Monitor - 28.11.2013, Blaðsíða 3

Monitor - 28.11.2013, Blaðsíða 3
Fyrir spilavini Verslunin Spilavinir flutti nýlega í ný húsakynni á tveimur hæðum í Faxafeni. Þar geta snemmbúnir jólagjafakaupend- ur fundið allt milli himins og jarðar í pakkann fyrir jólabörn á öllum aldri. Í versluninni eru reglulega haldin spilakvöld fyrir skólahópa, félagsmiðstöðvar og vinnustaði auk þess sem þangað mæta barnabóka- höfundar um helgar og lesa upp úr verkum sínum. Fyrir hálendisFólk Hljómsveitin Highlands er glænýr dúett þeirra Karinar Sveinsdóttur og Loga Pedro úr Retro Stefson. Tví- eykið sendi á dögunum frá sér sitt fyrsta lag, en það ber heitið Hearts og má m.a. heyra það á heimasíðu Monitor. Sveitin er með fimm lög tilbúin og stefnir á útgáfu smá- skífu strax í desember. Þess má geta að Karin er sautján ára gamall nemi við Menntaskólann í Hamrahlíð en með sína undurfögru rödd munu landsmenn vafalaust sjá meira af henni í framtíðinni. Fyrir próFkvíðna Prófin eru blessun en ekki böl, enda eru þau markmiðin sem nemendur hafa stefnt að alla önnina. Hægt er að njóta prófanna á ýmsan hátt, m.a. með því að safna prófaskeggi eða mæta í sérstökum prófajakka fyrir hverja námsgrein. Monitor mælir með því að lesendur njóti prófanna og sigli síðan sáttir og sælir inn í jólin. Fyrir 42 árum fór fram síðasta aftakan með fallöxi fram í Frakklandi. fyrst&fremst 3fimmtudagur 28. nóvember 2013 Monitor b la ð ið í t ö lu M Friends þættir innihéldu forsíðu- fyrirsætuna Paul Rudd 17 þekktir Suður- ríkjarapparar létust eftir neyslu Purple Drank af hverjum þús- und konum milli 15 og 19 ára fóru í fóstureyðingu árið 2012 14 Síðustu daga hefur fíkniefni sem kallastupp á ensku „purple drank“, „purp“ eða „lean“ verið mikið í umræðunni. Fíkniefni þetta er blanda af hóstasafti með kódíni og Sprite eða öðrum gosdrykk. Annar þátta- stjórnandi Barmageddon, Sunna Ben, stakk upp á því á Facebook að nafn drykksins yrði íslenskað sem fjólusaft og mun ég halda mig við það í þessum pistli. Fjólusaft hefur lengi notið vinsælda íSuðurríkjum Bandaríkjanna ef ég skil internetið rétt. Það er vinsælt yrkisefni rappara og nýverið söng Miley Cyrus um efnið í laginu 23. Að því er mér skilst eru öll lyf sem innihalda kódín lyfseðilsskyld hér á landi og það er eflaust þess vegna sem ekki hefur farið mikið fyrir neyslu á fjólusafti áður. Þegar ný fíkniefni verða vinsæl eru fjölmiðlar oft seinir að taka við sér og kynna efnin almenningi. Hvernig á maður að varast vítin ef maður veit ekki hver þau eru? Ég kannast við stelpu sem var í Banda-ríkjunum fyrir skemmstu og drakk þar fjólusaft í góðra vina hópi. Ég fékk meira að segja Snapchat frá henni með myndbandi af dreng að blanda drykkinn. Ég get fullyrt að þessari stúlku kæmi annars aldrei í hug að prófa fíkniefni. Hún virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því að fjólusaft væri fíkniefni einfaldlega af því að efnið er í vökvaformi og drykkurinn var fullkomlega eðlilegur í augum vina hennar. Það eru ekki skuggalegir, útja-skaðir dópistar eða krimmar sem bjóða meðalmanninum dóp. Þeir sem bjóða okkur dóp eru oftar vinalegt, traustvekjandi fólk sem meinar yfirleitt vel. Það getur verið erfitt að neita því fólki, sérstaklega þegar þetta fólk hefur kannski enn ekki átt slæma reynslu af efninu.Við þurfum að móta með okkur sterka, gagnrýna hugsun sem nær til alls og allra, einnig okkar nánustu vina. Gagnrýnin hugsun bjargar manns- lífum. Anna Marsý MOniTOr@MOniTOr.is ritstjórar: Anna Marsibil Clausen (annamarsy@ monitor.is), Jón Ragnar Jónsson (jon- ragnar@monitor.is) (Í fæðingarorlofi) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Rósa María Árnadóttir (rosamaria@monitor. is) Hersir Aron Ólafsson (hersir@ monitor.is), Lísa Hafliðadóttir (lisa@ monitor.is) Umbrot: Monitorstaðir auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl. is) Forsíða: AFP Myndvinnsla: Ingólfur Guðmundsson Útgefandi: Árvakur prentun: Landsprent sími: 569 1136 ga Monitor Efst í huga Monitor Efst í huga Monitor Efs Fjólublá fíkniefni M yn d/ Kr is tin n Mælir Með... www.facebook.com/monitorbladid Vikan á facebook Atli Fannar Bjarkason Blackfish er frábær mynd. Horfið á hana! og ef þið þurfið eitthvað til að kítla þjóðern- iskenndina þá kemur fram í myndinni að sárþjáði morð- hvalurinn Tilikum var fangaður við Íslandsstrendur á níunda áratugnum, eftir að Sea World var bannað að fanga háhyrninga við strendur Washington-fylkis. 24. nóvember kl. 11:44 3 Sunna Ben Mér finnst að það ætti að vera kvóti fyrir hversu margar túrista- búðir má opna á Laugarveginum. Það styttist í að Reykvíkingar hætti að nenna að hanga í þessu lundabangsavíti. 27. nóvember kl. 13:35 Gauti Þeyr Random sms frá Úkraínu um að ég eigi pakka í pósthúsinu... Fékk sent nr. með og það stemnir að pakkinn sé kominn. Hverjar eru líkurnar á að einhver nái að senda sprengju eða haus í pakka... WHAT IS THIS? Nennir einhver að opna þetta fyrir mig 26. nóvember kl. 10:48 Í kvöld fagnar hljómsveitin tilbury útgáfu plötunnar Northern Comfort með tónleikum í Hörpu. Monitor heyrði í forsprakka sveitarinnar, Þormóði Dags- syni, sem jafnframt hefur slegið í gegn í vetur í sjónvaprsþáttunum Hulli. Hljómsveitin Tilbury heldur útgáfutónleika í Hörpu í kvöld en forsprakki sveitarinnar Þormóður Dagsson, segir mikla skemmtun í vændum. „Þetta verða lengstu tónleikar okkar til þessa.Við erum búnir að æfa okkur mjög vel og binda lögin saman í eina þétta sýningu,“ segir hann og laumar því að blaðamanni að eins muni sveitin fá nokkra gesti á svið, þ.á.m. Steina úr Moses Hightower. Liðsmenn Tilbury munu þó ekki slá slöku við eftir tónleikana því morgun treður sveitin upp á Græna Hattinum á Akureyri og kynnir nýju plötuna fyrir Norðlend- ingum. Þormóður eða Þorri,eins og hann kýs að kalla sig, lýsir tónlist Tilbury sem syntapoppi með allskonar kryddi. Blandan sú hefur runnið ljúflega ofan í landsmenn allt frá útgáfu fyrstu breiðskífu sveitarinnar, Exorcise, fyrir rúmu ári síðan. „Ég hafði spilað á trommur í mörg ár með ýmsum hljómsveitum og mig langaði að prófa eitthvað nýtt,“ segir Þorri um tilurð Tilbury. „Ég samdi þá nokkur lög og tók upp demó. Ég kom fyrst fram sem Formaður Dagsbrúnar með Erni Eldjárn á gítar og iPod sem spilaði trommur, bassa og synta.“ Síðan þá hafa þeir Kristinn Evertsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Magnús Trygvason Eliassen bæst í hópinn og nú sendir sveitin frá sér nýja plötu sem Þormóður segir talsvert þroskaðri en þá fyrri. „Við lærðum svo mikið við gerð fyrri plötunnar og sá lærdómur nýttist okkur mjög vel á nýju plötunni. Við vorum ekki eins feimnir við að prófa nýja hluti,“ segir Þorri. Platan ber titilinn Northern Comfort og Þormóður kveður þema hennar vera íslenska veturinn. „Lögin fjalla um alls konar ævintýri sem verða til við þessar köldu og stormasömu aðstæður,“ segir Þorri og bætir við að oft megi þar finna bullandi rómantík, hlýjuna í kuldan- um. Dúðaður geimfari á hjara veraldar Þormóður er bróðir spéfuglsins og lista- mannsins Hugleiks Dagssonar en sá á einmitt heiðurinn að báðum plötuumslögum sveitar- innar. Þorri segir fjölskyldutengslin koma sér vel enda leiti hann mikið til til bróður síns með allskonar hugmyndavinnu í kringum sveitina. Margir muna eftir grænu köllunum með bráðnuðu andlitin á plötuumslagi Exorcise en nú er þetta einkennismerki sveitarinnar komið í geimfarabúning. Aðspurður um breytinguna segir Þorri að það hafi verið haldinn þanka- storms fundur á Snaps þar sem Hugleikur muldraði allskyns hugmyndir. „Ég sagði bara já með reglulega millibili og þetta varð niðurstað- an. Dúðaður geimfari í snjó á hjara veraldar. Mér fannst hugmyndin passa vel við plötuna og þema hennar, sérstaklega titillagið,“ segir Þorri um lokaútkomuna. Samstarf þeirra bræðra hefur áður vakið athygli enda er Þorri unnu þeir saman að þáttunum um Hulla sem sýndir voru á Rúv í haust. Þorri er jafnframt fyrirmynd og nafni einnar aðalpersónunnar. „Ég er lágmæltur og meðvirkur rómantíker, eins og Þorri í þáttun- um,“ segir hann ynntur eftir því hversu líkir þeir nafnar séu. „En hann er vonandi meiri aumingi en ég.“ bullandi rómantík hjá tilbury ÞOrri Fyrstu sex: 151080. Ég sef í: Náttbuxum. lag á heilanum: Break my Stride með Matthew Wilder. Fyrirmynd í æsku: Michael Jordan. ef ég væri drykkjarvara væri ég: Svali með appelsínukeim.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.