Morgunblaðið - 23.12.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.12.2013, Blaðsíða 29
FRÉTTASKÝRING Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Útlit er fyrir kröftugan bata á frönsk- um vinnumarkaði en talið er að stjórnendur franskra fyrirtækja muni á næstu misserum ráða ungt fólk til starfa í miklum mæli. Ástæð- una er þó ekki að rekja til betri rekstrar fyrirtækjanna eða bjartari horfa í frönsku efnahagslífi, heldur hefur ríkisstjórn Francois Hollandes, forseti Frakklands, ákveðið að greiða 75% af launum ungs fólks í allt að þrjú ár. Í umfjöllun Wall Street Journal segir að markmiðið sé að skapa 150 þúsund störf á næstu tveimur árum. Er þetta einn af lykilþáttunum í að- gerðum ríkisstjórnar Hollandes í glímunni við atvinnuleysi ungs fólks, en hún reiknar með að verkefnið muni kosta um 3,5 milljarða evra, jafnvirði um 560 milljarða króna. Samkvæmt opinberum tölum hafa aldrei fleiri frönsk ungmenni mælt göturnar. Atvinnuleysi fólks undir 25 ára er 25%, sem er þó minna en hjá ríkjunum í suðurhluta Evrópu, en töluvert meira en í Þýskalandi, þar sem atvinnuleysi mælist 7,8%. Jafn- vel þegar vel viðraði í efnahagslífinu var atvinnuleysið í tveggja stafa tölu. Sérfræðingar hafa bent á að leið Hollandes, að niðurgreiða störf ungs fólks, sé ekki rétta leiðin til að draga úr atvinnuleysi og bæta stöðu ung- menna. „Aðgerðirnar senda þau skilaboð að það sé hlutverk stjórn- valda – ekki einkageirans – að skapa störf,“ segir Nicolas Véron, hagfræð- ingur hjá hugveitunni Bruegel. Hann bendir jafnframt á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem frönsk stjórnvöld ákveða að borga laun ungs fólks. Það hafi verið reynt áður, með slökum árangri. Skortur á sveigjanleika Evrópski seðlabankinn hefur lengi kallað eftir því að frönsk stjórnvöld auki sveigjanleika á vinnumarkaði og afnemi íþyngjandi reglur sem hygli þeim sem eldri eru á kostnað unga fólksins. Segir bankinn að samningar þeirra sem eldri eru við vinnuveitend- ur sína séu þess eðlis að nær ómögu- legt sé að segja þeim upp. Í nýlegri tilkynningu frá frönskum stjórnvöldum kom fram að búið væri að skapa um 85 þúsund störf fyrir ungt fók frá vorinu sem leið. Það rím- ar illa við nýjar atvinnuleysistölur sem segja að atvinnuleysi ungs fólks hafi aldrei verið jafnmikið. Sér í lagi er ástandið slæmt í úthverfum franskra stórborga. Þar mælist at- vinnuleysi tvöfalt hærra en í sjálfum borgunum og hafa stjórnvöld hing- að til ekki fundið nein svör við því. Þá sagði Bloomberg-fréttaveitan frá því um miðjan desem- bermánuð að atvinnu- leysi í Frakkland, sé litið til allra aldurshópa, væri 10,9% og hefði ekki mælst svo hátt í heil sextán ár. Niðurgreiða störf ungs fólks  Frönsk stjórnvöld ætla að borga 75% af launum ungs fólks í allt að þrjú ár  Aldrei hafa fleiri frönsk ungmenni mælt göturnar  Ætla að skapa 150 þúsund störf á tveimur árum  Kostar 560 milljarða AFP Mótmæla Mótmælendur fóru í kröfugöngu í höfuðborginni París um miðjan desember. Aldrei hafa fleiri mælt göt- urnar í Frakklandi, samkvæmt nýjum atvinnuleysistölum. Ástandið er sérstaklega slæmt á meðal ungmenna. FRÉTTIR 29Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2013 Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is tilbúin í pottinn heima Humarsúpa í Fylgifiskum Hvað þarftu mikið? Humarsúpa sem forréttur: 200 ml. á mann Humarsúpa sem aðalréttur: 500 ml. á mann Aðferð þegar heim er komið: Snöggsteikið humarinn í smjöri eða olíu. Hitið súpuna upp að suðu. Setjið humarinn í skálarnar og hellið rjúkandi súpunni yfir. Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is Opið til kl. 20:00 Þorláksmessu Lokað aðfangadag Ekki eru allir á eitt sáttir með efnahagsstefnu Francois Hol- landes, forseta Frakklands. For- stjórar 50 alþjóðlegra fyrirtækja, sem starfa meðal annars í Frakk- landi, gagnrýndu stefnu Hol- landes harðlega í grein í við- skiptablaðinu Les Echos á dögunum. Segja þeir að viðhorf stjórnvalda til einkafyrirtækja sé ekki nógu jákvætt og að það komi í veg fyrir að erlendir fjár- festar vilji festa fé í landinu. Gefa þeir jafnframt til kynna að dregið verði úr starfsemi fyrir- tækjanna í Frakklandi batni ástandið ekki. Í greininni kemur fram að sum skref ríkisstjórnar Hol- landes hafi verið í rétta átt en að enn sé til staðar flókið og um- fangsmikið regluverk sem hamli fjárfest- ingum. Þá hvetja þeir til þess að hverju nýju lagafrumvarpi fylgi mat á áhrifum þess á erlenda fjár- festa. Segja reglu- verkið flókið ÓSÁTTIR FORSTJÓRAR Francois Hollande
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.