Morgunblaðið - 07.11.2013, Page 44

Morgunblaðið - 07.11.2013, Page 44
FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 311. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Hafa borið kennsl á stúlkuna 2. Vildi horfa á dóttur sinni nauðgað 3. Lánið „mútugreiðsla“ til Al Thani 4. Flaug þotu í sumar en flytur … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Bandaríski leikfangaframleiðand- inn Greene Toys LLC hefur tekið upp samstarf við íslenska teiknimynda- gerðarmanninn Þröst Bragason um framleiðslu á stuttmynd um of- urdýrin Flopalongs sem fyrirtækið framleiðir. Stendur nú yfir fjáröflun til verkefnisins á vefnum Karol- inafund. Flopalongs eru sköp- unarverk Bandaríkjamannsins Johns Roberts Greene og fræða dýrin börn um dýr í útrýmingarhættu með því að tvinna saman ímynd- unarafl og raun- veruleika, að því er segir í tilkynningu. Frekari fróð- leik um Flopa- longs má finna á flopalongs- .com. Þröstur í samstarf við Greene Toys LLC SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan- og norðaustanátt, víða 10-18 m/s. Rigning eða slydda með köflum sunnan- og suðaustanlands, úr- komulítið á Vesturlandi en él í öðrum landshlutum. VEÐUR „Víðavangshlaup eru meiri djöflagangur þar sem hlaup- ið er upp og niður brekkur, í drullu og á grasi. Fyrir vikið hentar víðavangshlaup meira líkamlega sterkum hlaup- urum og millivegahlaupurum líka,“ segir Kári Steinn Karlsson, Íslandsmethafi í langhlaupum, um þátttöku sína á Norðurlandameist- aramótinu í víðavangshlaupi í Reykjavík á laugardaginn. »4 Víðavangshlaup meiri djöflagangur Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, slapp við alvarleg meiðsli í leiknum við Galatasaray í Meistaradeild Evrópu og kveðst verða tilbúinn í næsta leik. Rúrik er ánægður með sinn hlut hjá FC Köben- havn það sem af er þessu keppn- istímabili og gríðarlega spenntur fyrir lands- leikj- unum við Kró- ata. »2 Rúrik ánægður með tímabilið hjá FCK Keflavíkurhraðlestin í úrvalsdeild kvenna í körfubolta var stöðvuð á Ás- völlum í gærkvöldi þar sem Haukar unnu ótrúlegan 31 stigs sigur á Kefla- víkurliðinu sem vann fyrstu sjö leiki tímabilsins. Hin magnaða Lele Hardy skoraði 25 stig og tók 21 frákast en þjálfari Hauka segir hana gera alla í kringum sig betri. Snæfell vann einn- ig 30 stiga sigur á Grindavík. »3 Haukar fyrstir til að vinna Keflavík ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Við gáfum út fyrsta traktoradiskinn í fyrra og það voru svo góðar viðtökur að við ákváðum að halda áfram. Áhug- inn á þessu efni er meiri en við þorð- um að vona,“ segir Hjalti Stefánsson. Hann og kona hans, Heiður Ósk Helgadóttir, reka kvikmyndafyrir- tækið HS Tókatækni á Egilsstöðum. Þau voru að senda frá sér mynddisk- inn; Dráttarvélar vítt og breitt um landið. Hann fjallar um gamlar drátt- arvélar og inniheldur viðtöl við þá sem hafa það að áhugamáli að gera þær upp. Að sögn Hjalta er æði stór hópur sem hefur áhuga á slíku. „Það er gaman að gera efni fyrir þennan áhugahóp því hann er svo þakklátur. Þetta eru oft eldri menn sem eru kannski ekki mikið á netinu og eru þakklátir fyrir að fá íslenskt efni um þetta.“ Hjalti segir að oftast séu þetta menn sem ólust upp við þessar vélar og hafi tekið ástfóstri við þær, auk þeirra sem hafa almennan véla- áhuga. Ástríða áhugamannana sé mikil og þeir séu sjóðheitir í því að halda með dráttarvélategundum. Vélagrúskararnir eru þó ekki að- eins eldri menn því á disknum er við- tal við einn 14 ára sem er að gera upp Deutz og annan 12 ára sem er langt kominn í vélagrúskinu. Hjalti og Heiður fóru út um allt land til að taka upp efni og af nógu var að taka. „Eftir söluna í fyrra fór fólk að hafa samband og það kom margt áhugavert fram sem ég tók fyrir á þessum diski. Það eru t.d. við- töl við tvo menn sem safna traktora- módelum, annar á tæp 300 og hinn fjörutíu.“ Þá er fróðleikshorn meðal efnis og í þetta sinn er sandblástur kynntur og farið yfir undirbúning fyrir málningu. Hjalti segir áhugann á gömlum dráttarvélum alltaf hafa verið til staðar, hann hafi bara legið svolítið í leyni. „Menn voru kannski taldir furðulegir að vera að grúska í svona gömlu dóti en ekki lengur. Áhuginn hefur glæðst en það er líka orðið auð- veldara að nálgast varahluti í gegnum netið og umboðin eru farin að flytja inn hluti í eldri gerðir.“ Áhuginn á gömlum vélum ein- skorðast ekki við Ísland því út um all- an heim eru stórir klúbbar í kringum gamlar dráttavélategundir að sögn Hjalta. Með ástríðu fyrir dráttarvélum  Tóku saman efni um gamlar dráttarvélar og gáfu út á mynddiski Dráttarvélar Á bænum Svarthamri við Súðavík eru Deutz-dráttarvélar í röðum. Deutz er með vinsælli dráttarvélategundum hjá vélagrúskurum. Tókatækni Heiður Ósk Helgadóttir og Hjalti Stefánsson hittu fyrir marga áhugamenn um gamlar dráttarvélar víða um land og tóku upp efni um þ́á. Rauður Fallegur Farmall hjá Sigurði sem er með athvarf á Finnsstöðum í Fljótsdalshéraði. Hann er heimsóttur á mynddiskinum. Þeir sem vilja kaupa diskinn geta haft samband við Hjalta og Heiði á netfangið tokataekni@gmail.com.  Grafísku hönnuðirnir Geir Ólafs- son og Þorleifur Gunnar Gíslason hlutu í október sl. alþjóðlegu hönnunarverðlaunin Red Dot fyrir hönnun merkinga á Kötlu Vodka. Er það í fyrsta sinn sem grafískir hönnuðir frá Íslandi hljóta þau verðlaun. Tveir Íslendingar hafa hlotið Red Dot-verðlaun fyrir vöru- hönnun, Gunnar Gunnarsson hjá Reykjavík Eyes árið 2009 og stoð- tækjaframleiðandinn Össur árið 2011. Red Dot eru veitt árlega af Nordrhein Westfalen-hönn- unarmiðstöðinni í Essen í Þýska- landi og þykja ein eftirsóttustu hönnunarverðlaun heims. Geir Ólafsson Þorleifur Gunnar Gíslason Hlutu hönnunar- verðlaunin Red Dot VEÐUR » 8 www.mbl.is Á föstudag Norðaustan 3-10 m/s og léttskýjað á Suður- og Vest- urlandi, en lítilsháttar él norðan- og austanlands. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.