Morgunblaðið - 23.12.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.12.2013, Blaðsíða 45
prófum í tækniteiknun 1985. Að því loknu hélt hann til Svíþjóðar og starfaði á hæli fyrir þroskahefta í Järna, skammt frá Stokkhólmi á árunum 1986-90. Eftir að Hafliði kom heim lauk hann BA-prófi í ensku við HÍ og vann síðan við þýðingar og skriftir og ýmis tilfallandi störf. Hann hóf nám í uppeldis- og kennslufræði við HÍ, lauk Mpaed-prófi í ensku árið 2005, og hefur verið ensku- kennari við Fjölbrautaskólann í Ármúla síðan þá. Skáldsögur Hafliða Hafliði hefur sent frá sér eft- irfarandi skáldsögur: Leið 12 Hlemmur-Fell, útg. 1977; Helga- lok, 1978; Sagan um Þráin, 1981; Beygur, 1985; Gleymdu aldrei að ég elska þig, 1988; Heiða fremur sjálfsmorð, 1994; Blóðið rennur til skyldunnar, 1997, og Svartþröstur, 2013 sem er mikil ástar- og örlaga- saga. Þá samdi Hafliði texta, ásamt Magnúsi Þór Sigmundssyni, við lögin á plötunni Álfar, útg. 1979. Í tómstundum sínum horfir Haf- liði til himins, fylgist með fuglum, ræktar tré í kringum sumarbústað- inn sinn og les óþarflega mikið: „Það er nú svolítið bratt að segj- ast vera fuglaskoðari því slíkir náungar eru yfirleitt miklir sérvitr- ingar og sérfræðingar á þessu sviði. Ég get nú ekki státað af því. En ég hef samt óneitanlega alltaf haft gaman af að fylgjast með fuglum, hef svolítið vit á fuglum, er í Fuglavernd Íslands og fer stund- um í skipulagðar fuglaskoð- unarferðir. Síðan hef ég gaman af að fylgj- ast með trjánum vaxa, einkum þeim sem ég hef verið að rækta við sumarbústaðinn minn. Ég er með sumarbústað austur í Grímsnesi og hef verið að koma mér þar upp skógi frá 1995. Ég hef einnig verið í Skógræktarfélagi Reykjavíkur í 15 ár. Loks les ég mikið en ekki af neinu viti. Ég hef helst gaman af skáldsögum sem eru skrifaðar á framandi slóðum og byggja á menningararfi, ólíkum okkar.“ Fjölskylda Eiginkona Hafliða er Greta S. Guðmundsdóttir, f. 21.3. 1961, myndlistarkennari við Fellaskóla. Hún er dóttir Guðmundar Jóns- sonar frá Gemlufalli í Dýrafirði, húsasmiðs og hreppstjóra á Flat- eyri, og Steinunnar Jónsdóttur sem var símamær á Flateyri. Sonur Hafliða frá fyrra hjóna- bandi er Yannick Víkingur Hafliða- son, f. 21.8. 1978, BA í frönsku, bú- settur í Reykjavík. Börn Hafliða og Gretu eru Stein- unn Ólína Hafliðadóttir, f. 7.5. 1996, nemi við MH, og Tómas Vil- helm Hafliðason, f. 4.4. 2002, grunnskólanemi. Systkini Hafliða eru Kristinn Vilhelmsson, f. 9.1. 1946, vélaverk- fræðingur hjá Advania, búsettur í Garðabæ; Ólöf Vilhelmsdóttir, f. 6.7. 1948, húsfreyja í Reykjavík; Björn Vilhelmsson, f. 19.8. 1949, bókbindari og starfsmaður hjá Odda, búsettur í Reykjavík; Gunn- ar Vilhelmsson, f. 20.9. 1951, ljós- myndari, búsettur í Reykjavík; Sverrir Vilhelmsson, f. 18.9. 1957, ljósmyndari, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Hafliða voru Vilhelm Kristinsson, f. 4.7. 1920, d. 4.11. 2010, deildarstjóri hjá Sjóvá, og Ól- ína Guðbjörnsdóttir, f. 10.4. 1922, d. 30.9. 1992, húsfreyja. Úr frændgarði Hafliða Vilhelmssonar Hafliði Vilhelmsson Ólína Ingibjörg Ólafsdóttir húsfr. á Grímsstöðum Vigfús Jósefsson b. á Grímsstöðum Ólöf Vigfúsdóttir húsfr. í Tunguseli Guðbjörn Grímsson b. í Tunguseli í Þistilfirði Ólína Guðbjörnsdóttir húsfr. í Rvík Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Tunguseli Grímur Jónsson b. í Tunguseli Hildur Jónsdóttir húsfr. á Ásmundarstöðum Jón Árnason óðalsb. á Ásmundarstöðum á Melrakkasléttu Kristveig Björg Jónsdóttir húsfr. í Mýrarholti í Rvík Kristinn Jónsson lyfjafr. hjá Rvíkurapóteki, í Mýrarholti Vilhelm Kristinsson deildarstj. hjá Sjóvá í Rvík Jón Oddsson tómthúsm. og sjóm. í Mýrarholti í Rvík Bjarni Jónsson vígslubiskup og dómkirkjupr. Í Rvík Hafliði Jónsson sjóm. í Rvík Ágúst Bjarnason skrifstofustj. í Rvík Guðrún Ágústsdóttir fyrrv. forseti borgarstjórnar Birna Hafliðadóttir húsfr. í Keflavík Pétur Sigurðsson sjóm. og alþm. Guðjón Sverrir Sigurðsson form. Iðju Ólöf Hafliðadóttir húsfr. í Mýrarholti, systurdóttir Guðrúnar, langömmu Bjarna Benediktssonar forsætisr. Guðný Hafliðadóttir húsfr. í Rvík Tómas Zoëga sparisjóðsstj. á Norðfirði Jóhannes Zoëga hitaveitustj. Í Rvík Guðrún Zoëga verkfr. og fyrrv. borgarfulltrúi ÍSLENDINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2013 Óli fæddist í Reykjavík 23.12.1944 og ólst þar upp. For-eldrar hans voru Jón Sig- tryggsson, læknir, tannlæknir og prófessor, og k.h., Jórunn (Lóa) Ty- nes húsfreyja. Hálfsystir Jóns, samfeðra, var Sigríður, móðir Hannesar Péturs- sonar skálds. Móðir Jóns var Mar- grét, systir Kristínar listmálara, móður Helgu og Huldu Valtýsdætra, og systir Jónínu, móður Gunnars G. Schram prófessors. Jórunn var dóttir Ole Tynes, norsks útgerðarmanns á Siglufirði, og Indíönu Pétursdóttur, systur Kristínar, ömmu Njarðar P. Njarð- vík og langömmu Júlíusar Hafstein. Eftirlifandi eiginkona Óla er Vil- borg Halldórsdóttir, fyrrv. læknarit- ari. Fyrri kona Óla var Sigurdís Laxdal Eggertsdóttir versl- unarmaður. Sonur Óla og Sigurdísar er Jón Gunnar Ólason viðskipta- fræðingur, en sonur Óla og Guð- nýjar Jónsdóttur er Jón Þór Ólason lögmaður Systkini Óla: Jón Örn, fyrrv. ráðu- neytisstjóri og prófessor; Ingvi Hrafn, sjónvarpsstjóri ÍNN; Sig- tryggur fasteignasali og Margrét húsfreyja. Óli stundaði sjómennsku á yngri árum, var fararstjóri á Spáni, Ítalíu, Jamaíka, skíðakennari í Sviss og Austurríki og stöðvarstjóri Arnar- flugs í Jeddah í Sádi-Arabíu þegar félagið stundaði pílagrímaflug það- an. Hann byrjaði sinn blaða- og fréttamannaferil kornungur á Vísi 1962, var blaðamaður við Morg- unblaðið, Helgarpóstinn, hjá Frjálsu framtaki og ýmsum tímaritum. Hann var ritstjóri vikublaðsins Fólks og tímarits Arnarflugs, „Örn- inn flýgur“. Óli var lengi fréttmaður á Bylgj- unni og við Vísir.is en síðustu árin var hann fréttamaður í erlendum fréttum á Stöð 2. Óli var m.a. formaður frosk- mannafélagsins Syndasela, formað- ur félagsins Ísland-Ísrael, formaður Starfsmannafélags Arnarflugs og sat í fulltrúaráði Sólheima. Óli Tynes lést 27.10. 2011. Merkir Íslendingar Óli Tynes 95 ára Kristrún Soffía Jónsdóttir 90 ára Arnfríður Arnórsdóttir Ásta Pétursdóttir Ingveldur Hafdís Guðmundsdóttir 85 ára Guðrún Hjálmarsdóttir Nanna Guðrún Jónsdóttir 80 ára Árni Edwinsson Einar Ólafsson Flosi Gunnar Valdimarsson Garðar Þór Garðarson Gústaf Oscar Arnar Unnur Guðmundsdóttir Unnur Jónsdóttir 75 ára Guðmundur Ólafsson Margrét Engilbertsdóttir Þóra Gestsdóttir 70 ára Anna Kristjánsdóttir Edda Vilborg Guðmundsdóttir John Frederick Thompson Kristín Lárusdóttir Ólöf Gunnarsdóttir Sigurjón Ingimarsson 60 ára Elín Klara Svavarsdóttir Friðrik Sigurðsson George Lodewijk Claassen Hannes Ólafsson Ingvar Haraldsson María Bjargmundsdóttir Sigurður Árni Þórðarson Sigurveig Friðgeirsdóttir Þórarinn Þorgeirsson Þórunn Ingólfsdóttir Ögmundur Kristinsson 50 ára Aivars Gusevs Auðbergur Már Magn- ússon Ásrún Árnadóttir Grímur Jónsson Guðrún Dagbjört Guðmundsdóttir Haukur Hauksson Ingibjörg Jóna Leifsdóttir Ingólfur Tjörvi Einarsson Karl Grant María Guadalupe Palma Rocha Svala Hólmfríður Sigurðardóttir Valdimar Bjarnason Valgerður Gylfadóttir Þórður Tryggvi Stefánsson 40 ára Arnar Þór Þorsteinsson Áslaug Högnadóttir Einar Björn Jónsson Gerður Björt Pálm- arsdóttir Gunnar Kristófer Karlsson Hallgrímur Magnús Þorleifsson Karitas Þráinsdóttir Katarzyna Anna Marczak Linda Björk Árnadóttir Mariusz Adam Biszczad 30 ára Andri Steinn Birgisson Anna Ewa Palys Ellen Jutta Marit Jordan Elvar Páll Sævarsson Guðrún Þóra Elfar Helgi Svanur Guðjónsson Jón Guðbjörn Ragnarsson Justyna Kaminska Mathieu Etienne Raujol Til hamingju með daginn 70 ára Guðrún ólst upp á Hjálmsstöðum í Laug- ardal og er hjúkrunarfr., búsett í Reykjavík. Maki: Finn Henrik Han- sen málarameistari. Börn: Sigurður Peter Hansen; Ragnheiður Han- sen; Evald Ægir Hansen. Foreldrar: Pálmi Pálsson og Ragnheiður Svein- björnsdóttir. Fjölskylda Guðrúnar óskar henni innilega til hamingju með stórafmælið. Guðrún Pálmadóttir 30 ára Hildur ólst upp í Garðabæ, er búsett í Hafnarfirði, lauk atvinnu- flugmannsprófi frá Flug- skóla Íslands og kennir þar flug. Maki: Tómas Júlíus Thompson, f. 1977, flug- maður hjá Icelandair. Dóttir: Alexandra Vil- borg, f. 2011. Foreldrar: Guðlaugur Kristjánsson, f. 1958, og Hanna Sigurðardóttir, f. 1961. Hildur Kristín Guðlaugsdóttir 30 ára Sigríður ólst upp í Reykjavík og var að ljúka MA-prófi í sálfræði frá Stokkhólmsháskóla. Maki: Ármann Andri Ein- arsson, f. 1984, viðskipta- fræðingur hjá skilanefnd Kaupþings. Börn: Elín Lilja, f. 2010, og Andri Björn, f. 2012. Foreldrar: Kristín Gunn- arsdóttir, f. 1961, bóndi og leikskólastjóri, og Sig- urjón Björnsson, f. 1955, viðskiptafr. í Hollandi. Sigríður Sigurjónsdóttir lÍs en ku ALPARNIR s www.alparnir.is GLERÁRGÖTU 32, AKUREYRI, SÍMI 461 7879 • KAUPVANGI 6, EGILSSTAÐIR, SÍMI 471 2525 • FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727 P P Góð gæði Betra verð Tökum notaðan skíða- og brettabúnað upp í ný Skíða- og snjóbrettapakkar 20%afsláttur • Svigskíði • Fjallaskíði • Gönguskíði • Snjóbretti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.