Morgunblaðið - 09.01.2014, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Hve margar eru kirkjutröpp-
urnar? Þetta er býsna algeng spurn-
ing en fáir vita eða muna svarið. Nú
veit hins vegar allur bærinn, eða því
sem næst, að tröppurnar góðu upp
að helsta kennileiti bæjarins eru
ekki lengur upphitaðar.
Margir hafa brugðist ókvæða við
á netinu og málið er rætt á kaffistof-
um og í saumaklúbbum – líklega.
Einhverjir óttast beinbrot. Bæj-
arstjórinn segir fólk þó ekki þurfa að
hafa áhyggjur því tryggt verði að
áfram verði hægt að ganga upp og
niður tröppurnar án vandkvæða.
Þær voru þó býsna erfiðar yfirferðar
í byrjun vikunnar og flughálar.
„Við fjárhagsáætlunarvinnu árs-
ins 2014 var samþykkt að draga úr
kostnaði við að bræða snjóinn og
klakann af tröppunum. Kirkjutröpp-
urnar verða mokaðar og hálku-
varðar af starfsmönnum Fram-
kvæmdamiðstöðvar þegar þess
gerist þörf. Snjóbræðslukerfið verð-
ur líka notað en í minna mæli en ver-
ið hefur,“ segir Eiríkur Björn Björg-
vinsson bæjarstjóri við
Morgunblaðið.
Kostnaður við snjóbræðslu-
kerfið í kirkjutröppunum hefur
aukist verulega undanfarin ár, var
orðinn fimm milljónir á ári, en bæj-
aryfirvöld reikna með að spara
þrjár milljónir króna með þessari
aðgerð.
Ástæða hækkunarinnar er raun-
ar sú að mælir sem notast var við
fram á mitt ár 2012 sýndi notkun
sem margfalda þurfti með 100, en
það var ekki gert! Þetta þarf ekki að
gera við nýjan mæli. „Notkunin er
því sú sama en gjaldtakan frá árinu
2002 miðuð við ranga mælieiningu.
Reikningarnir voru því aðeins 10%
af notkun frá árinu 2002 og fram á
mitt ár 2012,“ segir Eiríkur Björn
bæjarstjóri.
Oddur Helgi Halldórsson bæj-
arfulltrúi L-listans og formaður
framkvæmdaráðs, kveðst telja snjó-
mokstur og hálkuvarnir á götum og
gangstígum Akureyrar mjög góðan.
„Árlegur kostnaður hefur verið um
70-100 milljónir. Að sjálfsögðu væri
best að geta haldið kirkjutröppunum
auðum allan ársins hring, en þegar
kostnaðurinn við það er orðið 5-8%
af heildarútgjöldum til snjómokst-
urs og hálkuvarna í bæjarfélaginu,
þá er eðlilegt að leitað sé annarra
leiða,“ segir Oddur Helgi við Morg-
unblaðið.
Nemendur í 1. bekk unnu í vik-
unni að verkefni þar sem markmiðið
var að hafa jákvæð áhrif á sam-
félagið. Þrír þeirra brugðust við
fréttum vikunnar; Björn Kristinn
Jónsson, Steinar Einar Sigmunds-
son og Tumi Hrannar-Pálmason,
tóku sig til á þriðjudaginn og aðstoð-
uðu tvo starfsmenn bæjarins við að
berja klaka af kirkjutröpunum og
moka í burtu.
Englar alheimsins, mögnuð sýn-
ing Þjóðleikhússins, verður sýnd í
Hofi á föstudag og laugardag. Sann-
arlega hvalreki á fjörur bæjarbúa.
Annað spennandi verk, Jeppi á
Fjalli úr Borgarleikhúsinu, verður
sýnt í Hofi í byrjun febrúar en þar er
Ingvar E. Sigurðsson í aðal-
hlutverki.
Sjálft Gullna hliðið eftir Davíð
Stefánsson verður frumsýnt hjá LA
í gamla Samkomuhúsinu um aðra
helgi. Það er auðvitað stór-
merkilegt; verk eftir þennan nafn-
togaða heiðursborgara Akureyrar,
ekki síst sett upp vegna þess að 50
ár eru liðin frá andláti skáldsins. Þá
eru 40 ára í vetur frá því LA varð at-
vinnuleikhús.
Meira af Davíð: Nýtt, spennandi
hljóðverk um hann, Söngur
hrafnanna eftir Árna Kristjánsson,
verður frumflutt í Davíðshúsi 1.
mars en þann dag verða 50 ár frá því
skáldið lést. Það er enginn annar en
Ólafur Darri Ólafsson sem fer með
hlutverk Davíðs. Hannes Óli Ágústs-
son leikur Pál Ísólfsson og Hilmir
Jensson túlkar Árna Kristjánsson.
Leikstjóri er Viðar Eggertsson og
þetta verður svo páskaverk Út-
varpsleikhússins.
Þeir sem vilja losa sig við jóla-
tréð eiga þess kost að koma því að
lóðamörkum og starfsmenn bæj-
arins fjarlægja þau í dag og á morg-
un. Þeir sem kjósa að láta tréð fegra
húsið lengur geta andað rólega, því
bæjarstarfsmenn verða aftur á ferð-
inni í sömu erindagjörðum á mánu-
dag og þriðjudag í næstu viku. Gám-
ar verða svo við gámastöðvar hér og
þar um bæinn.
Ármann Pétur Ævarsson knatt-
spyrnumaður var á dögunum út-
nefndar Íþróttamaður Þórs 2013.
Það var tilkynnt í árlegu hófi sem fé-
lagið heldur rétt fyrir gamlársdag í
félagsheimilinu Hamri.
Næsta sunnudag verður haldið
upp á afmæli KA í félagsheimilinu
og hefst dagskráin kl. 14 og m.a. lýst
kjöri íþróttamanns félagsins. Félag-
ið varð 86 ára í gær.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæj-
arstjóri lýsti þeirri skoðun sinni í ný-
ársávarpi á sjónvarpsstöðinni N4, að
sameina ætti alla íbúa Eyjafjarðar í
einu sveitarfélagi.
Eiríkur segir sveitarstjórnir
þurfa að taka höndum saman,
„leggjast á eitt og sameina krafta til
að efla byggð á Eyjafjarðarsvæðinu.
Það þýðir ekki að stinga höfðinu í
sandinn. Til að auka slagkraft íbúa
Eyjafjarðar þarf að sameina þá alla
undir einum hatti, byggja upp enn
blómlegri og vonandi bráðum 30
þúsund manna byggð sem hefur vigt
og nokkurn þunga í hinu stóra sam-
hengi.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Kirkjutröppuverðir Jóhann Eyland og Magnús Ásgeirsson, starfsmenn Akureyrarbæjar. Til hægri er Björn Krist-
inn Jónsson, einn menntskælinganna þriggja sem aðstoðuðu við að handmoka tröppurnar á þriðjudaginn.
Englar, gullið hlið og kirkjutröppurnar
Ólafur Darri
Ólafsson
Ingvar E.
Sigurðsson
Ármann Pétur
Ævarsson
Eiríkur Björn
Björgvinsson
Íslendingur, sem flúði til Íslands frá
Bretlandi fyrir átta árum eftir að
hafa verið ákærður fyrir árás á her-
mann í Canterbury, var handtekinn
á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í
síðustu viku. Hann kom fyrir dóm-
ara í vikunni og hefur verið gert að
hefja afplánun. Þetta kemur fram í
vefmiðlinum Kent Online.
Íslendingurinn flúði land árið 2005
eftir að hafa verið ákærður fyrir lík-
amsárás í Howe-herstöðinni í
Canterbury.
Dæmdur í eins árs fangelsi
Samkvæmt frétt Kent Online féll
dómur í málinu ári síðar og var hann
dæmdur í eins árs fangelsi að honum
fjarstöddum. Var Íslendingnum gert
að afplána í unglingafangelsi þar
sem hann var einungis tvítugur að
aldri er hann framdi brotið.
Samkvæmt frétt Kent Online býr
Íslendingurinn og starfar í Þýska-
landi. Hann var handtekinn af
breska útlendingaeftirlitinu í síðustu
viku eftir að starfsmenn þess á flug-
vellinum sáu að alþjóðleg hand-
tökuskipun var í gildi á hendur hon-
um.
Verjandi Íslendingsins óskaði eft-
ir því í vikunni að refsingin yfir hon-
um yrði milduð en dómari féllst ekki
á beiðnina og verður honum gert að
afplána dóminn í almennu fangelsi.
Verjandi Íslendingsins sagði að
maðurinn hefði þurft að fara til Ís-
lands til þess að sinna afa sínum
þrátt fyrir að vita að hann hefði ekki
átt að yfirgefa Bretland vegna ákær-
unnar. Hann hefði dvalið fjögur ár á
Íslandi áður en hann hóf störf hjá
fyrirtækinu sem hann starfar nú hjá
í Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa
ferðast víða hafi hann aldrei verið
stöðvaður við landamæraeftirlit og
því hafi hann talið að hann hefði ekki
verið dæmdur.
Kom átta sinnum til Bretlands
Á síðustu fjórum árum hafi Ís-
lendingurinn komið átta sinnum til
Bretlands, að sögn verjandans.
Dómarinn sagði að hann ætti erfitt
með að trúa því að hann hafi sloppið
við handtöku við komuna til Bret-
lands hingað til nema hann hafi
ferðast um á öðru vegabréfi en sínu
eigin.
Samkvæmt dómsskjölum var Ís-
lendingurinn dæmdur fyrir aðild að
árás á hermann í mars 2005. Var
hann einn þriggja sem réðust á her-
manninn í herstöðinni, spörkuðu
ítrekað í höfuð hans og líkama, sam-
kvæmt ákærunni. guna@mbl.is
Handtekinn fyrir
árás á hermann
Flúði frá Bretlandi fyrir átta árum
www.gilbert.is
KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR
FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI