Morgunblaðið - 23.12.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.12.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2013 Ármúla 5 • 108 Reykjavík • Sími 544 8181 Þekking • Þjónusta www.innlit.is Gleðileg jól Starfsfólk Innlits óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar. Þökkum góð samskipti á árinu, sem er að líða, og hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári. Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is Mokkakápur Mokkajakkar Tryggvagötu 18 - 552 0160 Laugavegi 63 • S: 551 4422 Peysuúrval - Blúndublússur Sparibolir - Loðskinnskragar Kasmírtreflar - Hanskar Gjafakort o.m.fl. Gjafainnpökkun Vandaðar jólagjafir konunnar Gjafakort er góð gjöf Opið í dag kl. 10-20 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Laugavegi 54, sími 552 5201 Fleiri myndir á facebook Flott fyrir jólin 20% afsláttur til jóla Verð áður 16.990 kr. Nú 13.590 kr. Verð áður 24.990 kr. Nú 19.990 kr. Skötuhlaðborð Í dag, Þorláksmessu, frá kl. 12:00-20:00 Verð kr. 1.950 Veitingahúsið Stúdíó 29 á horni Laugavegs og Snorrabrautar María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs, segir ráðið eingöngu hafa farið eftir tillög- um faghóps Bandalags íslenskra listamanna um styrkveitingar til menningarmála fyrir næsta ár en hann skipa Gunnar Hrafnsson, Ólöf Nordal, Randver Þorláksson, Magn- ea J. Matthíasdóttir og Valdís Ósk- arsdóttir. „Í nokkuð mörg ár hefur fyrir- komulagið verið þannig að bandalagið kemur með tillögur sem síðan menn- ingarráð samþykkir og ekki hefur verið farið gegn tillögum þess. Þessi háttur er hafður á til þess að koma í veg fyrir að pólitík eða geðþóttaákv- arðanir ráði för. Faghópurinn er skip- aður listamönnum fyrir listamenn, þetta er þeirra niðurstaða og það er okkar stefna að fylgja tillögum hóps- ins,“ segir Einar Örn um þá ákvörðun að hætta að styrkja alþjóðlegu kvik- myndahátíðina RIFF en hún hefur verið haldin í tíu ár og meðal annars verið styrkt af Reykjavíkurborg. Þess í stað fékk Heimili kvikmyndanna styrk upp á átta milljónir fyrir að halda kvikmyndahátíð. Leyfi öðrum að spreyta sig Gunnar Hrafnsson, formaður fag- hóps Bandalags íslenskra listamanna, segir faglegar forsendur hafa legið að baki úthlutuninni en vildi ekki tjá sig sérstaklega um það af hverju umsókn RIFF hefði verið hafnað. „Þessi um- sókn sem við veittum brautargengi vakti áhuga okkar og samrýmdist sýn okkar og skoðunum á því hvernig góður rekstur á kvikmyndahátíð get- ur verið. Við vorum sammála mark- miðum þeirra sem og framsetning- unni. Umsóknin var í samræmi við þær forsendur sem okkur eru gefnar. Okkar hlutverk er að taka afstöðu til umsóknanna á faglegum forsendum enda eru það skattpeningar sem fara í þessa menningarstyrki. Þá er það að sama skapi nauðsynlegt að meta hvort það sé endilega ástæða til þess að sum verkefni séu á varanlegum styrkjum frá borginni eða hvort eitt- hvað annað taki við. Við erum að út- deila 70 milljónum en það er sótt um fyrir 268 milljónir. Það er mikið af efnilegu fólki sem kemur með nýjar og spennandi hugmyndir og maður spyr sig hvort það eigi að veita þeim tækifæri og styrkja þá eða þá sem eru þegar orðnir ráðsettir. Í sumum til- fellum er því nauðsynlegt að velta því fyrir sér hvort tímabært sé að þeir standi á eigin fótum og leyfi öðrum að spreyta sig,“ segir Gunnar. Kvikmyndahátíð endurvakin Heimili kvikmyndanna er sjálfs- eignarstofnun sem rekur m.a. Bíó Paradís sem styrkt er af Reykjavík- urborg. Fagfélög kvikmyndagerðar- manna standa að stofnuninni. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmda- stjóri Bíó Paradísar, segir styrkinn ekki renna til Bíó Paradísar heldur í sérstakt verkefni á vegum fagfélaga kvikmyndagerðarmanna. „Það er öll- um frjálst að sækja um að halda kvik- myndahátíð og faghópur Bandalags íslenskra listamanna komst að þess- ari niðurstöðu,“ segir Hrönn. „Hér er verið að endurvekja eldri kvikmyndahátíð á vegum þessara fagfélaga. Hugmyndin er sú að reka kvikmyndahátíð sem er í þágu kvik- myndaiðnaðarins á Íslandi og rekin í samstarfi við alla þá sem hafa hags- muna að gæta í þessu landslagi og í sátt og samlyndi við alla þá sem tengj- ast þessu eins og til dæmis Íslands- stofu og fleiri aðila. Lagt er upp með að yfir hátíðinni sé skipuð stjórn þar sem fulltrúar þessara fagfélaga eiga sæti og sömuleiðis fulltrúar frá ríki og borg og aðrir hagsmunaaðilar í kvik- myndaiðnaðinum,“ segir Hrönn enn- fremur. Segjast alltaf fara eftir tillögum faghóps BÍL  Önnur kvikmyndahátíð styrkt um 8 milljónir í stað RIFF  Til fagfélaga kvikmyndagerðarmanna, ekki Bíó Paradísar Morgunblaðið/Golli Kvikmyndir Heimili kvikmyndanna rekur Bíó Paradís við Hverfisgötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.