Monitor - 28.11.2013, Blaðsíða 9

Monitor - 28.11.2013, Blaðsíða 9
9fimmtudagur 28. nóvember 2013 Monitor tangir Árnastofnun og skoða Konungsbók Eddu- kvæða eða einhver handrit því þar má sjá nákvæmlega það sama. Maður er bara „m“. Það er allt gert til að spara pláss svo það eru skammstafanir út um allt. Brynja „Vituð ér enn eða hvað,“ er skrifað v-e- e-e-h. Það er ekki skrifað fullum fetum alveg eins og „lol“ eða „yolo“ og allt þetta. Þetta hefur veið gert á Íslandi í 900 ár. Bragi Tungumálið leitar alltaf í lausn. Þetta er lifandi tæki. Brynja Eins og einn viðmælandi okkar sagði þá á maður ekki að vera hræddur við að leika sér með tungumálið. Það er heilbrigðismerki á tungumáli að þar komi fram slangur enda verður ekkert slangur til í dauðum tungu- málum. Bragi Einu sinni þorði fólk varla að tjá sig af ótta við að segja eitthvað vitlaust, að tala „vont mál“. Ég held að það sé hverfandi því núna eru allir á Twitter og Facebook. Það eru allir að tjá sig, alltaf. Við tölum öll íslensku, við þurfum bara að hafa hana snyrtilega. Brynja Og tala fallega. Ég held að það sé aðalatriðið, að tala fallegt mál og umgangast það af virðingu. Hvaðan er áhugi ykkar á íslensku sprott- inn? Brynja Ég hef nú sagt að hann sé sprottinn af sömu rótum þar sem við ólumst bæði upp með nefið ofan í bókum. Bragi Já, ætli það sé ekki bara það. Svo ágerist þetta með árunum. Nú fannst mér íslensk setningafræði það allra leiðinlegasta sem maður þurfti að læra í grunn- og menntaskóla. Reynið þið eitthvað að hressa upp á setningafræðina í þáttunum? Brynja Nei, við förum nú ekkert í setninga- fræði. Bragi Mér finnst reyndar setningafræði sjúk- lega skemmtileg. Ég man ekki eftir að hafa farið í neina setningafræði í grunnskóla, það hefur kannski ekki verið komið í tísku þá. Brynja Jú víst, erum við ekki á svipuðum aldri? Bragi Þá hef ég örugglega verið sofandi. Það segir kannski sína sögu. En þegar ég var í íslensku uppi í háskóla var ég með ótrúlega skemmtilegan setningafræðikennara, Hös- kuld Þráinsson. Hann gerði setningafræðina alveg ótrúlega skemmtilega, þú þarft bara að tala við hann. Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerðuð í þáttunum? Bragi Við fengum að setja vaxtarræktarfólk í ísbað.Við athuguðum hvort það þyldi lengur að vera ofan í vatninu þegar það blótaði. Það var mjög gaman, sérstaklega fyrir okkur sem þurftum ekki að fara ofan í. Brynja Það var dálítið gaman að spekúlera í dónalegu orðunum. Til dæmis gengum við með lista af dónalegum orðum og fólk átti að segja hvað væri dónalegast. Svo tókum við viðtal við lögreglu- þjón um hvort það mætti vera dónalegur við lögregl- una og hvaða afleiðingar það hefði. Bragi Við skoð- uðum líka af hverju orð verður dónalegt. Brynja Svo var mjög gaman að gera innslag sem fjallaði um sérfræðingatungumál. Stjórnmálamenn og sérfræðingar tala oft svo óskiljanlega og þetta er eins og mjög skrítinn ávani. Við reyndum að komast til botns í af hverju þetta er svona. Hafið þið lært eitthvað af því að gera þessa þætti? Bragi Nei (hlær). Jú, ætli við höfum ekki aðal- lega fengið staðfestingu á því hvað íslenska er skemmtileg. M yn d/ Kr is ti nn SaMhverfur SaMhverfur eru orð eða setningar sem hægt er að lesa afturábak og áfram. AMMA SÁ AFA KÁFA AF ÁKAFA Á SAMMA KET, ÓPAL, APÓTEK RAKSÁPUPÁSKAR ÍRAKABAKARÍ FORÐIST SIÐROF KAJAK LÖGGUR BANNA BRUGGÖL ALLIR GRILLA RIDDARARADDIR TÓMAR ÁMUR UM ÁRAMÓT Ó HÆ HÓ! KAKÓ! HÆ HÓ! SNIFFUM MUFFINS LÍBANIR AKA TOYOTA KARINA BÍL TÓMATAMÓT RANGALARÖRALAGNIR SÍGILD ÍSLeNSK BLÓTSYrÐI hvaÐ er hÆGT aÐ SeGJa Í STaÐINN fYrIr SJITT OG fOKK? Það er ekki nokkur þörf á að hrópa signt og heilagt upp yfir sig á ensku götumáli þegar mikið liggur við. Í staðinn mætti til dæmis segja eitthvað af orðunum á neðangreindum lista. Eða taka Kolbein Kaftein úr Tinna- bókunum sér til fyrirmyndar og vera svolítið litrík/ur í orðavali. Prófið til dæmis næst þegar þið rekið tána í að segja ekki „sjitt“ heldur romsa út úr ykkur: Fari það í þúsund trilljón tryllta, tarfóða, tólgsadda, tannhvals- étandi, termítabitna túnfiska í Trékyllisvík! • SKRATTANS • HVER ÞREMILLINN • BÉVÍTANS • ÓLUKKANS • FJANDAKORNIÐ • ÓHRÆSIS • HVER GREFILLINN • FARI ÞAÐ GRÁKOLAÐ • DÉSKOTANS • FARI ÞAÐ Í SJÓÐANDI, HOPPANDI • FARI ÞAÐ Í SÓTSVART, ÞREIFANDI • HVER RÖNDÓTTUR • EKKISENS • FARI ÞAÐ Í HURÐARLAUST, GRÆNGOLANDI • ANSVÍTANS • RÆKALLINN hvaÐ GerIr OrÐ DÓNaLeGT? Hvað gerir orð dónalegt? Oft er það nefnilega ekkert endilega bein merking orðsins sem býr til dónaskap- inn. Rassgat er til dæmis frekar dónalegt orð. Samt köllum við stóreyga hvolpa og falleg lítil börn „rass- göt.“ Hún er svo mikið rassgat! Rassgatarófa, jafnvel. Svo höfum við heiti á sætum dýrum, eins og öpum. Apar eru krúttleg, mjúk, sniðug og skemmtileg dýr. Það þykir hinsvegar frámunalega dónalegt að kalla einhvern apa. Prófaðu að kalla lítið fallegt barn „apa“. Það mun ekki vekja eins mikla lukku og „rassgat“.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.