Morgunblaðið - 09.01.2014, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014
Þú færð GO walk skó í
Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og
Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði
Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi | Hafnarbúðin, Ísafirði
Skóhúsið, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum
Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Skóbúðin, Keflavík
Axel Ó, Vestmannaeyjum
HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ
Í GÓÐUMHÖNDUM
Snjallt að
kíkja á okkur
á adal.is
Við erummeð fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í
Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á
þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
3
-0
4
6
7
Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár
Reykjavík
Grjóthálsi 10
Sími 590 6940
Reykjavík
Skeifunni 5
Sími 590 6930
Hafnarfjörður
Hjallahrauni 4
(við Helluhraun)
Sími 590 6900
Kópavogur
Skemmuvegi 6
(bleik gata)
Sími 590 6935
Reykjanesbær
Holtsgötu 52
(við Njarðarbraut)
Sími 590 6970
www.adalskodun.is og www.adal.is
Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn
á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með
bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt.
Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900
Kristján Johannessen
khj@mbl.is
Fólkið sem bjargað var út úr brenn-
andi íbúðarhúsi í Keflavík í fyrra-
kvöld slapp án teljandi meiðsla og
var útskrifað af sjúkrahúsi að lokinni
skoðun.
„Við fáum tilkynningu um mikinn
reyk við Mávabraut rétt fyrir klukk-
an níu í gærkvöldi [fyrrakvöld] og
förum á staðinn. Þegar ég kem þar
að að framan mætir mér mikill svart-
ur reykur út um útidyrnar. Ég kalla
inn til þess að athuga hvort einhver
sé inni í íbúðinni en fæ engin svör,“
segir Sigurður Skarphéðinsson,
varaslökkviliðsstjóri Brunavarna
Suðurnesja, en hann varð einn af
þeim fyrstu til þess að mæta á vett-
vang þegar eldur kom upp í húsinu.
Sótsvart í framan
Aðspurður kveðst Sigurður því
næst hafa látið íbúa á efri hæð húss-
ins vita að eldur væri laus á jarðhæð-
inni en tvennt var í íbúðinni þegar
eldurinn kom upp, hjón á miðjum
aldri, og voru þau að sögn Sigurðar
inni í svefnherbergi.
Um svipað leyti og slökkviliðs-
menn voru að undirbúa reykköfun
braut nágranni rúðu í svefnherberg-
isglugganum og hóf að aðstoða íbúa
við að komast út. Lögreglumenn
komu svo til aðstoðar skömmu síðar.
Að sögn Sigurðar var fólkið sót-
svart í framan og flutt á sjúkrahús til
skoðunar. Það mun þó hafa sloppið
án teljandi meiðsla og var útskrifað
af sjúkrahúsi að lokinni skoðun.
Gríðarlegur hiti
Spurður hvort mikill eldur hafi
verið í húsinu kveður Sigurður nei
við: „Það var reyndar ekki mikill eld-
ur en eldur hafði greinilega logað
lengi því íbúðin var mjög illa farin.“
Bendir Sigurður á að svefnherberg-
isdyrnar hafi verið lokaðar þegar
eldurinn kom upp og kann það að
hafa átt sinn þátt í að ekki fór verr
þar sem reykur átti þá ekki jafn-
greiða leið inn í herbergið til fólks-
ins.
Þótt eldur hafi ekki verið mikill
segir Sigurður ljóst að mjög mikill
hiti hafi verið inni í íbúðinni og höfðu
rúður t.a.m. sprungið að innan.
Verksummerki benda til að eldur
hafi kviknað í sófasetti sem staðsett
var í stofu íbúðarinnar. Nánari upp-
lýsingar um upptök eldsins liggja
hins vegar ekki fyrir að svo stöddu
en lögreglan hóf rannsókn strax að
loknu slökkvistarfi.
Nágranni bjarg-
aði fólki úr eldi
Íbúðin illa farin vegna hita og elds
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps leggur til að frestað
verði að stækka friðland Þjórs-
árvera þar til ákveðin atriði eru
komin á hreint. „Meginhluti Þjórs-
árvera er nú þegar friðland og ekki
eru nein svæði í hættu þó svo að
stækkun svæðisins frestist eitt-
hvað,“ segir í tillögu sem var sam-
þykkt einum rómi á fundi sveit-
arstjórnarinnar sl. þriðjudag.
Á fundinum var lagt fram bréf
Umhverfisstofnunar frá 27. desem-
ber 2013 varðandi breytingu á frið-
lýsingarmörkum Þjórsárvera.
Björgvin Skafti Bjarnason oddviti
lagði fram bókun þess efnis að
sveitarstjórnin teldi að ekki væri
hægt að fjalla um breytingar á frið-
landsmörkunum fyrr en fram hefðu
komið tillögur verkefnisstjórnar um
vernd og orkunýtingarmörk þess
svæðis sem færi í verndarflokk.
„Ekki eru gerðar athugasemdir við
friðlýsingarskilmálana frá 21. júní
2013 að því gefnu að tryggt verði
fjármagn til að fylgja þeim eftir
sbr. viðauka þar um,“ segir í bók-
uninni.
Gunnar Örn Marteinsson sveitar-
stjórnarmaður lagði einnig fram
bókun. Í henni sagði m.a. að öll um-
ræða undanfarinna ára um stækk-
un friðlandsins í Þjórsárverum
hefði snúist um Norðlingaölduveitu
fremur en almenn verndarsjón-
armið. Hann kvaðst telja nauðsyn-
legt, áður en friðlandsmörk yrðu
ákveðin eins og nú væri lagt til, að
breyta lögum um rammaáætlun
þannig að ljóst væri að stefnt væri
að því að fara í veituframkvæmdir á
svæðinu. Áður en slík ákvörðun
væri tekin þyrfti að gera umhverf-
ismat fyrir framkvæmdina og jafn-
framt þyrfti að liggja fyrir hvaða
áhrif hún hefði á rennsli Þjórsár.
Ekki nóg að breyta strikum
Björgvin Skafti oddviti sagði að
sveitarstjórnin hefði verið búin að
samþykkja friðlýsingarskilmálana
sem átti að undirrita 21. júní 2013.
Hún væri ekki tilbúin að fallast á
umbeðnar breytingar á fyrirhug-
uðum friðlandsmörkum án umræðu.
„Það þarf að skoða fleira en bara
að breyta strikum,“ sagði Björgvin
Skafti. „Við erum ekki að segja að
við séum á móti virkjunum. Við er-
um bara á móti vinnubrögðunum.“
Hann sagði að breyta ætti frið-
lýsingarskilmálunum sem sam-
þykkja átti í júní í fyrra og að fást
þyrftu nánari skýringar á þeim
breytingum.
Hreppsnefnd vill fresta
breytingu friðlandsins
Morgunblaðið/RAX
Þjórsárver Sveitarstjórnir Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ásahrepps fjalla um tillögu að breyttum mörkum fyrir-
hugaðs friðlands í Þjórsárverum. Undirritun friðlýsingarskilmála hinn 21. júní 2013 var frestað.