Morgunblaðið - 09.01.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014
Þessa dagana birtast framboðs-tilkynningar vegna vals á lista
fyrir sveitarstjórnarkosningarnar
sem haldnar verða í lok maí.
ÍReykjavík styttistí val á lista Sam-
fylkingarinnar og
frambjóðendur
koma fram og lýsa
kostum sínum og
áherslum.
Fróðlegt er aðlesa þessar lýs-
ingar, ekki síst þá
áherslu sem fram-
bjóðendur leggja á
nýtt aðalskipulag
Reykjavíkur og telja
sér til tekna að hafa
unnið að gerð þess.
Hjálmar Sveinsson varaborg-arfulltrúi stefnir hátt og rök-
styður framboð sitt sérstaklega með
því að hann hafi lagt áherslu á
skipulagsmál og tekið þátt í að móta
nýja aðalskipulagið sem hann
dásamar mjög.
Annar frambjóðandi, KristínSoffía Jónsdóttir, stefnir næst-
um jafnhátt og segist hafa tekið
virkan þátt í gerð nýs aðalskipulags.
Þegar haft er í huga hvílíkt klúð-ur nýja aðalskipulagið er má
segja að þessir frambjóðendur sýni
nokkurt hugrekki með því að tengja
sig svo rækilega við það.
En þetta bendir líka til þess aðSamfylkingin hyggist gera sitt
ýtrasta til að sökkva með misheppn-
uðu skipulaginu í kosningunum.
Nema flokkurinn treysti á aðminnihlutinn í borgarstjórn
hafi ekki burði til að nýta sér veik-
leika skipulagsins.
Hjálmar
Sveinsson
Veðjað á veikleika?
STAKSTEINAR
Kristín Soffía
Jónsdóttir
Veður víða um heim 8.1., kl. 18.00
Reykjavík 1 heiðskírt
Bolungarvík 1 skýjað
Akureyri 2 súld
Nuuk -2 snjókoma
Þórshöfn 5 skýjað
Ósló 2 skýjað
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Stokkhólmur 7 skýjað
Helsinki 5 skýjað
Lúxemborg 8 léttskýjað
Brussel 8 léttskýjað
Dublin 7 skýjað
Glasgow 7 léttskýjað
London 11 skýjað
París 12 heiðskírt
Amsterdam 7 heiðskírt
Hamborg 8 skýjað
Berlín 7 léttskýjað
Vín 3 alskýjað
Moskva 2 súld
Algarve 17 heiðskírt
Madríd 13 heiðskírt
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 12 skýjað
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg -30 heiðskírt
Montreal -12 skýjað
New York -10 heiðskírt
Chicago -13 skýjað
Orlando 13 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
9. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:08 16:03
ÍSAFJÖRÐUR 11:44 15:37
SIGLUFJÖRÐUR 11:28 15:18
DJÚPIVOGUR 10:45 15:25
Tökulið á vegum bandarísku sjónvarpsstöðv-
arinnar NBC kom hingað til lands í gærmorgun
og stóð fyrir beinni sjónvarpsútsendingu frá
Laugardalslaug. Miklar frosthörkur herja nú á
Bandaríkin og að sögn Heimis Jónassonar, stofn-
anda og framkvæmdastjóra kvikmyndafyrirtæk-
isins Icelandic Cowboys, kom sú hugmynd upp í
fyrrakvöld að senda hingað fréttamann og töku-
lið frá Bandaríkjunum til þess að sýna áhorf-
endum morgunþáttarins Today Show hvernig
veðrið væri á Íslandi. Michelle Kosinski, frétta-
kona NBC, tók m.a. nokkur viðtöl við sundlaug-
argesti Laugardalslaugar.
Sendu beint frá
Laugardalslaug
Morgunblaðið/Þórður
Ökumönnum sem
lent hafa í um-
ferðaróhöppum
eða slysum og
grunaðir eru um
ölvunarakstur
hefur fækkað frá
árinu 2008. Sama
þróun hefur orðið
hjá ökumönnum
sem grunaðir eru
um fíkniefnaakst-
ur, óhöppum þeirra og slysum hefur
fækkað frá 2011.
Kemur þetta fram í upplýsingum
frá lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu. Þar er gert upp sérstakt eftirlit
með ölvunar- og fíkniefnaakstri í
desembermánuði. Lögreglan stöðv-
aði 5815 ökumenn í eftirlitinu. Alls
voru 142 ökumenn handteknir,
grunaðir um ölvunar- og/eða fíkni-
efnaakstur. Eru þetta fleiri öku-
menn en handteknir voru í desem-
ber 2012, þegar 114 voru teknir. Þá
voru raunar mun færri stöðvaðir í
þessu eftirliti.
Lögreglan vekur athygli á því að
fjöldi brota ráðist nokkuð af umfangi
eftirlits lögreglu á hverjum tíma. Því
sé hæpið að meta alvarleika vandans
eingöngu á þeim grunni. Tíðni
óhappa þar sem áfengi og fíkniefni
koma við sögu sé betri mælikvarði.
Færri slys
vegna ölv-
unaraksturs
Lögreglan í um-
ferðareftirliti.