Morgunblaðið - 23.12.2013, Blaðsíða 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2013
Hið hæfilega óvænta
La Poésie
bbbbn
Kammertónlist eftir Þórð Magnús-
son. Kvartett fyrir klarínett og píanó-
tríó; „Það mótlæti þankinn ber“ fyrir
2 píanó; Rapsódía f. kontrabassa og
píanó; Saxofónkvartett. Smekkleysa,
2013. 62:19 mín.
Þökk sé stafrænum netsam-
skiptum síðustu 20 ára upplifum við
nú tímamót sem jafnað hefur verið
við prentbylt-
ingu Guten-
bergs á 15. öld.
Enn sér eng-
inn fram úr
hvert þau
munu leiða.
Sízt í nýrri tón-
sköpun þar sem örar tæknibreyt-
ingar hafa áður óséðar neyzluvenjur
í för með sér. T.a.m. í formi nið-
urhals í stað hljómdiska – og í vax-
andi mæli með „streymun“ þar sem
horft eða hlustað er á netefni í raun-
tíma beint á heimilis- eða spjald-
tölvu viðtakandans. Oft án endur-
gjalds, enda virðast hefðbundin
höfundarréttindi nú nánast í upp-
námi. Þannig kvað stóraukin ókeyp-
is streymun úr netvöngum á við YT
og Spotify þegar hafa dregið úr
greiddu „staklagahali“ áður en það
náði að festast almennilega í sessi.
Þó að þessar nýju aðstæður eigi
kannski einkum við létta tónlist, má
samt undrast hvað enn rekur plötu-
útgefendur til að koma jafnþröngum
geira og nútíma listmúsík á markað.
Varla getur gróðavon skipt sköpum
þegar af er sem áður var. Það er því
virðingarvert að sjá metnaðarfulla
viðleitni á borð við útgáfu Smekk-
leysu á verkum Þórðar Magn-
ússonar og Jóns Leifs (sjá að neðan)
– á sama tíma og æ fleiri popparar
sjá sig knúna til að gefa út á eigin
kostnað og áhættu.
Vangaveltur þessar spruttu strax
við fyrstu hlustun á nýjan kamm-
erdisk Þórðar. Vel að merkja án
þess að andmæla því að kynnast
nýjum tónafurðum á Netinu í
ókeypis smekkprufumynd til frekari
bragðvaka. Því þar fer kannski já-
kvæðasti þáttur nýrrar tækni: að
örva forvitni – og þar með hið róm-
aða frjálsa val, sem vitaskuld er háð
vitneskju af því sem er í boði.
Diskurinn fer vel af stað þegar í
byrjun „píanótríókvartettsins“, er
svíkur ekki skáldlega titilinn „La
poésie“. Annað væri líka fljótlegasta
leið til að bægja lysthöfum frá.
Flögrandi tónfiðrildagerið minnir
svolítið á franska impressjónista og
efsta clarinosvið klarínettsins á eft-
irlætishljóðfæri þeirra, flautuna.
Svo hægir á og sönghæfari melódík
fær að njóta sín – að vísu frjálstónöl
en samt nógu lagræn til að kalla á
nýrómantískan stimpil. Í píanódú-
óinu eimir m.a.s. eftir af þjóðlaga-
skotinni steinaldarnýklassík Vor-
blótsins, í bassarapsódíunni af stöku
íslenzku stemmubroti og í sax-
kvartettinum af nánast öllu mögu-
legu, þ.m.t. (heyr á endemi!) glett-
inni púlshrynjandi.
Ef slíkt telst ekki „djarft“ í áferð-
areinblínandi lagleysu nútímafram-
úrstefnu, þá veit ég ekki hvað þarf
til. Svo viðtekinni háskólanálgun sé
snúið á haus!
Þórður þorir nefnilega líka að
hætta sér í nánd við hið fyrir fram
þekkta, jafnvel „banala“ – sem er
trúlega meðal virkustu forsendna
þess að ramba á frumleika án for-
hugsaðrar fyrirhafnar. Að rembast
við að vera frumlegur í einu og öllu
er hins vegar öruggasta uppskriftin
að uppskrúfun og leiðindum. „Hið
hæfilega óvænta“ (hvernig svo sem
farið er að því) er í þeim efnum
happadrýgsta keppikeflið.
Útkoman? Í skemmstu máli:
þrælmúsíkölsk! Og ekki síður túlk-
unin, því höfundur er þar vægast
sagt stálheppinn. Óþarft er að orð-
lengja hvað góður frumflutningur
skiptir meðtöku nýrra tónverka
miklu, enda heyrist hér haukur í
hverju horni. Aðeins hefði smágerð-
ur káputextinn mátt vera auðlesn-
ari; algengur ljóður á geisladiskum.
Túlkunarperlur
sem koma á óvart
Ásgeir Beinteinsson píanóleikari
bbbnn
Verk eftir Chopin, Mozart, Franck,
Bach/Busoni, Marcello/Bach og
Gershwin. Upptökur frá 1960-65 úr
safni Ríkisútvarpsins. Umsjón: Hauk-
ur Guðlaugsson og tæknimenn RÚV.
Gefið út af Þórunni Beinteinsdóttur,
2013. 2 diskar: 62:59 / 61:53 mín.
Auðvelt er að gleyma sér í glamri
og glingri tækninýjunga, og hefur
sjaldan verið meira um það en ein-
mitt nú þegar
heil kynslóð
vex úr grasi án
tengsla við for-
tíð og sögu.
En slíkt
sambandsleysi
kemur mönn-
um í koll þegar vaknað er of seint og
verðmæti hafa glatazt af einskærri
vanrækslu. Eða hversu margir ís-
lenzkir hljómlistarmenn skyldu
t.a.m. hafa „gleymzt“ að ósekju frá
árunum fyrir 1970-80 áður en hljóm-
plötuútgáfa komst hér á fullan
skrið?
Sú spurning vaknar óhjákvæmi-
lega við tvöfalda albúmið með píanó-
leik Ásgeirs Beinteinssonar (1929-
92), sonarsonar sr. Bjarna þjóðlaga-
safnara, er fæstir innan sextugs
muna eftir í dag. Enda kom leikur
hans ekki út á hljómplötu fyrr en nú
Dirfska – á músíkölskum
forsendum
Yfirlit yfir nýjar íslenskar
klassískar plötur
Ríkarður Ö. Pálsson vindsvelgur@gmail.com
Þórður „Útkoman? Í skemmstu
máli: þrælmúsíkölsk!“ segir rýnir.
Undirheimarnir á Íslandi,mansalið, eiturlyfja-salan, svikin og ofbeldiðverða mörgum yrkisefni
um þessar mundir. Spennusagan
Blóð hraustra manna eftir Óttar
Norðfjörð er af þessum meiði og
tekst höfundi vel upp í byrjun en
hann nær ekki alveg að halda
dampi til enda.
Sagan skiptist í fjóra hluta. Hún
gerist í Reykjavík og nágrenni
snemma árs í nútímanum. Fulltrúi
valdsins gerir forsprökkum undir-
heimanna mögulegt að koma undir
sig fótunum og stunda iðju sína óá-
reittir, en afleiðingarnar láta ekki
á sér standa.
Í eftirmála kemur fram að bókin
er skrifuð sem framhald af kvik-
myndinni Borgríki að beiðni hand-
ritshöfunda. Það skýrir hugsanlega
þennan mun á frásagnarmátanum í
fyrri og seinni hlutanum.
Ofbeldið er töluvert og minnir í
mörgu á frá-
sagnir Stef-
áns Mána
sem aftur
byggir á stað-
reyndum,
sem lesa má
um í dóms-
málum.
Hljómar
kunnuglega
og gerir sög-
una trúverðuga. Lennie og George
úr Músum og mönnum eftir Stein-
beck eru sem endurskapaðir, en nú
í mynd djöfulsins undir nöfnum
Stanko og Sergej. Ein kvenpersón-
an líkir sér og sambýlismanninum
við Bonnie og Clyde, en gerir
meira úr sér en efni standa til.
Kattardráp eins og í Lygi Yrsu er
notað sem aðvörun. Svo er það
spurning um muninn á hvítflibba-
glæpamanninum og harðsvíraða
glæpamanninum. Upp úr stendur
heiðvirða löggan, sem er ekki
tilbúin að fórna öllu fyrir framann.
Skítt með mannorðið. Önnur nálg-
un en hjá Varg Veum í bókinni Sá
sem erfir vindinn.
Kímnin leynir sér ekki, sagan
byrjar vel, persónusköpun er góð
og spennan töluverð, en síðan er
eins og það þurfi allt í einu að setja
punkt og fyrir vikið eru endalokin
ekki nógu heilsteypt.
Þegar menn brenna
allar brýr að baki sér
Skáldsaga
Blóð hraustra manna bbbnn
Eftir Óttar Norðfjörð.
Vaka-Helgafell, 2013.349 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Við óskum þér
GLEÐILEGRA JÓLA
Hafðu það hátíðlegt í glæsilegum nærfötum frá Change
Eve l yn k r. 1 2 .980
Thelma k r. 1 2 .980
S i lk inát tk jó l l
k r. 6 . 490
*þú greiðir aðeins fyrir dýrasta settið.
AF ÖLLUM
NÆRFATASETTUM*
2 1fyrir
Scarlet t
k r. 18 .980
CHANGE smárAliNd • sími: 5545600 • CHANGE.Com
www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu
HÁRBEITT
SKEMMTISAGA
„Ný Íslendingasaga.
Launfyndin og víða
sprenghlægileg
samfélagsskoðun, uppfull
af gæsku og gamansemi ...“
PÁLL BALDVIN
BALDVINSSON
HHHH
FRÁSAGNARGLEÐI,
NÆMI, GRÁGLETTNI.
„SÖGUSVIÐIÐ ER
HLÍÐARDALUR
... DALURINN ER
UNDARLEGA LÍKUR
FLJÓTSHLÍÐINNI.“
SKAFTI Þ. HALLDÓRSSON /
MORGUNBLAÐIÐ
...alveg með’etta
Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga