Monitor - 28.11.2013, Blaðsíða 18

Monitor - 28.11.2013, Blaðsíða 18
18 Monitor fimmtudagur 28. nóvember 2013 Reglulega ríður ný bylgja eiturlyfja yfir heimsbyggðina með tilheyrandi skaða. Fíkniefnið Mollý hefur hlotið mikla umfjöllun hérlendis upp á síðkastið og hefur efnið valdið miklu heilsutjóni og hörmungum eins og fjallað var um í nýlegu tölublaði Monitor. Mollý er þó ekki eina váin sem ber að dyrum í fíkniefnaheiminum, en „Purple Drank“ eða „Fjólusaft“ hefur víða gert vart við sig í skemmtanalífinu. Vökvar geta líka verið eiturlyf Því miður virðist fíkniefnaheimurinn vera í sífelldri „framþróun“ og hugmyndir bæði fíkla og eiturlyfjasala um nýjar blöndur og efni eru nánast óþrjótandi. Mat fólks á því hvenær um er að ræða eiturlyf og hvenær ekki er æði misjafnt, en margir virðast tengja orðið helst við sprautunálar, pillur eða reykingar af ýmsu tagi. Síðustu árin hefur það hins vegar orðið ljóst að ærin ástæða er til þess líta ýmis efni innbyrt í vökvaformi sömu augum, en fólk á það til telja slíkt saklausara en annað enda þar „bara drykkur“ á ferð. Nýjasta „æðið“ í fíkniefnaheiminum er einmitt innbyrt með þessum hætti, en það gengur undir hinum ýmsu nöfnum. Þó hér sé um nýlega bylgju að ræða er fyrirbærið þó ekki nýtt af nálinni, en það á rætur sínar að rekja allt aftur til seinni hluta síðustu aldar. Læknadóp úr hóstasafti Vinsælasta heiti fyrirbærisins er „Purple Drank“ og er það samsett úr sérstakri gerð hóstasafts og einni eða annarri gerð gos- eða ávaxtadrykkja. Fyrirbærið varð fyrst vinsælt meðal rappara frá suðurríkjum Bandaríkjanna og eftir að nokkur lög og plötur höfðu verið gefnar út með tilvísun í drykk- inn fór hann sem bylgja um suðurhluta landsins. Nú virðist slík bylgja vera að taka við sér aftur og hefur fyrirbærið komið upp víða, bæði hér á Íslandi sem og erlendis. Blandan hefur reynst gríðarlega hættuleg enda inniheldur hóstasaftið sem notast er við morfínverkjalyfið kódein. Saftið er lyfsseðilskylt og er því um svokallað læknadóp að ræða. Talað hefur verið um fyrirbærið í ýmsum rapplögum í gegnum tíðina, en athygli vekur að margir þeirra sem röppuðu og töluðu einna mest um efnið enduðu með því að látast langt fyrir aldur fram vegna neyslu þess. Tengsl við íslenskt lyfjafyrirtæki Þrátt fyrir að hafa ekki enn tröllriðið Íslandi í sama mæli og Bandaríkj- unum tengist drykkurinn fjólublái Íslandi þó að nokkru leyti. Þannig er nefnilega mál með vexti að hóstasaftið sem mest er notað í blönduna er framleitt af lyfjafyrirtækinu Actavis og er eitt slanguryrðanna yfir drykkinn einfaldlega nafn fyrirtækisins. Hægt er að finna myndbönd undir heitinu „Mixin‘ Actavis“ og fjölmargar Instagram myndir bera hash-tögg eins og #actavis, #actavisonly, #acta- vislifestyle og #actavisforsale. Hægt er að kaupa „actavis varning“ eins og derhúfur, límmiða og bolla og er þar í öllum tilfellum átt við drykkinn. Í ljósi þessarar þróunar áætlar fyrirtækið að taka lyfið af markaði í Bandaríkjunum. Hér má finna ýmsar myndir, punkta og slanguryrði tengd drykknum. Sumir þekkja það sem Actavis, aðrir sem Sizzurp og enn aðrir sem Purple Drank. Hér er komin nýjasta váin á eiturlyfjamarkaðnum. Fjólusaft skekur skemmtanalífið TónlisTar- heimurinn “i sipp codeine , it makes a southside playa lean (makes me leeeaaaan)“ – Sippin Codeine með DJ Screw (1998) „smokin out, throwin up, keepin lean up in my cup“ – Big Pimpin‘ með Jay Z (1999) „sipping and dipping and tripping, man i’m bout all out sippin’ on some sizurp, sip, sippin’ on some, sip” – „Sippin‘ on some syrup“ með Three 6 Mafia (2000) „i got them rainbow colors in my cup, That’s that syrup“ - Rainbow Colors með Three 6 Mafia (2003) “Please don’t blow my high When i’m sippin’ that purple rain“ – úr laginu Purple Rain með Beanie Sigel (2005) “Purple drank n my sprite purp n my blunt got me high as a kite i’m jus livin my life” – Purple Drank með Gorilla Zoe (2008) “up in the studio me and my drank Please let me be and let me do my thang Thinkin about a certain..certain somebody that perfect somebody sexy purple body” – Me and my drank með Lil Wayne (2009) “Purple drank, i still sip, purple weed blunt still lit“ - Purple Swag með A$AP Rocky (2011) „Pop a molly, smoke a blunt, drink some actavis“ – úr laginu Randy Savage með Waka Flocka Flame (2012) slanguryrði • Purple Drank • Sizzurp • Actavis • Syrup • Lean ÖrlÖg tónlistarmanna tengd PurPle drank: Þann 16. nóvember árið 2000 lést rapparinn DJ Screw. Dánarorsökin var skráð sem ofneysla kódeins, sem er aðaluppistaðan í „Purple Drank“. DJ Screw var einn helsti talsmaður drykkjarins og samdi ýmis lög um efnið. Þann 14. október 2007 lést rapp- arinn Big Moe eftir að hafa fengið hjartaáfall. Hann var rétt eins og DJ Screw frá Texas og gaf frá sér heilu plöturnar sem byggðust á Purple Drank, þ.á.m. City of Syrup og Pur- pleWorld og rappaði hann almennt mikið um drykkinn.Talið var að hjartaáfall hans mætti einmitt rekja til neyslu drykkjarins. Rapparinn Pimp C fannst látinn á hótelherbergi í Hollywood þann 4. Desember 2007. Hann var frá Texas og hafði líkt og ofangreindir listamenn rappað mikið um efnið, m.a. í lagi sínu „Pourin‘ Up“. Dauða hans var talið að mætti rekja til samspils undirliggjandi sjúkdóms og neyslu Purple Drank. Í mars síðastliðnum var rapparinn Lil Wayne lagður inn á spítala eftir neyslu drykkjarins. Hann fékk flog og var talinn í lífshættu í nokkurn tíma og þurfti m.a. að dæla upp úr maganum á honum þar sem mikið magn kódeins fannst. Rapparinn slapp þó lifandi frá atvikinu. Lil Wayne gaf frá sér lagið „Me and my drank árið 2009“ Work #acTavis #snaPbacks #limiTedediTion cjbigbusiness #oc80, #roxy, #oxy, #Pillsforsale, #acTavis, #acTavisforsale goddess is back #acTavis #codeine #PromeThazine @Trillog #acTavisonly black/Pink #16oz #rxxx #ThearTofliving #finesseTeam#smb sTaying av8Ted on This money makin sunday ... #av8TedlifesTyle #leaning#leaninlikeahoe #sTayav8Ted #28grams #doPe geT yours noW!!! alWays TriPPy #dabs #Wax #acTavis #acTrighT #leanseason #leanTeam#TexasTea #mud #bricks #acTonly #Wfayo #PurPle #drank #syzurP email me#sealed

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.