Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ekki verðursagt aðborgarbúar
séu áhugasamir um
kosningar til borg-
arstjórnar í vor. Sú
var tíð að kosn-
ingar í höfuðborg-
inni þóttu barátta á borð við al-
þingiskosningar og verulegur
ákafi var einnig í „rétt“ úrslit í
öðrum sveitarfélögum. Að
þessu leyti skáru Íslendingar
sig lengi vel úr, ef horft var til
annarra landa. Í sumum ná-
grannalöndunum hafði áhugi á
sveitarstjórnarmálum minnkað
mikið fyrir áratugum. Það á við
bæði um Norðurlöndin og Bret-
land. Í Bretlandi ná aðeins
ónýtar kosningar til ESB-þings
að slá út kosningar til sveit-
arstjórna, þegar áhugaleysi er
viðmiðunin.
En þá er sjálfsagt spurt
hvort það geri nokkuð til þótt
lýðræðislegur áhugi á sveit-
arstjórnum hrynji svona. Er
ekki áhugaleysið meðal annars
merki um það að svigrúm sveit-
arfélaga til að bera sig öðru vísi
að en gerist sé lítið. Lagarammi
um sveitarfélög og verkefni
þeirra verði sífellt þrengri og
nákvæmar sniðinn til. Fjár-
munir þeirra étist upp í óstöðv-
andi vöxt svokallaðrar fé-
lagslegrar þjónustu og
framfærslu af margvíslegu
tagi. Slíkur þáttur hefur vaxið
langt umfram viðmiðunartölur
um almenna þróun efnahags-
lífs. Kjörnir fulltrúar hafa fyrir
löngu gefist upp fyrir þessum
þætti og því sést þar lítill eða
enginn munur á flokkum. Það
reyndar hefur gilt að mestu
leyti einnig um aðra málaflokka
líka í höfuðborginni um nokkra
hríð. Borgaryfirvöld voru lengi
mjög framtakssöm og gengust
upp í að veita borgarbúum öfl-
uga þjónustu. Þau litu svo á að
hæst alls á hillu borgarinnar
væri þjónustuhlutverk hennar.
Af þessum ástæðum var höf-
uðborgin löngum fyrirmynd
annarra sveitarfélaga í slíkum
efnum.
Síðustu árin hefur þjónustu-
hlutverkið verið hornreka og
borgaryfirvöld leyna ekki nei-
kvæðri afstöðu sinni til þess.
Þau fara fram með margvíslegu
offorsi gagnvart borgarbúum
og hreinum geðþótta. Aft-
urvirkar reglur eru settar, þótt
ólögmætt sé, og þess verður
ekki einu sinni vart að um það
sé ágreiningur í borgarstjórn
Reykjavíkur. Skyndilega var
ákveðið að í grónum hverfum
skyldi refsa íbúunum ef sorp-
tunna stæði lengra en 15 metr-
um frá stoppustað sorpbíls.
Slíka reglu er hægt að setja í
tengslum við skipulag nýs
hverfis, sem tæki þá mið af því.
En beiting hennar er hreinn yf-
irgangur í fullbyggðum hverf-
um þar sem hús voru staðsett
og reist með fullum
leyfum yfirvalda.
Nú síðast hafa
sorphirðumenn
fengið fyrirmæli
borgaryfirvalda um
að róta í sorptunn-
um íbúa borg-
arinnar, án þess að Persónu-
vernd hafi svo mikið sem
rumskað af værum svefni sín-
um.
Síðustu áratugina hefur að-
staða hjólreiðamanna smám
saman verið bætt, sem er gott.
En samhliða því hefur sá ágæti
áhugi á síðustu árum breyst í
offors gegn bifreiðaeigendum,
en það er annað heiti á lang-
flestum borgarbúum, sem
komnir eru til vits og ára. Um
þessar atlögur hefur ríkt prýði-
leg sátt í höfuðborginni síðan
að Sjálfstæðisflokkurinn virtist
hætta þar starfsemi að öðru
leyti en að nafninu til. Atlagan
að bifreiðaeigendum er samofin
inn í hið nýja Aðalskipulag
borgarinnar og verði það leið-
sögn til framtíðar munu bif-
reiðaeigendur ekki sjá hvað til
þeirra friðar heyrir fyrr en það
verður orðið of seint. Nú hefur
íslenska ríkisstjórnin, þvert of-
an í eitt af fáum skýrum atrið-
um í stjórnarsáttmála, fengið
einn af ráðherrum Jóhönnu og
Steingríms til að leita fyrir sig
að nýjum flugvelli innan marka
borgarlandsins. Ekki er vitað
hvernig sú leit fer fram. Áður
hafði mjög verið rætt um nýja
flugvallargerð á Hólmsheiði og
sú hugmynd nánast verið af-
skrifuð. Þó er fullmikið sagt að
heiðin hafi týnst. Ekki er því
vitað hvar ráðherrann fyrrver-
andi úr Jóhönnustjórninni er að
leita.
Sérstaklega er tekið fram af
fulltrúum ríkisstjórnarinnar,
að þegja eigi yfir öllum undir-
málum í flugvallarmálinu fram
yfir kosningar. Þeir Jón og
Dagur eru sjálfsagt hissa að fá
stóra vinninginn í happdrætti
sem þeir áttu engan miða í.
Fyrir fáeinum árum ákváðu
borgaryfirvöld að taka af pínu-
litla þægindaþjónustu sem fyr-
irrennar þeirra höfðu talið að
borgarbúar hefðu greitt fyrir
með útsvari sínu, sem þó var þá
stillt í hóf miðað við það sem nú
tíðkast. Þau sáu að gera mætti
borgarbúum smá miska með
því að hætta að sækja til þeirra
jólatré eftir þrettándann. Þess-
ir bílahatarar í borgarstjórn-
inni unnu það til að láta tugi
þúsunda bifreiða skutlast með
tré á förgunarstað, til að mega
undirstrika þá skömm sem þeir
hafa á því þjónustuhlutverki
sem borgaryfirvöld höfðu áður í
hávegum. Kannski er sú full-
yrðing ekki sanngjörn. Kannski
ætluðust þau til að gamla jóla-
tréð yrði almennt flutt á
bögglaberanum eða tekið með í
strætó.
Sveitarstjórn-
armenn sem hafa
hafnað þjónustu-
hlutverkinu hafa
misst tilverurétt}
Ævintýri á afturför
J
ón Gnarr ruglaði marga í ríminu með
innkomu sinni í borgarmálin. Engir
urðu þó jafnráðþrota og sjálfstæð-
ismenn sem fannst þeir vera að horfa
upp á borgarbúa glata skynseminni.
Nú hyggst Jón Gnarr hætta pólitískum af-
skiptum og sjálfstæðismenn andvarpa feg-
insamlega. Þó eru þeir enn ráðþrota því ekkert
bendir til þess að borgarbúar muni sjá að sér
og veita hægrisinnuðum borgaralegum öflum
atkvæði sitt. Nei, borgarbúar virðast einfald-
lega ansi hrifnir af arfleifð Jóns Gnarrs og því
líklegir til að kjósa aðstoðarmann hans og
Bjarta framtíð í næstu borgarstjórnar-
kosningum. Sjálfstæðismenn botna ekkert í
borgarbúum. Þeir telja sig sífellt vera að reyna
að koma vitinu fyrir Reykvíkinga en komast
ekkert áleiðis.
Í fylgisleysinu beina einhverjir sjálfstæðismenn spjót-
um sínum að forystumanni Sjálfstæðisflokksins, Halldóri
Halldórssyni, þeim væna manni, sem hefur unnið það sér
til óhelgi hjá ákveðnum harðlínukjarna að vera frjáls-
lyndur og Evrópusinnaður. Okkur vinum Evrópusam-
bandsins finnst Halldór mikill fyrirmyndarmaður í pólitík
og skiljum ekki ólundina í hans garð. En við skiljum nátt-
úrlega ekki allt og síst af öllu þankagang allra deilda innan
Sjálstæðisflokksins.
Sennilega myndi litlu sem engu skipta fyrir sjálfstæð-
ismenn hver væri foringi þeirra í borginni. Það virðist ein-
faldlega vera ríkjandi ákveðið stemningsleysi meðal borg-
arbúa þegar borgarstjórnarflokkur sjálf-
stæðismanna á í hlut og ekki er ljóst fyrir
hvaða baráttumál flokkurinn stendur. Þá er
ekki lokkandi tilhugsun að ljá flokknum at-
kvæði sitt.
Stór hluti sjálfstæðismanna skilur ekki enn
af hverju borgarbúar kusu Jón Gnarr. Í aug-
um þessa hóps mun Jón Gnarr ætíð verða
trúður sem átti ekkert erindi inn í íslensk
stjórnmál. Þessum hópi finnst að borgar-
stjórinn í Reykjavík eigi að vera settlegur
embættismaður sem þylur tölur fyrir framan
sjónvarpsvélar. Jón Gnarr var aldrei þannig
borgarstjóri. Hann var mannlegur og hlýr,
skapandi og frumlegur. Þess vegna tengdu
borgarbúar við hann.
Þvert á allar hrakspár um þær skelfingar
sem myndu dynja yfir borg og borgarbúa þegar lista-
mönnum væri hleypt lausum við stjórn borgarinnar stóð
Besti flokkurinn sig vel. Þetta var ekki þumbaralegur
stofnanaflokkur heldur hreyfing skapandi fólks sem lagði
sig fram við að vanda sig. Vissulega gerði það sín mistök,
en það var reiðubúið að læra og bæta sig. Besti flokkurinn
var tilraun sem tókst.
Sjálfstæðismenn munu örugglega halda áfram að líta á
Jón Gnarr sem trúð sem átti ekkert erindi í stjórnmálin en
um leið eru þeir blýfastir í einstrengingslegri pólitík sem
er löngu hætt að heilla kjósendur. Kjósendur vilja skap-
andi stjórnmálamenn sem afneita ekki mannlega þætt-
inum, hvorki í lífinu sjálfu né í pólitíkinni. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Tilraun sem tókst
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
S
amgöngustofa lítur svo á
að um ómönnuð loftför,
þar á meðal lítil fjarstýrð
flygildi, gildi sömu reglur
og um mönnuð loftför.
Lög um loftferðir og reglugerð um
flugreglur gildi því um þau eins og
önnur loftför. Og þessar reglur eru
bæði ítarlegar og strangar.
Áhugi almennings á fjarstýrðum
flygildum, einkum litlum fjarstýrðum
þyrlum, fer mjög vaxandi erlendis,
m.a. í Bandaríkjunum en einnig hér á
landi.
Samgöngustofa bendir á að um
ómönnuð loftför gildi „almennt“
sömu reglur og um mönnuð loftför.
Samkvæmt reglugerð um flugreglur
teljist loftfar „sérhvert tæki sem
haldist getur á flugi vegna verkana
loftsins annarra en loftpúðaáhrifa við
yfirborð jarðar.
Einnig eru í gildi sérstakar regl-
ur um flugvélalíkön og er það mat
Samgöngustofu að þær reglur nái
líka til ómannaðra loftfara. Í þeim
reglum segir m.a. að ekki þurfi leyfi
til klifurs flugvélalíkana sem eru
minni en 5 kíló að heildarþyngd,
nema þau séu knúin áfram með eld-
flaugum. Ef loftfarið er þyngra en 5
kíló þarf að uppfylla alls kyns skilyrði
fyrir „starfrækslu“ þeirra , m.a.
senda inn lýsingu á flugleiðinni,
áhættumat, það þarf leyfi frá lög-
reglu o.fl.
Greinargóðar upplýsingar eða
samantekt um hvaða hæðartakmark-
anir gilda hér á landi um flygildi eru
ekki aðgengilegar á vef Samgöngu-
stofu og upplýsingar um slíkar tak-
markanir fengust ekki í gær.
Haldi sig undir 500 fetum
Sverrir Gunnlaugsson, sem er
virkur í Þyt, sem er klúbbur flug-
módelmanna, segir að þeir sem hafi
verið að forvitnast um reglur fyrir
flygildi hjá Flugmálastjórn, nú Sam-
göngustofu, hafi fengið þau svör að
flygildin komi stofnuninni í rauninni
ekkert við.
Þótt ekki séu allir sammála um
að sömu reglur gildi um flygildi og
flugmódel, miði margir við að svo sé.
Eftir því sem hann komist næst
séu ekki í gildi sérstakar reglur um
þá flughæð sem flugmódel megi fara
í. Flugmódelmenn verði því að taka
mið af því loftrými sem ekki er frá-
tekið fyrir flug mannaðra loftfara;
flugvéla eða fisvéla. Utan þéttbýlis,
eða við flugvelli, megi ekki fljúga
slíkum vélum lægra en í 500 fetum.
Loftrýmið frá 500 fetum og niður á
jörðu sé því hálfgert „einskis manns
land“ og þar telja flugmódelmenn að
þeim sé heimilt að athafna sig.
Þá hafi flugmódelmenn sett sér
ýmsar reglur, s.s. að fljúga ekki yfir
þéttbýli eða yfir mannfjölda, enda sé
alltaf hætta á að módelið hrapi. Þó sé
talið í lagi að fljúga líkönum úr frauð-
plasti í þéttbýli en þau vega aðeins
um 500 grömm.
Svokallaðar fjölþyrlur, flygildi
með marga litla þyrluhreyfla, eru all-
vinsælar hér á landi og Sverrir segir
að sífellt auðveldara sé að fljúga þeim
– og mun auðveldara heldur en hefð-
bundnum flugvélamódelum. Flug-
módelmenn hafi af því nokkrar
áhyggjur að flygildi sem flogið er yfir
mannfjölda falli niður og valdi slysum
á fólki. Slíkt gæti leitt til þess að sett-
ar yrðu stífar reglur sem mundu
bitna á flugmódelsportinu.
Því hvetur hann alla sem
eignast flygildi til að hafa sam-
band við Þyt eða aðra flug-
módelklúbba og leita upp-
lýsinga og aðstoðar. Þá
ítrekar hann nauðsyn þess
að fólk kaupi sér trygg-
ingar því valdi flygildi
tjóni sé eigandinn eða sá
sem stjórnar því annars
að fullu ábyrgur.
Félagsgjald í
Þyt er 12.000 krónur
og eru tryggingar
innifaldar.
Áhyggjur af flygild-
um yfir mannfjölda
Ljósmynd/Sverrir Gunnlaugsson
Flug Í flugreglunum kemur fram að engum flugvélalíkönum má fljúga
innan við 1,5 km frá flugvöllum. Á myndinni er stærsta flugmódel landsins.
Fyrirtæki sem smíða flygildi
virðast eiga auðvelt með að
laða að fjárfesta og flygildin
verða sífellt ódýrari og betri.
Sem dæmi má nefna að flyg-
ildið sem tók myndir af flug-
eldaskothríðinni í Reykjavík á
gamlárskvöld, en það mynd-
band hefur farið víða, kostar
483 dali á Amazon.com (um
57.000 krónur). Flygildið vegur
rúmlega eitt kíló.
Bandaríska þingið fól nýverið
Bandaríska loftferðaeftirlitinu
(FAA) að smíða sérstakar regl-
ur um flygildi fyrir árið 2015 og
að reglur um flygildi sem eru
léttari en 55 pund (25 kg) yrðu
tilbúnar enn fyrr. Sem stendur
má ekki nota flygildi í
atvinnu-
skyni í
Bandaríkj-
unum, nema
með sérstöku
leyfi. Um flygildin
gilda sömu regl-
ur og um flug-
vélamódel og
má ekki fljúga
þeim hærra en
400 fet (122
metra).
Verða ódýr-
ari og betri
FÁST Á AMAZON
SAR eye
félagar með
leitarflygildi.