Morgunblaðið - 09.01.2014, Side 10
Morgunblaðið/Kristinn
Leiklist Stúdentaleikhúsið kynnir
áhugasömum leikárið í kvöld.
Háskólanemendur sem hafa áhuga á
leiklist ættu endilega að líta inn á
kynningarfund Stúdentaleikhússins í
kvöld.
Fundurinn hefst klukkan 20 í Stúd-
entakjallaranum í Hinu húsinu.
Verkefni annarinnar verða kynnt
ásamt starfi Stúdentaleikhússins.
Leikstjóri þessarar annar er Tryggvi
Gunnarsson, leikstjóri, leikari og höf-
undur. Tryggvi er ekki ókunnur Stúd-
entaleikhúsinu því hann var formað-
ur þess 2005-2007.
Leikhúsið getur verið góður grunn-
ur að því sem koma skal.
Kynningar-
fundur í kvöld
Stúdentaleikhús
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014
Tökum að okkur trjáklippingar,
trjáfellingar og stubbatætingu.
Vandvirk og snögg þjónusta.
Sími 571 2000
www.hreinirgardar.is
Malín Brand
malin@mbl.is
B
jarni var í góðri vinnu
með fín laun en hann
sagði starfi sínu lausu
til þess að geta gert
það sem hann raun-
verulega langaði. Það var að
skrifa sögur fyrir börn.
„Mig langaði til að fylgja
þessum draumi eftir því mér
finnst gaman að gera skapandi
hluti og að búa eitthvað til alveg
frá grunni.
Hann stofnaði fyritækið Ort-
hus árið 2012 og hefur gefið út níu
bækur sem komnar eru á netið og
aðgengilegar í appformi.
„Ég flutti úr miðbæ Reykja-
víkur á Selfoss og kláraði bæk-
urnar þar því það er ódýrara að
búa þar,“ útskýrir Bjarni sem á
sama tíma kenndi crossfit í Sport-
stöðinni á Selfossi. „Ég bjó bara í
bílskúrnum hjá systur minni og
kenndi crossfit í frítímanum,“ seg-
ir Bjarni.
Fleiri bætast í hópinn
Bjarni fékk gott fólk til liðs
við sig á þessum tímapunkti. Rit-
höfundurinn Helgi Már fór að
skrifa með Bjarna og voru þeir
sammála um að beina þyrfti sjón-
um að menningarupprunanum.
„Við ákváðum að taka þá Þór
og Loka og gera þá að litlum
krökkum þannig að í sögunni eru
þeir svona sex til sjö ára. Þetta er
byggt á norrænni goðafræði en er
ekki alveg eftir bókinni,“ segir
Bjarni og segist sleppa því sem er
gróft og ekki við hæfi barna.
„Fenris og Slepnir eru þarna
en sagan af því hvernig þeir urðu
til er kannski ekki barnvæn,“ seg-
ir hann.
Þeir tóku að skrifa af fullum
krafti og í miðjum klíðum bættist
teiknarinn Karítas Gunnarsdóttir í
hópinn og þar með lifnuðu sögu-
persónurnar við.
Engir milljónamæringar
Bjarni segir að markmiðin
með útgáfunni séu skýr. „Við vit-
um að við erum ekkert að fara að
verða milljónamæringar á þessu.
Við vitum líka að það er allt of lít-
ið til af öppum fyrir krakka á ís-
lensku, til að hjálpa þeim að lesa,
skrifa og reikna. Ég held að það
sé mjög mikilvægt að framleiða
efni á íslensku því þetta er hverf-
andi tungumál og enskan er að
taka svolítið yfir. Það sama á við
um menningu okkar. Við eigum of-
boðslega fallega og skemmtilega
menningu og mér finnst mikilvægt
að börn fái að tengjast þeirri
menningu á meðan þau eru að æfa
sig að lesa og kynnast þá þessum
skemmtilega heimi,“ segir Bjarni.
Að leggja hönd á plóg
Þó svo að Bjarni hafi flust til
bæjarins góða, Selfoss, og notað
tímann vel er hann aftur fluttur til
Flutti á Selfoss til að
skrifa barnabækur
Bjarni Einarsson er einn þremenninganna sem standa að útgáfu barnabóka á
vefnum undir merkjum Orthus. Bækurnar eru aðgengilegar gegnum Android eða
iTunes og eru þremenningarnir sannfærðir um að íslensk börn þurfi að þekkja
menningararfleifðina. Því þótti þeim vel við hæfi að skrifa bók um Þór og Loka og
fleiri úr norrænu goðafræðinni. Í sögunum eru goðin börn, eins og lesendurnir.
Tríóið Fólkið að baki sögunum: Bjarni, Karítas og Helgi Már.
Röddin Ari Eldjárn ljær persónum sögunnar um þá Loka og Þór rödd sína.
Íbúar Reykjanesbæjar geta nú látið
í ljós skoðanir sínar og komið til-
lögum á framfæri í gegnum nýja
vefgátt sem formlega verður tekin í
gagnið í dag.
Íbúavefurinn hefur slóðina rnb.i-
buavefur.is en qr-kóði vefsins er
hér að neðan fyrir þá sem líta vilja
á vefinn í snjallsíma.
Vettvangur hugmynda
Facebooksíðan Reykjanesbær –
Gerum góðan bæ betri, er sá vett-
vangur þar sem fólk hefur getað
komið með ábendingar eða tillögur.
Þar má glöggt greina af skrifum
íbúa að Íbúavefurinn er kærkomin
viðbót við þá þjónustu sem bærinn
hefur upp á að bjóða.
Nú þegar má sjá hugmyndir og
óskir íbúa um skautasvell í bæinn,
tillögur að snyrtilegri ásýnd garða
og fleira í þeim dúr.
Á vefnum gefst íbúum kostur á
að „leggja inn“ hugmyndir um ýmis
mál tengd samfélaginu og ef aðrir
íbúar sýna hugmyndinni áhuga eru
líkur á að hugmyndin komi til fram-
kvæmda. Í rauninni geta íbúar gef-
ið hugmyndum einkunn.
Ekki beintengt stjórnsýslunni
Vefurinn er ekki í beinni teng-
ingu við stjórnsýslu bæjarins held-
ur er meginmarkmiðið með honum
að skapa umræðugrundvöll þar
sem íbúar geta skipst á skoðunum.
Sá sem hefur umsjón með vefn-
um sér til þess að ábendingarnar
berist réttum aðilum innan stjórn-
kerfisins
Sambærilegar tilraunir með íbúa-
vefi hafa verið gerðar í Rangárþingi
eystra og í Reykjavík.
Hlutum kippt í lag
Annar vefur fer í loftið í dag,
samhliða íbúavefnum en það er
svokallaður ábendingavefur um um-
bætur í umhverfismálum. Af Fa-
cebooksíðu bæjarins að dæma hafa
íbúar gjarnan komið með ábend-
ingar um það sem betur mætti fara
en með síðunni ætti að vera hægt
að koma ábendingum áleiðis með
skilvirkari hætti en á samfélags-
miðlinum.
Þegar skrifuð er ábending um
umhverfisbætur getur viðkomandi
merkt staðsetningu þess sem kippa
þarf í lag inn á kort og berast
skilaboðin beint til Umhverfis- og
skipulagssviðs Reykjanesbæjar sem
vinnur úr ábendingunni.
Slóðin á ábendingavefinn er
map.is/dvergur/clients/ath_rnb.
„Mitt Reykjanes“
Alls eru vefsíðurnar fjórar sem
eru samtengdar bænum á mismun-
andi hátt. Íbúar geta farið inn á
það sem nefnist „mitt Reykjanes“
en þar er haldið utan um upplýs-
ingar hvers og eins um fast-
eignagjöld, umönnunargreiðslur og
þess háttar. Á sama stað getur íbúi
sent formlegt erindi til stjórnsýsl-
unnar.
Fjórði vefurinn er sjálf heimasíða
Reykjanesbæjar sem er almennur
upplýsingavefur.
Vefsíðan www.rnb.ibuavefur.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Reykjanesbær Nýr íbúavefur verður tekinn í notkun í dag.
Íbúar Reykjanesbæjar til áhrifa
Til að lesa
Skannaðu kóðann