Morgunblaðið - 07.11.2013, Side 30

Morgunblaðið - 07.11.2013, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 ✝ Lilja GuðnýHalldórsdóttir fæddist í Reykjavík 6. júní 1943. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 22. október 2013. Foreldrar henn- ar voru Halldór Jónsson frá Nes- kaupstað og Laufey Jónsdóttir frá Vöðlakoti í Flóa. Systkini Guðnýjar eru Jón Ingi, f. 1932, Ingibjörg, f. 1934, Sig- rún, f. 1935, Júlía Ósk, f. 1943 og Erla, f. 1949, d. 2004. Guðný giftist 24. febrúar 1963 Diðriki Óla Hjörleifssyni, f. 28. júlí 1942, foreldrar hans voru Stefán Hjörleifur Diðriks- son frá Vatnsholti í Grímsnesi og Guðbjörg Bjarnadóttir úr Reykjavík. Börn Guðnýjar og Diðriks eru: 1) Ómar, f. 1962, eiginkona hans er Guðrún Elín Svansdóttir, þau eiga Lilju Mar- gréti, f. 2000, börn er þau áttu fyrir eru: Íris, f. 1981, dætur hennar eru Fey og Myst Eva. Kristbjörg Arna, f. 1990, dóttir hennar er Stefanía Lind og Svanur, f. 1992. 2) Guðný Ósk, f. 1964, eiginmaður hennar er Elvar Steinn Þorkelsson, börn þeirra eru: Arnór Bragi, f. 1993, Anna Guðný, f. 1995 og Birta María, f. 1996. Börn er þau áttu fyrir eru: Daníel Ingi, f. 1984, Elísabet Ósk, f. 1987, Bára Björk, f. 1979, dóttir hennar er Eva Björk. 3) Dagný, f. 1966, eiginmaður hennar er Geir Ólafsson, synir þeirra eru Grím- ur Óli, f. 1995 og Dagur Lár, f. 2001. Útför Guðnýjar fór fram frá Breiðholtskirkju 28. október 2013. Mig fæddir og klæddir og færðir mér heilmikið vit, Því við mig þú ræddir þó makalaust væri þitt strit. Þú kenndir mér muninn á réttu og röngu í „denn“ og heilræðum þínum ég held að fylgi ég enn. Mamma, mamma, ég þakka þér, mamma mín, allt sem að þú hefur gert. Þú vafðir mig kærleik og kenndir mér þannig um ást, um vonina, lífið og það sem að við er að fást. Ég aldrei fæ þakkað þér nóg fyrir þrekvirki þín, en veit fyrir víst að þú ávallt ert fyrir- mynd mín. Mamma, mamma, ég þakka þér, mamma mín, allt sem að þú hefur gert. (Ómar Diðriksson) Takk fyrir allt og allt, elsku mamma. Ómar, Guðný Ósk og Dagný. Við kynntumst henni Guð- nýju og Diðriki, manninum hennar, gegnum systur hennar, Ósk, og Björn Úlfar mann henn- ar, vina- og samstarfsfólk okkar um áraraðir. Fyrst í ferðalögum um Ísland og reyndar Noreg einnig, svo í sameiginlegu áhugamáli okkar allra, byggingu sumarbústaða í landi Trönu í Borgarfirði. Þar voru þau Guðný og Diddi landnemarnir og við hin komum í kjölfarið ásamt fleirum. Þarna skapaðist lítið og samhent samfélag þar sem hver aðstoðaði annan við byggingar, ræktun og ýmsar sameiginlegar þarfir eins og vatnslögn, vegabætur eða snjó- mokstur að ekki sé minnst á björgun á bílum úr ánni. Þar voru þau hjón ævinlega fyrst til. Diddi í forystu, enda ævinlega kallaður hreppstjórinn þegar mikið lá við, Guðný hæglátari, gat verið ákveðin en alltaf hlý og boðin og búin til góðra verka og aðstoðar. Féll aldrei verk úr hendi. Sandhóllinn þar sem hús- ið reis greri upp, litlir græðling- ar urðu að trjám og veittu blóm- unum hennar skjól. Landið skipti um ham. Allt í röð og reglu og sérlega snyrtilegt. Svo settist Guðný við handavinnuna á kvöldin og bjó til listaverk með prjónunum. Þetta samfélag í Höfðanum var gott og minnisstætt þar sem gleðin ríkti. Glaðværðin var ein- mitt eitt af einkennum Guðnýj- ar. Hláturinn innilegur og kom beint frá hjartanu. Falslaus. Þau hjónin alltaf samtaka í gestrisni og hlýju viðmóti við hvern sem var. Við hjónin þökk- um Guðnýju fyrir að fá að kynn- ast henni, ferðast og vera með henni öll þessi ár sem þó urðu færri en skyldi. En allt hefur sinn afmarkaða tíma og minning hennar lifir hjá okkur. Kæri Diddi, börn, tengdabörn og barnabörn, okkar innilegustu samúðarkveðjur, ræktið minn- ingarnar og njótið þeirra þrátt fyrir sorgina og söknuðinn. Auður og Haraldur. Væna konu, hver hlýtur hana? Hún er miklu meira virði en perlur. Hjarta manns hennar treystir henni, og ekki er lát á hagsæld hans. Hún gerir honum gott og ekkert illt alla ævi- daga sína. Hún sér um ull og hör og vinnur fúslega með höndum sínum. (Orðskviðirnir 31. 10-13) Þegar vinkona er kvödd eftir rúmlega hálfrar aldar vináttu er margs að minnast. Á slíkum tímamótum leitar hugur okkar sem eftir lifum aftur í tímann og við minnumst liðinna samveru- stunda. Unglingsárin eru ógleyman- leg, ekki síst er það árið 1960, þegar við, unglingsstúlkurnar, réðum okkur til starfa hjá Rauða krossi Íslands sem starf- rækti þá sumarbúðir fyrir börn í Laugarási í Biskupstungum. Þar gafst okkur góður tími til að kynnast nánar og tengjast traustum vináttuböndum. Í hug- um okkar var alltaf sól og engin vandamál, þrátt fyrir að börnin væru hundrað og tuttugu í okk- ar umsjá allan sólarhringinn. Og þar kynntust þau Guðný og Diddi og hafa gengið sinn ævi- veg ávallt saman síðan. Sumarið leið við glaum og gleði og í lok sumarsins var ákveðið að við myndum stofna saumaklúbb sem við og gerðum. Við höfum haldið hópinn síðan, komið sam- an reglulega og gert ýmislegt okkur til skemmtunar. Guðný var góð manneskja og trygg vinum sínum. Hún var hæglát og alltaf var stutt í bros- ið og gleðina enda áttum við æ síðar margar góðar og gefandi stundir saman. Þau Diddi bættu hvort annað upp með einstak- lega virðulegri framkomu og hlýleika. Þau voru fyrirmynd- arhjón enda bestu vinir alla sína tíð. Við munum sakna Guðnýjar okkar, en góðar minningar sem við höfum um hana frá fjöl- mörgum samverustundum mun- um við geyma vel í hjarta okk- ar. Guðný veiktist í ágúst sl. og reyndist sá sjúkdómur alvarleg- ur. Veikindi hennar voru öllum sem hana þekktu mikið áfall. Mánudaginn 14. október hitt- umst við vinkonurnar hjá Guð- nýju á sjúkrahúsinu á Selfossi. Þar áttum við ljúfa en trega- blandna samverustund ásamt Didda og Ómari syni þeirra. All- ar vissum við að komið væri að kveðjustund. Ómar var með gít- arinn sinn og söng til móður sinnar frumsamið lag: „Ég þakka þér mamma.“ Þessi stund mun lifa með okkur um ókomin ár. Hér að leiðarlokum þökkum við Guðnýju samfylgdina og sendum Didda, eiginmanni hennar, börnum og fjölskyldum þeirra okkar einlægustu sam- úðarkveðjur. Auðlegð þeirra er mikil í minningu um kærleiks- ríka og heilsteypta konu sem lagði svo mikið af mörkum þeim til heilla. Guð blessi minningu hennar. F.h. Laugarásklúbbsins 1960, Guðríður Helgadóttir. Lilja Guðný Halldórsdóttir Una Sigrún Jónsdóttir lést 25. september 2013, 81 árs að aldri. Ég kynntist Unu eftir að ég greindist með krabbamein í hálsi og gekk undir skurðaðgerð á hálsi þar sem raddbönd voru fjarlægð. Fyrir mig, sem hafði Una Sigrún Jónsdóttir ✝ Una SigrúnJónsdóttir (Rúna) fæddist á Siglufirði 1. desem- ber 1931. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 25. september 2013. Útför Rúnu fór fram frá Fossvogs- kirkju 7. október 2013. verið í söngnámi, var þetta mikið áfall. En ljós reynd- ist vera í myrkrinu sem var stuðnings- hópur fólks sem hafði gengið í gegn- um svipaða lífs- reynslu og miðlaði til mín af reynslu sinni og þekkingu. Þetta var Ný rödd sem starfaði innan vébanda Krabbameinsfélagsins en kjölfestan í þeim félagsskap á þeim tíma var Una Sigrún Jóns- dóttir. Upp frá þessu tókst með okk- ur vinskapur og samstarf sem aldrei bar skugga á. Í þau sextán ár sem við höfum síðan starfað saman hjá Nýrri rödd var Una ætíð bæði ötull starfsmaður og leiðtogi sem alltaf var gott að leita til, bæði með ráð og leið- sögn. Hún sá um meðlæti á fund- um hópsins, ávallt með mynd- arbrag. Í kjölfar veikinda sinnar miðl- aði hún fræðslu til þeirra sem síðar fóru í sömu aðgerð. Auk þess tók hún virkan þátt í for- varnafræðslu á vegum Krabba- meinsfélagsins, meðal annars á sviði tóbaksvarna. Una var einn af stofnendum Nýrrar raddar árið 1980, for- maður frá 1981 til 1998 og síðan gjaldkeri félagsins til dauðadags. Una hlaut gullmerki Krabba- meinsfélagsins árið 2002. Hún starfaði hjá félaginu sem mat- ráðskona í sautján ár. Félagar Unu hjá Nýrri rödd senda aðstandendum hennar samúðarkveðjur og ætla að halda merki hennar á lofti. Ragnar Davíðsson, formaður Nýrrar raddar. Elsku fallega stelpan mín. Það sem ég á aldrei eftir að átta mig alveg á er að hinn helmingurinn af mér er farinn upp til englanna. Þú varst besta vinkona mín frá því að við sáumst í fyrsta skipti, þriggja ára á leikskólanum, og höfum verið óaðskiljanlegar síðan. Það eru engin orð sem munu lýsa því hversu mikið ég mun sakna þín og hversu mikið ég sakna þín nú þegar. En héðan af mun ég halda í þær minningar sem við eigum og varðveita þær eins og gull. Ég er svo hamingjusöm fyrir allar stundirnar sem við höfum átt saman, alla skóla- gönguna, öll símtölin sem stóðu yfir dag og nótt, þegar við gát- um ekki sofið eða þurftum bara að tala, öll skiptin sem við hlóg- um og grétum saman, knúsuð- umst og kúrðum, allar útileig- urnar, rúntarnir, Danmerkur-ferðirnar og öll þau skipti sem við sungum okkur hásar yfir öllum lögunum sem engum fannst skemmtileg nema okkur. Elsku ástin mín, þú ert farin upp til englanna af svo óskiljan- legum ástæðum. Öll þau plön sem við höfðum ákveðið um framtíðina eru allt í einu orðin hálf. Ég trúi ekki að þú sért far- in frá mér og á líklegast aldrei eftir að skilja það. Þú fórst frá okkur í blóma lífsins en ég mun ávallt vera þakklát fyrir það hversu hamingjusöm þú varst og með það í huga að þú sért á betri stað núna. Lífið er svo óréttlátt en ég veit að þú mundir reyna að hugsa jákvætt og að taka það besta úr aðstæðum, þó að það sé hálf-ómögulegt. Elsku engillinn minn: Takk fyrir að vera besta vin- kona sem nokkur getur hugsað sér. Takk fyrir að hafa verið jafn falleg að innan sem utan. Takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Takk fyrir að standa með mér í einu og öllu og vera alltaf klett- urinn sem ég gat leitað til. Takk fyrir alla söngvana sem við sungum, þar sem okkur fannst við vera flottastar en eng- um öðrum fannst slíkt hið sama. Takk fyrir að hafa verið svona yndisleg, fyndin, hreinskilin, skemmtileg og lífsglöð. Takk fyrir að vera alltaf þú sjálf og alveg sama um hvað öðr- um fannst. Dagný Grímsdóttir ✝ Dagný Gríms-dóttir fæddist á fæðingardeild LSH 17. apríl 1987. Hún lést af slysförum í Kaupmannahöfn 20. október 2013. Dagný var jarð- sungin frá Vídal- ínskirkju 31. októ- ber 2013. Takk fyrir að hafa veitt mér þau forréttindi að fá að kynnast þér og njóta alls þessa tíma með þér, þó að hann hafi verið allt of stuttur. Takk fyrir að hafa verið svona hjartgóð og hlý við alla í kring um þig. Takk fyrir að veita mér þau forréttindi að fá að kynnast svona hreinni sál. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér. Takk fyrir að hafa leyft mér að elska þig svo mikið að ég get ekki lýst því. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þér, ástin mín. Þú færð þó ekki að losna við mig svona auðveldlega, ég mun biðja fyrir þér og tala við þig öllum stundum og segja þér frá því sem er að gerast þó að ég viti að þú sért að fylgjast með okkur. Ég hlakka til að sjá þig og hitta þig með englunum. Þá getum við í sameiningu rifjað upp allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Engillinn minn, þú ert hetjan mín. Takk fyrir að vera þú. Elska þig að eilífu, elsku litli gullmolinn minn, þú verður allt- af mín uppáhalds og átt alltaf stærstan hluta í hjarta mínu. Þín að eilífu, Íris Mist Magnúsdóttir. Það er með þungum hug sem ég rita þessa kveðju til nemanda míns og góðs vinar, Dagnýjar Grímsdóttur, sem lést af slysför- um. Dagný var í hópi píanónem- enda minna sem stunduðu námið af heilmikilli alvöru og héldu hópinn í gegnum tónlistarnámið. Þessir krakkar voru oft saman að æfa sig á kvöldin undir mínu eftirliti og áttum við saman margar góðar stundir í tónlist- inni. Í gegnum þetta starf kynntist ég Dagnýju vel. Ég naut þess að fá að fylgja henni frá því að hún kom til mín sem táningur fram- yfir tvítugt þegar hún útskrif- aðist frá skólanum. Kunnings- skap og vináttu okkar hefur hún viðhaldið með því að heimsækja okkur hjónin reglulega. Dagný var sérstaklega skemmtilegur nemandi og manneskja. Hún var opin og ein- læg við alla og hafði áhuga á svo mörgu. Oft drógust pásur á milli píanóæfinga sem hópurinn tók sér fram úr hófi því Dagný hafði svo gaman af því að spjalla um allt milli himins og jarðar (eða kannski var það bara ég sem hafði svo gaman af því að sitja með og spjalla við þetta unga efnilega fólk). Mér er það þó sérstaklega minnisstætt hve Dagnýju var það hugleikið hvað hún vildi verða í lífinu því það kom svo margt til greina. Um þetta talaði hún oft við mig og hina nemendurna og hún velti þessu greinilega heilmikið fyrir sér. Ég man t.d. eftir því að eitt skiptið kom hún í tíma og sagði við mig að hún ætlaði sér í eitt- hvert próf sem ætti að hjálpa henni að velja sér framtíðar- starf. Hún hafði heilmikla trú á þessu prófi. Einhverjum vikum seinna kom hún til mín í tíma og sagðist hafa fengið niðurstöðu úr prófinu. Jú, í ljós hefði komið að það gæti átt vel við hana að starfa sem trúður! Þetta fannst okkur báðum rosalega fyndið og hlógum lengi að. Við vorum svo sammála um það að trúðsstarfið væri kannski ekki alveg nógu heppilegt sem grundvöllur að starfsframa hennar í framtíð- inni. Ég deildi reyndar ekki áhyggjum hennar af því að hún myndi ekki finna sér starfsvett- vang við hæfi. Dagný var vel gefin, vinnusöm og hún hafði góða nærveru. Umfram allt þá tel ég hana hafa verið afar vand- aða manneskju. Mér finnst tutt- ugu ára starf með unglingum hafa kennt mér að það rætist yf- irleitt vel úr fólki eins og henni. Ég hvatti hana hins vegar til þess að stunda píanónámið af krafti á meðan hún væri að klára menntaskólann því þótt hún ætl- aði sér ekki að starfa við tónlist í framtíðinni væri glíman við hljóðfærið góður grunnur fyrir framtíðina. Í þeirri glímu lærði hún að takast á við sjálfa sig og kynnast því að leysa flókin og krefjandi verkefni sem tónlistin býður upp á. Þessari áskorun tók hún af heilum hug. Hún lagði mikla alúð við námið og lagði hart að sér. Burtfararpróf- stónleikar hennar voru síðan mikill vitnisburður um þessa vinnu. Þar sýndi hún mér og kannski ekki síst sjálfri sér hvað í henni bjó. Eftir tónleikana hvíslaði prófdómarinn að mér: „Hún er heilmikill performer þessi.“ Fráfall þessarar góðu stúlku er dapurlegra en orð fá lýst og ég votta foreldrum hennar og fjölskyldu mína innilegustu sam- úð. Ólafur Elíasson. Það var þarna um árið sem við unnum saman á B5, að sumri til. Ótrúlega skemmtilegt og bjart sumar. Við minnumst þess sumars með gleði í hjarta og hlátur efst í huga. Tókum að okkur mun fleiri vaktir en við lögðum upp með og virtumst líka sækja B5 heim þegar við vorum ekki á vakt. Bæði til þess að dansa og til þess að fá skemmtilega samstarfsfólkið okkar til þess að blanda fyrir okkur drykki. En þó aðallega til þess að hlæja smá og faðmast. Svo héldum við öll áfram á næsta stað. Nú er svo komið að Dagný okkar er farin og erum við öll með sorg í hjarta og tár á hvarmi. Nú er svo komið að það verða engar sameiginlegar vakt- ir, að drykkirnir verða ekki blandaðir og að knúsin verða ekki meir. En eftir sitjum við öll með fal- legar minningar um sumarið sem við unnum saman. Sumarið sem við kynntumst Dagnýju og gleðina sem við búum að í minn- ingum okkar. Við kveðjum Dagnýju og von- um að hún njóti sín á „næsta stað“. Vináttan byggist á því að gleyma því sem maður hefur gefið og muna hvað maður hefur fengið. (Alexandre Dumas) Fyrrum samstarfsfólk á B5, Anna Sóley, Eva Rún, Oddrún Eik, Nilsína, Leifur, Ásmundur, Kristján, Íris Stella, Kristinn, Petrea, Ragnheiður og Steinn Einar. ✝ Þökkum innilega samúð og vinarhug vegna andláts ástkærrar dóttur okkar, unnustu, systur, frænku, mágkonu og barnabarns, DAGNÝJAR GRÍMSDÓTTUR fatahönnuðar, Kaupmannahöfn, Danmörku. Grímur Halldórsson, Hildur María Blumenstein, Lars Matthiesen, Edda Blumenstein, Árni Pjetursson, Grímur, Óskar og Emma, Kristín María Grímsdóttir, Axel Axelsson, Kristín María Grímsdóttir, Halldór Björnsson, Edda Elíasdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.