Morgunblaðið - 09.01.2014, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014
20-50%afsláttur
af öllum bókum og öðrum vörum í
verslununum daga 10. - 12. janúar!
Útsala hefst í IÐU í dag!
Bæði í Lækjargötu og IÐU Zimsen Vesturgötu
Lækjargata 2a og Vesturgata 2a 101 Reykjavík. Opið frá 9 - 22 alla daga
Snjóflóðavakt Veðurstofunnar
ákvað síðdegis í gær að aflétta
óvissustigi vegna snjóflóðahættu á
norðanverðum Vestfjörðum. Fyrr
um daginn var aflýst hættustigi á
svæði á Ísafirði þar sem rýmt var
vegna snjóflóðahættu.
Ný snjóflóð af stærri gerðinni
sáust ekki í gær. Þó voru skráð á
snjóflóðavef Veðurstofunnar sex
minni flóð utan Ytra-Bæjargils við
Flateyri. Þau höfðu fallið á um einni
klukkustund en náðu rétt út úr gilk-
jöftum.
Veðurstofan gat þess í tilkynn-
ingu að mikill snjór væri til fjalla á
Vestfjörðum, Norðurlandi og Aust-
fjörðum. Stór snjóflóð gætu því enn
fallið, þótt óvissustigi hefði verið
aflétt. Ferðalangar voru beðnir að
hafa varann á í fjöllum, sér í lagi
þegar farið væri um brattlendi.
Á Vestfjörðum var þæfingsfærð í
gærkvöldi og skafrenningur á
Klettshálsi en snjóþekja og skaf-
renningur á Þröskuldum. Hálka er
á öðrum fjallvegum á Vestfjörðum
og víða um land en auk þess skaf-
renningur á Steingrímsfjarð-
arheiði.
Veðurstofan spáir vaxandi aust-
anátt á landinu í dag og að vindurinn
verði 10 til 18 metrar á sekúndu síð-
degis, hvassast við suðurströndina.
Dálítil él geta fallið austanlands.
Víða þykknar upp í kvöld. Hiti verð-
ur að fimm stigum sunnanlands en
annars um frostmark. Spáð er kóln-
andi veðri á morgun með rigningu,
slyddu eða snjókomu sunnan- og
austantil, en úrkomulitlu annars
staðar um landið.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Ísafjörður Ekki urðu neinar skemmdir í snjóflóðum á Vestfjörðum.
Óvissustigi vegna
snjóflóða aflýst
Ferðamenn hafi varann á í bratta
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Í vinningstillögu í samkeppni um
hönnun göngu- og hjólabrúa yfir El-
liðaárvoga kom fram að kostnaður
við þær næmi 95 milljónum króna,
að meðtöldum göngustíg á milli
brúnna en ekki tengingu við stíga-
kerfi borgarinnar, samkvæmt upp-
lýsingum frá Reykjavíkurborg.
Sú áætlun var metin óraunhæf af
dómnefnd sem lét gera sína eigin
áætlun, áður en hún tók ákvörðun
um hvaða tillögu hún myndi mæla
með og hljóðaði sú kostnaðaráætlun
upp á 160 milljónir, samkvæmt upp-
lýsingum frá borginni.
Í kynningu frá framkvæmda- og
eignasviði frá í október 2012 kemur
fram að þótt „frumkostnaðaráætl-
un“ hafi hljóðað upp á 160 milljónir
gerði kostnaðaráætlun II ráð fyrir
að heildarkostnaður yrði 230 millj-
ónir. „Helstu ástæður hækkunar á
kostnaði eru vegna vanáætlunar á
umfangi fyllinga við vestari brúna,
vanáætlunar á lýsingu og umfangi
grundunar vegna endastöpla ásamt
aukningu á stálmagni vegna brúar-
gólfs,“ segir í kynningunni. Þar var
ekki gert ráð fyrir kostnaði við án-
ingarstað.
Í svari sem Morgunblaðið fékk
frá Reykjavíkurborg í september
kom fram að kostnaður væri áætl-
aður 250 milljónir. Nú í janúar er
talið að kostnaður verði 264 millj-
ónir, þar af verði framkvæmda-
kostnaður 228 milljónir og hönnun-
ar- og eftirlitskostnaður verði 36
milljónir.
Ekki óhagkvæmt
Formaður dómnefndarinnar sem
valdi vinningstillöguna var Ámundi
V. Brynjólfsson, skrifstofustjóri
skrifstofu framkvæmda og viðhalds
hjá Reykjavíkurborg. Hann segir að
nefndin hafi aldrei miðað við kostn-
aðaráætlun hönnuða heldur áætlun
sem sérfræðingar hefðu gert fyrir
nefndina.
Kostnaður við brýrnar réðist
einkum af lengd brúargólfanna en
þau hefðu ekki getað verið styttri
þar sem ekki hefði mátt þrengja ár-
farveginn. Hvorki byggingarefnið
né form burðarvirkisins væri óhag-
kvæmt í sjálfu sér. Hefði önnur til-
laga orðið fyrir valinu, s.s. sú í 2.
sæti, hefði kostnaður við fram-
kvæmdina orðið svipaður.
Kostnaður vó 30% í mati dóm-
nefndar en Ámundi sagði að nið-
urstaða dómnefndar hefði orðið sú
sama hefði heildarkostnaður við
brýrnar legið fyrir þegar ákvörðun
var tekin um vinningstillöguna.
Aðspurður sagði hann að hönn-
unar- og eftirlitskostnaður, 36 millj-
ónir, væri ekki óeðlilega hár, miðað
við framkvæmd af þessum toga.
Frumáætlun var upp
á 160 milljónir króna
Úr 95 milljónum í 160, síðan í 230, 250 og loks í 264 millj.
Morgunblaðið/Þórður
Upp Í maí 2012 var tilkynnt að Teiknistofan Tröð hefði unnið samkeppnina.