Monitor - 28.11.2013, Blaðsíða 14

Monitor - 28.11.2013, Blaðsíða 14
14 Monitor fimmtudagur 28. nóvember 2013 Hverjir eru Oddur og Óli? Oddur er Reykvíkingur og háskólanemi sem hefur samhliða námi unnið í tískubransanum í mörg ár. Óli er viðskiptafræðingur og fæddur í Hafnarfirði. Hann hefur einnig unnið í tískubransanum en það var einmitt þar sem við hittumst. Okkur varð fljótt ljóst að við höfðum sömu hugmyndir um tísku, gæði og hvaða vörur vantaði fyrir íslenska karlmenn. Hvaðan kemur merkið SONS? Þetta er nýtt vörumerki sem við sköpuðum og fæst á vefsíðunni www.sons.is. SONS hefur verið draumur hjá okkur báðum mjög lengi. Við vildum bjóða vöru sem uppfyllti þær kröfur sem við gerum, bæði hvað varðar gæði og útlit. Hvernig kom það til að þið ákváðuð að opna vefsíðu? Við byrjuðum að vinna línuna í upphafi árs með það í huga að geta opnað fyrir jólin 2013. Við teljum að miðað við þróunina erlendis komi Íslendingar til með að versla í mun meiri mæli á netinu í náinni framtíð.Við erum mjög netvædd þjóð og það getur komið sér vel að skoða vörurnar heima og láta okkur sjá um að koma þeim til þín í stað þess að við- skiptavinurinn þurfi að sækja vöruna sjálfur. Okkur finnst þetta vera næsta skref í að veita viðskiptavinum betri þjónustu. Hvað hefur síðan upp á að bjóða? Eins og stendur eru það handgerð bindi, slaufur og vasaklútar úr 100% silki, ull og bómull en við ætlum að breikka vöruúrvalið fljótlega.Við bjóðum upp á vörur sem henta bæði fyrir hversdags notkun og sparilegri tilefni. Hvað er nauðsynlegt í alla fataskápa stráka í dag? Aukahlutir eru góð leið til að fríska upp á fataskápinn án þess að þurfa að brjóta sparigrísinn. Prjónabindi og slaufur hafa verið mjög vinsælir aukahlutir síðustu ár. Það hefur verið vöntun á sjálfhnýttum slaufum og verður vonandi breyting á því. Það er ekkert meira mál að hnýta slaufu en bindi, þú verður bara að læra það. Er SONS einungis netverslun eða sjáið þið fyrir ykkur að opna búð? Eins og stendur erum við einungis með vef- síðu og viljum einbeita okkur að henni enda trúum við báðir að netverslun sé framtíðin. Hefur SONS einhverja sérstæðu? Við bjóðum aðeins upp á handgerðar vörur úr 100% silki, ull og bómull. Hjá okkur fær viðskiptavinurinn gott verð, frábæra þjón- ustu og mikil gæði. Þjónustan skiptir okkur miklu máli þar sem við viljum aðstoða alla til þess að finna sinn eigin stíl. Við hvetjum því viðskiptavini til að senda okkur skilaboð á Facebook eða á www.sons.is ef við getum aðstoðað með samsetningar og val á vörum. SonS er nýtt merki sem félagarnir oddur og Óli stofnuðu nú á dögunum en það hefur verið draumur hjá þeim lengi. SONS býður upp á handgerð bindi, slaufur og vasaklúta úr 100% silki, ull og bómull. Hægt er að versla hjá þeim á síðunni sons.is en þetta er jólagjöfin í ár handa strákunum að mati Stílsins. Aukahlutir fríska upp á fataskápinn rósa María Árnadóttir rosamaria@monitor.is stíllinnOddur Og Óli eigendur SOnS draper eltOn ChurChill Það er ekkert Mál að handhnýta Slaufur, Þú verður bara að læra Það Myndir/kristinn

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.