Morgunblaðið - 23.12.2013, Blaðsíða 4
segir Ólafur Darri en gjaldskrár-
hækkanirnar nema um 3,2 prósent-
um hjá ríkinu að öllu óbreyttu.
Ríkisstjórnin kom hins vegar
nokkuð til móts við kröfur verka-
lýðshreyfingarinnar í skattamálum
en þó ekki að öllu leyti. „ASÍ lagði
áherslu á að skattkerfisbreytingarn-
ar næðu til þeirra sem eru á lægst-
um launum. Ríkisstjórnin kom að
hluta til á móts við kröfur verkalýðs-
hreyfingarinnar með því að hækka
skattmörkin í milliþrepinu í 290 þús-
und krónur en því miður hafnaði rík-
isstjórnin því að hækka persónuaf-
sláttinn um 1000 krónur sem hefði
gagnast þeim sem eru á lægstu laun-
unum,“ segir Ólafur Darri.
Áhersla á hækkun lægstu launa
Samið um 2,8 prósenta almenna launahækkun Sérstaklega samið um lægstu laun og engin laun
hækka um minna en 8000 krónur á mánuði Verðbólgumarkmið höfð í huga til að verja kjarabótina
Morgunblaðið/Golli
Samið Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi
Arnbjörnsson, forseti ASÍ, féllust í faðma að lokinni undirskrift.
1. janúar 2014 skulu laun hækka um 2,8%,
þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði
Mánaðarlaun í kr. Launahækkun Skatta- Samtals Breyting í
á mánuði lækkun prósentum
190.000 - 230.000 9.750 0 9.750 5,13 - 4,24
235.000 - 285.000 8.000 0 til 539 8.000 3,40 - 3,00
300.000 8.400 957 9.357 3,12
350.000 9.800 1.245 11.045 3,16
400.000 11.200 1.485 12.685 3,17
450.000 12.600 1.725 14.325 3,18
500.000 14.000 1.965 15.965 3,19
600.000 16.800 2.445 19.245 3,21
700.000 19.600 2.925 22.525 3,22
800.000 22.400 3.405 25.805 3,23
900.000 25.200 3.470 28.670 3,19
1.000.000 28.000 3.470 31.470 3,15
Heimild: ASÍ
BAKSVIÐ
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Alþýðusamband Íslands og Samtök
atvinnulífsins skrifuðu undir kjara-
samning um helgina sem tekur gildi
1. janúar og er til eins árs. Samning-
urinn kveður á um 2,8 prósenta al-
menna launahækkun og að lægstu
laun hækki um 9.750 krónur. Ólafur
Darri Andrason, deildarstjóri hag-
deildarASÍ, segir að sérstök áhersla
hafi verið lögð á það að ná fram
hækkun lægstu launa umfram al-
mennu hækkunina. „Laun undir 230
þúsundum á mánuði hækka um
9.750 krónur sem er tæplega 5 pró-
senta hækkun en almenna launa-
hækkunin er 2,8 prósent en þó er
samið þannig að lágmarkshækkun
launa verði ekki minni en 8.000
krónur. Fólk á tekjubilinu 230 til 285
þúsund króna er því að fá umfram-
hækkun í prósentum talið,“ segir
Ólafur Darri.
Þolmörk verðbólgumarkmiðs
Samtök atvinnulífsins lýstu því yf-
ir í haust að samningar þyrftu að
vera hóflegir svo hægt væri að halda
niðri verðbólgu og verja kjarabætur
launafólks. Hannes G. Sigurðsson,
aðstoðarframkvæmdastjóri SA, seg-
ir samninginn vera við ystu mörk
verðbólgumarkmiðsins og að eðli-
lega hefðu samtökin viljað meira
svigrúm til að hægt yrði að ná verð-
bólgumarkmiðum Seðlabankans.
„Okkar ásetningur var að semja með
þeim hætti að launafólk haldi þeim
kjarabótum sem það fær. Í þeim
löndum sem við berum okkur saman
við eru launabreytingar og verð-
bólga minni heldur en verið hefur
hér á landi. Þannig væri hægt að ná
bæði jafnari og öruggari kjarabót til
lengri tíma og minnka sveiflur í
efnahagslífinu,“ segir Hannes enn-
fremur.
Skattalækkanir og gjaldskrár
Sveitarfélögin hafa tekið vel í
beiðni aðila vinnumarkaðarins um að
falla frá gjaldskrárhækkunum en
bæði Ólafur Darri og Hannes telja
það vonbrigði að ríkið hafi ekki feng-
ist til að falla frá sínum áformum um
gjaldskrárhækkanir með sama hætti
og sveitarfélögin hafa gert. „Auðvit-
að eru það vonbrigði að ríkið skuli
ekki falla frá sínum hækkunum en
þeir gáfu okkur það vilyrði að dregið
yrði úr hluta af gjaldskrárhækkun-
um ef samningar verða samþykktir,“
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2013
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Köben
frá aðeins kr.
9.900 Aðra leið, til eða frááfangastað, með sköttum.
Kennarasamband Íslands hefur gefið það út að sambandið
gangi óbundið til kjarasamninga. Samningar framhalds-
skólakennara losna í janúar, grunnskólakennara í febrúar
og leikskólakennara í apríl. Björg Bjarnadóttir, varafor-
maður Kennarasambands Íslands, segir samning Alþýðu-
sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki geta verið til
viðmiðunar þegar kennarar koma að samningaborðinu.
„Við höfum gefið það út að við göngum óbundin til okkar
samninga og það er alveg ljóst að leiðrétta verður laun
okkar félagsmanna. Kennarar þurfa verulegar lagfær-
ingar á sínum launum ef laun þeirra eru borin saman við
laun annarra háskólamenntaðra starfsmanna með sam-
bærilega menntun,“ segir Björg en byrjunarlaun nýrra kennara eru einungis
um 60 prósent af meðaltali byrjunarlauna annarra háskólamenntaðra stétta.
Þá bendir Björg á að á síðasta kjörtímabili hafi verið tekin sú ákvörðun að
leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga m.a. með tilvísun í að um kvennastétt væri
að ræða. Segir hún að það eigi svo sannarlega líka við um kennarastéttina.
„Það var auðvitað önnur ríkisstjórn við völd þegar laun hjúkrunarfræðinga
voru leiðrétt en félagsmenn okkar eru um 80 prósent konur og því á svo
sannarlega við um okkur sú hugsjón að leiðrétta stöðu kvennastétta.“
Kennarar ganga óbundnir til samninga
Björg
Bjarnadóttir
Samningurinn milli Alþýðusambands Íslands og Sam-
taka atvinnulífsins, sem gengið var frá um helgina, nær
til rúmlega 100 þúsund Íslendinga. Þó er enn ósamið við
nokkra hópa á almenna vinnumarkaðnum, eins og
mjólkurfræðinga, flugmenn, flugvirkja, flugfreyjur o.fl.
hópa. „Samningar þessara hópa voru lausir flestir í nóv-
ember og núna heldur bara áfram vinnan með þeim hóp-
um sem eru með lausa samninga,“ segir Magnús Pét-
ursson ríkissáttasemjari. Eftir áramót losna svo samn-
ingar opinberra starfsmanna og starfsmanna sveitar-
félaga. „Það eru stórir samningar að losna á næstu
mánuðum eins og hjá framhaldsskólakennurum og
grunnskólakennurum og því stór verkefni framundan eftir áramót,“ segir
Magnús.
Eftir að semja við stóran hóp launafólks
Magnús
Pétursson
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
í nýverið hafa Bretar nú ákveðið að
gefa út fimm punda seðla úr plast-
efni, polypropylene, árið 2016. Nýi
seðillinn er sagður munu endast
mun lengur en hefðbundnir papp-
írsseðlar og á að þola þvott. Um 20
ríki nota nú þegar plastseðla. Þeir
kosta meira í framleiðslu en hefð-
bundnir seðlar en endast lengur.
Nýi 10 þúsund króna seðillinn frá
Seðlabankanum er að hluta styrkt-
ur með plasti en einnig er í honum
betri optik-öryggisbúnaður. Hver
seðill kostar 29 krónur í framleiðslu
sem er talsvert meira en eldri seðl-
ar kosta.
Andvirði nýju seðlanna í umferð
nemur nú þegar um 3,7 milljörðum
króna.
„Eins og þegar hefur komið fram
leið langur tími frá því undirbún-
ingur og hönnun tíu þúsund króna
seðilsins hófst þar til hann var sett-
ur í umferð,“ segir Stefán Jóhann
Stefánsson, ritstjóri hjá Seðlabank-
anum. „Á þeim tíma hafa plastseðl-
ar þróast þó nokkuð og seðla-
bankar í auknum mæli hafa verið
að skoða þann möguleika að gefa út
plastseðla. Plastseðlarnir eru dýr-
ari í framleiðslu en hefðbundnir
seðlar, en þeir endast vissulega
mun lengur þannig að þegar á
heildina er litið kunna þeir að vera
hagkvæmari kostur.“
Stefán segir að í okkar tilviki
hefði verið mjög dýrt að skipta yfir
í plast þar sem hönnunin var svo
langt komin. „Hér skiptir einnig
máli ákvæðisverð viðkomandi seð-
ils. Seðill sem er umfangsmikill í
veltu, þ.e. er mikið notaður, er
væntanlega að jafnaði hagkvæmari
kostur í plasti en pappír. Seðill
sem ekki er eins umfangsmikill í
veltu, s.s. 10 þúsund króna seðill-
inn, er væntanlega síður hag-
kvæmur, þ.e. líftími hans er án efa
mun lengri en t.d. 1.000 króna seð-
ils. Gera má hins vegar ráð fyrir að
plastseðlar komi m.a. til skoðunar
við hönnun nýrra seðla í framtíð-
inni.“
Kannað síðar hvort plastseðlar
komi til greina hér á landi
Of seint var að hafa 10 þúsund króna seðilinn úr plasti
EPA
Plast Nýi fimm punda seðillinn
breski er með Elísabetu drottningu.
Almenn launahækkun
1. janúar 2014 skulu laun hækka um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á
mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf.
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf skv. kjarasamningum skulu vera 214 þús-
und krónur frá 1. janúar 2014 fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað
hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki.
Sérstök hækkun kauptaxta
Launataxtar undir 230.000 kr. á mánuði hækka sérstaklega um 1.750 kr.
Kauptaxtar gilda frá 1. janúar 2014.
Desember- og orlofsuppbót
Desemberuppbót miðað við fullt starf á árinu 2014 er 53.600 kr. Orlofs-
uppbót miðað við fullt starf á árinu 2014 er 29.500 kr.
Nokkur atriði úr samningnum
SAMNINGUR ASÍ OG SA