,“ segir Hlynur Hafberg Snorrason yf- irlögregluþjónn á Vestfjörðum. Fjórtán lögreglumenn ganga vaktir á öllu svæðinu og það er ekki nægj- anlegur fjöldi að sögn Hlyns. Hann er á því að starfsstöðvarnar séu á ákjósanlegum stöðum en nið- urskurðarkröfur undanfarin ár setji embættinu miklar skorður. Lög- reglumönnum hafi ekki bara fækk- að heldur hafi líka þurft að draga úr lengri eftirlitsferðum, því hver ekinn kílómetri er kostnaðarsamur, og það lengi viðbragðstímann. Svelt til sameiningar Theodór Þórðarson er yfirlög- regluþjónn lögreglunnar í Borg- arfirði og Dölum. Þar eru starfs- stöðvarnar tvær, í Borgarnesi þar sem starfa sex lögregluþjónar og í Búðardal þar sem er einn. Um 80 km eru frá Borgarnesi í Búðardal og þá er ekki komið að endamörk- um, en þau eru í Gilsfirði um 40 km norðar. „Þegar kemur upp tilvik er næsti lögreglubíll kallaður út og sá getur verið bíll úr öðru umdæmi. Það hefur gerst að lögreglumað- urinn á Hólmavík hafi komið yfir Gilsfjörðinn til aðstoðar. Eins hafa lögreglumenn í Búðardal farið til Reykhóla ef fjallvegir eru lokaðir,“ segir Theodór. Theodóri líst ekki á frekari niðurskurð eða sameiningu innan lögreglunnar. „Það er verið að svelta þessi embætti til samein- ingar. En vegalengdirnar styttast ekkert við það. Sameining mun að- eins draga enn frekar úr krafti lög- reglunnar. Að sögn embættismanna á sameining alltaf að skila meiri slagkrafti en samt á að fækka og minnka fjármagn, það dregur úr öryggi lögreglu og borgara og þá lengist í aðstoðinni á margan hátt líka.“ Sigurður Brynjólfsson, yfirlög- regluþjónn á Húsavík, tekur í sama streng, sameining embætta skili engu ef lögregluþjónarnir verði áfram jafn fáir. Umdæmi Sigurðar nær frá Víkurskarði og suður undir Vopnafjörð og tekur tæpa þrjá tíma að keyra enda á milli. „Útkallstími hjá okkur er frá einni mínútu og upp í einn og hálfan tíma, við þokkalega venjulegar aðstæður,“ segir Sigurður. Á Húsavík eru sex lög- regluþjónar og einn á Þórshöfn. Sigurður segir það engan veginn ásættanlegt fyrir þetta stóra svæði. „Þetta bitnar á útköllum og íbúun- um, það er ekki hægt að halda uppi þeirri þjónustu á öryggisstigi sem ásættanleg er. Þetta hefur aðallega bitnað á umferðarlöggæslunni, úr henni hefur mikið dregið. Auk þess að á okkar austursvæði er búinn að vera einn maður í töluvert langan tíma, með fjóra þéttbýlisstaði.“ Það stendur þó til bóta því auglýst hef- ur verið eftir öðrum lögregluþjóni til starfa á Þórshöfn. Vegalengdir styttast ekki við sameiningar Viðbragðstími Umdæmi lögreglunnar á landsbyggðinni eru víðfeðm. Morgunblaðið/RAX Íslensk stjórnvöld hafa í gegn- um tíðina horft mikið til Noregs þegar kemur að því að hagræða og spara í lögreglunni. Árið 2007 var lögregluumdæmunum á Íslandi fækkað úr 25 í 15 og var það gert að norskri fyr- irmynd. Lögreglan í Noregi hef- ur hlotið töluverða gagnrýni undanfarið fyrir sein viðbrögð, bæði þegar fjöldamorðin í Útey voru framin og aftur í þessari viku þegar þrjár manneskjur voru myrtar í rútu í Årdal. Styrk- ingin sem átti að koma fram með sameiningu og samdrætti í lögreglunni þar virðist ekki hafa skilað sér nægilega vel. „Við sáum sjálfa okkur ná- kvæmlega í þessu hlutverki,“ segir Sigurður Brynjólfsson, yf- irlögregluþjónn á Húsavík, um langan viðbragðstíma í rútu- morðunum. „Í Noregi voru sam- einingar umdæma og mikil fækkun starfsstöðva lögreglu og þetta er bein afleiðing þess. Norsk yfirvöld eru nú að skoða fyrirkomulag löggæslunnar og íslensk stjórnvöld, sem hafa sótt fyrirmyndir til Noregs, verða að gera það líka.“ Fyrirmyndin sótt til Noregs FYRIRKOMULAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.