Monitor - 28.11.2013, Blaðsíða 12
B
laðamaður fékk ekki þann heið-
ur að hitta Pál sjálfan, en beið
þó í ofvæni eftir símtali seint á
þriðjudagskvöldi. Þegar tólið var
tekið upp beið á línunni um-
boðsmaður sem tilkynnti að við
félagarnir hefðum tíu mínútur í
spjallið. Tímann nýttum við vel
og á vinalegu viðmóti Páls var engan veginn hægt
að skynja að hér væri um alþjóðlega stórstjörnu
að ræða.
Hvernig kom það til að þú lékst í endurgerð af
tiltölulega lágstemmdri íslenskri kvikmynd?
David (David Gordon Green) er leikstjóri sem mig
hefur alltaf langað að vinna með og ég ber ómælda
virðingu fyrir honum. Hann hafði samband við
mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að búa til
kvikmynd með honum og ég sló auðvitað bara til.
Það kom ýmislegt til greina og ein af myndunum
sem hann sendi mér var íslensk mynd um menn að
mála götur úti í óbyggðum. Ég horfði á hana og vissi
engan veginn hvað ég var að fara út í, ég bjóst alveg
eins við að þetta yrði bara efni sem við myndum
sýna fjölskyldunni yfir nokkrum bjórum.
Hefur þú komið til Íslands eða séð aðrar
íslenskar myndir?
Nei, aldrei. Myndin (Á annan veg) var líka á
íslensku þannig að samtölin síuðust ekki mikið inn
en það var samt einhver stemming og undirtónn í
henni sem heillaði mig.
Er mikill samhljómur í Prince Avalanche
og Á annan veg?
Það er erfitt að segja, ég horfði bara einu sinni á
íslensku myndina og síðan fór vinnan við Prince
Avalanche á fullt þannig að í raun hugsaði ég þetta
aldrei út frá því. Þetta var ný mynd, nýtt verkefni
sem ég var að taka þátt í. Undirtónninn og sögu-
þráðurinn er klárlega sá sami þó að nýja myndin
hafi auðvitað verið stílfærð og löguð að aðstæðum
í Texas þar sem hún fer fram. Þar erum við að
vinna að vegaviðgerðum eftir skógarelda, en árið
2011 urðu raunverulega gríðarmiklir skógareldar á
svæðinu.
Nú segja gagnrýnendur að tengslin milli þín og
hins aðalleikarans, Emile Hirsch, séu veigamikill
hluti af sjónarspilinu. Voruð þið góðir vinir áður
en myndin var tekin upp?
Nei, satt að segja höfðum við aldrei hist áður.Við
eyddum heldur ekki ýkja miklum tíma saman fyrir
tökur, heldur mættum við bara á staðinn og tökur
hófust fljótlega.Við náðum hins vegar vel saman og
skemmtum okkur virkilega vel við verkefnið. Emile
var auðvitað líka aðalhlutverkið í Into TheWild svo
hann hefur náð góðu sambandi við náttúruna þarna
í skóginum.
Nú á myndin að gerast árið 1988 þegar þú varst
sjálfur ungur að árum. Hvernig var Paul Rudd sem
krakki?
Það var áhugaverður tími. Ég flutti mikið vegna
vinnunnar hans pabba og gekk í ýmsa skóla. Ég
hugsaði alltaf mikið um að verða samþykktur af
hinum krökkunum og með það að leiðarljósi reyndi
ég gjarnan að skera mig úr, ég var með sjálfstæðan
stíl og klæddi mig öðruvísi en flestir krakkarnir. Í
áttunda bekk var ég t.a.m. mjög stoltur af því að
eiga ekki einar einustu gallabuxur. Ég var annars
almennt nokkuð góður nemandi og var ekki mikill
„töffari“ í þeim skilningi.
Mér skilst að þú hafir unnið fyrir þér sem plötu-
snúður samhliða leiklistarnámi?
Já, þetta var samt ekki eins og þú ímyndar þér, ég
var ekki töff. Ég var að spila sérkennilega tónlist í
Bar Mitzvah veislum og annað í þeim kantinum. Ég
myndi í rauninni aldrei líta til baka og segja að ég
hefði verið plötusnúður.
Hvað fékk þig síðan til þess að fara út í leiklist?
Ég veit það ekki alveg. Ég var alltaf mjög góður að
tala og koma mér þannig á framfæri og ætlaði alltaf
að vinna við eitthvað því tengt. Eitt leiddi síðan af
öðru og ég fór að læra leiklist. Ég fór m.a. í stuttan
tíma í leiklistarskóla í Oxford í Englandi, það var
mjög skemmtileg reynsla.
Nú eru foreldrar þínir einmitt báðir breskir að upp-
runa, lítur þú á þig sem Breta að einhverju leyti?
Maður er auðvitað alltaf trúr rótunum upp að
einhverju marki, en annars lít ég bara á mig sem
Bandaríkjamann enda er ég alinn upp hér og hef
eytt hér allri ævinni. Það er hins vegar margt mjög
töff við Bretland, ég kann vel við mig þar og „fíla“
menninguna og siðina.
Nú ert þú fyrst og fremst þekktur fyrir hlutverk þín
í gamanmyndum, lítur þú á þig sem gamanleikara
eða finnst þér spennandi að takast á við önnur
hlutverk?
Nei, alls ekki. Ég hef auðvitað verið mikið í þeim
gír að leika í gamanmyndum síðustu ár, og þá
kannski fyrst og fremst vegna þess að ég hef unnið
mikið með mönnum eins og Seth Rogen, Judd
Apatow og þeim öllum. Ég hef hins vegar mikinn
áhuga á að taka að mér ólík hlutverk og var líka
mikið í alvarlegri dramatískum verkum sérstaklega
þegar ég var að læra. Þá lék ég líka mikið á sviði og
finnst það eitt af því skemmtilegasta sem hægt er
að gera sem leikari.
Í þeim myndum sem þessi vinahópur gerir saman
koma grasreykingar oft mikið við sögu og eru
gjarnan eðlilegur hluti af framvindunni. Nú er
lögleiðing kannabis vinsælt þrætuepli hérlendis
eins og víða annars staðar, hver er þín skoðun á
því máli?
(Hlær) Áhugaverð spurning, ég held grínlaust að ég
hafi aldrei verið spurður að þessu af fjölmiðli áður.
Ég er engan veginn stórfelldur grasreykingamaður
sjálfur, en get samt alveg sagt frá því að ég er
fylgjandi lögleiðingu kannabis og finnst mörg mjög
augljós og greinargóð rök fyrir því að það sé gert. Við
þurfum samt ekkert að útlista þau hér.
Að öðru, nú spilaðir þú nokkuð stóran þátt í
Friends-þáttunum vinsælu sem Mike Hannigan.
Hefur þú lent í því sem ég kalla oft „Joey-syn-
drome“, að komast ekki út úr hlutverkinu og vera
alltaf minnst sem Friends-persónunnar?
Ég var auðvitað bara í ákveðið mörgum þáttum og
hef aldrei litið á mig sem hluta af þessum Friends-
hóp þannig séð. Ég hef í rauninni aldrei velt þessu
fyrir mér sem möguleika, en ég held allavega að fólk
líti almennt ekki á mig sem Friends-leikara.
Ég las nýlega nokkurra ára gamla tilvitnun í þig
þar sem þú talar um að þú getir hæglega gengið
um strætin án þess að vera angraður þar sem
enginn þekki þig hvort sem er. Á þetta við enn
þann dag í dag?
(Hlær) Þetta hljómar mjög skuggalega, að „ganga
strætin“. Ég er kannski orðinn eitthvað eilítið
þekktari núna en þegar ég lét þetta út úr mér. Ég á
hins vegar almennt ekki í neinum vandræðum með
að ganga um á almannafæri og upplifi mig þannig
séð ekki sem einhverja „stórstjörnu“. Auðvitað
kemur það fyrir að fólk vill myndir, eiginhandarár-
itanir o.s.frv. en það er ekkert verið að bíða á öllum
hornum. Fólk horfir líka oft og ávarpar mig kannski
með línu úr einhverri mynd o.s.frv. en þetta hefur
aldrei verið vandamál fyrir mér.
Hvernig er Hollywood-lífsstíllinn samt almennt?
Verður stjörnulífið ekki þreytandi?
Fólk er almennt mjög viðkunnalegt og kurteist og
ég hef þannig séð bara gaman af öllum samskipt-
um. Það kemur samt stundum fyrir að fólk verður
ýtið og hópast að til þess að fá myndir og slíkt. Ég
reyni hins vegar alltaf að taka vel í slíka athygli,
en það fer auðvitað mikið eftir aðstæðunum. Ef
börnin mín eru með mér verð ég mjög passívur á
allt svona, leyfi t.d. ekki myndatökur og vil halda
þeim algjörlega frá þessum heimi öllum. Almennt er
raunin samt sú að ég vinn við að gera það sem mér
finnst skemmtilegast, mér leiðist ekki í vinnunni og
við erum alltaf að skapa eitthvað nýtt. Ég á gott líf
og allt áreiti bliknar klárlega í samanburði við allt
það góða sem ég fæ út úr starfinu.
Hér tekur umboðsmaðurinn fram í og tilkynnir að
tíminn sé á þrotum, en spyrja megi einnar stuttrar
spurningar enn.
Að lokum, hvað er á döfinni hjá þér núna næstu
misseri?
Við erum auðvitað búin að vera að vinna í alls
kyns kynningarstarfi fyrir Prince Avalanche og nú
tekur við um tveggja mánaða kynningarferðalag fyr-
ir Anchorman 2 sem kemur út bráðlega.Við munum
ferðast vítt og breitt um heiminn og kynna myndina
og ég er mjög spenntur fyrir því. Síðan er alltaf nóg
á döfinni og hellingur af verkefnum framundan.
12 Monitor fimmtudagur 28. nóvember 2013
Texti: Hersir Aron Ólafsson hersir@monitor.is
Myndir: AFP
Ég hef aldrei
beint litið á mig
sem hluta af þessum
Friends-hóp.
Nokkrar sTaðreyNdir:
• Paul er gyðingur og upprunalegt ættarnafn fjölskyld-
unnar er Rudnitzky.
• Fyrsta kvikmynd Paul er frá 1995 og heitir Halloween:
The Curse of Michael Myers. Hún fær 4,7 í einkunn á
IMDB og hefur Paul margoft sagt frá stríðni sem hann
hefur orðið fyrir í tengslum við hana á síðari árum.
• Í háskóla vann Paul að hluta með skólanum sem
plötusnúður.
• Í háskóla var Paul einnig hluti af bræðralaginu Sigma
Nu. Slík fyrirbæri þekkjast ekki hérlendis en spila stóran
hluta af háskólalífi Bandaríkjanna.
• Paul hefur leikið í nokkrum verkum á Broadway og
hefur mikið dálæti af leik á sviði. Hans fyrsta Broadway
sýning var The Last Night Of Ballyhoo árið 1997.
• Fyrsta stóra myndin sem Paul lék í var líklega Romeo &
Juliet, en þar lék hann m.a. samhliða Leonardo DiCaprio
og Claire Danes.
HelsTu MyNdir
anchorman: The legend of
ron Burgundy (2004)
The 40 year old Virgin
(2005)
knocked up (2007)
i love you, Man (2009)
our idiot Brother (2011)
Wanderlust (2012)
This is 40 (2012)
The Perks of Being a
Wallflower (2012)
Prince avalanche (2013)