Morgunblaðið - 09.01.2014, Side 1
F I M M T U D A G U R 9. J A N Ú A R 2 0 1 4
Stofnað 1913 7. tölublað 102. árgangur
GERIR KVIKMYND
ÁN HANDRITS
OG PENINGA
VAXTARVERKIR
Í FERÐA-
ÞJÓNUSTU
MERKI UM
AÐ VIÐ SÉUM
RANGT STILLT
VIÐSKIPTABLAÐ KLUKKUNNI SEINKAÐ? 14MARTEINN ÞÓRSSON 42
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Formenn fjölmennra stéttarfélaga
opinberra starfsmanna fara fram á
mun meiri launahækkanir en samið
var um á almennum markaði.
Kristín Á. Guðmundsdóttir, for-
maður Sjúkraliðafélags Íslands, seg-
ir félagsmenn sína fara fram á að
greidd verði 100% laun fyrir það sem
nú er skilgreint sem 80% vinna, að
viðbættri almennri hækkun launa.
Snorri Magnússon, formaður Lands-
sambands lögreglumanna, vill stytta
vinnuvikuna og hækka grunnlaun
svo þau dugi til framfærslu.
Vill brúa mikinn launamun
Árni Stefán Jónsson, formaður
SFR stéttarfélags, vill jafna kjör við
almenna markaðinn og bendir á að
laun hjá VR hafi mælst 17% hærri en
fyrir sambærileg störf hjá SFR.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
segir boðaðar verðhækkanir ógna
forsendum nýrra kjarasamninga.
„Þetta er tilraun. Þetta er skamm-
tímasamningur. Við ætlum að freista
þess að ná tökum á verðbólgunni.
Fyrsta rauða strikið í þessu sam-
starfi er strax í febrúar vegna þess
að þá eiga að hefjast viðræður um
næsta kjarasamning. Ef verðbólgan
í febrúar verður ekki komin niður
fyrir 2,5%, sem allar forsendur eru
fyrir, þá mun það leggja grunninn að
þeirri viðræðu sem verður í vor. Ef
atvinnulífið ætlar að mæta þessum
samningum á þennan hátt er ljóst að
við erum ekki að fara að gera samn-
ing til lengri tíma heldur er verið að
leggja upp í átök í haust. Þetta er
ábyrgðarleysi hjá fyrirtækjunum,
við skorum á þau að falla frá þessu
og við munum beita þau þrýstingi.“
Krefjast mikilla hækkana
Ýmis stéttarfélög opinberra starfsmanna horfa til tugprósenta launahækkana
Forseti ASÍ segir stefna í átök á vinnumarkaði verði staðið við verðhækkanir
MRætt um tugprósenta »6
Boða verðhækkanir
» Nokkrir birgjar og fyrirtæki
boða verðhækkanir á nýju ári.
» Meðal þeirra eru Kaupfélag
Skagfirðinga, Nói Síríus,
Freyja, Lýsi, Emmess ís og
Vífilfell.
Allar líkur eru á að skipt verði um
helsta fjármálaráðgjafa Glitnis á
næstu vikum og ráðinn verði nýr í
stað breska ráðgjafarfyrirtækisins
Talbot Hughes & McKillop (THM),
sem hefur verið helsti fjármálaráð-
gjafi Glitnis og stærstu kröfuhafa
bankans síðustu árin. Ástæðan er
óánægja margra kröfuhafa með þann
drátt sem hefur orðið á nauðasamn-
ingsferlinu. Skv. áreiðanlegum heim-
ildum stendur til að fá í staðinn inn-
lent fjármálafyrirtæki og þykir
líklegast að Straumur fjárfest-
ingabanki verði ráðinn.
Eigendur THM, sem hafa verið
ráðgjafar Kaupþings og Glitnis og
komið að öllum stærstu fjárhagslegu
endurskipulagningum íslenskra fyr-
irtækja frá bankahruni, fengu að
meðaltali greiddar um 190 milljónir
króna í formi þóknana og arðs á fjár-
hagsárinu sem lauk 31. mars 2013.
Skv. ársreikningum er uppsafnaður
hagnaður frá árslokum 2008 tæpir 10
milljarðar. hordur@mbl.is »Viðskipti
Glitnir að
skipta um
ráðgjafa
Straumur líklegur
til að taka við af THM
Þeir sem
fljúga flugmód-
elum, sem eru
annað fyrirbæri,
en flygildi, hafa
sett sér þær
reglur að fljúga ekki yfir mann-
fjölda, Þeir hafa af því nokkrar
áhyggjur að flygildi sem flogið er
yfir mannfjölda gætu bilað, fallið til
jarðar og valdið slysi. Slíkt gæti
leitt til þess að of stífar reglur yrðu
settar. »24
Fljúgi ekki flygildum
yfir mannfjölda
Framkvæmdir hafa gengið vel í Stakkholti, á
gamla Hampiðjureitnum, en þar á að reisa íbúðir
fyrir stúdenta. Spillir væntanlega ekki fyrir
framkvæmdunum að dagurinn er farinn að
lengjast á ný og blæs það mönnum von í brjóst
um betri tíð í vændum.
Bygging stúdentagarða í Stakkholti gengur vel
Morgunblaðið/Ómar
Framkvæmdagleðin eykst með hækkandi sól
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Reikna má með að allt að 200 ný störf verði til í
landvinnslu á fiski á þessu ári, því sjávarútvegs-
fyrirtækin auka nú starfsemi í húsum sínum en
draga úr vinnslu og frystingu í skipum á hafi úti.
Verð á sjófrystum afurðum hefur lækkað um
14% á tveimur árum, auk þess sem kostnaður
hefur aukist.
Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka
fiskvinnslustöðva, segir að verði þorskkvóti
aukinn á næsta fiskveiðiári, eins og margt bend-
ir til, fjölgi störfum í fiskvinnslu enn meira.
Hjá HB-Granda hefur landvinnslufólki fjölgað
um 50 síðasta árið. Fyrirtækið hefur selt einn
frystitogara og er að breyta öðrum í ísfiskskip.
Svipað er uppi á teningnum hjá Þorbirni í
Grindavík. Á móti þessu kemur að sjómönnum
fækkar. „Við erum að endurskipuleggja rekst-
urinn í samræmi við breyttar aðstæður, það er
fyrst og fremst vegna ofurskattlagningar og
lækkunar á verði afurða,“ segir Eiríkur Tóm-
asson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar. »12
Morgunblaðið/Eggert
Atvinna Fiskur og fólki í vinnslu fjölgar.
Hundruð starfa verða til í landi
Breyttar áherslur í útgerð hafa áhrif á starfslið