Morgunblaðið - 09.01.2014, Side 6
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Formenn aðildarfélaga opinberra
starfsmanna eru tregir til að nefna
þær prósentuhækkanir sem farið
verður fram á í komandi kjaravið-
ræðum. Ráða má af samtölum við þá
að horft er til þess að laun hækki um
minnst 10%.
Guðlaug Kristjánsdóttir, formað-
ur Bandalags háskólamanna, segir
laun háskólamanna hjá hinu opin-
bera hafa dregist verulega aftur úr
launum á almennum vinnumarkaði.
„Við erum búin að eiga fyrsta fund
með þremur viðsemjendum hjá hinu
opinbera, ríki, sveitarfélögum og
Reykjavíkurborg. Við förum fram á
viðræður við þessa aðila um umfang
þeirrar leiðréttingar á kjörum okkar
félagsmanna sem er nauðsynleg. Ég
held að allir séu sammála um að það
þarf að leiðrétta þau,“ segir Guðlaug
sem telur að ekki þurfi að taka fram
að félagsmenn fari fram á meiri
launahækkanir en þau 2,8% sem
samið var um á almennum markaði.
„Það er engan veginn eðlilegt að
nota þá viðmiðun,“ segir Guðlaug og
nefnir í því samhengi að munur á
launum hjá félagsmönnum BHM og
á almennum markaði sé upp undir
40% hjá samanburðarhæfum hóp-
um. Það bil þurfi að brúa. Fé-
lagsmenn BHM eru um 10.000 og
opinberir starfsmenn þar af 8.000.
Óraunhæfur samanburður
– Í maí 2013 kom út skýrsla um
gerð kjarasamninga á Norðurlönd-
um. BHM kom að gerð þeirrar
skýrslu. Þar var ein niðurstaðan sú
að stuðla beri að stöðugleika. Eru
kröfur BHM til þess fallnar?
„Langtímamarkmið allra er
stöðugleiki og það er í okkar stefnu
að tryggja stöðugleika. Það er hins
vegar óraunhæft að bera t.d. saman
stöðugleikann í Svíþjóð og hjá okk-
ur. Verkefnið í okkar huga núna,
þegar rætt er um aðfarasamninga að
lengri þjóðarsáttarsamningum, er
að koma okkur á þann stað að við
getum yfir höfuð rætt um hæga og
rólega kaupmáttarþróun á grund-
velli stöðugleika. Með því að festa
okkur í þessu fari næstu ár og
hækka laun allra jafnt erum við að
skrifa upp á að við viljum hafa at-
gervisflótta á menntuðu fólki frá Ís-
landi.“
– Telurðu að það sé borð fyrir
báru hjá hinu opinbera?
„Sá möguleiki er ekki fyrir hendi
að láta þennan hóp dragast aftur úr
því hið opinbera missir hann frá sér.
Við erum meðvituð um stöðuna í
landinu en við erum líka meðvituð
um að það hefur skapast óviðunandi
ástand,“ segir Guðlaug.
Snorri Magnússon, formaður
Landssambands lögreglumanna,
segir félagsmenn fara fram á stytt-
ingu vinnuvikunnar.
„Kröfur okkar eru í samræmi við
kröfur aðildarfélaga á 43. þingi
BSRB 2012. Þar var gerð sú krafa að
vinnuvikan verði stytt úr 40 stund-
um í 36 stundir. Þar er skírskotað til
þess að jafna beri möguleika
kynjanna til þess að taka þátt í upp-
eldi barna og verja meiri tíma með
fjölskyldu, að samþætta vinnu og
fjölskylduábyrgð,“ segir Snorri sem
svarar því aðspurður til að lögreglu-
menn vilji halda óbreyttum launum
fyrir styttri vinnuviku. Við það bæt-
ist þær hækkanir sem nú sé krafist.
„Við horfum til meiri hækkana en
kveðið er á um í samningum ASÍ og
Samtaka atvinnulífsins. Það er ekki
rætt um 2,8% launahækkun, enda
teljum við okkur hafa dregist tölu-
vert aftur úr þeim stéttum sem lög-
reglumenn hafa gjarnan verið mið-
aðir við. Við teljum okkur eiga inni
meiri hækkun en er að sjá í samn-
ingunum sem voru gerðir fyrir jól.“
Snorri bendir því næst á að byrj-
unarlaun lögreglumanns, þ.e. grunn-
laun, séu nú rúmlega 271.000 kr. á
mánuði eftir nám í lögregluskólan-
um. Við það bætist greiðslur vegna
vaktavinnu. „Við förum fram á að
lögreglumenn þurfi ekki að vinna
eins mikla yfirvinnu og raun ber
vitni og að grunnlaunin nægi til
framfærslu. Svo er ekki í dag.“
Elín Björg Jónsdóttir, formaður
BSRB, segir kröfur aðildarfélaga
bandalagsins mismunandi en þau
eru 26 og félagsmenn um 22.000.
Hún staðfestir að kröfur félag-
anna séu umfram þau 2,8% sem
samið var um á almennum markaði.
Ógnar ekki stöðugleika
BSRB kom að gerð áðurnefndrar
skýrslu um gerð kjarasamninga á
Norðurlöndum. Elín telur aðspurð
að umræddar kröfur ógni ekki
stöðugleika. Þær séu þvert á móti í
samræmi við markmið skýrslunnar.
„Ég tel að kröfugerðin sé í takt við
markmið skýrslunnar um að auka
kaupmátt og halda niðri verðbólgu.
Við förum að hluta til fram á annars
konar leiðréttingar en ASÍ og SA
sömdu um,“ segir Elín Björg.
Kristín Á. Guðmundsdóttir, for-
maður Sjúkraliðafélags Íslands,
SLFÍ, segir félagsmenn sína hafa
setið eftir í launaþróuninni.
„Stóra krafan er að fá lagfæringu
á launum í samræmi við það sem
fram hefur komið í kjarakönnunum,
að opinberir starfsmenn hafa setið
eftir í launaþróuninni. Við viljum fá
þetta bætt,“ segir Kristín og bætir
því við að SLFÍ og önnur aðildar-
félög ríkisstarfsmanna innan BSRB,
BHM og Félag íslenskra hjúkrunar-
fræðinga þar sem vaktavinna er út-
breidd, geri kröfu um styttri vinnu-
viku. Með því verði tekið á því mikla
álagi sem þær stéttir búa við.
Rætt um tugprósenta hækkanir
Formenn stéttarfélaga opinberra starfsmanna vilja meiri launahækkanir en á almennum markaði
Grunnlaun í lögreglunni skuli duga til framfærslu Sjúkraliðar vilja 100% laun fyrir 80% starf
100% laun, 80% vinna
» Kristín Á. Guðmundsdóttir,
formaður Sjúkraliðafélags Ís-
lands, segir kröfu sjúkraliða þá
að 80% vinna verði metin sem
100% starfsframlag án skerð-
ingar á launum.
Guðlaug
Kristjánsdóttir
Snorri
Magnússon
Kristín Á.
Guðmundsdóttir
Elín Björg
Jónsdóttir
Morgunblaðið/Ómar
Aðalbygging Háskóla Íslands Háskólafólk krefst launahækkana.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014
Ein forsenda nýgerðra kjarasamninga á al-
mennum vinnumarkaði er að fyrirtækin haldi
aftur af verðhækkunum í þágu stöðugleika.
Síðan hafa ýmsir aðilar, hið opinbera og
einkaaðilar, hins vegar hækkað verð á vörum
og þjónustu. Verð á stakri ferð fyrir fullorðna
hjá sundlaugunum í Reykjavík var hækkað úr
550 í 600 krónur um áramótin en gjaldskráin er
að öðru leyti óbreytt. Þá hækkuðu komugjöld á
heilsugæslustöðvar um 15-20% hinn 1. janúar
síðastliðinn. Gjöld vegna vitjana lækna hækk-
uðu sömuleiðis og kostar vitjun læknis á dag-
vinnutíma nú 3.400 en áður 2.800 krónur.
Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Hagkaups, segir sér hafa „blöskrað“ að versl-
anir Haga skyldu fá fjölda tilkynninga um
hækkanir frá birgjum, með hliðsjón af þeirri
áherslu sem sé lögð á sátt um stöðugleika í ný-
gerðum kjarasamningum. Því telji hann rétt að
gera grein fyrir þessum hækkunum.
Nú síðast hafi Kaupfélag Skagfirðinga til-
kynnt 5% hækkun á verði á nautakjöti 1. febr-
úar nk., auk þess sem Nói Síríus, Freyja, Lýsi
og Emmess ís hafi boðað hækkanir. Þá muni
verð á brúneggjum hækka og verð á Hámarki
frá Vífilfelli.
Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Krón-
unnar, segir hækkunum verða mótmælt.
„Birgjar hafa sent okkur tilkynningar um að
það verði hækkanir. Við ætlum hins vegar að
berjast gegn hækkunum. Við sendum okkar
birgjum bréf þar sem við mótmælum öllum
hækkunum og biðjum þá um að endurskoða
sínar ákvarðanir,“ segir Kristinn.
Arnar G. Hjaltalín, formaður Drífanda
stéttarfélags í Vestmannaeyjum, segir samn-
inganefnd félagsins mótmæla harðlega verð-
hækkunum opinberra aðila sem orðið hafi að-
eins fáeinum dögum eftir undirritun
kjarasamninganna.
Arnar vitnar í yfirlýsingu frá fjármála-
ráðuneytinu í tilefni samninganna þar sem
sagði að „næstu tvö ár verði gjaldskrárhækk-
anir ríkisins undir verðbólgumarkmiði Seðla-
banka Íslands [sem er 2,5%]… Afar brýnt er að
fyrirtæki á markaði axli ábyrgð á þróun verð-
lags og er gengið út frá að svo verði.“
Brostnar forsendur fyrir kaupmætti
Arnar segir aðspurður að þessar hækkanir
og aðrar, m.a. á matvöru, hafi í för með sér að
forsendur samninga um kaupmátt í ár séu
brostnar. „Viðbrögð samninganefndar Dríf-
anda eru þau að samningarnir skuli felldir.
Forsendurnar eru enda fallnar nú þegar,“ segir
Arnar.
Miðstjórn ASÍ samþykkti í gær álykt-
un þar sem þess er krafist að verð-
hækkanir opinberra aðila og verslunar-
og þjónustufyrirtækja verði dregnar til
baka. Þá sendu Samtök atvinnulífs-
ins frá sér tilkynningu þar sem
sagði að hækkanir innlendra
framleiðenda væru áhyggju-
efni. Loks gagnrýndi Starfs-
greinasambandið hækkanir
opinberra aðila harðlega í
orðsendingu. baldura@mbl.is
„Blöskraði“ hækkanir birgja á matvöru
Framkvæmdastjóri Hagkaups gagnrýnir hækkanir Krónan hyggst mótmæla verðhækkunum
Formaður Drífanda stéttarfélags telur að forsendur nýgerðra kjarasamninga séu þegar brostnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hækkanir Birgjar boða verðhækkanir á
ýmsum vörum í upphafi nýs árs.
Árni Stefán
Jónsson, for-
maður SFR
stéttarfélags,
sem í eru
5.500 fé-
lagsmenn,
segir megin-
kröfur félags-
ins í komandi
kjara-
viðræðum við hið opinbera vera
þríþættar.
Í fyrsta lagi að félagsmenn
SFR fái aukinn kaupmátt. Í öðru
lagi að stigin verði skref til að
jafna laun milli opinberra starfs-
manna og almenna markaðar-
ins. Er þar m.a. horft til könn-
unar sem bendi til að félags-
menn VR hafi 17% hærri laun en
félagsmenn SFR í sambæri-
legum störfum. Í þriðja lagi að
haldið verði áfram á þeirri braut
að jafna launamun kynjanna,
með framlögum úr svonefndum
jafnlaunapotti sem samið var
um í kjarasamningunum 2011.
„Vandamálið liggur ekki í því
að við höfum gengið frá verri
kjarasamningum en á almenn-
um markaði. Eftir samningana
hefur hins vegar orðið launa-
skrið á almennum markaði sem
skekkir myndina jafnóðum.“
– Þið farið sem sagt fram á
meiri launahækkun en 2,8%?
„Það liggur í orðum mínum að
það hlýtur að vera ljóst,“ segir
Árni Stefán sem telur hið opin-
bera vel hafa svigrúm til að
mæta ofangreindum kröfum.
„Þetta er spurning um
forgangsröðun. Menn hafa pen-
ingana,“ segir Árni Stefán sem
krefst leiðréttingar á launum.
Laun hjá VR
17% hærri
en hjá SFR
FORMAÐUR SFR
Árni Stefán
Jónsson
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir full-
trúa Reykjavíkurborgar hafa viðurkennt
mistök við hækkanir á bílastæðagjöldum
sem ætla megi að verði leiðrétt.
„Tiltekin fyrirtæki hafa tilkynnt smásöl-
unni að þau ætli að hækka verð á vörum.
Við höfum skorað á smásöluverslunina að
upplýsa okkur um þetta. Við munum fylgj-
ast með verðlagi í verslununum. Þessi fyrir-
tæki eru að skara eld að sinni köku með
þessum hækkunum. Það er hvorki í takt við
yfirlýsingar forystumanna atvinnulífsins né
markmið samninganna. Þess vegna er
þetta ögrun við launafólk og ekki síður
það markmið að ná tökum á verð-
bólgu. Við munum fylgja þessu
eftir og ef fyrirtækin falla ekki
frá þessu munum við birta nöfn
þeirra. Þá verða neytendur að
meta hvort þeir vilja eiga við-
skipti við þessi fyrirtæki.“
Hækkanir „ögrun
við launafólk“
AFSTAÐA FORSETA ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson