Morgunblaðið - 23.12.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.12.2013, Blaðsíða 11
FróðleiksfúsYngstu nemendurnir í Lebone skólanum. Mörg barnanna eru í kór hjá Braga. Skólinn er fyrir börn og unglinga frá fimm til sautján ára. ekki. „Hún hefur þetta einhvern veginn í sér en tungumálin gætu varla verið ólíkari. Ég get ekki lært staf í setswana en ég reyni og reyni. Þetta er bara svo svakalega ólíkt,“ segir Bragi sem hefur kennt fleiri krökkum í kórnum að syngja á ís- lensku enda ærin ástæða til því kór- inn hyggst leggja land undir fót og koma hingað til lands. Frá Suður-Afríku til Íslands Á næsta ári fagnar Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar fimm- tíu ára afmæli og verður því fagnað með ýmsum hætti. Kórnum hans Braga hefur verið boðið að koma fram á afmælistónleikum í Hörpu þann 30. mars á næsta ári. Meðlimir kórsins eru afskaplega spenntir og þakklátir fyrir þetta merkilega boð. Þau eru byrjuð að æfa sig fyrir tón- leikaferð sína til Íslands og verða ís- lensk lög, á íslensku, á efnisskránni. Staðfest tónleikaboð hafa borist frá ýmsum stöðum af landinu því kórinn vill nýta tækifærið og koma fram sem víðast og hugsanlega kenna Ís- lendingum eitthvað í leiðinni. Kór sem heyrast verður í Síðasta árið hefur Bragi velt því fyrir sér hvert kórinn gæti farið í tónleikaferðalag. „Það var orðið aug- ljóst að ég þyrfti að koma þeim eitt- hvert því akkúrat þessi hópur er al- veg svakalega góður. Með þau hef ég farið út í það sem ég hef sérhæft mig í og það er meira popp heldur en annað. Það er tiltölulega sjaldgæft að kórar geti sungið popp. Það er kraftur í kórnum og þau eru vön því að syngja alls konar popp og eru fljót að læra,“ segir Bragi. Kórinn æfir þrisvar í viku á skólatíma og er hvcr æfing um þrjár klukkustundir. Á hverjum þriðju- degi á hann bókaðan tíma í hljóðveri. Þar hefur mikið efni verið tekið upp og er einstakt fyrir þau að fá að læra hljóðvinnslu. Þó að kórnum hafi verið boðið að koma fram á tónleikum er ekki þar með sagt að flugfarið sé greitt fyrir hann. Þar koma áhugasamir tónlistarunnendur inn því nú er haf- in söfnun til að hægt sé að fá kórinn hingað til lands. „Við þyrftum að selja um þúsund miða á um 25 evrur stykkið,“ segir Bragi sem lítur á söfnunina þannig að fólk kaupi sér tónleikamiða fyrirfram en ef ekki tekst að ná tiltekinni upphæð verður ekki gjaldfært fyrir miðakaupunum. Söfnunin er til miðnættis á að- fangadag og fer fram gegnum Kar- olina Fund. Slóðin er www.karolina- fund.com/project/view/210 DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2013 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Pabbi er mikill sögumaður oghefur verið það frá því hannvar krakki. Þegar hann var skátaforingi var hann vinsælastur allra þegar átti að segja drauga- sögur á kvöldvökum. Við fjöl- skyldan höfum lengi hvatt hann til skrifa af því hann hefur þessa sagnagáfu, en hann hafði ekki tíma fyrr en hann komst á eftirlaun,“ segir Svavar Halldórsson um karl föður sinn, Halldór Svavarsson, en hann sendi frá sér fyrir þessi jól spennusögu fyrir unglinga sem heitir Lífsháski. Svavar segir pabba sinn hafa leitað fanga í eigin bernsku við bókarskrifin, en hún segir frá systkinum sem fara í sjó- ferð sem verður háskalegt ævin- týri. Þetta er saga af mannraunum, þrautseigju, kjarki og baráttu upp á líf og dauða. „Pabbi ólst upp í Vestmannaeyjum og var ungur far- inn að gella þorskhausa og ganga með vagn um bæinn til að selja þá. Hann fór snemma á sjó, enda var faðir hans skipstjóri. Pabbi dregur því upp mynd af lífi við íslenska sjávarsíðu í þessari bók.“ Jólakjötið á leiðinni Fyrr á þessu ári gaf fyrirtæki Svavars, Íslenskur matur og mat- armenning, út bókina hans, Ís- lensku hamborgarabókina, en til- gangurinn með henni er að halda á lofti merkjum hins góða og holla hamborgara úr íslensku hágæða- hráefni. Svavar hafði verið í óða- önn að árita bókina þegar blaða- maður náði tali af honum. „Þetta fyrirtæki mitt er líka að framleiða sjónvarpsþætti og ég er í erlendu samstarfi um matarskrif þar sem ég kem að Íslandskafla í alþjóð- legri bók um matarmenningu um víða veröld. Ég er líka með ráð- gjöf, flyt inn matartengdar vörur og fleira,“ segir Svavar sem var samt alveg sultuslakur þótt margt væri að gera og stutt til jóla. Hann var búinn að afgreiða allar jóla- gjafir og á leið til hans var alvöru- jólakjöt beint frá bónda austan af landi. Feðgarnir Svavar og Halldór gefa út bækur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skrifandi feðgar Svavar og Halldór með bækurnar sínar. „Pabbi sagði draugasögur á kvöldvökum skátanna“ Skannaðu kóðann til að lesa Sjá nánar um tónleikana á www.rotary.is. Miðasala: midi.is Alina Dubik og Jónas Ingimundarson flytja efnisskrá með söngvum eftir Tsjækovski, Glinka, Chopin o.fl. og Sígaunalögin eftir Dvorák. Afhending tónlistarverðlauna Rótarý 2014. Verðlaunahafinn, Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti, leikur d moll Tokkötu Bachs. Sveinn Einarsson leikstjóri og rithöfundur flytur þýðingar á öllum textum kvöldsins. í Langholtskirkju Föstudaginn 3. janúar kl. 20 Stórtónleikar Rótarý2014 Upplifðu4G með iPhone5c Verð 5.490 kr. á mánuði* Vodafone Góð samskipti bæta lífið * Samkvæmt 18 mánaða raðgreiðslusamningi. Staðgreiðsluverð 89.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.