Monitor - 28.11.2013, Blaðsíða 20

Monitor - 28.11.2013, Blaðsíða 20
20 Monitor fimmtudagur 28. nóvember 2013 » í fyrra fóru fram 980 fóstureyðingar á íslandi » fóstur Fóstureyðingar eru aðgerðir sem sjaldan er rætt um á opinskáan máta. Allir virðast hafa skoðanir á fóstureyðingum en þegar öllu er á botninn hvolft hefur samfélagið gefið konunum sjálfum ákvörðunarvald yfir eigin líkama. Monitor ræddi við tvær ungar konur sem báðar hafa tekið þá erfiðu ákvörðun að fara í fóstureyðingu með ólíkum afleiðingum þó. Að eyðA fóstri Hvernig voru þínar aðstæður þegar þú komst að því að þú ert ólétt? Ég var 17 ára og ekki í sambandi. Það var mjög erfitt. Ég var með það prentað í hausinn að ég ætti að fara í fóstureyðingu. Barnsfaðir minn var mjög ósáttur við þetta og lét mig heyra það. Af hans viðbrögðum mætti halda að ég hefði orðið ólétt á eigin spítur. Notaðist þú við getnaðarvarnir á þessum tíma? Nei, ég var lítil og vitlaus. Þegar við vinkon- urnar höfðum verið með einhverjum gæjum höfðum við oft talað um að ef við yrðum óléttar færum við bara í fóstureyðingu. Ég átti vinkonur sem höfðu farið í fóstureyðingu og fyrir þeim var þetta ekkert mál. Hvernig uppgötvaðir þú að þú værir ólétt? Mér leið eitthvað rosalega illa. Ég fór á djammið og þurfti að gubba eftir tvo bjóra og þá fattaði ég að það væri ekki alveg allt í lagi hjá mér. Ég vissi náttúrulega bara ekkert hvað ég ætti að gera, það hafði aldrei hvarflað að mér að eignast barn. Ég endaði með að taka óléttupróf með vinkonum mínum í algeru rugli. Svo fór ég upp á læknavakt. Ég tók annað próf á læknavaktinni sem var líka jákvætt og læknirinn sagði mér að ef prófið væri jákvætt þá væri það bara jákvætt. Hvað tók við eftir það? Ég komst snemma að því að ég væri ólétt svo ég hafði tíma til þess að íhuga þettta vel. Ég hugsaði með mér að ég gæti ekki átt þetta barn svo ég pantaði tíma í fóstureyðingu og hitti í framhaldinu félagsráðgjafa. Hún talaði við mig og spurði mig út í allt, afhverju ég vildi ekki eiga barnið og svoleiðis. Ég fór tvisvar að hitta hana, ég man ekki afhverju en ég fékk ekki að skrifa undir pappírana í fyrra skiptið. Þegar ég kom aftur var hún tilbúin með pappírana og ég átti að skrifa undir en ég bara brotnaði niður og grét. Ég hafði komið til þess að skrifa undir en ég bara gat það ekki. Svo sagði ég við mig „Jú helvítis, ég bara geri þetta,“ en þá stoppaði félagsráðgjafinn mig af og sagði „Þú ert ekki tilbúin, hugsaðu þetta í viku“. Raunin var að ég var ekki andlega tilbúin til að fara í fóstureyðingu þó svo að ég hafi ætlað mér það. Ég hefði verið ónýt eftir á. Hvernig brást þitt nærumhverfi við þegar þú ákvaðst að fara ekki í fóstureyðingu eftir allt? Fólk var ekkert sérstaklega ánægt með það. Barnsfaðir minn var náttúrulega brjálaður. Þetta var auðvitað mjög erfitt og eflaust sér- staklega út af þessari pressu. En þetta var svo mikið frekar einhver tilfinning sem ég hafði en ekki einhver ákvörðun sem ég gæti bara tekið sí svona. Ég fann fyrir morgunógleðinni mjög snemma og vinkonur mínar sögðu „Pældu í því, þegar þú ert búin í fóstureyðingu þá er þetta allt bara farið,“. Þá helltist þessi hugsun yfir mig að jú, þá væri bara allt farið, ógleðin og barnið líka. Ég ákvað þess vegna að gera þetta bara ein og að ég ætlaði bara að gera þetta af hörku. Og ég gerði það, þrátt fyrir að ég væri alveg ein í þessari ákvörðun. Sættist fólk við ákvörðunina þegar leið á? Já, fjölskyldan mín sættist við þetta með tímanum. Á þessum aldri á maður svo kannski vini sem eru rosalega mikið að djamma og maður er bara unglingur í sínu unglinga umhverfi en það hvarf smátt og smátt. Maður hafði háleitar hugmyndir um að við yrðum bara á Laugaveginum með vagninn og með barnið á kaffihúsum en svo er þetta auðvitað ekki þannig. Þetta er ekkert eins rómantískt og maður ímyndar sér. Eitt áfallið virtist reka annað á meðgöngunni og svo datt ég í svona „baby blues“ eftir á. Venjulegir unglingar eru ekkert tilbúnir að eiga við svona og ég ímynda mér að flestar konur taki hormónaköstin frekar á mennina sína. Æskuvinkonur mínar stóðu þó þétt við bakið á mér og seinna meir eignaðist ég yndislegan vinahóp. Hvað með aðrar vinkonur frá þessum tíma? Við erum alveg kunningjar. Ég vil ekkert dæma og ég skil mjög vel að 17 ára stelpur nenni ekki að hlusta á einhvern tala um barn- ið sitt út í eitt. Ég varð líka þreytt á djammsög- unum svo við bara misstum tengslin. Þessi stund sem þú tókst ákvörðunina að eiga barnið hefur væntanlega tekið mikið á. Manstu hvenær þú gladdist fyrst yfir því að vera að verða mamma? Örugglega í fyrsta sónarnum. Þar var allur skalinn af tilfinningum. Að sjá barnið á skjánum er eitt það merkilegasta sem hefur komið fyrir mig og þá varð þetta raunverulegt. Þá byrjaði maður að leyfa sér að dreyma. Gerðir þú þér grein fyrir hversu erfitt það yrði að ala upp barn einsömul þegar þú tókst þessa ákvörðun? Nei. Barneignir og uppeldi eru erfið fyrir fólk í hjónabandi en hvað þá fyrir 17 ára stelpu sem er ekki með mann og ber alla ábyrgð á barninu sjálf. Ég man að fyrstu nóttina með syni mínum hélt ég að maður yrði að skipta á honum í hvert skipti sem hann pissaði. Hann pissaði svona fimm sinnum yfir nóttina svo ég var alltaf að, ég vissi náttúrulega ekkert hvað ég var að gera (hlær). Ég á sem betur fer frábæra fjölskyldu sem hefur stutt vel við bakið á mér. Faðirinn hefur aldrei verið inni í myndinni og það var mun erfiðara en ég hafði ímyndað mér. Það er alveg fáránlega erfitt að gera þetta einn. Ert þú á móti fóstureyðingum eftir þína reynslu? Ég er ekki á móti fóstureyðingum en mér finnst oft eins og þetta sé svo léttvægt í hug- um margra. Maður fari bara í fóstureyðingu og að það sé bara auðvelt. Sumar stelpur virðast bara stunda þetta en maður er auðvitað ekkert í aðstöðu til að dæma annað fólk. Eftir alla þá pressu sem þú upplifðir, fannst þér þá samfélagið gefa í skyn að lífið sé búið eftir barnsburð? Já, kannski. En ég var frá upphafi ákveðin í að láta ekki stimpla mig með einhverri stað- alímynd. Auðvitað fattaði ég að fólk var bara eitthvað „Hvað er hún að pæla,“ en ég tók þá ákvörðun að ég ætlaði bara að sýna þeim. Ég fór í háskóla og útskrifaðist þaðan á undan mörgum sem voru með mér í menntó. Ég beit bara á jaxlinn og var hörð. Það þarf ekkert að vera þannig að barnið skemmi fyrir manni. Ég varð mikið skipulagðari eftir að ég eignaðist barn. Ég hafði verið að drolla svolítið en þetta breytti mér og mínu lífi til hins betra. Ert þú sátt við þína ákvörðun í dag? Já, ég er 100% ánægð. Þetta er mjög erfitt en maður fær svo miklu meira til baka. Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum. Ég vil kannski bara hamra á því að það að fara í fóstureyðingu á ekki að snúast um einhverjar kaldar ákvarðanir heldur um tilfinninguna. Það eru örugglega margir sem eru tilbúnir og sáttir við sitt en ef manni finnst maður ekki geta farið í fóstureyðingu á maður alls ekki að gera það. Maður þarf að muna að gera ekki bara það sem annað fólk vill því maður tekur þessar ákvarðanir fyrir sjálfan sig. Fyrir fáeinum árum síðan hætti viðmælandi Monitor við að eyða fóstri þrátt fyrir þrýsting frá fjöl- skyldu, vinum og barnsföður. Hér segir hún Monitor sína sögu. Hætti við á síðustu stundu fræðsla fækkar fóstureyðingum Árið 2012 voru framkvæmdar 980 fóstureyð- ingar á Íslandi en það er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Fóstureyðingum meðal kvenna yngri en 20 ára hefur hinsvegar fækkað talsvert undanfarinn áratug. Þannig fóru 13,6 konur af hverjum 1.000 á aldrinum 15 til 19 ára í fóstur- eyðingu árið 2012 en á árunum 1997 til 2001 voru framkvæmdar yfir 20 fóstureyðingar ár hvert hjá hverjum 1.000 konum í þessum sama aldurshópi. Jens A. Guðmundsson yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans segir þar forvarnar- starfi læknanema undi merkjum Ástráðs um að þakka en hann telur ungt fólk vera meðvitaðara um getnaðarvarnir nú en áður. eru fóstureyðingar hættulegar konum? Jens segir að fóstureyðingum fylgji ávallt einhver áhætta líkt og raunin er með öll inngrip í mannslíkamann. Monitor spurði Jens hvort fóstureyðingar gætu skaðað líkur kvenna á að geta eignast börn síðar meir en hann segir að svo sé aðeins í undir 1% tilvika. Í raun er áhætt- an við barnsfæðingu nokkuð meiri en áhættan við fóstureyðingu en Jens bendir á að áhættan við barnsburð sé hinsvegar oftast metin út frá öðrum forsendum og þyki almennt ákjósanlegri en sú áhætta sem fylgir fóstureyðingum. Psst... Stúlkur undir 16 ára aldri þurfa samþykki foreldris til þess að gangast undir fóstureyðingu. Að sjá barnið á skjánum er eitt það merkilegasta sem hefur komið fyrir mig. Svo sagði ég við mig „Jú helvítis, ég bara geri þetta.“

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.