Morgunblaðið - 09.01.2014, Page 4

Morgunblaðið - 09.01.2014, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014 Ný Polarolía Nýtt útlit-meiri virkni Selolía, einstök olía Meiri virkni fall Omega 3 fitusýrur nir mælir með lolíu, en þinn? Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Selolían fæst í: Þín verslun Seljabraut, úsum, Fjarðarkaupum, ni, Hafrúnu og MelabúðSími 555 2992 og 698 7999 Nýtt! D-vítamínbætt t hlut n læk Se pótekum, heilsuh Fiskbúðinni Trönuhrau Hát Min a Listamaðurinn Brandur Karlsson fékk í gær afhentan úr hendi Friðriks Pálssonar styrk úr Lista- sjóði Ólafar sem nam 500.000 krónum. Fór afhendingin fram á Kjarvalsstöðum. Á upphæðin að gera Brandi kleift að útbúa að- stöðu svo hann geti stundað list- sköpun sína með sem bestum hætti. Listasjóðurinn var stofnaður árið 2008 til minningar um Ólöfu Pétursdóttur, dómstjóra og mál- ara, og veitir styrki til þeirra al- varlega hreyfihömluðu ein- staklinga sem vilja leggja stund á listsköpun og/eða þeirra sem leggja þeim einstaklingum lið. sgs@mbl.is Fékk styrk til að útbúa aðstöðu Morgunblaðið/Kristinn Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Því fer fjarri að margir leggi fyrir sig þróun appa á Íslandi þrátt fyrir góð- an árangur leikjafyrirtækisins Plain Vanilla. Ástæðan er sú að þróun og hönnun þeirra er flókin, auk þess sem tiltölulega lítill hluti appanna slær í gegn. Eins og fram hefur komið setti hugbúnaðarfyrirtækið Plain Vanilla nýlega á markað leikinn Quizup og er óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn og er fyrirtækið nú milljarða króna virði. Að sögn Helga Pjeturs Jóhannssonar eiganda hugbúnaðar- fyrirtækisins Stokks eru sex fyrir- tæki á Íslandi sem vinna að þróun appa. Fjögur þeirra, Stokkur, Adv- ania, Gangverk og Ýmir Mobile, ein- beita sér að mestu að þjónustuöpp- um fyrir fyrirtæki. Plain Vanilla og Fancy Pants Global þróa hins vegar leikjaöpp. „Þetta er flókin hugbún- aðarþróun. Sértaklega þegar hannað er bæði fyrir android stýrikerfi og apple stýrikerfi sem er algjörlega sitt hvor hluturinn,“ segir Helgi. Hann segir afar lítið um að ein- staklingar vinni að þróun nýrra appa. „Við framleiðslu apps þá þarf tilgangurinn að vera algjörlega nýr og skírskota til stórs hóps ef það á að ná vinsældum,“ segir Helgi. Jóhann Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, er annar tveggja hugverkamanna að baki þróun apps sem er gítarstillir og hljómabók og nefnist Tunerfic. Þann 19 ágúst höfðu yfir milljón manns í 202 löndum hlaðið niður appinu sem er eingöngu fyrir not- endur Nokia. Að sögn hans hafa 493 Nokia-öpp náð yfir milljón notend- um af um 120 þúsundum komið hafa á markað.Tunerific kom á markað árið 2008. Hann segir erfitt að ná hylli notenda. „Ef gæðin eru mikil þá eigum við alveg möguleika. Það er ekkert endilegt að öppin slái í gegn þó gæðin séu í lagi. En þú nærð ekki í gegn nema að reyna,“ segir Jóhann. Gullmolar inni á milli Jóhann lagði fyrir nemendur á fyrsta ári í tölvunarfræði frum- kvöðlaverkefni í fyrsta skipti nú á haustönn. Þar settu nemendur fram hugmynd að appi sem skilaði tæp- lega 100 tillögum. „Þarna eru gull- molar inni á milli, en það þarf sam- vinnu fleiri en eins aðila til þess að koma slíku á framfæri. Tölvunörd úti í horni er ólíklegt til að ná í gegn. Þú þarft einnig þá sem geta gert þetta fallegt, t.d. grafíska hönnuði, og þá sem geta sett fram texta um appið. Einnig þarf að gjörprófa það áður en það fer á markað,“ segir Jóhann. Erfitt að ná hylli notenda  Fáir þróa öpp á Íslandi  Flókin þróun hugbúnaðar og lágt hlutfall appa sem ná til fjöldans  „Nærð ekki í gegn nema að reyna,“ segir háskólaprófessor Morgunblaðið/Ernir Snjallsími Þróun nýrra appa er flókin og fá þeirra njóta hylli. Verð á stakri sundferð fyrir full- orðna í Reykjavík hækkaði um 50 krónur um áramót og er nú 600 krónur í stað 550 króna áður. Nem- ur hækkunin því um 9%. „Við hækkuðum bara aðgöngugjald full- orðinna fyrir staka sundferð. Til stóð að hækka alla gjaldskrána en Reykjavíkurborg hvarf frá því. Við hækkunina á stakri ferð fullorðinna var horft til þess að gríðarlegur fjöldi sundlaugagesta eru erlendir ferðamenn og þetta er niðurgreidd þjónusta. Þá erum við að koma til móts við það að fastagestir eða borgarbúar geti keypt sér tíu miða kort eða árskort. Það er ástæða þess að þetta var eina gjaldið sem var hækkað,“ segir Steinþór Ein- arsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. vidar@mbl.is Stök sund- ferð á 600 krónur  Borgin hækkaði verð um áramót Morgunblaðið/Styrmir Kári Sund Verð á stakri sundferð fullorð- inna hækkaði um 50 kr. um áramót. Fundur borgarstjórnar Reykjavíkur var með allra stysta móti á þriðju- daginn. Fundur var settur klukkan 14:00 og slitið 14:10. Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerðina, segir þetta alls ekki vera stuttfundamet hjá borg- arstjórn. Þannig hafi fundir farið niður í fimm og jafnvel tvær mín- útur. Fundurinn var reglulegur fundur, en þeir eru haldnir fyrsta og þriðja þriðjudag í hverjum mánuði. Á dag- skrá fundarins voru einungis „pro forma“ mál, samþykktir fund- argerða ýmissa ráða og borgarráðs. gunnardofri@mbl.is Funduðu í tíu mínútur Efir ágætan dag hvessti í Bláfjöllum síðdegis í gær svo nauðsynlegt var að stöðva lyfturnar. Fólk var þá að streyma úr bænum en þurfti frá að hverfa. Veðrið hefur ekki leikið við skíðafólk á höfuðborgarsvæðinu. Bláfjöll hafa aðeins verið opin í örfáa daga frá því fyrir jól. Rok og skafrenningur í Bláfjöllum gerir skíðafólki á höfuðborgarsvæðinu lífið leitt Morgunblaðið/Golli Þurftu frá að hverfa vegna hvassviðris

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.