Morgunblaðið - 09.01.2014, Qupperneq 14
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Ef klukkan á Íslandi yrði færð aftur
um klukkutíma gæti það haft veruleg
áhrif á heilsu þjóðarinnar. Sólarupp-
rás yrði þá klukkutíma fyrr en nú og
Íslendingar nytu morgunbirtu á fóta-
ferðartíma mun fleiri vetrardaga. Það
gæti haft þau áhrif að fólk sofnaði fyrr
á kvöldin og ætti auðveldara með að
vakna á morgnana, það hefði jákvæð
áhrif á svefnvenjur og lunderni, heils-
an myndi batna og virkni þjóðarinnar
aukast, félagsleg virkni gæti aukist,
heilsuspillandi áhrif stutts svefns
myndu minnka, t.d. ofát og sykursýki,
námsárangur gæti batnað, hætta á of-
fitu, þunglyndi og tóbaks- og áfeng-
isneyslu gæti minnkað og svokölluð
klukkuþreyta minnkað. Þetta er með-
al þess sem kemur fram í umsögn
Hins íslenska svefnrannsóknafélags
um tillögu til þingsályktunar um
seinkun klukkunnar sem er nú til um-
fjöllunar hjá allsherjar- og mennta-
málanefnd Alþingis. Félagið styður
eindregið meginmarkið tillögunnar.
Munar um hverja stund
En getur einn klukkutími til eða frá
virkilega haft slík jákvæð áhrif á líf
fólks?
„Það munar um hvern klukkutíma
hvað þetta snertir. Manni finnst þetta
ekki mikill tími en hver dagur er ekki
nema 24 stundir og hver þeirra skipt-
ir máli. Áhrifin hafa komið sterkt í
ljós í öllum rannsóknum sem hafa
beinst að þessu á seinni árum. Við
komumst aldrei undan því að sjálf
morgunbirtan hefur áhrif á okkur,“
segir Björg Þorleifsdóttir, lífeðlis-
fræðingur og lektor við Háskóla Ís-
lands, hún er félagi í Hinu íslenska
svefnrannsóknarfélagi og einn helsti
baráttumaðurinn fyrir því að klukkan
á Íslandi verði leiðrétt.
Í sama streng tekur dr. Erna Sif
Arnardóttir, formaður félagsins og
forstöðumaður svefnmælinga við
Landspítala. „Þetta mun hiklaust
vera til bætingar. Íslendingar fara
klukkunni yrði seinkað, hún yrði farin
bak við fjöllin klukkan hálfsex í stað-
inn fyrir hálfsjö,“ segir Björg. Hún
tekur fram að myrkrið hafi ekki sömu
áhrif á alla, sumir eigi auðveldara
með að aðlagast því en þeir sem eigi í
erfiðleikum með það eigi á hættu að fá
kvilla tengda skammdeginu. „Megin-
atriðið í þessu er að fá birtuna fyrr inn
um daginn til að líkaminn fari strax af
stað að morgni,“ segir Björg.
Ekki sumar- og vetrartíma
Klukkan á Íslandi hefur ekki alltaf
verið eins og nú, frá 1939 til 1968 var
hér sumar- og vetrartími. Björg mæl-
ir ekki með því að slíkt verði tekið upp
aftur, enda sýni nýjustu rannsóknir
að það sé ekki hagstætt að skipta á
milli sumar- og vetrartíma. Erna seg-
ir að árið 1968, þegar sú ákvörðun var
tekin að hætta að skipta á milli sum-
ar- og vetrartíma, hafi lítið sem ekk-
ert verið vitað um lífsklukkuna eða
dægursveiflur en nú sé hægt að taka
ákvörðun byggða á vísindalegum rök-
um. „Það er langbest að vera með
réttan tíma.“
Íslendingar rangt stilltir
Gæti haft mjög jákvæð áhrif á þjóðfélagið ef klukkunni yrði seinkað um klukku-
tíma Námsárangur gæti batnað og offita minnkað Þurfum morgunbirtuna
Morgunblaðið/Ernir
Sofandi Íslenskir unglingar fara seinna að sofa en jafnaldrar þeirra í Evrópu samkvæmt alþjóðlegri rannsókn.
núna að sofa klukkutíma seinna en
aðrir Norðurlandabúar, sem segir
eitthvað til um að við séum rangt
stillt,“ segir Erna. „Með þessu ætti
fólk að eiga auðveldara með að sofna á
kvöldin og hætta að seinka sólar-
hringnum jafnmikið í fríum og um
helgar og margir gera, það er einmitt
annað merki um að við séum rangt
stillt,“ bætir Erna við, Íslendingar séu
Norðurlandameistarar í svefnlyfja-
notkun og eigi margir við svefnvanda-
mál að stríða.
Sólin fyrr upp fyrir austan
Ekki eru samt allir á því að seinka
eigi klukkunni. Erna segir golfara t.d.
vilja hafa bjart yfir eftirmiðdaginn svo
þeir geti spilað lengur eftir vinnu. Þá
sjái sumir það sem kost að vera á
sama tíma og Evrópa. Björg segir að
aðrir sjái sér hag í því að hafa meiri
hita lengur fram á kvöldið á sumrin og
þá stytti þetta sólartímann á sumrin
hjá Austfirðingum. „Sólin kemur upp
hálftíma fyrr á Austurlandi en á Vest-
urlandi. Seyðfirðingar hafa talað um
að sólin myndi setjast fyrr hjá þeim ef
Hið íslenska svefnrannsóknar-
félag leggur til að þingsályktun-
inni verði breytt í þverpólitískt
lagafrumvarp til breytingar á
lögum um tímareikning á Íslandi.
„Efni frumvarpsins yrði ein-
falt. Núgildandi lög um tíma-
reikning á Íslandi eru aðeins ein
grein og hefur hún staðið
óbreytt frá árinu 1968. Í stað
„Hvarvetna á Íslandi skal telja
stundir árið um kring eftir mið-
tíma Greenwich“ komi: Hvar-
vetna á Íslandi skal telja stundir
árið um kring einni klukkustund
á eftir samræmdum heimstíma
(UTC-1). Gildistökugreinin gæti
miðað við þann tíma þegar sól er
hæst á lofti á Íslandi, sumarið
2014, þ.e. við sumarsólstöður 21.
júní 2014,“ segir í umsögninni.
Tímareikningur
BREYTT LAGAFRUMVARP
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014
Höskuldur Björnsson flytur erindi
sem nefnist: Ýsustofnar í Norður-
Atlantshafi, fimmtudaginn 9. jan-
úar kl. 12,30 í fundarsal á fyrstu
hæð að Skúlagötu 4. Allir eru vel-
komnir.
Ýsuafli við Ísland hefur verið
nokkuð breytilegur á undanförnum
áratugum eða á bilinu 40-120 þús.
tonn. „Það sem veldur þessu er
breytileiki í nýliðun, en stærstu
20% af ýsuárgöngum skila helmingi
af heildarfjölda fiska, en sambæri-
leg tala hjá þorski er 30%. Stærstu
20% af ýsuárgöngum eru að með-
altali 10 sinnum stærri en minnstu
20 prósentin, en sambærileg tala
fyrir þorsk er 2,6,“ segir í kynn-
ingu. Af þessu leiðir að mikill sam-
dráttur verður í afla ef margir lé-
legir ýsuárgangar koma í röð eins
og gerst hefur síðan 2008.
Erindi um ýsustofna
í Norður-Atlantshafi
Valgerður Magnúsdóttir sálfræð-
ingur flytur erindið ,,Er öll sorg
leyfileg?“ á fræðslukvöldi Nýrrar
dögunar í safnaðarheimili Háteigs-
kirkju fimmtudagskvöldið 9. janúar
kl. 20. „Leitað verður svara við
spurningunni út frá tilfinningum
syrgjandans og þeirra sem standa í
kring, en stundum getur sorgar-
úrvinnsla verið erfið vegna flók-
inna fjölskyldutengsla, eða erf-
iðleika í samskiptum fólks,“ segir í
tilkynningu.
Valgerður hefur langa reynslu af
að vinna með einstaklingum og fjöl-
skyldum sem orðið hafa fyrir áföll-
um. Allir eru velkomnir.
Ný dögun, samtök um sorg og
sorgarviðbrögð er félag syrgjenda
og fagfólks sem hefur það að mark-
miði að fræða um sorg og missi en
einnig að styðja syrgjendur á sorg-
argöngunni. Samtökin voru stofnuð
í Reykjavík 1987.
Ræðir vandann við
úrvinnslu sorgar
Frumkvöðull í
hönnun glerja
Margskipt gleraugu
frá 39.900 kr.
umgjörð og gler.
Glerin okkar koma frá BBGR Frakklandi,
einum virtasta glerjaframleiðanda Evrópu
SJÓNARHÓLL
Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi
Reykjavíkurvegur 22 | S. 565 5970 | sjonarholl.is
HERRAGLERAUGU
– á verði fyrir alla
Mikið úrval
Við höfumlækkaðgleraugnaverðið
Þar sem
gæðagleraugu
kosta minna
Lögreglu hér á landi var tilkynnt um
735 kynferðisbrot á árinu 2013. Er
það gríðarleg fjölgun milli ára, eða
107,2%.
Hegningarlagabrotum fækkaði
hins vegar frá fyrra ári og hefur
stöðug fækkun verið frá árinu 2009.
Sérrefsilagabrotum hefur farið fjölg-
andi á sama tíma.
Þetta kemur fram í bráðabirgða-
tölum ríkislögreglustjóra fyrir árið
2013. Þar kemur einnig fram að alls
voru skráð 78.216 afbrot á síðasta
ári.
Auðgunarbrotum fækkaði um 18%
árið 2013 miðað við árið 2012. Þjófn-
aðir og innbrot voru 86% allra auðg-
unarbrota sem er svipað og síðustu
ár en skráðir voru 4.116 þjófnaðir og
1101 innbrot. Þjófnaði og innbrotum
hefur farið fækkandi frá árinu 2009.
Fíkniefnamálum fjölgar
Þegar litið er til samanburðar á
fjölda brota árið 2013 miðað við með-
altal áranna 2010 til 2012 má sjá að
fíkniefnabrotum hefur farið fjölg-
andi. Mikil fjölgun hefur verið á inn-
flutningsmálum og brotum sem
varða vörslu og meðferð fíkniefna en
fækkun hefur orðið á brotum sem
varða sölu og framleiðslu fíkniefna.
Meðal annars var lagt hald á mikið
magn af kannabisplöntum, rúm 47,5
kíló, rúm 34 kíló af amfetamíni og 33
kíló af maríjúana.
Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglan Alls voru skráð 78.216 afbrot um allt land á síðasta ári.
Mikil fjölgun kyn-
ferðisbrota milli ára