Morgunblaðið - 23.12.2013, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2013
✝ Hallfríður Ás-mundsdóttir
fæddist á Kverná
við Grundarfjörð
4. apríl 1923. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 16. des-
ember 2013. For-
eldrar Hallfríðar
voru Ásmundur Jó-
hannsson, bóndi á
Kverná, f. 27. sept.
1884, d. 7. okt.
1968, og Steinunn Guðbjörg
Þorsteinsdóttir, f. 11. janúar
1888, d. 15. nóvember 1964.
Systkini Hallfríðar voru átta
talsins: Þorsteinn Guðberg, f.
1911, d. 1993, Ásta Elínborg, f.
1913, d. 1995, Jóhann, f. 1915,
d. 1982, Búi, f. 1918, d. 1934,
Kristfinnur, f. 1921, d. 1924,
Vilhjálmur, f. 1926, d. 1960,
Kristinn Ferdinand, f. 1928, d.
1980, og Friðrik Heiðar, f.
1930, d. 1979.
Dagur Kári, f. 23.9. 2010. b.
Loftur, f. 17.8. 1984. K. 4.4.
2009 Bergdís Heiða Eiríks-
dóttir, f. 21.10. 1984. Þeirra
dóttir er Emilía Dís, f. 7.2.
2010.
Fríða, eins og hún var alltaf
kölluð, ólst upp á Kverná með
bræðrum sínum og systur. Hún
vann nokkuð við afgreiðslu-
störf á yngri árum, fyrst í
Grafarnesi og svo í Kaupfélag-
inu í Stykkishólmi. Fríða var
einn vetur í Reykholti en síðan
lá leiðin í Húsmæðraskólann á
Ísafirði. Fríða bjó í Sandgerði
hjá Ástu systur sinni og Jó-
hanni mági í eitt ár og starfaði
á skrifstofu. Hún fluttist síðan
til Reykjavíkur og vann að
mestu í mjólkurbúðum víðs
vegar um bæinn. Fríða starfaði
á Hrafnistu í Reykjavík í sex
ár. Hún vann í mötuneyti
Landsbankans áður en hún fór
á eftirlaun.
Hallfríður flutti á Hrafnistu í
Reykjavík hinn 23. desember
2008.
Hallfríður verður jarðsungin
frá Digraneskirkju í dag, 23.
desember 2013, og hefst at-
höfnin kl. 11.
Hallfríður giftist
hinn 19.9. 1950
Kristni Gesti Finn-
bogasyni lögreglu-
varðstjóra, f. á
Barðaströnd 13.6.
1917, d. 30.8. 2009.
Synir Hallfríðar og
Kristins eru: 1)
Finnbogi Grétar
Kristinsson, f. 5.1.
1951. K. 11.1. 1973
Vilborg Ósk Ár-
sælsdóttir, f. 18.9. 1954, d. 29.4.
2008. Sonur þeirra er Kristinn,
f. 19.7. 1976. Dóttir hans og
Snædísar Kjartansdóttur, f.
18.12. 1982, er Vilborg Ósk, f.
23.10. 2010. 2) Ásmundur Krist-
insson, f. 13.10. 1956, K. 28.10.
1978 Svava Loftsdóttir, f. 2.2.
1957. Synir þeirra: a. Friðrik
Heiðar, f. 19.1. 1980. K. 17.7.
2004 Hildur Helga Sævars-
dóttir, f. 2.5. 1979. Börn þeirra
eru Eva Katrín, f. 6.2. 2007, og
Í dag, Þorláksmessu, verður
móðir okkar borin til grafar og í
hinsta sinn munum við standa
henni við hlið í þessu jarðneska
lífi þegar við berum kistu henn-
ar til hinstu hvílu. Með sorg í
hjarta kveðjum við móður okkar
sem var okkur svo kær.
Á þessum degi fyrir fimm ár-
um komst mamma í skjól á
Hrafnistu og í faðm eiginmanns
síns sem þremur mánuðum áður
fékk pláss þar. Það er varla
hægt að lýsa því hvað það var
mikill léttir og gleði að þau gætu
verið saman á ný yfir jólahátíð-
ina. En þetta urðu þeirra síðustu
jól saman að sinni.
Það voru miklar byrðar settar
á herðar mömmu þar sem hún
missti marga af bræðrum sínum
í blóma lífsins sem olli því að oft
dró ský fyrir sólu í lífi hennar.
Henni var ekki hlíft við því að
takast á við lífið, frekar en öðr-
um. En með trú og æðruleysi
tókst hún á við lífið og óttaðist
eigi dauðann.
Nokkrum dögum fyrir andlát
sitt hafði hún á orði að hún
hlakkaði til að hitta eiginmann
sinn.
Í dag kveðjum við bræðurnir
móður okkar og gleðjumst yfir
að nú á ný eru foreldrar okkar
sameinuð hlið við hlið yfir jólin
um aldur og ævi.
Finnbogi og Ásmundur.
Elsku Fríða mín.
Mikið var síðasta heimsókn
okkar fjölskyldunnar til þín
skemmtileg. Eins og vanalega
vildir þú fá fréttir af öllum í fjöl-
skyldunni og við brostum og
hlógum saman. Þú varst alveg
eins og þegar ég kynntist þér,
ljúf, góð og ákveðin og lést mig
finna hvað þér þótti vænt um
mig þegar við kvöddumst. Þú
vissir alltaf hvað þú vildir og
sagðir það hiklaust.
Ég á margar góðar og
skemmtilegar minningar um þig,
bæði frá Háaleitisbrautinni og
Hrafnistu. Þegar við Loftur
komum í heimsókn til þín og
Kristins á Háaleitisbrautina vor-
uð þið alltaf glöð að sjá okkur.
Þið Kristinn spjölluðuð við okk-
ur smástund og síðan settist þú í
stólinn þinn og byrjaðir að lesa
bók. Eftir að þú fórst á Hrafn-
istu breyttist þetta ekki mikið en
þó byrjaðir þú að prjóna og mála
á sængurver sem þú gafst
barnabörnunum.
Þegar við komum á Hrafnistu
varstu yfirleitt í stólnum þínum
með bók þér við hlið. Við erum
búin að eigna þér þennan stól
því ef þú sast ekki í honum þeg-
ar við komum þá var hann tóm-
ur. Mér verður alltaf minnis-
stætt hvað þú brostir fallega
þegar við komum til þín, Fríða
mín, og á ég eftir að sakna
þeirra stunda. Hvíldu í friði.
Bergdís Heiða.
Þá er komið að kveðjustund
amma.
Þegar ég sá afa Kristin í síð-
asta sinn var ég þess fullviss að
ég ætti eftir að hitta hann aftur.
Karlinn hafði aldrei verið jafn-
hress. Þú ákvaðst að kveðja okk-
ur með sama hætti. Eftir að hafa
veikst varstu orðin hress og vild-
ir fá að heyra fréttir af fjölskyld-
unni og ræða um daginn og veg-
inn. Alveg eins og þegar ég sá
afa í hinsta sinn taldi ég víst að
ég ætti eftir að hitta þig aftur.
Ég gerði ráð fyrir því að heim-
sækja þig þar sem þú sætir í
stólnum þínum á Hrafnistu með
bók í hendi og brostir til okkar
þegar þú sæir að við fjölskyldan
værum komin í heimsókn. Það
er ljóst að af því verður ekki og
því kveð ég þig með söknuði.
Ég hugsa til þeirra góðu
minninga sem þú skilur eftir.
Þar má nefna þegar þið afi tók-
uð svo vel á móti mér í gamla
daga á Háaleitisbrautinni og
þegar þú gafst okkur með miklu
stolti kjóla og rúmföt handa Em-
ilíu Dís sem þú hafðir prjónað
sjálf.
Hvíldu í friði, elsku amma
mín.
Loftur Ásmundsson.
Hallfríður Ásmundsdóttir,
tengdamóðir mín, kom í líf mitt
árið 1976, þegar ég var 19 ára
verslunarskólamær. Þá var hún
53 ára, glæsileg og lífsglöð úti-
vinnandi kona.
Fríða var ættuð frá Kverná í
Grundarfirði; sú sjötta í röðinni
af níu systkinum. Bræðurnir sjö
en systurnar tvær. Ættingjar
Fríðu tala oft um Kvernárlund-
arfarið; fljót að reiðast og fljót
að fyrirgefa. Þannig var Fríða.
Hún sagði hlutina beint út.
Hreinskiptin samskipti henta
mér vel og kom okkur því vel
saman. Þrátt fyrir hreinskilnina
var hún aldrei afskiptasöm
tengdamóðir. Starfsmenn
Hrafnistu töluðu um Hallfríðar-
takta af sömu ástæðu. Hún var
eftirtektarsöm til hinstu stundar
á hluti sem hún hafði áhuga á.
„Varstu að kaupa nýja skó?“
spurði hún nýlega. „Já,“ sagði
ég. Fríða gaf ekkert út á hvort
þeir væru fallegir eða ljótir.
Spurði aðeins með svolitlum
hundshaus eins og það væri nú
óþarfi fyrir mig að kaupa enn
eitt skóparið. Fríða naut heim-
sókna okkar en þegar hún tók
upp bók vissum við að nú væri
tími til kominn að tygja sig
heim.
Tengdaforeldrar mínir að-
hylltust grænan lífsstíl. Þau
eignuðust ekki bíl heldur notuðu
almenningssamgöngur. Fríin sín
notuðu þau til að heimsækja
ættingja í Grundarfirði og á
Barðaströnd. Fríða fór með
Margréti systurdóttur sinni til
sólarlanda þegar hún var rúm-
lega fimmtug og hafði gaman af.
Fríða dvaldi mörg sumur með
strákana sína hjá Steina bróður
sínum sem var einsetukarl og
fannst gott að fá myndarlegar
húsmæður í heimsókn. Fríða tók
þá gjarnan heimilið í gegn og
skilaði því tandurhreinu.
Það var mikið lán fyrir
tengdaforeldra mína að eignast
heimili á Hrafnistu í Reykjavík.
Kristinn lést fyrir rúmum 4 ár-
um og var missir Fríðu mikill.
En það var töggur í tengda-
mömmu og þegar hún komst í
stórt nýuppgert herbergi fór allt
upp á við. Hún var svo stolt af
nýja heimilinu sínu. Segja má að
Fríða hafi yngst með hverju
árinu eftir að hún kom á Hrafn-
istu því öryggið þar hafði góð
áhrif á hana. Fríða var flutt á
Borgarspítalann nú í desember
en var ósátt við að vera þar.
Hún vildi vera í herberginu sínu,
innan um sitt dót og starfsmenn-
ina sem hún þekkti. Hún fékk
ósk sína uppfyllta.
Ég vil þakka starfsfólki
Hrafnistu fyrir góða umönnun
öll árin fimm, ekki síst síðustu
tvær vikurnar. Það er svo dýr-
mætt að vera í kunnuglegu og
kærleiksríku umhverfi þegar
maður mætir skapara sínum.
Ég þakka tengdamóður minni
samfylgdina öll þrjátíu og sjö ár-
in. Það er gott að eldast en gefur
takmarkaða mynd ef ættingjarn-
ir minnast manns bara sem 90
ára hrumrar konu. Því er nauð-
synlegt að skoða gamlar myndir
með börnum og barnabörnum og
minnast þar með lífshlaups
góðrar konu.
Tengdamóðir mín verður
jarðsett á Þorláksmessu og á
það vel við þar sem Fríða flutti
inn á Hrafnistu þann dag fyrir
nákvæmlega 5 árum og nýr íbúi
flytur í herbergið hennar um
það leyti. Sá fær að upplifa
fyrstu jólin á Hrafnistu en Fríða
fær að liggja við hlið eiginmanns
síns sem hún hlakkaði heil ósköp
til að hitta aftur. Hvíl í friði,
kæra tengdamóðir.
Svava Loftsdóttir.
Hallfríður
Ásmundsdóttir
Þegar Addi Kiddi var kosinn í
stjórn KFUM í Reykjavík 1982
var það viss viðurkenning á öfl-
ugu starfi hans í Maríubakkan-
um. Það kom því engum á óvart
þegar hann af eldmóði fór fyrir
hópi félagsmanna sem hóf barna-
starf í Seljahverfi í einbýlishúsi
félagshjóna. Upphafið var ævin-
týralegt því þangað sóttu á þriðja
hundrað drengja sem var sann-
kallaður húsfyllir.
Óvænt og fyrirvaralítið kom
röðin að Adda Kidda að taka við
formennsku í KFUM árið 1987
og hann gaf sig heilshugar í það
og var mjög atorkusamur. Naut
hann líka stuðnings konu sinnar
sem alla tíð stóð við hlið hans og
hvatti áfram. Hann var formaður
KFUM til ársins 1992 en hætti
þá í stjórninni en var áfram
tengdur starfinu í Breiðholti. Á
formannsárum hans var hús fé-
laganna að Amtmannsstíg 2b selt
og ákveðið að byggja aðalstöðvar
við Holtaveg en í umræðum og
undirbúningi þess nutu fé-
lagsmenn framsýni hans, áræðni
og hvatningar.
Það er sárt að kveðja svo góð-
an dreng sem nú hefur fengið
hvíld eftir erfið veikindi. Við
minnumst Adda Kidda sem dríf-
andi og áhugasams manns sem
gaf ómælt af tíma og kröftum í
það málefni sem honum var
hjartfólgið. Við erum þakklát
fyrir að hafa kynnst honum og
starfað með honum.
Elsku Allý, Arnfríður Inga,
Sighvatur Hilmar, Erla Guðrún,
Gyða Rut, Arnar Sölvi, tengda-
börn og barnabörn. Ég flyt ykk-
ur samúðarkveðjur frá fé-
lagsfólki með bæn um að Guð
styrki ykkur og fjölskylduna alla
í sorg ykkar og söknuði.
Auður Pálsdóttir, formaður
KFUM og KFUK á Íslandi.
Kveðja frá Íþróttafélagi
fatlaðra í Reykjavík
Á hverjum laugardegi í yfir
tuttugu ár var Addi mættur í
íþróttahús Íþróttafélags fatlaðra
í Reykjavík. Erindið var að
stjórna getraunastarfi ÍFR. Að-
eins var slakað á meðan enski
boltinn var í fríi. Þá sinnti Addi
getraunastarfinu heiman frá sér.
Áhugi hans á getraunum smitaði
fljótt þá sem stjórnuðu félaginu
og getraunastarfið varð brátt
einn af aðaltekjupóstum ÍFR.
Fjölmargir nýjar aðilar fóru að
mæta í getraunakaffi á laugar-
dögum til að tippa og spjalla um
enska boltann. Umræður verða
oft fjörugar þegar hver snilling-
urinn á fætur öðrum lætur skoð-
un sína í ljós og að sjálfsögðu
hafa allir rétt fyrir sér. Í þessum
umræðum var Addi á heimavelli.
Hann var hafsjór af fróðleik um
enska boltann og ekki síst um sitt
lið, Liverpool. Gagnrýni á gengi
liðsins svaraði hann með töluleg-
um staðreyndum sem erfitt var
að andmæla. Addi hafði yfirleitt
síðasta orðið. Þrátt fyrir erfið
veikindi síðustu árin aftraði það
honum ekki frá því að mæta í
íþróttahúsið, taka við röðum og
senda inn til Ísl. getrauna. Raða-
fjöldinn sem fór frá Adda þessi
ár skiptir tugum milljóna.
Íþróttahreyfingin naut góðs af
og ekki síst við hjá ÍFR. Það var
gott að vinna með Adda. Hann
vissi nákvæmlega um hvað hlut-
irnir snerust og hvernig leysa
átti þau vandamál sem upp
komu. Hann gat verið óvæginn ef
hann sá að menn fóru með rangt
mál en réttsýnn ef leiðrétta
þurfti mistök. ÍFR hefur nú
misst einn sinn traustasta fé-
lagsmann. Störf Adda munu lifa
meðal félagsmanna ÍFR um
ókomna tíð.
Fyrir hönd Íþróttafélags fatl-
aðra í Reykjavík sendi ég fjöl-
skyldu Adda og ættingjum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Þórður Ólafsson.
12. desember bárust mér þau
hörmulegu tíðindi að Arnmundur
Kristinn Jónasson hefði látist þá
um nóttina en undanfarin 12 ár
hefur hann háð harða baráttu við
þann sjúkdóm er að lokum dró
hann til dauða. Arnmundur hefur
nú í 22 ár unnið sem umsjónar-
maður getraunastarfs Íþrótta-
félags fatlaðra í Reykjavík og
fyrir lítið íþróttafélag eins og
okkar er maður sem hann ómet-
anlegur. Æðrulaus, heilsteyptur
og umfram allt fullur góðra hug-
mynda í starfi sínu, þannig var
hann. Það verður mikill sjónar-
sviptir að honum í „13 réttum“
framvegis og mikið sakna ég
þess að geta ekki glaðst með hon-
um þegar Liverpool, uppáhalds-
félagið hans, verður meistari eft-
ir þetta tímabil.
Fyrir hönd Getraunanefndar
vil ég senda þér, Aðalheiður,
börnum ykkar, tengdabörnum og
barnabörnum svo og öðrum
skyldmennum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi góður
Guð styrkja ykkur á erfiðum
stundum.
Blessuð sé minning þín, Arn-
mundur okkar.
Ísleifur Bergsteinsson,
formaður Getrauna-
nefndar ÍFR.
Arnmundur Kristinn var í
góðum hópi félaga, sem ég
kynntist í starfi KFUM í Mar-
íubakka í neðra Breiðholti, árin
1971-5. Það var ánægjulegt tíma-
bil, og þessir fundir fyrir drengi á
aldrinum 9-12 ára, sem við önn-
uðumst í sjálfboðastarfi, svo-
nefndir YD-fundir, voru góð og
mannbætandi tilbreyting frá
daglegum störfum.
Addi Kiddi var glaðvær, fljót-
ur og skarpur í hugsun og hefði
getað orðið fær fræðimaður ef
hugur hans hefði staðið til þess.
Um tíu til fimmtán árum síðar
lágu leiðir okkar saman í stjórn
KFUM í Reykjavík í nokkur ár
og voru fundir stjórnar þá ýmist
haldnir í húsi félagsins á Amt-
mannsstíg, sem nú er hluti af
húsnæði MR, eða á heimilum
stjórnarmanna.
Undanfarin 20 ár hafa leiðir
okkar ekki legið saman. Addi
Kiddi missti heilsuna, gat ekki
komist ferða sinna hjálparlaust
og átti erfitt með að tala skýrt.
Mér varð þó ljóst er ég rabbaði
við hann á Borgarspítala sl. sum-
ar að hugsunin var skýr og margt
mundi hann betur en ég. Við
ræddum um góða tímann í Mar-
íubakka, um torfæruferð okkar
félaganna á þeim tíma sem ekki
mætti fara í dag, um ferð vina-
hópsins til að aðstoða og ryðja
húsþök í gosinu í Eyjum og um
menn og málefni.
Mér fannst hann ekki vera
bugaður maður, heldur upprétt-
ur og með fulla sjálfsvirðingu.
Það segir mikið um manninn
Arnmund Kristin Jónasson og er
meira en segja má um mörg okk-
ar sem ekkert amar að líkam-
lega. Það segir líka mikið um Allý
eiginkonu hans og þá ástvini sem
studdu hann í blíðu og stríðu.
Síðustu tengslin við Adda
Kidda voru án þess að ég hitti
hann sjálfan. Hann skrifaði á
Fésbókina, að vegna breyttra lei-
gukjara sæi hann sér ekki lengur
fært að reka fatahreinsun sína á
þeim stað sem hún hafði verið um
árabil. Hann væri ekki maður
sem gæfist upp og væri búinn að
finna nýtt húsnæði en gott væri
að fá aðstoð tengda flutningum.
Þetta snerti mjög við mér og ég
ákvað að vera með í flutningun-
um. Sjálfur hef ég fengist við erf-
ið verkefni og sumir nefna afrek í
því sambandi. Ég sé hetjurnar þó
í daglega lífinu, fólk sem tekst á
við erfiðar heimilisaðstæður,
fatlaða íþróttamenn, heilsulaust
fólk sem ekki gefst upp, fólk eins
og Adda Kidda. Þau eru fyrir-
myndir og geta verið öllum öðr-
um hvatning og uppörvun í erf-
iðleikum.
Megi Drottinn blessa og
styðja eiginkonu og fjölskyldu
Arnmundar.
Gísli H. Friðgeirsson.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa
borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Minningargreinar
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og systir,
ÞÓRDÍS ODDSDÓTTIR,
Ketilsstöðum,
lést fimmtudaginn 19. desember.
Börn, tengdabörn og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR,
Neskaupstað,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
fimmtudaginn 19. desember. Útför hennar
verður gerð frá Norðfjarðarkirkju
laugardaginn 28. desember kl. 14.00.
Stefán Þorleifsson,
Elínbjörg Stefánsdóttir, Þórarinn Smári Steingrímsson,
Sigurjón Stefánsson,
Þorleifur Stefánsson, Helga Magnúsdóttir,
Vilborg Stefánsdóttir, Stefán Már Guðmundsson.
Ástkær systir okkar og móðursystir,
BJÖRG DAVÍÐSDÓTTIR,
lést á Dvalarheimilinu Grund við Hringbraut
hinn 19. desember. Útförin verður auglýst
síðar.
Margrét Sjöfn Davíðsdóttir,
Elín Klara Davíðsdóttir,
Svava Ásdís Davíðsdóttir,
og systrabörn.