Morgunblaðið - 23.12.2013, Blaðsíða 16
VIÐTAL
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Hinn 8. janúar næstkomandi hefst
kennsla í nýju húsnæði Fram-
haldsskólans í Mosfellsbæ í Há-
holti 35. Skólinn hefur frá upphafi
verið starfræktur í bráðabirgða-
húsnæði í Brúarlandi en bæði
starfsfólk og nemendur hafa beðið
óþreyjufullir eftir stærra rými,
þar sem hug-
myndafræði
skólans fengi að
njóta sín til
fullnustu. Fyrsta
skóflustungan
vegna nýbygg-
ingarinnar var
tekin í júní 2012
en þá höfðu
framkvæmdir
verið á bið um
nokkurt skeið
vegna fjárhagsaðstæðna.
„Það var ákveðið á árinu 2008
að setja á stofn framhaldsskóla í
Mosfellsbæ og þá var strax farið
að huga að byggingu. Fljótlega
var ákveðið að setja á arkitekta-
samkeppni um húsið og sam-
kvæmt fyrstu áætlunum átti það
að vera tilbúið 2011,“ segir Guð-
björg Aðalbergsdóttir skólameist-
ari. Hún segir að bankahrunið hafi
hins vegar sett strik í reikninginn
og skólanum hafi verið fundinn
staður í Brúarlandi, í elsta skóla-
húsi Mosfellsbæjar, sem byggt var
1926.
Húsnæðinu skipt í klasa
Guðbjörg segir að frá upphafi
hafi staðið til að skólinn myndi
taka 400-500 nemendur en vegna
takmarkana húsnæðisins í Brú-
arlandi hefur ekki verið hægt að
fjölga nemendum síðan 2011,
þegar þeir töldu kringum 250.
Aðstæður í bráðabirgðahúsnæð-
inu hafa einnig gert það að verk-
um að sú hugmyndafræði sem
lagt var upp með við stofnun
skólans hefur ekki fengið að
njóta sín sem skyldi. Það stendur
til bóta í nýja húsnæðinu, þar
sem hún var útgangspunktur í
allri hönnun.
„Hugmyndafræðin í kennslunni
gengur út á að búa til náms-
samfélög með samvinnu kennara
og nemenda og flæði á milli
rýma,“ útskýrir Guðbjörg. „Kenn-
arar standa ekki og halda fyrir-
lestra heldur eru með nemendum,
leiðbeina þeim og aðstoða, og sam-
talið sem verður á milli kennara
og nemenda er mjög mikilvægt,“
bætir hún við.
Þarf tíma til að sanna sig
Húsnæðið mætir þörfum
kennslunnar þannig að því er
skipt í sex 300 fermetra klasa en
í hverjum klasa eru bæði stórar
og litlar kennslustofur og opin
rými. „Þetta er hugsað þannig að
stundum er kennarinn með allan
hópinn inni í stofu, stundum
skiptist hópurinn í alls konar
litla hópa en nemendurnir geta
alltaf verið innan klasans þótt
þau séu ekki öll í sömu stofunni.
Það fer allt eftir því hvað þau
eru að gera; stundum vinna þau
tvö og tvö saman, stundum þrjú
og þrjú, eða hvert og eitt, en þau
geta alltaf fundið sér stað til að
vinna og verið í nálægð við kenn-
arann,“ segir Guðbjörg.
Hún segist þess fullviss að
þegar rýmra verður orðið um
skólann muni nemendum fara
fjölgandi en sama eigi við um
Framhaldsskólann í Mosfellsbæ
og aðra nýja skóla, þeir þurfi að
sanna sig, og það gerist með tíð
og tíma.
Hugmyndafræðin fær að njóta
sín í nýjum framhaldsskóla
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ í nýju húsnæði eftir áramót Loks hægt að fjölga nemendum
FMOS
» Þegar Framhaldsskólinn í
Mosfellsbæ var settur í fyrsta
sinn haustið 2009 voru nem-
endur í kringum 80.
» Nýja húsnæðið er alls 4.000
fermetrar en húsnæðið í
Brúarlandi aðeins 700.
» Kostnaðarhlutur sveitarfé-
lagsins í byggingu skólans var
40% en ríkisins 60%. Skóflu-
stunga var tekin í júní 2012.
Guðbjörg
Aðalbergsdóttir
Morgunblaðið/Eggert
Útskrift Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ útskrifaði nemendur í fyrsta sinn í nýja húsnæðinu sl. föstudag. Af nem-
endum búa 50-60% í Mosfellsbæ en aðrir búa flestir í nágrenni sveitarfélagsins, t.d. á Kjalarnesi og í Grafarvogi.
Húsnæði Nýja byggingin tók mið af kennsluháttum framhaldsskólans.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2013
www.gilbert.is
Við óskum þér og þínum friðsældar á jólum og
farsældar á komandi ári
Birting viðauka við
lýsingu FAST-1 slhf.
FAST-1 slhf., kt. 450112-0620, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
hefur birt viðauka við lýsingu, dagsetta 11. desember 2013.
Lýsingin var gefin út í tengslum við töku viðbótarútgáfu í
skuldabréfaflokkinn FAST-1 12 1 til viðskipta á Aðalmarkaði
NASDAQ OMX Iceland hf. (hér eftir „Aðalmarkaður
Kaup-hallarinnar“). Viðaukinn er dagsettur 20. desember 2013,
gefinn út á íslensku og birtur rafrænt á vefsíðu útgefanda,
www.fast1.co.is/fjarhagsupplysingar.
Viðaukann skal lesa í samhengi við lýsinguna og mynda skjölin
eina órjúfanlega heild. Komi ekki annað fram skulu öll hugtök
og lögheiti sem viðaukinn inniheldur hafa sömu merkingu og
í lýsingunni. Við birtingu viðaukans verður hann hluti af
lýsingunni og hana má nálgast hjá útgefanda næstu 12 mánuði.
Óska má eftir prentuðum eintökum hjá útgefanda að
Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík.
Reykjavík, 20. desember 2013
Stjórn FAST-1 slhf.
Við bjóðum
góða þjónustu