Monitor - 28.11.2013, Blaðsíða 4
4 Monitor fimmtudagur 28. nóvember 2013
Prófgredda
Hvað: Hugurinn á það til að leita á allt aðrar slóðir
þegar maður á að vera að einbeita sér að prófaund-
irbúningi. Nýlega var gerð könnun meðal nemenda í
Háskóla Íslands þar sem fram kom að 15% svarenda
höfðu stundað kynlíf í einhverjum af byggingum
háskólans og telur Monitor að meirihluti þessara
tilfella megi rekja til kynferðislegs æsings í
prófatíð.
Hvernig þú losar þig við hana: Gefðu þér
fimm mínútur í að lesa um útrýmingar-
búðir nasista, kynna þér meltingarfæri og
saurmyndun eða hringja í ömmu þína. Ef það
slekkur ekki kynlífslöngun þína í góða stund
ættir þú líklega að leita þér sálfræðihjálpar.
Hvernig þú lifir með henni: Sjálfum er höndin holl-
ust segir spakmælið. Í því felast mikil sannindi enda
geta ástarleikir með félaga leitt til frekari dagdrauma
að leiknum loknum. Þó er ekki úr vegi að leyfa sér smá
mannleg samskipti á milli lesstofustunda og hví skyldu
þau ekki vera líkamleg? Munið bara að setja öryggið á
oddinn því kynsjúkdómar fara ekki í jólafrí.
Nú þegar líða fer að jólum tekur prófstressið, sem allir námsmenn
kannast við, að gera vart við sig. Maður er búin að vita af prófunum
síðan önnin hófst en svo allt í einu er komið að þeim og það kemur
manni alltaf jafn mikið á óvart. Tíminn líður alltof hratt! Þegar kemur
að prófaundirbúningi er alltaf best að frumlesa ekki efnið rétt fyrir
próf enda tönglast kennararnir stöðugt á því að lesa alltaf heima. En
það kemur fyrir alla einhvern tímann að þurfa að frumlesa fyrir próf.
Auðvitað er mismunandi hvaða ‘prófataktík’ hentar fólki best. Ég
er t.d. alveg ótrúlega vanaföst og það mætti jafnvel segja að vottur
af þráhyggju leynist í mér þegar kemur að prófaundirbúningi. Það
verður allt að vera á hreinu áður en ég hef lestur fyrir próf því annars
er enginn möguleiki á að ég nái almennilegri einbeitingu. Þetta eru
helstu hlutirnir sem ég geri til þess ná árangri á prófunum.
1. Ef ég er að frumlesa efnið
Það sem mér finnst best að gera er að lesa
einhverjar glærur eða stikkorð áður en
ég fer í það að lesa námsefnið. Þá veit ég
nokkurn veginn hver aðalatriðin eru og
því er einfaldara að fókusera á þau þegar
ég les efnið.
2. Skipulag og áherslur
Ég vil alltaf vera með á hreinu hvar allt
námsefnið er, í hvaða röð það er og hvað það
er sem leggja þarf mesta áherslu á. Er eitthvað sem
kennarinn sagði að ég mætti sleppa eða nefndi hann að leggja ætti
meiri áherslu á eitthvað eitt frekar en annað?
3. Hvernig ætla ég að læra fyrir þetta fag?
Maður lærir ekki eins fyrir öll próf, auðvitað undirbýr maður sig á
annan hátt fyrir stærðfræðipróf heldur en sögupróf. Þá finnst mér gott
að skrifa niður á blað hvernig og í hvaða röð ég ætla að læra fyrir hvert
próf. Hvort sem ég ætla að lesa og glósa, skrifa litla minnismiða, fara
yfir glósur frá kennara eða fara einhverja aðra leið sem hentar mér
betur.
4. Tímamörk
Því næst set ég mér tímamörk. Ef ég
ætla til dæmis að lesa og glósa gef ég
mér x langan tíma til að glósa x margar
blaðsíður. Tímamörkin halda mér við
efnið og koma í veg fyrir að hugurinn
leiti eitthvert annað, á Facebook,
Instagram eða hvað þá Snapchat!
Ég passa mig samt á því að gefa mér
auka hálftíma á hverjum degi til þess að
„vinna upp“.Yfirleitt gleymi ég mér aðeins á
facebook eða einhversstaðar og næ þess vegna
ekki alveg að standast planið. Þá er gott að eiga auka hálftíma til vara,
sem kemur í veg fyrir stress um að ná ekki að klára.
5. Hitta vini, læra með þeim og af þeim.
Maður má ekki alveg gleyma sér og læsa sig eina inni í prófunum.
Sumir geta reyndar engan veginn haldið einbeitingu í kringum annað
fólk. Mér finnst samt alltaf gott að gefa mér tíma til þess að fara yfir
efnið með bekkjarsystkinum mínum. Þá er hægt að spyrja hvert annað
út úr eða ræða um efnið. Það brýtur upp daginn og lærdóminn sjálfan.
Það er líka gott að rifja upp efnið og hvað þá með skemmtilegu fólki.
Betur sjá augu en auga.
6. Hafa hreint í kringum mig.
Ég verð alltaf að laga til hjá mér áður
en ég sest niður til að læra. Einbeitingin
verður miklu betri ef það er hreint í
kringum mig. Mér líður líka bara betur í
hreinna og skipulagðara umhverfi.
7. Sofa og borða vel.
Að lokum annað klassískt ráð
sem kennarar og foreldrar
síendurtaka. En þetta er alveg
rétt. Maður heldur alltaf
að maður þurfi ekkert að
sofa svo lengi. Það er
alltaf hægt að pína
sig til þess að læra
þrátt fyrir lítinn
svefn. Það er samt
bara þannig að það
er mun auðveldara að
halda einbeitingu og
muna efnið eftir góðan
svefn.
Það er líka ómögulegt að
verða svangur því þá verður
maður svo órólegur og á erfiðara
með að læra. Prófatíð er því líka
góð afsökun fyrir því að troða í
sig!
Andrea Björnsdóttir er ein af dúxum
Verzlunarskólans auk þess að vera virkur
þátttakandi í félagslífi skólans. Monitor
fékk Andreu til að deila með lesendum
nokkrum góðum ráðum fyrir prófin.
Prófataktík
dúxins
Þau eru ófá vandamálin sem steðja að stressuðum nem-
endum þegar líður að prófum. Monitor hefur ekki sérfræði-
þekkinguna til að leiðbeina lesendum með prófkvíða en
býr að reynslumiklum blaðamönnum þegar kemur að öðr-
um próftengdum vandamálum sem margir kannast við.
Kvillar í prófatíð
Prófljóta
Hvað: Þegar líður að prófum fara andlit nemenda að
fölna, baugarnir undir augum þeirra að stækka og
metnaður í fatavali fer minnkandi. Þetta á sérstaklega
við fyrir jólaprófin þar sem D vítamín skortur er farinn
að láta á sér kræla í takt við lækkandi sól.
Hvernig þú losar þig við hana: Taktu þér hálftíma á
hverjum laugardegi til að skipuleggja fataskápinn fyrir
vikuna svo þú freistist ekki til að eyða henni í sömu
skítugu náttbuxunum. Líttu á sturtuferðir sem tækifæri
til að þylja utanaðbókarlærdóm. Passaðu að fá nægan
svefn bæði til að berjast gegn baugum og til að hafa
orku í lærdóm morgundagsins.
Hvernig þú lifir með henni: Mundu að allir fá prófljót-
una á einhverjum tímapunkti þó svo að fólk upplifi
hana í mismiklum mæli. Próftímabilið er kjörið til að
gefa skít í útlitskröfur samfélagsins og leyfa sér að
vera sjúskaður. Fagnaðu ljótunni með óþvegnu hári,
ósamstæðum sokkum, og baugum niður á nafla.
Próffita
Hvað: Margir kannast við að kíkja oftar inn í ísskáp
þegar álagið er mikið og það er varla til sá íslenski
háskóla-eða menntaskólanemi sem ekki kannast við
neyðarferðir á nammibarinn í prófalærdómi. Nartið
tekur sinn toll á mittismáli margra og það eru eflaust
margir sem kannast við að víkka beltið í prófunum.
Hvernig þú losar þig við hana: Nartþörfin hefur oft lítið
sem ekkert með sykurþörf að gera. Þurrkaðir ávextir og
hnetur gefa svipaða upplifun án þess að auka á björg-
unarhringinn. Eins er gott að gefa sér tíma í hreyfingu
á hverjum degi en sagt er að hálftíma líkamsrækt auki
einbeitingu og úthald yfir daginn.
Hvernig þú lifir með henni: ´Gakktu í víðum og
þægilegum fötum á próftímabilinu og gleymdu öllu
sem heitir vigt eða rækt. Smá ástarhandföng eru nú
bara kósí og þar fyrir utan segir Oprah að fólk sé fallegt
sama hvernig það er í laginu. Bættu prófátinu á jólaáts
reikninginn sem þú borgar seinna. Kleinuhringurinn
skilur þig líka mikið betur en hrökkbrauðið.