Monitor - 28.11.2013, Blaðsíða 22
monitor.is
KíKtu í heimsóKn
Það er Vince Vaughn sem leikur
aðalpersónuna DavidWozniak í
gamanmyndinni Delivery Man eftir
leikstjórann og handritshöfundinn
Ken Scott, en hún er endurgerð
hans eigin myndar, Starbuck, sem
var á frönsku.
David er á fimmtugsaldri og
starfar sem sendill hjá kjötverslun
föður síns. David er frekar kærulaus
og síðasta konan af mörgum sem
hann hefur verið í tygjum við er við
það að gefast upp á honum, rétt
eins og faðir hans. Dag einn breytist
allt þegar lögfræðingur sæðisbanka
kemur til Davids og segir honum
að sæði sem hann seldi bankanum
fyrir 20 árum hafi fyrir mistök verið
notað til að geta 533 börn og að
142 þeirra hafi nú ákveðið að höfða
mál fyrir dómstólum þar sem þau
krefjast þess að fá að vita hver
faðir þeirra er. Segja má að þessar
upplýsingar snúi lífi Davids á hvolf,
sérstaklega eftir að hann fær í
hendur nafnalista barna sinna og
ákveður að kynnast nokkrum þeirra
persónulega og ef til vill aðstoða
þau á svipaðan hátt og raunveruleg-
ur faðir myndi gera.
skjámenning
Frumsýning helgarinnar
Delivery Man
Viltu
Vinna
miða?
facebook.com/monitorbladid
True love is just like a ghost - people talk about it but very few have actually seen it.
Alvin, Prince Avalanche
Assassins Creed serían er ein sú svakalegasta
sem komið hefur á út síðari ár. Hér fara leik-
menn í hlutverk hinna ýmsu leigumorðingja
og upplifa mismunandi skeið í heimssögunni
í hverjum leik.
Í nýjasta Assassin Creed leiknum eru það
sjóræningjarnir og heimur þeirra sem eru for-
grunni. Þetta er heillandi tímabil sem kemur
manni í góðan gír. Leikmenn fara í hlutverk Edward
Kenway, en hann er sjóræningi sem á ættir sínar
að rekja til leigumorðingja og því gjaldgengur sem
aðalsöguhetja í leiknum. Okkar maður þarf svo að
þvælast um karabískahafið, ræna þar og rupla, stýra
sjóræningjaskipum, finna fjársjóði og ýmislegt fleira.
Umhverfi leiksins er mjög litríkt og flott og er hann
klárlega sá flottasti og stærsti í seríunni hingað til.
Spilun leiksins er keimlík því sem við þekkjum úr
fyrri leikjum. Leikmenn þurfa að læðast um og ræna
fólk eða hlera það sem sagt er, ráðast á ákveðin fórn-
arlömb og ýmislegt fleira. Nú bætist við að leikmenn
geta synt og kafað og skoðað því veröldina frá öllum
sjónarhornum.
Eins og í fyrri leikjum flakka menn einnig
til nútímans og fara þau borð leiksins fram
frá fyrstu persónu sjónarhorni sem er nýtt
og virkar það mjög vel. Þar þurfa leikmenn
að njósna um allskyns mál sem
fara fram í því umhverfi og er sá
hluti leiksins rólegri, en skapar
þó ákveðna spennu.
Fyrir utan söguþráðinn er öflug net-
spilun sem virkar vel, en ég efast um
að margir festist þar í ruglinu, enda er
það söguþráðurinn fyrst og fremst
sem menn elska við Assassins Creed
leikina.
Persónulega finnst mér Assassins
Creed 4: Black Flag besti leikur serí-
unnar, sagan og umhverfið heilla
mig mest og svo er spilunin orðin
svo fípússuð að það er erfitt annað
en að dragast inní þennan djöful.
Tegund:
Hasarleikur
PEGI merking: 18+
Útgefandi:
Ubisoft
Dómar:
9 af 10 – Gamespot
8.5 af 10 – IGN.com
9 af 10 – Eurogamer.net
Assassins Creed 4:
Black Flag
Ólafur þÓr
jÓelsson
TölvulE Ikur
Síkátir sjóræningjar
Um síðustu helgi var
nýjasta mynd leikstjór-
ans Bill Condon,The
Fifth Estate, frumsýnd.
The Fifth Estate er sagan
umWikileaks ævintýri
Julians Assange og félaga.
Myndin tengist Íslandi á
nokkurn hátt, hún var að
hluta tekinn upp hér á
landi og stór persónu í myndinni
er íslensk.
Bretinn Benedict Cumberbatch
fer með hlutverk Assange
en hann hefur verið að gera
góða hluti uppá síðkastið sem
Sherlock Holmes í þáttum um
spæjarann sérvitra. Þjóðverjinn
Daniel Bruhl leikur síðan hægri
hönd og samstarfsmann Assange
en hann lék nýlega í kappakst-
ursmyndinni Rush auk þess að
leika í myndValdísar Óskars-
dóttur, Kóngavegur. Síðan fer
hollenska leikkonan Carice Van
Houten, sem íslendingar þekkja
helst sem Melisandre úr Game of
Thrones, með
hlutverk Birgittu
Jónsdóttur þing-
manns Pírata.
Ekki slæmt það
Birgitta.
Myndin segir
frá hvernig
Daniel,
leikinn
af Bruhl, kemst í kynni
við Julian Assange og
í kjölfarið fara þeir að
vinna saman að því
að uppljóstra leyndar-
málum yfirvaldsins á
vefsíðu sinni,Wikileaks.
Því fleiri leyndarmál
sem þeir félagar
afhjúpa, því bitastæðari
verða þau. Þeir þurfa gjörsamlega
að helga líf sitt þessum leynd-
armálum og virðist Assange svo
gjörsamlega heltekinn af þessu
verkefni að þetta verður bara
að ofsaþráhyggju. Á endanum
eru leyndarmálin orðin svo stór
að þau gætu mögulega breytt
heiminum.
Það þekkja allir sögu Assange
ogWikileaks í grófum dráttum,
en smáatriðin þekkjum við ekki
og var ég þess vegna þokkalega
spenntur fyrir þessari mynd,
já og að sjá hversu mikinn þátt
íslendingar ættu í þessu öllu
saman. Ég dreg það nú alveg í efa
að þessi mynd sé góð heimild
þegar kemur að þessu máli og að
atburðarrásin hafi verið krydduð
þokkalega. En burt séð frá því
er myndin ágætis skemmtun og
bara frekar spennandi. Leikar-
arnir standa sig með prýði og
Cumberbatch sýnir það í þessari
mynd að hann er frábær leikari.
Ef þig langar til að fræðast um
Wikileaks skaltu
sleppa þessari
mynd, en ef þú
vilt sjá spennandi
bíómynd þá er hún
hetjudáð eða
ofsaþráhyggja?
kvIkmynD
ThE FIFTh EsTATE
íVar
orri
22 monitor fimmtudagur 28. nóvember 2013
aðalhlutverk: Vince Vaughn,
Chris Pratt, Cobie Smulders, Britt
Robertson, Jack Reynor, Bobby
Moynihan og Chris Hernandez
leikstjórn: Ken Scott
sýningarstaðir: Sambíóin Álfa-
bakka, Egilshöll, Kringlan, Keflavík
og Akureyri, Selfossbíó, Ísafjarðar-
bíó og Bíóhöllin Akranesi.
aldurstakmark: 12 ára